Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 24
● lh hestar 15. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 Þegar líður að vori taka eldishest- ar oft upp á ýmsum óknyttum í útreiðartúrum. Það er einmitt í apríl og maí sem við heyrum sögur af fólki sem hefur dottið af baki vegna þess að hestur tók á rás, óbeðinn, eða hljóp út undan sér. Þetta á sér eðlilegar skýring- ar. Innistöðuhestar sem fá mikið og gott fóður þurfa mikla hreyf- ingu. Ef þeir fá hana ekki hleðst upp í þeim spenna, og jafnvel sjónhræðsla, sem getur brotist út með áðurnefndum hætti. Besta ráðið við þessu er að ríða meira út. Einnig er gott að leyfa hest- unum að vera úti í gerði góða stund áður en farið er á bak. Loks ætti að gæta þess að gefa ekki of kraftmikið fóður! Annað sem gott er að hafa í huga á vorin, er að taka skaflaskeifurn- ar undan sem fyrst. Þegar daginn lengir og eldið eykst í hrossunum verða þau oft ærslafengin og pirr- uð. Þau verða órólegri í stíunum og áflogasamari þegar þeim er hleypt út. Náttúran segir líka til sín á þessum árstíma, hryssurnar byrja í hestalátum. Við þessar að- stæður eykst slysahætta af völd- um skafla til muna. Það er því góð regla að setja sléttjárnin undir eins snemma og kostur er. Þeir sem ætla að ferðast á hross- um sínum í sumar ættu nú að huga að þjálfun þeirra. Höfum við verið nógu dugleg að ríða út í vetur? Ekki var tíðin svo skemmti- leg. En það er ennþá tími til stefnu. Þeir sem eru vanir að ferð- ast þekkja muninn á því að vera með þjálfuð hross og óþjálfuð. Lítið þjálfaður hestur getur hrein- lega gefist upp í lengri ferðum, auk þess sem slík áreynsla fer illa með hann. Það er því rétt að nota tímann vel: Ríða út með tvo og þrjá til reiðar, fara í rekstra, – og hafa gaman að lífinu. Að síðustu er rétt að minna á að það vorar ekki alltaf vel. Hryssu- eigendur ættu að hafa í huga að hryssa sem leidd er í lok apríl eða maí kastar í apríl eða maí. Fylsuga þarf gott og kraftmikið fóður til að mjólka vel. Ekkert fóður kemur í stað grænna grasa. Hafrar & bygg Notkun svokallaðra reiðdýna er nú á undanhaldi eftir að hafa verið tískubóla í tæpan áratug. Sala þeirra hefur dregist saman og fólk velur frekar að sitja í hnakk. Fyrstur til að ríða gæðingi í reiðdýnu í keppni var Eyjólfur Ísólfsson á Roða frá Vík á LM1974 á Vindheimamelum. Sigurbjörn Bárðarson reið aftur á vaðið á LM1998 á Markúsi frá Langholtsparti. Hann reið í dýnu sem hann hannaði í samstarfi við Jón Sig- urðsson söðlasmið. Hún fékk nafnið Didda- dýnan og er framleidd ennþá. Fleiri framleið- endur settu svipaðar dýnur á markað, en nú hefur sala reiðdýna dregist mjög saman. TÍSKUBÓLA Allnokkur umræða varð í lok síðustu aldar um kosti og galla hnakka af ýmsum gerðum. Töldu margir að svokallaðir spaðahnakkar væru stórskaðlegir en virkislausar reið- dýnur mjög hestvænar. Segja má að í fram- haldinu hafi æði gripið um sig. Allir vildu ríða í dýnu. Nú eru flestir komnir í hnakka aftur, að vísu ekki spaðahnakka. Dýnan var tískubóla. Það góða sem af þessu hlaust var að knapar uppgötvuðu áhrif ólíkra hnakka á hreyfimöguleika hrossa, og að sami hnakkur passar ekki öllum hrossum. Sigurbjörn er þó enn talsmaður Diddadýn- unnar. Hann telur kosti hennar ótvíræða: Hún sé mjög hestvæn og gefi hrossunum svigrúm til að hreyfa