Tíminn - 05.12.1981, Qupperneq 13

Tíminn - 05.12.1981, Qupperneq 13
Laugardagur 5. desember 1981 Laugardagur 5. desember 1981 13 12 heimilistíminn |Umsjón B.St. og KL Árlegur jólabasar Félags Framsóknar- kvenna í Reykjavík: ALLTAF VISS STEMMNING í KRING UM LAU FABRAUÐS- BAKSTURINN ; . . Laufabrauösstaflarnir hlaöast upp á borðsendann og konurnar hamast við aö skera út, þær: Sigrún Sturludóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Þórhaila Gunnarsdótt Sigrún Magnúsdóttir og Sigrún Baldvinsdóttir. Timamyndir G.E. Sumar vilja heist hnoða og fletja út. Hér eru frá vinstri: Guðrún Þorkeisdóttir, Heiga Jónsdóttir (Kristin viðpottinn) ogSigrún Ingólfsdóttir meö kökukeflin á fuilu. Girnilegt er brauðið sem hún Kristln Sigvaldadóttir dregur þarna upp úr steikingarpottinum finnst ykkur ekki? Hlemmurinn er notaöur til að leggja ofan á brauöiö meðanþaðer heitt. Mörgum finnst laufabrauðið eitt af þvi allra nauðsynlegasta af jóla- kræsingunum, sérstaklega þó Norðlendingum, en sifellt fleiri komast þó á bragðið. Hjá sumum heyrir maður lika aö ánægjan af laufabrauðinu felist ekki eingöngu I að borða það, heldur einnig i vinn- unni við að búa það til og stemmn- ingunni sem I kring um það skap- ast, þegar margir hjálpast að við baksturinn. Það var lika glatt á hjalla og komin hálfgerð jólastemmning yfir mannskapinn hjá einum „laufa- brauðshópnum”, sem við Tima- menn litum inn hjá nú nýlega. Það var hópur félagskvenna i Félagi framsóknarkvenna i Reykjavik, sem hafa árum saman haft þann sið að koma saman 4-5 sinnum I nóvembermánuði til að baka mörg hundruð stykki af laufabrauði. Brauðið selja þær siðan ásamt ýmsum munum á sinum árlega jólabasar. En jólabasarinn þeirra þeirra að þessu sinni, verður I kjallaranum að Rauðarárstlg 18 I dag, laugardaginn 5. desember, kl. 2 eftir hádegi. Að sögn Sigrúnar Sturludóttur hefur laufabrauðið þeirra alltaf runnið út svo að segja á nokkrum minútum. Hún sagði sér alltaf verða minnisstætt þegar þær fyrst hefðu auglýst laufabrauð á basarn- um sinum. Þegar hún hafi opnað hann rétt fyrir kl. 2 snarbrá henni, þvi fyrir utan var biðröð alveg út á Njálsgötu. Siðan hafi verið bætt við baksturinn nokkur hundruð kökum á hverju ári, en allt hverfur eins og dögg fyrir sólu. Sjálf sagðist Sigrún alin upp við að fá laufabrauð á jólum, þótt hún sé frá Vestfjörðum. En konurnar sem stjórna bakstrinum i hópnum hjá þeim séu þó flestar af Norður- landi. Aðrar sem áður voru óvanar bæði að borða og baka laufabrauð heföu komið I hópinn og nú væru þær einnig farnar að baka fyrir sjálfar sig fyrir hver jól. Mörgum óvönum fyndist bakstur á laufa- brauði vera mikið mál, en I hópn- um hjá kvenfélaginu hafi þær bæði fengið æfingu og komist að þvi hvað þetta getur verið auðvelt þegar maður kann þaö og hefur góðar uppskriftir. Þeim sem séu vanar þyki þetta ekki meira mál en að steikja kieinur. Sigrún sagði þetta vera mjög skemmtilegt og hafa myndað góð- an félagsanda gegn um árin. Kon- urnar skiptist á að koma saman 15 til 16 i hóp, kynnist þarna vel og slð- an hafi myndast kunningjahópur f kring um þetta og alltaf bætast nýjar i hópinn. Auk ánægjunnar af að baka laufabrauðið og borða það er einnig hægt að nota það sem jólaskraut. Sigrún sagðist hafa byrjað á þvl fyrir nokkrum árum að hengja fal- lega útskorið laufabrauð með rauð- um borða út I glugga hjá sér um jólin til skrauts og sé það reglulega skemmtilegt. Okkur þykir þetta góð hugmynd og flaug einnig i hug, að það sé heidur ekki amalegt að geta siðan gætt sér á jólaskrautinu á þrett- ándanum i stað þess að þurfa að koma þvl fyrir I kassa I geymsl- unni. —HEI PLASTPOKAVERKSMKUA ODOS SIGURÐSSONAR GRENSASVEGI 7 REYKJAVÍK BYGGINGAPLAST * PLASTPRENTUN • MERKIMIÐAR OG VÉLAR Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða rafmagnsverkfræðing eða tæknifræðing með starfsreynslu i radio og/eða simatækni. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist fyrir 14. desember nk. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavik Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða skrifstofumann. Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra fyrir 17. desember nk. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 118 105 Reykjavik Húsvörður óskast frá 1. janúar 1982 Gert er ráð fyrir 8 stunda vinnudegi sem unninn er að mestu frá hádegi. Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins merkt ,,1714” fyrir 10. des. n.k. Verkfræðingar Hafnamálastofnun rikisins vill lausráða tvo verkfræðinga. Deildarverkfræðing i Framkvæmdadeild — verkfræðing i Rannsóknadeild. Umsóknum fylgi yfirlit yfir menntun og starfsferil. Hafnarmálastofnun rikisins Eins og venjulega sendir Sögusafnið frá sér fyrir jólin vinsælar skáldsögur. Þessar bækur eru komnar á mark- aðinn: Kamelíufrúin eftir Alexander Dumas í þýðingu Karls ís- felds. Heimsfræg ástarsaga. Kroppinbakur eftir Poul Féval. Bók sem alltaf er spurt um. Ást og drenglyndi eftir Hermann Lienhart. Hugljúf ástar- saga. Þræll arabahöfðingjans eftir Albert M. Treynor. Þetta er ein af þeim gömlu sögum sem alltaf erspurt um og hefur verið ófáanleg árum saman. Glettni örlaganna eftir Marjorie Curtis í þýðingu Elín- borgar Kristmundsdóttur. Viðburðarík og spennandi nútímasaga. Ævintýri Sherlock Holmes eftir A. Conan Doyle í heild- útgáfu. 4. bindið er komið og fjallar um afrek þessa fræga leynilögreglukappa. Sögusafn heimilanna

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.