Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 26
● lh hestar 15. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 Erlingur Erlingsson, einn fremsti sýnandi kynbótahrossa hérlendis, segir knapa herða kröfur í kynbótasýningum. „Kynbótadómar hafa þróast í það að vera íþróttakeppni á beinni braut þar sem beðið er um meiri afköst. Kröfur til reiðmennsku og þjálfurnar eru nánast þær sömu.“ Þetta segir einn fremsti sýn- andi kynbótahrossa, Erlingur Er- lingsson í Langholti. Hann segir að það séu knaparnir sem herði kröfurnar í kynbótasýningum, ekki dómararnir. „Hver ný góð sýning er viðmið- un fyrir dómarana. Best sýnda og hæfileikamesta hrossið í fjög- urra vetra flokki, til dæmis, er það sem dómarar miða næst við. Reiðmennsku hefur fleygt fram. Metnaðarfullur knapi vill sífellt bæta sig, hvort sem hann hefur valið kynbótasýningar eða íþrótta- og gæðingakeppni sem sinn vett- vang. Ég hef enga ánægju af því lengur að ríða á hrossi sem er lítið tamið, þótt það sé mikið riðið. Öll hross sem koma í tamn- ingu til okkar læra grunnatriði í fimiþjálfun, líka trippin á fjórða vetur. Æfingarnar verða ekki full- komnar hjá svo ungum hrossum. En ég kenni þeim nægilega mikið til þess að ég geti nýtt mér það í sýningu. Fimiæfingar auka sýn- ingaröryggi,“ segir Erlingur. RÍÐ ORÐIÐ MEIRA VIÐ STANGIR „Ég smíðaði mér stangir sem ég er mjög ánægður með. Þær eru með styttri kjálka, tvíliða mélum og tunguboga,“ segir Erlingur og sýnir blaðamanni hlífðargúmmí sem hann saumaði á stangirnar. Keðj- an er í leðurhólk. „Ég nota stangir orðið meira en áður. Ætli það sé ekki bara eitthvað sem kemur með aldr- inum. Ef maður hefur vald á báðum hliðum hestsins og afturpartinum er engin hætta á að hann festi sig á annan kjálkann eða báða. Það er hægt að hafa hest mjög sveigjan- legan til hliðanna á stöngum.“ Að venju er hesthúsið í Lang- holti fullt af gæðingum og gæð- ingsefnum. Álfur frá Selfossi er á sínum stað, sem og Kvistur frá Skagaströnd, Tenór frá Túnsbergi, Örn frá Gegnishólum, Samber frá Ásbrú, Sara frá Sauðárkróki, Álfa- dís frá Bakkakoti, Kría frá Litla- Landi, og fleiri og fleiri. Íþróttakeppni á beinni braut Erlingur á hinum þróttmikla Grunni frá Grund II í Eyjafirði, Þóroddssyni frá Þórodds- stöðum. Grunnur á fjórða vetur. MYND/JENS EINARSSON. Nú styttist óðum í kynbótasýningar. Spádómar fara á kreik. Agnar Þór Magnússon á Staðarhús- um í Borgarfirði er einn þeirra sem hafa komið fram með flotta stóðhesta undanfarin ár. Glymur frá Innri-Skeljabrekku sló í gegn fjögurra vetra, fékk 8,38 í einkunn. Hann varð efstur í sínum flokki á FM2005 á Kaldármelum og stóð sig vel á Landsmóti árið á eftir. Hann fékk hins vegar ekki nema 6,5 fyrir fætur. „Ég geri alveg eins ráð fyrir því að ég fari með hann í úrtöku í A-flokki fyrir Landsmót,“ segir Agnar Þór. „Hann er sjö vetra í vor. Ég býst þó við að hann fari fyrst í kynbótadóm.“ - Mörgum leikur eflaust forvitni á að vita hvernig fæturnir reynast? „Það er ekkert lát á þeim. Honum hefur aldrei orðið misdægurt í fótum, þrátt fyrir mikinn fótaburð. Það lítur út fyrir að einkunnin fyrir fótagerð túlki ekki styrkleika fótanna.