sig þvingunarlaust. Diddi stendur með dýnunni Sigurbjörn telur kosti Didda dýnunnar ótvíræða. MYND/JENS EINARSSON Einar Öder Magnússon hefur verið ráðinn landsliðseinvald- ur fyrir Norðurlandamótið í hestaíþróttum 2008. Áhersla verður lögð á að örva ung- menni til dáða. Einar Öder hefur verið viðloð- andi íslenska landsliðið í hesta- íþróttum í meira en tvo ára- tugi, ýmist sem keppandi eða liðstjóri. Hann hefur hreppt níu gull á Norðurlandamótum, fleiri en nokkur annar íslenskur knapi. Við spurðum Einar hverjar yrðu helstu áherslur hans í vali á lið- inu. „Það verður lögð áhersla á að örva ungmenni og upprennandi knapa til að taka þátt. Það eru að koma upp mjög sterkir ungir knapar í Evrópu. Við megum ekki sofna á verðinum. Norðurlanda- mótin eru sterk mót, ekki mikið síðri en heimsmeistaramótin. En þau er minni í sniðum og ekki eins mikil harka komin í keppn- ina. Þau eru því mjög ákjósanleg- ur vettvangur fyrir unga knapa sem vilja öðlast keppnisreynslu á erlendri grundu.“ STÖKKPALLUR INN Á HM - Er eitthvað öðruvísi að keppa í útlöndum? „Þetta eru gjörólíkar aðstæður. Í fyrsta lagi er loftslag allt annað, mun heitara. Í öðru lagi þurfa keppendur að beygja sig undir aga sem tilheyrir því að vera í landsliði. Í þriðja lagi ertu á ókunnum stað. Það er margt nýtt sem ber fyrir sjónir. Það er ein- faldlega miklu meira mál að hugsa um sjálfan sig og hestinn á stóru móti í útlöndum.“ - Eru einhverjir knapar og hestar sem þú hefur augastað á, hafa einhverjir knapar meldað sig? „Nei, þetta er svo nýtilkomið. Það eru allmargir íslenskir knapar starfandi á Norður- löndunum. Þeir hafa oftast skipað nokkur sæti í liðinu. Ég vil undir- strika það aftur að NM er nánast skyldumæting fyrir þá. Norður- landamótin eru góður stökkpallur inn á HM. Þar fá menn reynslu og kynningu á hestana.“ Einar Öder biður alla knapa, sérstaklega í ungmennaflokki, sem hafa áhuga á að spreyta sig á Norðurlanda- móti að hafa samband við sig. Einar Öder landsliðseinvaldur Einar Öder Magnússon er þaulreyndur landsliðsmaður. Hér er hann að lýsa keppni í Smala í Meistaradeild VÍS. MYND/JENS EINARSSON Goði frá Þóroddsstöðum jafnaði sköpulagseinkunn föður síns, Gára frá Auðsholtshjáleigu, síðastliðið sumar er hann hlaut 8,91 fyrir byggingu. Aðeins eitt kynbótahross skákar þeim feðgum, en það er hryssan Diva frá Gategården í Svíþjóð. Hún er með 9,02 fyrir byggingu. Goði er sammæðra stór- körlunum Hami, Þyrni og Þóroddi frá Þórodds- stöðum, sem allir eru með hæst dæmdu íslenskum stóðhestum. Þyrnir og Þóroddur hafa báðir slegið heimsmet í aðaleinkunn stóðhesta, 8,60 og 8,74. Goði mun keppa í flokki fimm vetra stóðhesta í vor. Margir bíða spenntir eftir þessum fola. Ef hann reynist eins mikill reiðhestur og bræður hans eru góðar líkur á að hann verði sá þriðji til að komast í „heimsmetabókina“. Daníel Jónsson er þjálfari Goða, en hann sýndi þá Þyrni og Þórodd fyrir kynbótadómi. Hann segir að Goði sé rúmur á öllum gangi og sérstaklega sé skeiðið mikið og gott. „Hann er rosalega skrefstór, gleypir alveg veginn á skeiðinu. Hann gæti fengið toppeinkunn ef sprettur heppnast vel,“ segir Daníel Jónsson. Gleypir veginn á skeiðinu Goði frá Þóroddsstöðum hlaut 8,91 fyrir byggingu síðastliðið sumar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.