Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 13.04.2008, Blaðsíða 83
SUNNUDAGUR 13. apríl 2008 27 Ævintýrið er hafið Útilegumaðurinn er sérverslun með allt sem þú þarft til ferðalagsins, hjólhýsi, fellihýsi, pallhýsi, húsbíla, fylgihluti og margt fleira. Fossháls 5-9 110 Reykjavík Sími 551 5600 Fax 551 5601 www.utilegumadurinn.is Opið allar helgar frá 12-16 á virkum dögum frá 10-18 Polar hjólhýsi Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Evrópskar þrýstibremsur, galvaníseruð grind, iDC stöðugleikakerfi og ríkulegur staðalbúnaður. 19˝ LCD skjár Séstakur vínkælir DVD spilari 44mm einangrun -40 °C iDC stöðugleikakerfi iDC Fjöðrun f. ísl. aðstæður Vatn tengt heitt/kalt CD spilari/ útvarp Upphitaðar lúxusdýnur 12 cm Rockwood fellihýsi Sérstaklega löguð að íslenskum aðstæðum með galvaníseraðri grind, fjöðrum fyrir akstur á erfiðum vegum og upphituðum lúxusdýnum. Evrópskar þrýstibremsur Evrópskar þrýstibremsur N1-deild kvenna í handb. Grótta-Fram 26-28 (10-17) Mörk Gróttu: Pavla Plaminkova 10/5 (14/6), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6 (9), Arndís María Erlingsdóttir 4 (6), Auksé Visnyauskaite 3 (7), Eva Björk Hlöðversdóttir 2 (3), Karólína Gunnarsdóttir 1 (3), Ragna Karen Sigurðardóttir (1) Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 22 (44/3 50%), Guðrún Ósk Maríasdóttir 2 (8 25%) Hraðaupphlaup: 8 (Pavla 3, Anna 3, Karólína, Arndís). Utan vallar: 6 mínútur Fiskuð víti: 6 (Anna 3, Auksé, Eva Björk, Arndís) Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6 (15), Anett Köbli 6/3 (15/3), Pavla Nevarilova 4 (6), Sara Sigurðardóttir 3 (5), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3 (6), Marthe Sördal 2 (2), Karen Knútsdóttir 2 (5), Þórey Rósa Stefánsdóttir 2 (6), Ásta Birna Gunnarsdóttir (1) Varin skot: Kristina Matuzerviciute 19/1 (45/6 42,2%). Fiskuð víti: 3 (Stella, Sigurbjörg, Sara) Hraðaupphlaup: 12 (Þórey 2, Karen 2, Sara 2, Anett 2, Marthe, Stella, Sigurbjörg, Pavla) Utan vallar: 6 mínútur HK-Stjarnan 28-33 (12-17) Markahæstar: Rut Jónsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Lilja Lind Pálsdóttir 3, Natalia Cieplowska 3, Jóna Halldórsdóttir 3, Tinna Rögnvaldsdótir 3 - Alina Petrache 8, Sólveig Lára Kjærnsted 4, Anna Blöndal 4, Ásta Agnarsdóttir 3, Birgit Engl 3, Soffía Rut Gísladóttir 3. Fylkir-Haukar 22-36 N1-deild karla í handbolta Afturelding-Valur 18-23 (7-14) Mörk Aftureldingar (skot): Ásgeir Jónsson 4 (9), Örn Ingi Bjarkason 3/2 (5/2), Einar Örn Guðmundsson 3 (9), Attila Valaczkai 2 (3), Jón Andri Helgason 2 (3), Hilmar Stefánsson 2/1 (5/2), Daníel Jónsson 2 (6/1), Magnús Einarsson (3), Reynir Árnason (1) Varin skot: Oliver Kiss 19 (36) 53%, Davíð Svans son 2 (8/1) 25% Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Ásgeir 3, Attila, Einar Örn, Jón Andri) Mörk Vals (skot): Arnór Malmquist 5/1 (6/1), Fannar Friðgeirsson 3 (5), Orri Freyr Gíslason 3 (5), Anton Rúnarsson 3 (6), Ingvar Árnason 2 (2), Sigfús Páll Sigfússon 2 (6), Baldvin Þorsteinsson 2 (6), Hjalti Þór Pálmason 2 (8), Kristján Þór Karlsson 1 (5), Gunnar Harðarson (1) Varin skot: Ólafur Gíslason 27/2 (45/5) 60% Hraðaupphlaupsmörk: 7 (Arnór 3, Fannar 2, Ingvar, Baldvin) Stjarnan-ÍBV 26-26 ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Valsmenn unnu nokkuð þægilegan fimm marka sigur á Aftureldingu, 18-23, á Varmá í gær. Þeir eru því með jafnmörg stig og Fram og HK í baráttunni um 2. sætið í deildinni. Valsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og virtust ekki ætla að láta það hafa áhrif á sig þótt Haukar hefðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á föstu- dag. Mestur varð munurinn 8 mörk, 11-3, og ljóst í hvað stefndi. