Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 4
4 16. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR GENGIÐ 15.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 151,2567 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,41 74,77 146,55 147,27 117,82 118,48 15,795 15,887 14,880 14,968 12,521 12,595 0,7368 0,7412 122,08 122,80 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ALÞINGI Þingmenn VG vilja að dómsmálaráðherra geri í skýrslu grein fyrir aðgerðum lögreglu gagnvart mótmælendum Kára- hnjúkavirkjunar og stóriðjufram- kvæmda síðustu þrjú ár. Vilja þeir meðal annars vita hve margir lögreglumenn tóku þátt í hverri aðgerð fyrir sig og tilefni afskipta þeirra. Segir í greinargerð að mark- miðið sé að kanna hvort lögreglu- aðgerðir gegn mótmælendum hafi staðist ákvæði stjórnarskrár og laga um hugsana- og skoðana- frelsi, tjáningarfrelsi, persónu- frelsi og friðhelgi einkalífs. - bþs Þingflokkur Vinstri grænna: Vill skýrslu um lögregluaðgerðir DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Útlendingastofnunar að synja umsókn hælisleitanda um hæli hér. Þá er úrskurður dómsmálaráðu- neytisins, þar sem ofangreind ákvörðun Útlendingastofnunar er staðfest, einnig felld úr gildi. Hælisleitandinn bjó í Máritan- íu, en kom hingað til lands 23. okt- óber 2004. Hann framvísaði föls- uðu vegabréfi við komuna til landsins, en upplýsti síðan lög- reglu um nafn sitt og óskaði eftir hæli á Íslandi. Maðurinn lýsti ástæðum flóttans frá heimalandinu þannig að hermenn hefðu komið á heimili hans og föður hans. Þeir hafi beitt feðgana ofbeldi, tekið búfénaðinn og sig og sett sig í fangelsi. Þar hafi hann verið hnepptur í þræl- dóm í tvö ár, eða þar til hann strauk. Hann óttaðist að lenda í sömu aðstæðum aftur yrði hann sendur heim. Útlendingastofnun taldi ekki komna fram sönnun á því að maðurinn segði satt. Honum staf- aði því ekki hætta af því að verða sendur til heimalands síns. Dómurinn taldi lýsingar manns- ins trúverðugar þegar litið væri til þess ástands sem ríkt hefði í Máritaníu. - jss ÚTLENDINGASTOFNUN Synjun um hælisvist felld úr gildi. Úrskurðir Útlendingastofnunar og dómsmálaráðuneytis felldir úr gildi: Flóttamaðurinn fær hæli EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðuneytið spáir fimmtán prósenta falli fast- eignaverðs að raungildi fram til ársins 2010. Þetta kemur fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá fjár- málaráðuneytisins sem gefin var út í gær. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segist telja spá fjár- málaráðuneytisins nærri því sem hún telji að verði raunin á fast- eignamarkaði. „Þetta er miklu nær því sem gæti orðið reyndin og þetta er svipað því sem bankarnir spá,“ segir Jóhanna. Hún segir þá þróun sem Seðlabankinn hefur nefnt að geti átt sér stað ekki lík- lega til þess að verða að veruleika. „Ég hef ekki séð forsendurnar fyrir því sem Seðlabankinn setti fram, en það ber að segja eins og fram kemur þar, að það var ekki spá heldur sagt þróun sem gæti orðið. Aðstæðurnar sem nú eru fyrir hendi eru ekki sambærilegar því sem var 1983 þegar raunlækk- un fasteignaverðs varð upp undir 30 prósent. Þá var 20 til 30 pró- senta kaupmáttarminnkun, lán fóru úr öllum böndum og verð- bólgan mældist upp undir 100 pró- sent. Nú er allt annað ástand og þess vegna finnst mér spá fjár- málaráðuneytis og bankanna nær lagi.” Þjóðhagsspá fjármálaráðuneyt- isins gerir ráð fyrir nokkru minni verðlækkun en Seðlabanki Íslands telur að komi fram og gert er grein fyrir í Peningamálum, sem komu út á vaxtaákvörðunardegi síðast- liðinn fimmtudag. Samkvæmt því sem þar kom fram mun fasteigna- verð lækka að raungildi um þrjá- tíu prósent fram til loka árs 2010. Greining- ardeildir Glitnis, Kaupþings og Lands- bankans hafa spáð mun minni verð- lækkun en Seðlabank- inn og spár þeirra gera heldur ekki ráð fyrir eins mikilli lækkun og þjóðhagsspá fjármálaráðuneytis- ins segir til um. Þær gera þó ráð fyrir að verð lækki um tíu til fjórtán prósent að raungildi fram til ársins 2010. Grétar Jónasson, framkvæmda- stjóri Félags fasteignasala, segist ekki hafa trú á því að spár fjár- málaráðuneytisins eða Seðlabank- ans gangi eftir. „Auðvitað á verð eftir að lækka eitthvað og það er nú þegar farið að gera það. En ég hef ekki trú á að þessar svartsýn- isspár gangi eftir.