Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 20
[ ]Sólarder eða sólhatt þarf að hafa þegar ferðast er til heitari landa til að forðast sólsting og bruna. Drekka þarf mikinn vökva til að varna ofþornun. Nýverið varð til eitt öflugasta útivistarfyrirtæki landsins. Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa gert samning um kaup á Íslensk- um ferðamarkaði, ásamt því að undirrita samkomulag um sam- einingu við Iceland Rovers. Fyrir- tækið verður rekið undir nafni Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Með sameiningunni verður til eitt öflugasta fyrirtæki landsins í rekstri og sölu göngu-, hvata- og ævintýraferða. Íslenskir fjalla- leiðsögumenn var stofnað 1994 og hefur sérhæft sig í gönguferðum á skriðjökla og hæstu tinda lands- ins, sem og í lengri gönguferðum hér heima og í útlöndum. Iceland Rovers var stofnað 1997 og hefur sérhæft sig í afþreyingu, hvata- og jeppaferðum, auk hópeflis og menningartengdri ferðaþjónustu. Íslenskur ferðamarkaður er sér- hæft þjónustufyrirtæki við erlenda ferðamenn sem selur fjöl- breytt úrval dagsferða, skoðunar- ferða og afþreyingar. - þlg Lykill að ævintýrum Það er auðvelt að lenda í ævintýrum uppi á fjöllum. Ný sæti, afþreyingarkerfi og íslensk menning eru aðalsmerki ímyndarbreytingar Icelandair sem nú stendur yfir. Icelandair rekur í dag ellefu Boe- ing 757 farþegavélar sem eru frá árunum 1989 til 2002. Samhliða nauðsynlegum endurbótum ákvað félagið að ráðast í viðamikla ímynd- arbreytingu sem nú stendur yfir. „Samkeppni meðal alþjóðlegra flugfélaga er meiri en nokkru sinni. Þessar breytingar eru því liður í að marka enn frekar sér- stöðu Icelandair. Breytingarnar munu hafa í för með sér auknar tekjur vegna afþreyingarkerfis- ins. Hinsvegar munum við ekki hækka fargjöldin,“ segir Halldór Harðarson, yfirmaður markaðs- sviðs. Stærstu breytingarnar eru leð- ursæti með betra plássi og afþrey- ingar- og skemmtikerfi fyrir far- þega. „Í hverju sætisbaki er snertiskjár með tónlist, kvikmynd- um, bæði nýjum og gömlum, sjón- varps- og heimildaþáttum auk ýmissa tölvuleikja sem hægt er að spila á milli sæta. Síðan eru í boði upplýsingar um sjálft flugið og að sjálfsögðu góð kynning á landi og þjóð,“ segir Halldór, en eitt af markmiðunum er að kynna íslenska menningu fyrir ferða- löngum. Í því samhengi nefnir hann hluta úr bókinni Íslendingar eftir Unni Jökulsdóttur og Sigur- geir Sigurjónsson, heimildaþætti og íslenskukennslu. Halldór segir þó að kerfið geti ekki tekið við efni af iPod né flakkara. Hljóðkerfi vélanna hefur einnig verið skipt út og þaðan mun óma tónlist og hljóðverk með skírskot- anir í náttúruna, meðal annars eftir tónlistarmennina í Ghostigi- tal, þá Einar Örn og Curver. Á almennu farrými kostar aðgengi að úrvali kvikmynda tíu dollara, sem er á núgildandi gengi 745 kr. Hinsvegar er aðgengi að öðru efni frítt. þegar fram líða stundir stendur einnig til að bjóða íslenskar kvikmyndir, að sögn Halldórs. Nýir einkennisbúningar sem líta dagsins ljós á næstunni eru einnig hluti af heildaryfirhalningu félagsins. Steinunn Sigurðardóttir hönnuður hefur haft veg og vanda og leitað innblásturs í íslenska náttúru. Eldfjöllin okkar koma einnig við sögu og munu vélarnar skarta nöfnum ellefu slíkra þegar breytingum lýkur. Boeing 757 vélar Icelandair eru þær fyrstu í heiminum sem ganga í gegnum þessar breytingar. Að sögn Halldórs hafa nú fleiri flug- félög fylgt í kjölfarið og er nú tveggja ára biðlisti eftir sætunum og afþreyingarkerfunum. rh@frettabladid.is Bíó og leikir um borð Guðjón Arngrímsson, talsmaður Icelandair, og Halldór Harðarson markaðsstjóri í æsispennandi leik í nýja afþreyingar- og skemmtikerfi Boeing 757 vélanna. Flugleiðin kemur fram á nýja snertiskjánum, sem og flugtími sem eftir er. ferðavernd Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf Ferðavernd býður upp á bólusetningar og ráðgjöf til ferðamanna. Þjónustan er í umsjón Helga Guðbergssonar, læknis. Vinnuna annast læknar og hjúkrunarfræðingar. Mikilvægt er að panta bólusetningu og leita ráðgjafar tímanlega áður en haldið er utan. Tímapantanir í síma: 535 77 00 www.ferdavernd.is Hertz Car Rental Flugvallarvegi 101 Reykjavik, Iceland hertz@hertz.is Tel. +354 522 44 00 Fax. +354 522 44 01 www.hertz.is Bókaðu bílinn fyrir 1. maí á www.hertz.is og fáðu 1000 vildarpunkta hjá Vildarklúbbi Icelandair. Tilboðið gildir til 1. maí. Hertz hefur yfi r 7600 afgreiðslustaði í 146 löndum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.