Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 46
30 15. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. harðfrosin snjókorn 6. borðaði 8. skordýr 9. tilvist 11. hreyfing 12. flott- ur 14. mont 16. átt 17. frjó 18. kæla 20. málmur 21. án. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti 3. frá 4. garðplöntu- tegund 5. landspilda 7. æxlast 10. fley 13. skarð 15. hemja 16. spil 19. samtök. LAUSN LÁRÉTT: 2. hagl, 6. át, 8. fló, 9. líf, 11. ið, 12. smart, 14. grobb, 16. na, 17. fræ, 18. ísa, 20. ál, 21. utan. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. af, 4. glitbrá, 5. lóð, 7. tímgast, 10. far, 13. rof, 15. bæla, 16. níu, 19. aa. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Silvio Berlusconi. 2. Owen Hargreaves. 3. Ingólfur Þórarinsson (Ingó Idol). „Panang-kjúlingurinn á Krua Thai við Tryggvagötu er allra meina bót. Hann læknar þung- lyndi jafnt sem inflúensu.“ Pétur Örn Guðmundsson, tónlistarmaður. „Við segjum húrra fyrir Elísabetu, sem í (bráð- um) hálfa öld hefur auðgað mannlífið með marg- víslegum hætti. Í tilefni af afmælinu hefur verið stofnaður sérstakur sjóður, sem á að styðja við bakið á Elísabetu með ráðum og dáð. Fyrsta verkefni afmælissjóðsins er að taka þátt í stjarnfræðilegum kostnaði við tannviðgerðir okkar góða skálds og baráttukonu,“ segir Hrafn Jökulsson rithöfundur. Elísabet Jökulsdóttir fagnar 50 ára afmæli sínu í Iðnó annað kvöld og hafa bræður hennar Hrafn og Illugi tekið sig saman og hrint úr vör verkefninu sem ber yfirskrift- ina: „Nýtt bros fyrir skáldið.“ Illugi verður veislustjóri – segir að Hrafn hafi skipað sig í það verkefni en upphaflega stóð til að Hrafn yrði sá. „Já, en hann þarf að sinna áríð- andi skyldustörfum sem skólastjórafrú í Finn- bogastaðaskóla í Trékyllisvík. Og á ekki heim- angengt. Þannig að þetta dæmdist á mig. Mér er náttúrlega ljúft og skylt að heiðra mína góðu systur í hvívetna,“ segir Illugi. Og bendir á reikningsnúmerið 1161-05- 400520. „Svo hún glati ekki sínu góða brosi. Það hefur ekki skort á brosið, Elísabet er brosmild og jákvæð manneskja sem allir vita sem hana þekkja. Og svo hún megi brosa breitt næstu 50 árin ætlum við að aðstoða hana við þetta. Elísa- bet hefur farið sínar eigin leiðir í sinni listsköpum og ekki safnað digrum sjóðum.,” segir Illugi. Hann neitar því ekki að það er und- arleg tilfinning að vita systur sína vera orðna fimmtuga. Tíminn líður. „Óneitan- lega. Mér hefur alltaf fundist hún hálfgerður stelpugopi. Þannig að þetta er sérkennilegt og segir manni einhvern sannleika sem ég hef ekki áttað mig á ennþá,” segir Illugi. - jbg Safnað fyrir nýju brosi Elísabetar ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR Bræður hennar hafa nú stofnað sjóð til að standa straum af stjarnfræði- legum kostnaði við tannviðgerðir. ILLUGI JÖKULSSON Elísabet hefur farið sínar eigin leiðir og ekki safn- að digrum sjóðum. HRAFN JÖKULSSON Þarf að sinna áríðandi skyldustörfum sem skólastjórafrú í Trék- yllisvík og skipaði Illuga veislustjóra í sinn stað. Eiríkur Hauksson og samnorrænir félagar hans verða ekki á skjánum í ár eins og síðustu árin að spá í lögin í Eurovision. Þess í stað býður Rúv upp á Eurovision-þátt- inn Alla leið í umsjón sjálfs Páls Óskars Hjálmtýssonar. „Já, Skandinavarnir fóru eitt- hvað að rífast og Svíar enduðu með að gera sinn eigin þátt,“ segir Palli. „Þá fékk ég símtal frá Rúv og var boðið að sjá um álíka þátt. Ég sam- þykkti það, kannski helst út af því að ég var búinn að hlusta á öll lögin 43 hvort sem var.“ Rúv ætlar að bjóða upp á þrjá 40 mínútna þætti á laugardagskvöld- um fram að Eurovision-keppnis- vikunni. Fyrsti þátturinn fer í loftið 3. maí. „Ég fæ lánaða dóm- greind þriggja Eurovisionspek- inga, þeirra Dr. Gunna, Guðrúnar Gunnarsdóttur og Reynis Þórs Eggertssonar, sem verða með mér í þættinum. Þau hafa öll einhverja tengingu við keppnina en mjög mismunandi. Ég held að þau verði húrrandi ósammála og þar með er funfaktorinn kominn. Ég og Reyn- ir erum til dæmis eiginlega alltaf ósammála þótt einhverjum finnist við kannski af sama skólanum. Hann er náttúrlega lifandi upp- flettirit um keppnina. Við hliðina á honum lít ég út fyrir að vera algjör- lega áhugalaus.