Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 2
2 16. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Emanuelis Kaukanaukas, þrítugur Lithái, var í gær dæmdur í nítján mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Hann braut endurkomubann, auk þess sem hann átti átján mánaða fangelsisrefsingu óafplánaða vegna smygls á miklu magni af metamf- etamíni. Kaukanaukas var ásamt landa sínum dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um fjórum kílóum af metamfetamíni hingað Nor- rænu í júní 2005. Þeir fluttu með sér bíl til landsins. Við skoðun á honum kom í ljós að þverbiti við undirvagninn aft- anverðan var holur að innan. Þar fundust samtals 26 pakkningar með metamfetamíni. Þær höfðu verið vættar með sítrusolíu, sem talin er geta villt um fyrir leitarhundum. Við frekari leit fundust fleiri leynihólf sem talið er að hafi verið útbúin til að smygla varningi með bifreiðinni. Kaukanaus var sleppt lausum 22. desember 2006, eftir að hann hafði afplánað helming refsingarinnar. Honum var þá birt brottvísun sem hann skrifaði undir. Hann braut endurkomubannið þegar hann kom til landsins, þar sem hann var handtekinn 7. apríl. Honum var svo birt ákæra í málinu í gær og dæmdur að því loknu. ■ Í HÖFN Á SEYÐISFIRÐI Mennirnir voru teknir með fíkniefnin við komuna til Seyðisfjarðar. Átti óafplánaðan margra mánaða fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnasmygl: Dæmdur dópsmyglari í end- urkomubanni fékk 19 mánuði LÖGREGLUMÁL Pólverjinn Prem- yslaw Plank, sem grunaður er um aðild að morði og er eftirlýstur í heimalandi sínu, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 6. maí í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur ítrekað haft afskipti af málum þar sem Plank hefur komið við sögu. Kveikjan að því að farið var að fylgjast með honum var innrás hans og tveggja annarra landa hans í hús við Sævang í Hafnarfirði, þar sem fyrir voru landar þeirra. Þar voru innrásar- mennirnir með ruddaskap og hót- anir en gengu þó ekki í skrokk á mönnunum. Áður hafði þetta sama gengi ráðist á einn þeirra sem fyrir var í húsinu í Hafnarfirði og slasað hann. Hann vildi alls ekki leggja fram kæru hjá lögreglunni af ótta við hefndir. Plank hafði einnig verið hand- tekinn ásamt fleirum í Árbæ. Þar var lögreglan kölluð til vegna óláta. Mennirnir voru handteknir en sleppt að loknum yfir- heyrslum. Fólk af pólskum uppruna, búsett hér á landi, hefur alloft kvartað til lögreglu vegna þess að Plank og félagar hafi heimtað af því pen- inga með hótunum og látum. Lög- regla segir að fólkið borgi til þess að fá að vera í friði, en þori alls ekki að leggja fram formlega kæru. Plank er grunaður um að tengj- ast Niedzióla-klíkunni í Póllandi, en hann hefur neitað því með öllu. Plank fékk réttargæslumann í fyrrakvöld eftir að hann hafði verið handtekinn. Hluti gagna frá lögreglunni í Póllandi um rann- sókn á morðmálinu barst hingað í gær. Framsalsmál eru afgreidd á milli dómsmálaráðuneyta viðkom- andi landa og dómsmálaráðuneyt- ið íslenska tekur afstöðu til fram- sals hans, sem meðal annars er byggð á þessum gögnum. Þá ákvörðun getur hann kært til Hér- aðsdóms og síðan til Hæstaréttar, uni hann ekki dómi í héraði. Undirskriftasöfnun stendur nú yfir meðal Pólverja búsettum hér á landi, að sögn ræðismanns Pól- lands hér, þar sem þeir hyggjast hvetja íslensk stjórnvöld til að hafa betra eftirlit með hugsanleg- um sakaferli þeirra sem hingað koma. ■ Í gæsluvarðhald eftir hótanir og ofbeldi Premyslaw Plank, maðurinn sem grunaður er um aðild að hrottalegu morði í Pól- landi, var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. Lögregla hér á landi hefur ítrekað haft afskipti af hótana- og ofbeldismálum þar sem hann hefur komið við sögu. Í GÆSLUVARÐ- HALD Tveir lögreglumenn færðu Plank fyrir dómara í gær, þegar myndin var tekin. Hann var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Fljótlegt og gott Elísabet, ertu alveg bit yfir þessari söfnun? „Ég er þursabit en reyni bara að brosa í gegnum tárin.“ Illugi og Hrafn Jökulssynir hafa efnt til söfnunar fyrir tannviðgerð handa Elísabetu systur sinni, í tilefni af fimmtugsafmæli hennar. VIÐSKIPTI Olíuverð náði nýjum hæðum í gær þegar tunnan seldist á hátt í 114 Bandaríkja- dali. Kom hækkunin í kjölfar gengisfalls dalsins en áhyggjur manna af minnkandi framboði höfðu einnig mikil áhrif. Þá hafði skýrsla Alþjóða orkumálastofnunarinnar veruleg áhrif á fjárfesta. Í skýrslunni kemur fram að framleiðsla Rússa á olíu dragist saman á þessu ári, en það er í fyrsta skipti í áratug sem slíkt gerist. Þar er einnig lýst áhyggj- um af því að framleiðsla Rússa nægi ef til vill ekki til að koma til móts við aukna alþjóðlega eftirspurn eftir olíu. - ovd Áhyggjur af framleiðslu Rússa: Olíuverð í hæstu hæðum VIÐSKIPTI Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss, telur pólitískar ástæður fyrir því að Seðlabankinn veiti Straumi ekki leyfi til að skrá hlutafé sitt í evrum. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Straums- Burðaráss sem haldinn var í gær. Björgólfur sagði að ef Straumur hefði fengið sínu framgengt um að viðskipti með hlutabréf félagsins færu fram í evrum mætti auðveld- lega halda því fram að hluthafar hefðu sparað sér þau tuttugu pró- sent sem töpuðust við gengisfall krónunnar fyrr á þessu ári. Finnst honum mjög erfitt að sætta sig við slíkt tap. Þá sýnist honum sem svo að íslenskt efnahagsumhverfi sé nú enn fjarri því en áður að vera fýsi- legt fyrir alþjóðleg fjármálafyrir- tæki og erlenda fjárfesta. Minnti hann þar á orð sín á aðalfundi í fyrra þar sem hann gagnrýndi íslensk stjórnvöld sem þá töluðu um að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð á sama tíma og þau ynnu gegn slíku með verkum sínum. Hann sagði núverandi efnahags- ástand vinna gegn þróun og vexti. Því sé afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld geri allt í sínu valdi til að koma á stöðugleika og horfi til framtíðar við breytingar á pen- ingastefnu sinni til að koma í veg fyrir dýr mistök eins og þau sem gerð hafa verið á undanförnum mánuðum og árum. Sagðist hann fullviss um að stjórnvöld væru fullfær um slíkar aðgerðir. - ovd Björgólfur Thor Björgólfsson gagnrýnir stjórnvöld og seðlabankann harðlega: Evran hefði hindrað gengistap FRAKKLAND, AP Franska þjóð- þingið sam- þykkti í gær lagafrumvarp sem miðar að því að gera það ólög- legt að birta nokkuð sem getur látið ofurgrannan líkamsvöxt virðast eftir- sóknarverðan. Þingið samþykkti frumvarpið í atkvæðagreiðslu eftir að það hafði fengið samhljóða stuðning stjórn- arflokksins UMP. Efri deild þings- ins tekur frumvarpið til afgreiðslu á næstunni. Talsmenn tískuiðnaðarins segja að verði frumvarpið að lögum séu þau róttækustu reglurnar af þessu tagi sem nokkurs staðar eru í gildi. Lögin munu til að mynda banna tískublöðum, auglýsendum og net- miðlum að hvetja til ofurgranns líkamsvaxtar. - aa Frumvarp á Frakklandsþingi: Lög samþykkt gegn átröskun BEINABER Sýningar- stúlka á tískusýningu Guy Laroche í París. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Fíkniefnahundurinn Luna Nýlega gáfu félagar í Kiwanisklúbbn- um Helgafelli lögreglunni í Vest- mannaeyjum fíkniefnahundinn Lunu. Stendur gjöfin straum af kaupum og þjálfun hundsins sem er af Springer Spaniel kyni. Verður hann notaður í þágu lög- og tollgæslu í baráttunni gegn meðferð, sölu og innflutningi á fíkniefnum. VESTMANNAEYJAR TYRKLAND, AP Í gær voru 53 bæjarstjórar í Tyrkland, allt saman Kúrdar, dæmdir sekir um að tala vel um glæpasamtök vegna þess að þeir skrifuðu Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, bréf þar sem þeir fóru fram á að sjónvarpsstöð, sem er með tengsl við kúrdneska uppreisnar- menn, fengi að starfa áfram í Danmörku. Flestir bæjarstjórarnir eru í stjórnmálaflokki sem berst fyrir sjálfstjórn Kúrda í suðaustan- verðu Tyrklandi. Dómstóll í Diyarbakir dæmdi bæjarstjór- ana fyrst í tveggja mánaða fangelsi, en mildaði síðar dóminn vegna góðrar hegðunar bæjarstjóranna við réttarhöldin, þannig að þeir þurfa nú að greiða sekt sem nemur 900 evrum, eða um hundrað þúsund krónum. - gb Kúrdar í Tyrklandi: Tugir bæjar- stjóra dæmdir Dýrt að nota ekki bílbelti Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði tuttugu ökumenn í gær og fyrradag fyrir að aka bílum sínum án þess að nota bílbelti. Sekt fyrir slíkt brot er tíu þúsund krónur og á það jafnt við um ökumenn og farþega. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS FERÐAMÁL Höfundur tólf bóka eða bókarhluta af ferðahandbókunum Lonely Planet hefur viðurkennt að hafa stolið texta sem hann birti sem sinn í bókunum, auk þess að viðurkenna að hafa skáldað stór- an hluta umfjöllunar í bókunum. Frá þessu var greint á Vísi.is. Í ástralska dagblaðinu Sunday Telegraph kemur fram að meðal annars um sé að ræða bækur um Brasilíu, Kólumbíu, Venesú- ela og Chile. Höfundurinn segir útgefanda bókanna ekki hafa tímt að greiða fyrir ferðalag hans til Kólumbíu og því hafi hann aldrei komið þangað, þótt hann hafi skrifað ferðabók um landið. - ovd Aldrei komið til Kólumbíu: Ferðahöfundur játar ritstuld

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.