“ KRAFTUR Í KRAFTI Kraftur frá Þverá er besti stóðhesturinn undan Kolfinni frá Kjarnholtum. Hann setti heimsmet í flokki fjögurra vetra stóðhesta árið 2006, fékk 8,37 í aðaleinkunn. „Kraftur er á góðu róli. Hann hefur þrosk- ast. Hann er búinn að gera mikið og ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um framhaldið. Það er mjög gaman að ríða á honum, mikið skref, rými og kraftur. Ég er með náfrænda hans líka, Ágústínus frá Melaleiti. Hann er sammæðra Drótt, móðir Krafts. Hann var sýndur í fyrra með 8,20 í aðaleinkunn. Rúmur á öllum gangi, ekta Kolfinnur,“ segir Agnar Þór. Fleira spenn- andi er í húsinu hjá honum. Meira um það síðar. Stjörnur í Staðarhúsum Kraftur frá Efri-Þverá, knapi Agnar Þór Magnússon. MYND/JENS EINARSSON Fluga frá Valshamri, móðir Flug- ars frá Barkarstöðum, varð efst í 4 vetra flokki hryssna á FM´89 á Kaldármelum. Aðall hennar var frábært skeið. Hún er með 7,63 fyrir byggingu líkt og Seimur frá Víðivöllum, Hrönn frá Godemor og fleiri. Hún er sammæðra Yrsu frá Skjálg, móður Arons frá Strandar- höfði. Sonur Flugu og Arons fórst tveggja vetra. Fluga er í umsjá Höskuldar Jónssonar á Akureyri sem ræktar undan henni í félagi við Stefán Tr. Brynjarsson. Fluga í Eyjafirði Fluga frá Valshamri er móðir Flugars frá Barkarstöðum sem hér er á myndinni. Fyrsta kynbótasýning ársins verður haldin á Sauðárkróki 25. og 26. apríl. Búist er við svip- aðri þátttöku og undanfarin ár. Skráning er opin til næsta föstu- dags, 18. apríl. Það er ævinlega mikil eftirvænting eftir fyrstu tölum ársins á kynbótahross- um, en fyrsta sýning þykir oft gefa tóninn. Steinunn Anna Hall- dórsdóttir, hrossaræktarráðu- nautur í Skagafirði, segir að það sé kraftur í tamningafólki á svæðinu. Mörg góð kynbótahross séu í þjálfun. Hún segist þó ekki búast við miklum fjölda. „Menn nota þessa sýningu til að koma sér í gang. Koma þá frekar með ósýnd hross til að fá á þau mat; hvort vert sé að halda áfram með þau. Hinn almenni hestamaður notfærir sér þessa sýningu líka frekar,“ segir Steinunn Anna. Dómarar á Króknum verða Guð- laugur Antons son, Svanhildur Hall og Elsa Albertsdóttir. Glaðbeittir kynbótadómarar á FM07: Hallgrímur Sveinsson, Guðlaugur Antonsson og Svanhildur Hall. MYND/JENS EINARSSON Fyrsta sýningin á Króknum Landsmót ehf. vekur athygli á því að fjöldi hrossa og knapa sem eiga þátttökurétt á Landsmóti 2008 mið- ast við stöðu félagatals 15. apríl. Formenn hestamannafélaga eru hvattir til að huga að því ef breyt- ingar eru á félagatali, en allar skráningar fara í gegnum skrán- ingarkerfið FELIX. Nánar á:www. landsmot.is/index.php?pid=326 Þátttökuréttur á LM2008 FRÉTTAMIÐLAR: www.eidfaxi.is www.hestafrettir.is www.847.is www.horse.is STOFNANIR: www.feif.org www.lhhestar.is www.holar.is www.landsmot.is www.worldfengur.is www.tamningamenn.is www.fhb.is HROSSABÚ SÝNISHORN: www.strandarhofud.is www.akurgerdi.is www.arabaer.is www.armot.is www.austurkot.is Hestamenn á netinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.