Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 2
2 13. apríl 2008 SUNNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Öryggisvörður þurfti að leita á slysadeild í gær- morgun eftir stimpingar við nokkra menn í verslun 10-11 í Austurstræti. Hann er með áverka í andliti en er ekki alvar- lega slasaður. Lögregla á von á kæru vegna málsins. Að sögn varðstjóra lögreglu fékk lögreglan tilkynningu um slagsmál í versluninni skömmu fyrir klukkan sex. Þegar lög- reglumenn komu á vettvang voru slagsmálahundarnir á bak og burt, en þær upplýsingar feng- ust hjá starfsfólki verslunarinn- ar að sex ungir menn hefðu ráð- ist inn í verslunina og veist að þremur öryggisvörðum. Allir voru marðir og einn leitaði á slysadeild. Ekki er vitað hverjir voru að verki. Um síðustu helgi slasaðist öryggisvörður í sömu verslun alvarlega þegar hann var sleginn með flösku í höfuðið. Hann var á gjörgæslu um tíma eftir að blæða tók inn á heila. Sigurður Reynarsson, fram- kvæmdastjóri 10-11, hafði heyrt af málinu þegar Fréttablaðið tal- aði við hann. „Þessi búð er nátt- úrlega stödd í miðbæ Reykjavík- ur þar sem er hasar,“ segir hann. „Það koma upp aðstæður öðru hvoru þar sem þarf að róa mann- skapinn og við erum við því búnir.“ Alvarleg árás eins og sú um síðustu helgi sé einsdæmi – yfirleitt sé aðeins um minni háttar ryskingar að ræða. - sh Öryggisvörður leitaði á slysadeild eftir ryskingar við ölvaða miðbæjargesti: Aftur veist að öryggisvörðum 10-11 Í AUSTURSTRÆTI Verslunin er opin allan sólarhringinn og mikil eftirspurn er eftir þjónustunni, að sögn framkvæmda- stjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NOREGUR Óperuhúsið í Osló var vígt í gær að viðstöddu fjölmenni. Bygging hússins, sem er úr hvítum marmara og virðist rísa úr hafi við Oslófjörð, kostaði hátt í 62 milljarða íslenskra króna en skreytingar að innan tæpar 900 milljónir. Með vígslu hússins er 120 ára draumur norskra tónlistarunn- enda, sem hingað til hafa hlýtt á óperur í gömlum leikhúsbygging- um, orðinn að veruleika. Óperuhúsið er auk þess stærsta hús sem hefur verið reist undir menningarstarfsemi í landinu í um 700 ár. - ve Óperuhúsið í Ósló vígt: Húsið kostaði 60 milljarða OLÍUFÉLÖGIN „Það er óhætt að segja að sala á steinolíu hafi aukist og nokkuð ljóst að sumir eru ekki að spila þetta eins og á að gera. Menn eru klárlega að misnota reglugerðir með því að drýgja dís- ilolíuna,“ segir Egill Daníelsson, vélfræðingur og umsjónarmaður smurefna hjá Olís. Reglugerðir segja til um að notkun steinolíu sé bönnuð á venjulegar dísilvélar. Ingvi Ingva- son, rekstrarstjóri bensínstöðva Skeljungs, segir sölu á steinolíu hafa aukist talsvert upp á síðkastið, en að sú aukning gæti einnig verið tilkomin vegna mikilla frosta í vetur. Hann telur að varkárni sé þörf við notkun hennar. „Steinolía er frostþolnari er dísilolía og við mælum með henni í vélar sem eru hannaðar fyrir slíka tegund af olíu, en ekki aðrar vélategundir. Slíkt gæti meðal annars valdið vandræðum varðandi verksmiðju- ábyrgð á nýjum bílum.“ Nokkur brögð munu hafa verið að því að bíleigendur sæki í stein- olíu vegna lágs verðs, en um hana gilda aðrir og lægri tollar en dísil- olíu. Stefán Ásgrímsson, ritstjóri blaðs og vefs Félags íslenskra bif- reiðaeigenda (FÍB), segir að um klárt lögbrot sé að ræða í því efni. „Dísilvélar ganga á matarolíu, lýsi og alls kyns olíu, og vissulega gengur það tæknilega séð að fylla þær af steinolíu, en ef menn nota aðra olíu en þá sem er leyfileg eru þeir farnir að brjóta lögin. Það er ekki vegaskattur á steinolíu, og olíugjaldið er vegaskatturinn, þannig að menn eru ekki að borga leigu fyrir nota vegina. Að sjálf- sögðu eru skiptar skoðanir á því hvað mönnum finnst um vega- gjöldin og hvort of lítið af þeim fari í vegina, en maður lagar ekki svona hluti með því að brjóta lögin. Lýðræðislega séð er það mjög slæmt mál,“ segir Stefán. Leó M. Jónsson, iðnaðar- og vélatæknifræðingur, segir að mikil mengun fylgi notkun á stein- olíu, auk þess sem hún geti farið illa með bíla, einkum nýja og nýlega. „Brennisteinsmagnið í stein- olíunni er meira en leyfilegt er í dísilolíu og það orsakar meiri mengun. Menn gera þetta á eigin ábyrgð og með gamla dísilbíla með eldri gerð af olíuverki ætti þetta ekki að skaða, en ég ráðlegg engum sem er á nýjum bíl með tölvustýrðu vélakerfi að nota steinolíu, og alls ekki þeim sem eiga bíla sem eru í ábyrgð,“ segir Leó. kjartan@frettabladid.is Gruna bíleigendur um að misnota steinolíu Starfsmenn olíufélaga grunar að bíleigendur misnoti reglugerðir um steinolíu vegna lægra verðs. Sala á steinolíu hefur aukist umtalsvert upp á síðkastið. Notkun hennar getur varðað við lög og skemmt bílvélar. MISNOTKUN Notkun steinolíu á venjulegar dísilvélar