Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 15. apríl 2008 19 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Sjónvarpskonan Kolfinna Baldvinsdóttir ber nafn með rentu en hún er dökk á brún og brá. „Ég hef alltaf haldið því fram að það veiti manni ákveðna sérstöðu að bera sérstakt nafn og hef ég alltaf verið afskaplega ánægð með nafnið mitt,“ segir Kolfinna. Þegar hún var lítil var hún nánast ein um nafnið en um miðjan níunda áratuginn fóru nöfnur hennar að spretta fram. „Nú er ég farin að hitta Kolfinnur á förnum vegi og er mér alltaf jafn illa við það enda þykist ég eiga nafnið sjálf,“ segir Kolfinna og rifjar upp ljóð eftir Hallfreð vand- ræðaskáld sem hann orti til sinnar heittelskuðu Kolfinnu sem hann gat ekki eignast. „Oft ég Kolfinnu kyssti, kom í selið – og gisti. Blóð- heitir munnar mættust. Maður og kona sættust. Tvö hjörtu þar eiða unnu. Tveir andar þar saman runnu. Tveir líkamar urðu að einum. - Ást er heitust í meinum.“ Kolfinna segist stundum grínast með það að lögð hafi verið álög á hana með nafngiftinni. „Mér hefur allt- af fundist ást í meinum skemmtilegust,“ segir hún og hlær. NAFNIÐ MITT: KOLFINNA BALDVINSDÓTTIR Illa við að hitta aðrar Kolfinnur Elskuleg móðir okkar og amma, Guðbjörg María Magnúsdóttir Eyrarvegi 8, Flateyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 11. apríl sl. Útförin fer fram frá Flateyrarkirkju laugardaginn 19. apríl kl. 14.00. Valgeir Jóhannes Ólafsson Gunnar Magnús Ólafsson Vigfús Birgir Valgeirsson Ásgeir Örn Valgeirsson Guðbjörn Már Valgeirsson Jóhann Haukur Gunnarsson Sandra Halldórsdóttir. Okkar ástkæri faðir, afi, tengdafaðir og bróðir, Haukur Hauksson Stuðlaseli 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 13.30. Jóna Margrét Hauksdóttir Alda Ósk Hauksdóttir Kolbeinn Gísli Bergsteinsson Einar Haukur Hauksson Sandra Dögg Þórudóttir Sigurveig Hauksdóttir Guðný Helga Árnadóttir Inga Eygló Árnadóttir Þorsteinn Árnason Brynja Árnadóttir Guðrún Árnadóttir Árni Árnason Faðir okkar Dr. med. Hans Svane yfirlæknir, f. 29. apríl 1922, lést 12. apríl 2008 í Frederiksværk í Danmörku. Útför fer fram frá Frederiksværk Kirke fimmtud. 17. apríl kl. 11. Jarðsett verður í Marstal á Ærø laugard. 19. apríl. F.h. fjölskyldunnar Brynja, Frida og Ellen Svane. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sverrir Arngrímsson kennari, Kópavogsbraut 51, lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 13.00. Áslaug Jóelsdóttir Guðný Sverrisdóttir Margrét Sverrisdóttir Guðmundur H. Friðgeirsson Guðrún Vigdís Sverrisdóttir Trausti Aðalsteinn Egilsson Jóel Sverrisson Guðfinna Guðnadóttir Sveinn Áki Sverrisson Ragnhildur Pála Tómasdóttir Arngrímur Sverrisson Steinþóra Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við veikindi og andlát elsku sonar okkar, bróður og barnabarns, Jakobs Arnar Sigurðarsonar Dynsölum 10, Kópavogi. sem lést hinn 9. mars sl. Sérstakar þakkir færum við þeim sem veittu honum fyrstu hjálp, starfsfólki gjörgæslunnar í Fossvogi og séra Guðmundi Karli Brynjarssyni. Herdís Þorláksdóttir Sigurður M. Jónsson Rafnar Örn Sigurðarson Drengur Sigurðarson Sigríður Guðmundsdóttir Þorlákur