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn í leikslok en var þó ekki sáttur við leik sinna manna. „Ég er sáttur með sigurinn, fyrri hálfleikinn og auðvitað Ólaf sem var frábær í markinu. Við nýttum færin illa og sóknarleikur okkar var skandall í seinni hálfleik. Mér fannst við ekki sýna mikinn vilja til að gera betur og ná þessu 2. sæti. Ég kalla eftir betri sóknarleik á þriðjudaginn gegn HK og við ætlum að vinna þann leik. Þó að Haukar séu búnir að tryggja sér titilinn eiga liðin í sætunum á eftir að sýna að þau vilji ná 2. sætinu. Þetta eru þau lið sem köstuðu mótinu frá sér og þau eiga að sýna sóma sinn í því að mæta til leiks og spila almennilegan handbolta,“ sagði Óskar Bjarni Óskars- son þjálfari Vals. Ólafur Gíslason markvörður var besti maður Vals manna í leiknum og varði alls 27 skot. - sj N1-deild karla í handbolta: Ólafur varði 27 BJARGAÐI SÍNUM MÖNNUM Ólafur Haukur Gíslason, fyrirliði Vals. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Fram marði mikilvæg- an sigur á Gróttu, 28-26, í sveiflu- kenndum leik í N1-deild kvenna. Fram hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og fór liðið á kost- um. Liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10, og virtist ætla að rúlla yfir fámennt lið Gróttu. Þrátt fyrir að vera aðeins með ellefu leikmenn á skýrslu var seinni hálfleikur eign Gróttu. Liðið byrjaði mun betur og minnkaði muninn í fimm mörk strax í byrj- un. Fram náði ágætum kafla um miðbik hálfleiksins og skoraði þrjú mörk í röð og komst átta mörkum yfir, 18-26. Í kjölfarið missti Grótta leikmann af velli í tvær mínútur en einum færri skoraði Grótta þrjú mörk gegn engu og með fullmann- að lið bætti það um betur og skor- aði alls sjö mörk í röð og munurinn skyndilega kominn niður í eitt mark, 25-26. Gróttu skorti þrek til að láta kné fylgja kviði og Fram marði að lokum tveggja marka sigur, 28-26. Fram er því enn með þriggja stiga forystu á Val á toppi deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir. Stjarn- an kemur næst fjórum stigum á eftir en Stjarnan á þrjá leiki eftir og er með betri innbyrðis árangur gegn Fram. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur við leik síns liðs í síðari hálfleik. „Þetta er ennþá í okkar höndum, sem er sennilega það eina jákvæða við seinni hálf- leikinn. Við spiluðum 30 mínútur frábærlega og 30 mínútur ömur- lega. Við töluðum sérstaklega um það í hálfleik að halda áfram að spila okkar leik en eins og oft áður héldu menn ekki haus, fóru að gera hlutina upp á eigin spýtur og héldu að þetta væri komið. Þá fer svona en sem betur fer kláruðum við þetta. Það er frábært að ná í tvö stig hér en við áttum að klára leikinn á sannfærandi máta.“ Fram leikur eins konar úrslita- leik við Val á fimmtudaginn kemur en með sigri í þeim leik og í lokaleik liðsins gegn FH verður liðið Íslandsmeistari en tapi liðið verður Stjarnan meistari vinni Garðbæingar síðustu þrjá leiki sína. „Við hlökkum til að eiga við Val og förum án pressu í leikinn. Við ætlum að hafa gaman að þessu og njóta þess. Við erum í þessu fyrir svona leiki,“ sagði Einar í leiks- lok. - gmi Fram færðist nær titlinum Ótrúlegur seinni hálfleikur Gróttu dugði ekki til að slá á titilvonir Fram, sem vann tveggja marka sigur og hélt fjögurra stiga forustu. „Við hlökkum til að eiga við Val,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Safamýrarstúlkna. STRESS Einar Jónsson horfði á sínar stelpur hleypa Gróttu inn í leikinn í seinni hálfleik. FRÉTTABLAIÐ/VILHELM SLOPPIN Framstúlkan Sigurbjörg Jóhannsdóttir tekur vel á Gróttustúlkunni Auksé Vysniauskaité í leik liðanna á Seltjarnarnesinu í gær. FRÉTTABLAIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.