Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 15. apríl 2008 27 G O T T F Ó LK /Ö LG E R Ð IN FÓTBOLTI Hnefaleikakappinn alræmdi Mike Tyson hefur boðist til þess að veita Paul Gascoigne aðstoð og ráðgjöf hafi hann áhuga. Gazza var lagður inn á geðsjúkrahús á dögunum og Tyson telur sig hafa það sem þarf til að aðstoða hina föllnu knatt- spyrnuhetju. „Ég veit allt um Gazza og tel mig geta hjálpað honum. Mörgum íþróttamönnum hefur gengið illa í einkalífinu og ég er þar á meðal. Þess vegna vil ég hjálpa. Ég tel að Gazza sé enn stórstjarna og er til í að hitta hann ef hann vill,“ sagði Tyson, sem heldur fyrirlestra í Englandi þessa dagana. - hbg Gasciogne í vandræðum: Tyson til í að hjálpa Gazza TYSON Vill miðla af reynslu sinni og hjálpa Gazza. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Það virðist allt loga stafna á milli á skrifstofum Liverpool. Þrátt fyrir ágætt gengi innan vallar þessa dagana er lítil stemn- ing hjá eigendum og knattspyrnu- stjóra félagsins. Eigendurnir bandarísku – George Gillett og Tom Hicks – tala ekki lengur saman, annar þeirra vill reka Rick Parry framkvæmda- stjóra og nú hefur enn fremur komið í ljós að Parry sat fund með eigendunum í nóvember þar sem þeir hittu Jürgen Klinsmann að máli. Rafa Benitez, knattspyrnustjóri félagsins, er eðlilega ekki kátur með að æðstu yfirmenn félagsins séu að hitta aðra þjálfara án hans vitundar. „Ég mun ræða við stjórn félags- ins eins fljótt og mögulegt er. Ég er mjög rólegur en vil fá skýr svör. Ég get ekki neitað því að vera hissa yfir því sem ég hef verið að lesa. Ég vil hreinsa and- rúmsloftið og fá skýra sýn á þá stöðu sem er uppi. Ég mun spyrja ákveðinna spurninga. Ég mun ræða við þá og það ætla ég að gera sem fyrst. Við erum að tala um daga eða jafnvel klukkutíma,“ sagði Benitez eftir sigurleik Liver- pool gegn Blackburn um helgina. Varúðarráðstafanir að tala við Klinsmann Ástæðan fyrir fundahöld- unum með Klinsmann var staða Benitez hjá félaginu en á þessum tíma gekk liðinu mjög illa í deildinni og útlit var fyrir að liðið kæm- ist ekki áfram í riðlakeppni Meistara- deildar- innar. Það var samt ekki fyrr en í janúar síð- astliðnum sem Tom Hicks, annar eig- andi Liverpool, viður- kenndi að fundur inn hefði farið fram en þá var talið að aðeins hann hefði hitt Klinsmann. Hicks sagði að viðræðurnar hefðu verið var- úðarráðstafanir ef Benitez myndi hverfa á braut. Rick Parry ku ekki hafa verið hrifinn af þessum viðræðum við Klinsmann og á að hafa varað eig- endurna við að allt yrði vitlaust ef það læki út að þeir hefðu hitt Klins- mann. Það hefur nú gerst. Parry fór á endanum til fundarins í Bandaríkjunum en af því að honum var skipað að fara. Hann segist vera til í að ræða við Benitez. „Ég er miklu meira en til í að setjast niður með Rafa og fara yfir þessa stöðu,“ sagði Rick Parry framkvæmdastjóri en ljóst má vera að eitthvað mun undan láta á næstunni í öllum þessum hasar. - hbg Innanbúðarátök hjá Liverpool stigmagnast á hverjum degi: Rafa Benitez vill skýr svör frá stjórnendum félagsins RAFA BENITEZ Knattspyrnu- stjóri Liverpool er ekki sáttur við ástandið í herbúðum félagsins þessa dag- ana. NORDIC PHOTOS/ GETTY IMAGES TOM HICKS OG GEORGE GILLETT Samstarf eigenda Liverpool hefur hríðversnað síðustu vikur og í dag talast þeir ekki við. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.