Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.04.2008, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 14.04.2008, Qupperneq 47
MÁNUDAGUR 14. apríl 2008 23 Gran Turismo 5: Prologue er fors- mekkurinn á GT 5 sem á að koma út á næsta ári fyrir Playstation 3. Leikurinn er dálítið sérstakur fyrir þær sakir að hann stígur línuna á milli þess að vera sýnishorn eða full útgáfa. Hann er einhvers stað- ar mitt á milli og þess vegna erfitt að vita hvernig á að eiga við hann. Leikurinn inniheldur sex brautir sem er hægt að spila bæði venju- lega eða speglaðar. Í leiknum eru síðan um sjötíu bílar sem er hægt að keppa á. Leikurinn, sem skartar fullri háskerpuupplausn og sextíu römmum á sekúndu, lítur meiri- háttar vel út og nýtur sín vel í stóru háskerpu sjónvarpstæki. Í hljóðdeildinni svíkur leikurinn ekki heldur; skartar 7.1 hljóðrás- um og hæfir vel í heimabíóið. GT-leikirnir hafa ávallt gengið út á raunveruleika og að þér finn- ist þú upplifa raunveruleikann þegar þú keyrir um brautir leiks- ins. Stór munur er á milli þess að keyra um á WV Golf GT eða Ford Mustang, hver bíll hefur sína eigin tilfinningu í akstri. Fyrir gírhaus- ana er hægt að eyða talsverðum tíma í að fínstilla bílinn, fjöðrun- ina og annað, og fyrir hina er hægt að leyfa leiknum að velja fyrir sig. Þegar þú ert búinn að eyða góðum tíma í að klára allar keppn- ir og ná öllum prófum sem er hægt að ná bíður eftir þér netspilun og er það í fyrsta sinn sem GT-serían skartar því. Sextán leikmenn geta spilað í einu saman í keppnum á netinu. Leikurinn er með skemmti- legan hlut sem kallast GT TV og er þar hægt að horfa á háskerpu myndbrot um bíla og annað því tengt og síðar verður hægt að horfa á bresku Top Gear-þættina í gegnum þetta. Hönnuðir leiksins hafa lofað viðbótum sem verða gefnar út á næstu mánuðum, eins og fleiri brautum og bílum, og mun það líklega auka endingu leiksins. Spurningin er, er leikurinn þess virði að kaupa? Er verið að kaupa sýnishorn eða eitthvað meira? Svarið er að leikurinn fer línuna mitt á milli og er vel þess virði að kíkja á fyrir bílaáhugamenn og mun stytta þeim stundirnar þang- að til Gran Turismo 5 kemur út að ári. Ekki sakar að leikurinn er á lægra verði. Sveinn A. Gunnarsson Frábær upphitun TÖLVULEIKIR Gran Turismo 5: Prologue Playstation 3 Pegi: 3+ ★★★★ Forsmekkur að því sem koma skal. Þegar Eurobandið stígur á svið í Belgrad 22. maí næstkomandi verður enskan áberandi vinsælasta tungumálið hjá flytjendum í okkar hópi. Af þeim nítján þjóðum sem þar etja kappi hafa þrettán valið að flytja lag sitt á ensku, en sex ætla að halda í þjóðareinkennin. Tyrkneska lagið verður flutt á þeirra ástkæra og ylhýra, þegar rokksveitin Mor ve Ötesi (Fjólu- blár og meira) hristir upp í áhorf- endum með laginu Deli. Albanía heldur sig einnig við eigið tungu- mál í laginu Zemren e lame peng, þar sem það þótti of erfitt að snara textanum yfir á ensku. Frá Sviss kemur Paolo Meneguzzi, sem er af ítölsku ætterni þó að hann sé fædd- ur í landi osts og vasahnífa. Hann syngur lagið Era Stupendo og það á ítölsku. Lagið Romanca, frá Króa- tíu, verður að öllum líkindum flutt á króatísku, þó að fjölmargar aðrar