getur varðað við lög og skemmt vélar í bílum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Karlmaður á sextugsaldri réðst á lögreglumann á bensínstöð N1 við Hringbraut um klukkan sjö í gærmorgun. Lögreglumaðurinn hlaut áverka í andliti og á hálsi sem gætu haldið honum frá vinnu í einhvern tíma, að sögn varðstjóra. Tveir lögreglumenn höfðu afskipti af manninum þar sem hann svaf í bíl sínum fyrir utan bensínstöðina. Hann brást illa við afskiptunum og réðst á annan lögregluþjóninn. Maðurinn var í annarlegu ástandi, og á brotaferil að baki. Hann var yfirheyrður í gær eftir að hafa sofið úr sér í fangaklefa. - sh Vaknaði með andfælum: Veitti lögreglu- þjóni áverka LÖGREGLUMÁL Lögreglunni barst í gærmorgun tilkynning frá blaðbera um að maður væri fastur í skotti bíls við Miklubraut. Blaðberinn hafði heyrt manninn hrópa á hjálp, berjast um og sparka í bílinn að innan. Lögregla kom á vettvang og fann rúmlega tvítugan mann í afar annarlegu ástandi í skottinu. Hann sagðist enga hugmynd hafa um það hvernig hann endaði í skottinu. Haft var samband við eiganda bílsins, sem kom sömuleiðis af fjöllum. Skottbúinn og eigandinn þekktust ekki og málið verður ekki rannsakað frekar að sögn varðstjóra. - sh Vaknaði fastur í skotti bíls: Annarlegur í annars skotti SKIPULAGSMÁL Verið er að rífa slippinn við Mýrargötu í Reykja- vík en í skipulagi borgarinnar um Mýrargötu- og slippsvæði er gert ráð fyrir íbúðarbyggð á svæðinu. Þó mun Daníelsslippur standa þó að þaðan hafi bátur ekki verið bættur frá því haustið 2006. Hans nýja hlutverk er hins vegar að finna hjá sjóminjasafninu sem hefur tekið hann yfir. Gert er ráð fyrir um 200 íbúðum á svæðinu sem sumar hverjar verða alveg við sjó en í skipulag- inu er einnig gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði og reynt að þrengja ekki um of að athafna- svæði hafnarinnar. - jse Framkvæmdir við Mýrargötu: Slippurinn fer VERIÐ AÐ RÍFA SLIPPINN Slippurinn víkur fyrir íbúðarbyggingu en um 200 íbúðir verða byggðar á svæðinu. SAMBÍA, AP Leiðtogar ríkja í sunnanverðri Afríku hittust á neyðarfundi í gær til að ræða ástandið sem skapast hefur í Simbabve í kjölfar forseta- kosninganna í landinu. Þeim gafst ekki færi á að beita Robert Mugabe, forseta Simbabve, þrýstingi, þar sem hann sniðgekk fundinn. Fundurinn þykir til marks um að brestir séu komnir í þá samstöðu sem hingað til hefur ríkt um Mugabe meðal leiðtoga nágrannaríkjanna. Mugabe hefur ríkt yfir landinu í 28 ár, lengst allra þjóðar- leiðtoga í sunnanverðri Afríku. Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, flaug til fundar við Mugabe í Harare, höfuðborg Simbabve, áður en hann mætti á leiðtogafundinn. Að honum loknum sagði Mbeki stjórnarkreppu ekki ríkja í landinu. Levy Mwanawasa, forseti Sambíu, sagði hins vegar í opnunarræðu fundarins að nauðsyn- legt væri að binda enda á óvissuna í Simbabve. Í þingkosningunum 29. mars tapaði flokkur Mugabe meirihluta í fyrsta sinn síðan árið 1980. Engar niðurstöður hafa verið birtar úr forseta- kosningum sem fram fóru samtímis. Óformlegar talningar benda til ósigurs Mugabe, en það viðurkennir hann ekki. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Morgan Tsvangirai hefur hins vegar lýst yfir sigri. - sh Leiðtogar nágrannaríkja Simbabve lýsa áhyggjum af stöðunni í landinu: Mugabe sniðgekk neyðarfund HARARE Í GÆR Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, fundaði með Mugabe í Harare fyrir leiðtogafundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Kristján, eruð þið búnir að leita til olíufélaganna? „Nei, því við erum að kalla eftir siðlegu og löglegu samráði.“ Kristján Gunnarsson, formaður Starfs- greinasambandsins, segir að verka- lýðshreyfingin hafi kallað eftir víðtæku samráði við stjórnvöld og vinnuveitendur en án árangurs. SLYS Maður á þrítugsaldri liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild eftir vélhjólaslys skammt frá Blönduósi síðdegis í gær. Hann er mað alvarlega höfuðáverka og er haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn var að leik á hjólinu í malarbingjum nálægt afleggjar- anum til Skagafjarðar þegar hann datt og varð undir hjólinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir manninum og flutti hún hann á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Þangað var hann kominn um klukkan sex. Enn var verið að rannsaka áverka mannsins í gærkvöldi. - sh Datt og varð undir hjóli: Vélhjólamaður þungt haldinn Féll af vélhjóli við Esjurætur Maður slasaðist er hann féll af vélhjóli sínu á 40 til 50 kílómetra hraða við Esjurætur á þriðja tímanum í gær. Sjúkrabíll sótti manninn, sem kenndi sér meins í brjóstkassa. Talið er að hann sé rifbeinsbrotinn. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.