Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 4
4 15. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín, sem innan fárra vikna lætur af embætti sem forseti Rússlands, tekur væntanlega við formennsku í flokki sínum, Sameinuðu Rússlandi, í dag. Pútín hefur verið forseti Rússlands í átta ár, en hefur þó aldrei verið formaður flokksins. Formennskan þykir þó styrkja áframhaldandi völd hans enn frekar eftir að hann tekur við embætti forsætis- ráðherra, fljótlega eftir að forsetatíð hans lýkur. Flokksþing Sameinaðs Rúss- lands hófst í gær. Boris Gryzlov, núverandi flokksleiðtogi, sagði að Pútín yrði líklega boðin for- mennskan í dag. - gb Stjórnarflokkur Rússlands: Pútín tekur við formennsku VLADIMÍR PÚTÍN EFNAHAGSMÁL Guðmundur Bjarna- son, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn vera að sanna mikilvægi sitt nú þegar þrengi að á fasteigna- markaði. Hann segir sjóðinn vera mikilvægan hluta af velferðar- kerfinu en stjórnvöld þurfi að gera það upp við sig hvernig starfsemi hans eigi að vera til framtíðar litið. „Menn verða að hafa í huga að í áratugi hefur verið full pólitísk samstaða um sjóðinn. Tilvist hans byggir á henni. Margt hefur breyst á starfstíma hans og nú eru sterkar fjármálastofnanir á markaði sem ekki voru til áður fyrr,“ segir Guð- mundur. Hann telur að sjóðurinn hafi brýnu hlutverki að gegna, einkum eins og staða mála á fasteigna- markaði er nú. Verulegur sam- dráttur hefur orðið á fasteigna- markaði á þessu ári en velta á markaði hefur verið helmingi minni á þessu ári en á sama tíma í fyrra. „Kjarni málsins er sá að málið snýst ekki bara um efna- hagsstjórn. Í mínum huga er það alveg ótvírætt að Íbúðalánasjóður er hluti af velferðarkerfinu. Það að fólk hafi í hús að vernda, eigi þak yfir höfuðið, er hluti af vel- ferðarkerfi okkar Íslendinga. Það er meginröksemdin fyrir því að hið opinbera er að skipta sér af húsnæðismálum yfirleitt [...] Nú eru blikur á lofti á lofti á fasteigna- markaði, og í efnahagslífinu almennt, og þá sést hversu mikil- vægu hlutverki Íbúðalánasjóður hefur að gegna.“ Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjármála- fyrirtækja, segir tilvist Íbúðalána- sjóðs gera efnahagsstjórn hins opinbera í landinu erfiða. Það sjá- ist helst á því að Seðlabankinn reyni eftir fremsta megni að hækka vexti til þess að hægja á efnahagslífinu og ná niður verð- bólgu en Íbúðalánasjóður láni út „á niðurgreiddum vöxtum“ á sama tíma. „Eins og lánakjör eru núna er ekki óeðlilegt að húsnæðislán dragist saman hjá bönkunum. Auk þess sem það er alþjóðlegur lausa- fjárvandi sem bitnar á mörkuðum alls staðar í heiminum. Hvernig sem á það er litið þá er augljóst að Íbúðalánasjóður, í skjóli ríkis- ábyrgðar, vinnur gegn tilraunum hins opinbera til þess að hemja verðbólgu,“ segir Guðjón. Aðspurður segir Guðjón hið opinbera hafa margvísleg önnur úrræði til þess að sinna félagslegu hlutverki sínu gagnvart íbúða- kaupendum en að reka lánasjóð. Til dæmis geti hið opinbera skil- greint vel þarfir þeirra sem þurfi á aðstoð að halda vegna íbúðar- kaupa, sem það geti ekki fengið frá bönkum. „Þetta er nokkuð sem talað hefur verið um lengi og er kominn tími á að hraða, ef það á að nást að hemja verðbólguna.“ magnush@frettabladid.is Segir Íbúðalánasjóð vera hluta af velferð Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir sjóðinn sanna gildi sitt nú þegar kreppi að á fast- eignamarkaði. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir lánasjóð- inn hefta aðgerðir hins opinbera í baráttunni við verðbólgu. BYGGINGAFRAMKVÆMDIR Blikur eru nú á lofti á fast- eignamarkaði eftir mikið uppgangstímabil á undan- förnum árum. Seðlabanki Íslands spáir því að verð á fasteignum muni lækka um þrjátíu prósent að raunvirði fram til ársloka 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GUÐJÓN RÚNARSSON FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR GUÐMUNDUR BJARNASON FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 10° 10° 6° 12° 9° 12° 11° 10° 7° 8° 21° 18° 13° 10° 23° 14° 19° 14° 6 10 Á MORGUN Strekkingur suðvestan til, annars hægviðri. FIMMTUDAGUR Strekkingur SV-til, annars hægari. 5 5 4 4 5 3 6 6 5 -1 5 6 6 5 5 5 7 5 3 5 8 9 1010 12 14 12 912 MILDIR DAGAR FRAM UNDAN Eftir kalt vor er nú loksins að hlýna. Segja má að forsmekkurinn komi í dag en á morgun eru horfur á tveggja stafa hita- tölum mjög víða á landinu. Það sem vekur athygli mína er að þessi hlýindi koma án teljandi vatnsveðurs. 