Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 12
12 16. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR FYRIR ALLA FÉLAGA Í VILDARKLÚBBI ICELANDAIR Dagana 16.–18. apríl bjóðum við öllum okkar félögum 50% afslátt af Vildarferðum. Ferðatímabil er til og með 31. desember. Bókanir hefjast miðvikudaginn 16. apríl kl.09:00. Tilboðið bókast inn á www.vildarklubbur.is. Barnaafsláttur Vildarklúbbsins gildir. Flugvallarskattar ekki innifaldir. + Skilmálar og allar nánari upplýsingar inn á www.vildarklubbur.is. *Tilboðið gildir ekki til Barcelona, Mílanó og Madrid. – TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ HELMINGS AFSLÁTTUR AF VILDAR- FERÐUM* Vildarklúbbur ÍS L E N S K A S IA .IS IC E 41980 04 /08 WWW.VILDARKLUBBUR .IS FRÉTTASKÝRING: Unglingar á hraðferð inn í harðan heim 5. hluti - Menntun Nemendum í framhaldsskólum hefur fjölgað um rúm átta þúsund á síðastliðnum tíu árum og eru nú rúmlega 28 þúsund. Árið 1983 brautskráðist fjórði hver piltur á tvítugsaldri en árið 2006 braut- skráðist annar hver piltur á sama aldri. Stúlkurnar eru enn duglegri en árið 2006 útskrifuðust þrjár af hverjum fjórum stúlkum á tví- tugsaldri. Árið 1983 brautskráð- ust hins vegar aðeins 40 prósent stúlkna í sama aldurshópi. Það er ekki nóg með að aðsókn- in aukist í framhaldsskólana held- ur hefur atvinnulífið, þangað sem skólarnir skila jú nemendum, breyst gríðarlega á þessum tíma. Það er því alveg ljóst að fram- haldsskólarnir verða að vera í takt við þessa þróun. Hvað gera menn þá? Nemendur fá völina og kvölina „Ég tel mikilvægt fyrir fjölbrauta- skólana að vera með fjölbreytt námsframboð og mikið val,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, skóla- meistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. „Við höfðum það á tíma- bili en svo hefur aðeins dregið úr því með nokkrum lagabreyting- um og aðgerðum sem ég taldi ekki heppilegar. Við reynum að hafa mikla breidd í náminu hér í Garðabæ enda er reynslan af því mjög góð. Við höfðum áður meira svigrúm til að búa til áfanga sem voru á sérsviði þeirra kennara sem tóku þá að sér og þetta nýttist nemend- um afar vel. Ég nefni sem dæmi áfanga um fjölmiðlun og auglýs- ingasálfræði. Þetta eru mjög hag- nýtir áfangar en eiga kannski ekki heima í einhverju kerfi sem menn eru fastir í. En við verðum að bregðast við hinum ýmsu nýjung- um sem eiga sér stað í þessum hraða heimi sem við búum í og þá tel ég þessa leið mun hagkvæmari frekar en að festa sig í heilögu kerfi. Þess vegna tel ég mikilvægt að breyta kerfinu þannig að nemendur verði að taka ákveðinn grunn en að öðru leyti verði val þeirra veru- legt. Þeir eiga til dæmis að getað valið sig frá þeim greinum þar sem þeir standa höllum fæti. En þessu fylgir náttúrlega mikil ábyrgð því með því að velja sig frá ákveðnum fögum er nemandinn að loka á ákveðnar leiðir sem annars gætu boðist honum á háskólastígi eða á vinnumarkaðnum í framtíðinni.“ Þorsteinn segir þetta ekki síður mikilvægt í ljósi þess að nú taki framhaldsskólarnir við mun breiðari hópi en áður þar sem áhersla sé lögð á að taka við sem flestum. Inga Dóra Sigfúsdóttir, forseti kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, tekur undir þetta. „Mér finnst hafa verið gert of mikið af því hér á landi að steypa alla í sama mót,“ segir hún. „Við eigum að vera alveg óhrædd við það að vinna með styrkleikana í stað þess að vera alltaf að styrkja veikleikana.“ Guðbjartur Hannesson, þing- maður Samfylkingar og nefndar- maður í menntamálanefnd, segir að mikil áhersla verði lögð á iðn- nám í nýju framhaldsskólafrum- varpi og að það knýi á gott sam- starf fyrirtækja og fram haldsskóla. Einnig sjái hann mörg önnur tækifæri á hag- kvæmu samstarfi milli skóla og fyrirtækja. „Til dæmis víða úti á landi þar sem næst kannski ekki næg þátttaka fyrir vissa áfanga, þá má nýta krafta fyrirtækjanna á staðnum sem taka nemendun- um fagnandi,“ segir hann. „Til- hneigingin hefur verið sú að ef ekki náist að minnsta kosti tólf nemendur á námskeið sé talið að ekki sé grundvöllur fyrir því að halda það úti og þá eru þeir sem þó vilja sækja það sendir suður. En þó að skólinn búi ekki yfir nægilegum tækjabúnaði og þátt- takan sé í strangasta skilningi ekki næg þá má leita til fyrir- tækja á staðnum sem búa yfir tækjabúnaði og þekkingu og taka nemendunum vel. Þannig er skól- inn líka að sækja sér þekkingu sem er afar mikilvægt.“ Valfrelsið kemur með frumvarpinu En hvað segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra um þessar áherslur? „Það verður allavega rúm fyrir eitt- hvað í þessa veru þegar búið er að breyta og samþykkja framhalds- skólafrumvarpið sem ég lagði fram og er nú í þinginu,“ segir hún. „Meginásarnir í því eru að efla iðn- og starfsnám og svo að auka val og fjölbreytni framhaldsskól- ans. Það er þó einfaldur kjarni sem allir þurfa að læra, það er íslenska, enska og stærðfræði, en síðan til viðbótar velja nemendur það sem þeir vilja læra. Þannig að framhaldsskólarnir munu móta námsframboðið eftir því sem nemendurnir vilja en jafnframt eftir því sem atvinnulífið og Aukið valfrelsi í framhaldsskólum Framhaldsskólanemum hefur fjölgað um átta þúsund á áratug. Þrjár af hverjum fjórum stúlkum á tvítugsaldri brautskrást og um helmingur drengja á sama aldri. Kröfur atvinnulífsins hafa einnig gjörbreyst á sama tíma. Til að mæta þessum breytingum verður frelsi og ábyrgð skóla og nemenda aukin og tengsl skólanna við atvinnulífið efld. ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON SKÓLAMEISTARI Það er ljóst í huga skólameistarans í Fjölbrautaskóla Garðabæjar hvernig á að mæta breyttum áherslum og aðstæðum í þjóðfé- laginu. Skólarnir sem og nemendur verði að fá frelsi til að haga seglum eftir vindi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTASKÝRING JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is 1998 2003 2005 2007 2008 15 10 5 0 FJÁRLÖG RÍKISINS TIL FRAMHALDSSKÓLA í milljörðum króna 4,8 7,7 10 12,8 14,1Þróun verðbólgu 510 500 490 480 2000 2003 2006 HEIMILD: NÁMSMATSSTOFNUN/OECD ÞRÓUN NÁMSFRAMMISTÖÐU 15 ÁRA NEMENDA Einkunnir samkvæmt PISA-kerfi 507 514 496 491 507 486 515 495 492

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.