“ Páll er uggandi um fyrirkomu- lag Eurovisionkeppninnar. „Aum- ingja keppnin er eiginlega komin út í stjórnleysi og rugl. Meira að segja aðdáandi eins og ég á fullt í fangi með fylgjast með, hvað þá hinn venjulegi sjónvarpsáhorf- andi. Maður hlustar ekki á 43 lög í morgunmat og myndar sér skoðun á þeim. Hlutverk þáttanna minna verður að veita leiðsögn í gegnum þennan frumskóg sem keppnin er orðin og jafnvel að reyna að hafa áhrif á það hvað Íslendingar kjósa fimmtudagskvöldið 22. maí. Lykil- spurningin í þættinum verður: Fer þetta lag ALLA LEIÐ?“ Rúv kemur til með að sýna fyrra undankvöldið þriðjudaginn 20. maí. Íslendingar fá þó ekki að kjósa það kvöld. Í þætti Páls verð- ur því sérstök áhersla lögð á lögin nítján sem eru með Eurobandinu í riðli og við fáum að kjósa um fimmtudagskvöldið 22. maí. „Ég held að þættirnir verði skemmti- legt sjónvarpsefni og það verður svakaleg leikmynd, algjört diskó- óverdós,“ segir Palli um þáttinn sinn. „Við megum vera hlut- dræg og miskunnarlaus, dóna- leg og með prímadonnustæla. Svo verð ég með risastóran stopptakka fyrir framan mig og mun óhikað slökkva á leiðinlegu lögunum.“ PÁLL ÓSKAR: STJÓRNAR EUROVISIONÞÆTTI Á RÚV Hlutdrægur og miskunnar- laus Eurovisionþáttur Palla Sumardagurinn fyrsti er í næstu viku og því hlýtur vorið bara að vera komið. Eða hvað, Einar Magnús Einarsson, veðurfræðingur? „Tja, það er nú það,“ segir Einar. „Það hlýnar töluvert í kvöld og ætti að verða gott veður út vikuna. En maður veit aldrei, það getur alltaf komið lægð með kulda og leiðindi. Það getur alltaf snjóað aftur, þess vegna langt fram í maí.“ En með sumarið, verður það gott? „Hmm. Maður getur nú alveg eins kastað upp teningi eins og að ætla að spá svona langt fram í tím- ann. Sumarið var náttúrlega mjög gott í fyrra. Eigum við ekki bara að vona það besta?“ En gróðurhúsaáhrifin? Erum við ekkert að græða á þeim? „Veturinn var óvenju snjóþungur í ár en það hefur varla snjóað eitthvað af ráði síðustu vetur, að minnsta kosti ekki á höfuðborgarsvæðinu. En hvort þetta sé einhver ákveðin vísbending um gróðurhúsa- áhrif get ég ekki sagt til um.“ Einar Magnús er nýjasti veðurfréttamaðurinn á Rúv og á eins árs afmæli í bransanum í sumar. Hann er að safna í reynslubankann og segist lítið vera stoppaður úti á götu af gömlum körlum sem vilji ræða við hann um veðurspárnar. „Nei, það er merkilega lítið, eiginlega bara ekki neitt. Ég er náttúrlega alltaf vatnsgreiddur í sjónvarpinu og fer ekki út úr húsi án þess að vera með sólgleraugu.“ - glh Vorið kemur í kvöld EFNAHAGSMÁLIN ERU KANNSKI Í STEIK En það hlýnar allavega í kvöld, segir Einar Magnús Einarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Í tengslum við myndband Merzedes Club sem reyndist svo auglýsing sem Jón Gnarr gerði fyrir Símann hafa menn rifjað upp hliðstæð dæmi. Og muna menn þá eftir myndbandi sem Vormenn Íslands með Stefán Hilmarsson, þá óþekktan, gerðu við upphaf 10. áratug síðustu aldar. Stefán söng 18 rauðar rósir af sínum alkunnu hæfileikum og öðlaðist lagið tölu- verðar vinsældir. Síðar kom í ljós að maðurinn á bak við framtakið var Jakob Frímann Magnússon og var útgáfa lagsins liður í áróðri Alþýðuflokksins í tengslum við kosningar. Dúllubossinn Rufus Wainwright sjarmeraði tónleikagesti í Háskóla- bíói á sunnudagskvöldið. Hann sagði frá ferð sinni í líkamsrækt- arstöð og sagðist sjaldan hafa séð aðra eins fola og þá sem spranga þar um. „Það mætti halda að sumir ykkar væru af æðra kyni,” sagði hinn samkynhneigði söngvari meðal annars í lofrullu sinni um homo islandus. Rufus tók á því í Laugum og mun aðallega hafa skokkað á hlaupabrettinu. Sjónarvottur, óvenju karlrembulegur, sagði listamann- inn hafa hlaupið „kellingalega“ og verið með „einhverja kellingu“ með sér, líklega innfluttan einkaþjálfara. -jbg/glh FRÉTTIR AF FÓLKI SLEKKUR Á LEIÐINLEGU LÖGUNUM Páll Óskar sér um Alla leið á Rúv. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.