7 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Leitað er tveggja óþekktra pilta sem brutu fram- tennur í sextán ára stúlku á Akureyri á laugardagskvöld. Stúlkan, sem er úr Reykja- vík, fór norður að fylgjast með Söngkeppni framhaldsskólanna. Að sögn föður hennar var hún á göngu frá hótelinu sínu ásamt þremur vinkonum þegar tveir piltar réðust að henni og slógu hana í andlitið áður en þeir létu sig hverfa út í nóttina. Stúlkan naut aðstoðar vinkvenna sinna og heimamanni og var færð á sjúkrahús til aðhlynningar og gaf lögreglu skýrslu. Í gær lagði hún síðan fram kæru hjá lög- regu höfuðborgarsvæðisins. - gar Óþekktir hrottar á Akureyri: Brutu tennur í 16 ára stúlku SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Ban Ki- moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að neyðarástand sé að skapast vegna hækkandi matarverðs um heim allan. Fólk eigi orðið svo erfitt með að útvega sér fæðu að sjö ára framfarir í baráttunni gegn fátækt verði brátt að engu orðnar. Í gær fól George W. Bush Bandaríkjaforseti embættis- mönnum sínum að kanna hvað hægt væri að gera til til að útvega matvælaaðstoð til fólks í löndum þar sem matvælaverð hefur hækkað mikið. Á sunnudaginn sagði Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans, að alþjóðasamfélagið yrði að bregðast strax við þessum vanda. - gb Matvælavandinn: Neyðarástand að skapast MATUR Á FILIPPSEYJUM Hrísgrjónin snædd af bestu lyst. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Þrettán þingmenn eru í útlöndum á vegum Alþingis í dag. Ellert B. Schram, Steingrímur J. Sigfússon og Birgir Ármanns- son sækja fund Evrópuráðsþings- ins í Strassborg. Fundi nefnda Norðurlandaráðs í Stafangri sitja Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Kolbrún Halldórsdóttir, Kjartan Ólafsson, Kristján Þór Júlíusson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Siv Friðleifsdóttir og á þingi Alþjóða- þingmannasambandsins í Suður- Afríku eru Ágúst Ó. Ágústsson, Ásta Möller og Þuríður Backman. Þá eru þrír ráðherrar í útlöndum í embættiserindum; Geir H. Haarde í Kanada, Björgvin G. Sigurðsson í Kína og Kristján L. Möller í Brussel. - bþs Alþingismenn í útlöndum: Þrettán úti í dag LÖGREGLUMÁL „Við höfum áhyggj- ur af litlum sýnileika lögreglunn- ar vegna þess að þetta er mikil þjónustuskerðing við íbúana,“ segir Gunnar Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi. Stefán Eiríks- son, lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu, fundaði með bæjarráði Kópavogs fyrir tveimur vikum. „Við gerðum grein fyrir okkar sjónarmiðum. Við vitum að lög- reglumönnum hefur fækkað á höfuð borgarsvæðinu og lögreglu- stöðin í bænum er bara opin á skrifstofutíma þar sem eru venju- lega ekki fleiri en tvær mann- eskjur. Öll meginstarfsemin er komin niður á Hverfisgötu,“ segir Gunnar. Hann segist hafa varað við því þegar lögregluembættum á höfuðborgarsvæðinu var fækk- að í eitt að þjónusta við íbúa í Kópavogi og öðrum sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur myndi skerðast. Stefán Eiríksson segir löggæslu í Kópavogi hafa verið eflda til muna frá breytingarnar á lögrelg- unni tóku gildi, um áramótin 2006/2007. „Við höfum fjölgað lög- reglumönnum í Kópavogi, eflt for- varnarstarf og með því bætt þjón- ustu við íbúa. Stöðin í Kópavogi er síður en svo óvirk því lögreglu- mennirnir hafa unnið afar mikið og gott starf í bænum. Mér finnst algjör óþarfi hjá bæjarstjóranum í Kópavogi að vera kasta rýrð á það góða starf sem lögreglumenn hafa unnið í bænum að undan- förnu.“ - mh Bæjarstjórinn í Kópavogi segir lögregluna ekki sjáanlega í Kópavogi: Segir þjónustu við íbúa skerta STEFÁN EIRÍKSSON GUNNAR BIRGISSON 359 krónur á tímann Laun unglinga í Vinnuskóla Akureyr- arbæjar í sumar hafa verið ákveðin. Krakkar úr áttunda bekk, sem eru fjórtán ára á þessu ári, fá 359 krónur á tímann, níundu bekkingar fá 410 krónur og tíundu bekkingar 539 krónur. AKUREYRI GENGIÐ 14.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 150,4997 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,02 74,38 146,44 147,16 117,16 117,82 15,707 15,799 14,748 14,834 12,464 12,538 0,7343 0,7385 121,51 122,23 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.