útgáfur af því hafi hingað til verið teknar upp, þar á meðal á ensku og rússnesku. Fulltrúi Kýpur syngur um Femme Fatale á grísku, og hin portúgalska Vania syngur Senhora do mar á sinni tungu, eins og Portú- galir hafa gjarnan gert. Enskan efst á vinsældalista SVISS Á ÍTÖLSKU Paolo Meneguzzi er af ítölskum ættum og mun flytja framlag Sviss, Era Stupendo, á ítölsku í Belgrad í maí. Lightspeed Champion er einmenn- ingsverkefni Devonte Hynes úr hinni sálugu indí-pönksveit Test Icicle en með þessu nýja verkefni stígur Hynes stórt og mikið hlið- arspor frá tónlist hennar. Best er að lýsa tónlist Lightspeed Champ- ion sem bresku útgáfunni af Bright Eyes. Það er svo sem ekki leiðum að líkjast, enda flaug Hynes alla leið til Omaha í Nebraska, heimabæ Conors Oberst í Bright Eyes, til að taka upp plötuna sem hér er til umfjöll- unar. Um upptökustjórn sá Mike Mogis, einnig meðlimur í Bright Eyes, og þess vegna er ekki að ósekju að nafn Bright Eyes skjóti fljótt upp kollinum þegar Falling off the Lavender Bridge snýst um geislann. Að eigin sögn er umfjöllunar- efni Hynes á plötunni tvískipt, annars vegar fáum við að heyra sögur úr draumum hans og hins vegar sannar sögur úr lífshlaupi hans. Reyndar er erfitt að átta sig á því hvort textar Hynes séu ein- lægir ástartextar, háðsglósur til samtímans eða einfaldlega klúð- urslegt þvaður. Af þeim sökum verður Hynes oft kjánalegur í frá- sögn sinni og ótrúverðugur. I feel the nigga eyes staring/Makes me want to rip off my skin/Sketchy motherfuckers/Take me to the great heights... En Hynes á sína spretti og nýtur sín oft fullkomlega. I Could Have Done This Myself er til dæmis brosleg og kaldhæðnisleg saga um aðra kynlífsreynslu Hynes (hann man víst ekki eftir fyrsta skipt- inu). Ekki má heldur líta framhjá tíu mínútna sagnabálkinum Mid- night Surprise sem er með besta alternative-country sem nokkur Breti hefur sent frá sér. Hynes hefur þetta greinilega í sér en hann þarf einfaldlega að móta list- sköpun sína betur. Steinþór Helgi Arnsteinsson Í tilfinningatjóni TÓNLIST Falling off the Lavender Bridge Lightspeed Champion ★★★ Fyrrverandi meðlimur hinnar háværu Test Icicles skellir sér í sveitatónlist- argalla, leitar á slóðir Bright Eyes og endar með prýðilegan grip um raun- veruleikann í draumunum sínum. 39 DAGAR TIL STEFNU Hópur afrískra tónlistarmanna hefur ákveðið að heiðra írsku rokkgoðin í U2 með því að gefa út þeirra helstu lög á safnplötu, en Bono og félagar hafa verið fremstir í flokki poppara sem hafa barist fyrir bættum hag Afríku. Lögin verða að sjálfsögðu í afrískri umgjörð og mun platan heita In the Name of Love: Afri- ca Celebrates U2. Upptökustjór- arnir Shaun Amos og Paul Heck segja að þeir vonist til að platan eigi eftir vekja enn frekari athygli á afrískri tónlist á Vest- urlöndum. „Við vonumst til að diskurinn veki fólk til umhugs- unar um afríska menningu og verði til þess að alþjóðasamfé- lagið kynni sér málefni heims- álfunnar betur.“ U2 heiðraðir í Afríku FÁ HEIÐURSPLÖTU Afrískir tónlistar- menn ætla að heiðra U2 með plötu en þar verða þeirra helstu lög í afrískum búningum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.