Jóhannsson Eyrún Hafsteinsdóttir Jón Sigurðsson og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Ingibjörg Aradóttir áður til heimilis að Öldugötu 33, Hafnarfirði, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 4. apríl, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudag- inn 17. apríl kl. 13.00. Kristín Ingunn Jónsdóttir Baldur Sveinsson Kristinn Friðrik Jónsson Edda Jóhannsdóttir Ingibergur Gunnar Jónsson Júlía Magnúsdóttir Lilja Björk Jónsdóttir Lárus Þór Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar Einar Þorgeirsson skrúðgarðyrkjumeistari, Heimalind 28, Kópavogi, lést af slysförum föstudaginn 11. apríl. Sigrún Edvardsdóttir Runólfur Einarsson Laufey Karitas Einarsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts og útfarar föður okkar, sr. Gunnars Gíslasonar frá Glaumbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra á Sauðárkróki fyrir vináttu og góða umönnun. Gunnar, Ólafur, Arnór, Margrét, Gísli og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, Sveinlaug Júlíusdóttir Vallargerði 36, Kópavogi, andaðist á Landakotsspítala aðfaranótt 10. apríl. Jarðsett verður frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 15.00. Gylfi Hinrik Ásgeirsson Fræðslunefnd Félagsráð- gjafafélags Íslands stendur fyrir opnum fundi á fimmtu- dag næstkomandi á Grand hótel. Yfirskriftin er Þung- lyndi – uppspretta nýs þroska? Fram kemur Vigdís Grímsdóttir rithöfundur, sem nefnir sitt innlegg: Hundakæti og guð hvað þú getur verið leiðinleg. Þar segir hún frá reynslu sinni af þunglyndi. Þarnæst talar Anna Rós Jóhannesdóttir, MSW og fé- lagsráðgjafi á geðdeild, um Fjölskyldubrúna sem er þverfaglegt þróunarverk- efni á geðsviði Landspítal- ans. Að endingu talar Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi og forstöðumaður Geðheilsu- Eftirfylgd, um aukin val- möguleika og frá miðstöð- inni sem hefur verið þróuð út í samfélaginu í samstarfi við geðfatlaða og aðstand- endur. Að lokum taka við umræð- ur og fyrirspurnir. Fund- arstjóri er Björk Vilhelms- dóttir, borgarfulltrúi og fé- lagsráðgjafi. Fundurinn stendur klukkan 8.15-10. Skráning er hjá Oktavíu Guðmundsdóttur, gjaldkera fræðslunefndar á netfang- inu oktavia@fef.is Hægt er að greiða beint inn á reikn- ing nefndarinnar á nr.1158- 26-060212, kt. 430775-0229, kr. 2.500 og kr. 1.000 fyrir nema og lífeyrisþega. Fram undan er einnig aðal- fundur Fagdeildar félags- ráðgjafa á fræðslu- og skóla- sviði þriðjudaginn 29. apríl næstkomandi kl. 14 til 16 í húsakynnum Félagsráðgjafa- félags Íslands, Borgartúni 6. Páll Ólafsson er formaður félagsins. Allar nánari upplýsingar um starfsemi félagsins er að finna á heimasíðunni. www. felagsradgjof.is Uppspretta nýs þroska? SNERTIR ALLA Opinn fundur um þunglyndi fer fram á fimmtudag á vegum Fræðslunefndar Félagsráðgjafafélags Ísland. AFMÆLI Skúli Helga- son fram- kvæmda- stjóri Sam fylk ingar- innar er 43 ára í dag. Karl Stein- ar Valsson aðstoðar- yfir lögreglu- þjónn er 45 ára í dag. Ari Matthías- son leikari er 44 ára í dag. Frú Vigdís Finnboga- dóttir fyrr- verandi for- seti Íslands er 78 ára í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.