“ Grétar segir uppsagnir þegar vera byrjaðar hjá fasteignasölum. „Menn eru byrjaðir að bregðast við þessari lægð sem nú er og því miður eru uppsagnir starfsfólks fylgifiskur hennar.“ magnush@frettabladid.is Spá 15 prósenta falli íbúðaverðs til 2010 Endurskoðuð þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir fimmtán pró- senta lækkun fasteignaverðs til ársins 2010. Uppsagnir hjá fasteignasölum eru þegar hafnar. Greiningardeildir bankanna gera ráð fyrir minni verðlækkunum. FASTEIGNIR Blikur eru á lofti á fasteignamarkaði eftir mikla uppgangstíma á síðustu árum. Í fyrra hækkaði vísitala íbúðaverðs um fimmtán prósent en líklegt má telja að hún lækki innan tíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR JAPAN, AP Flaggskip japanska hvalveiðiflotans, Nisshin Maru, kom til heimahafnar í gær ásamt öðrum skipum sem fylgdu því á vetrarvertíð í Suður-Íshafi. Aðeins voru veidd 55 prósent kvótans að þessu sinni. Lagt var upp með að veiða 1.000 hrefnur, 50 langreyðar og 50 hnúfubaka, en heildaraflinn var 551 hrefna. Í desember ákváðu japönsk stjórnvöld að fresta því að veiða hnúfubaka vegna þess hve harkaleg viðbrögð þau áform höfðu fengið víða um heim. Hvalveiðiandstæðingar eltu japönsku hvalveiðiskipin alla vertíðina og reyndu að hindra veiðarnar. - aa Hvalveiðiflotinn heim: Suður-Íshafs- veiðum lokið NISSHIN MARU Fréttamenn við flaggskip japanska hvalveiðiflotans eftir komu þess til Tókýóhafnar í gær. MYND/AP VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 8 7 7 6 8 7 7 5 5 5 13 7 10 7 13 11° 11° 6° 7° 11° 12° 13° 11° 8° 9° 21° 18° 15° 11° 23° 17° 23° 18° 3 10 9 12 Á MORGUN 3-10 m/s, stífastur SV-til. FÖSTUDAGUR Hægviðri. 9 8 5 3 4 13 8 10 7 8 10 108 GÓÐVIÐRISKAFLI FRAM UNDAN Enda þótt nokkuð blási suðvestan- lands í dag og sumpart á morgun er góðviðri í kort- unum. Horfur eru á björtu og hlýju veðri um mestallt land og það fram yfi r helgi. Á föstu- dag verður komið hægviðri um allt land. Helgin verður björt og mild með hægri breytilegri átt. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur VIÐSKIPTI Baugur hefur sett bresku fataverslunina MK One í söluferli. Verslunin sérhæfir sig í sölu á ódýrum tískufatnaði fyrir konur, stúlkur og táninga. Baugur keypti verslunina á móti Landsbankanum og stjórnendum MK One haustið 2004 fyrir 55 milljónir punda, 6,9 milljarða króna að þávirði. MK One tapaði 17,4 milljónum punda, rúmum 2,5 milljörðum íslenskra króna, í fyrra og hefur verslunin verið dragbítur í bókum Baugs, að sögn breska dagblaðsins Times. Því hafi verið ákveðið að selja fyrirtæk- ið. - jab Baugur losar sig við MK One: Breskur drag- bítur til sölu FÉLAGSMÁL Margrét Sverrisdóttir tók í gær við formennsku í Kvenréttindafélagi Íslands af Þorbjörgu Ingu Jónsdóttur sem óskaði eftir að hætta formennsku. Kjörtímabil Þorbjargar var hálfnað og var það tillaga uppstillingarnefndar að Margrét, sem verið hefur varaformaður, tæki við af Þorbjörgu. Var sú tilaga samþykkt. - ovd Kvenréttindafélag Íslands: Margrét nýr formaður ÍRAK, AP Meira en fimmtíu manns fórust þegar bílsprengjur sprungu á fjölförnum stöðum í hádeginu í gær í Bakúba og Ramadí í Írak. Einnig sprakk bílsprengja í miðborg Bagdad í gær og fórust þar fjórir óbreyttir borgarar. Árásirnar í Bakúba og Ramadí eru þær mannskæðustu sem orðið hafa í landinu mánuðum saman. Þá felldu bandarískir hermenn sex íraska uppreisnarmenn, sem höfðu ráðist á þá. Íraska lögregl- an segir tvo pilta einnig hafa fallið, en Bandaríkjaher neitar því. - gb Bílsprengjur í Írak: Mannskæðustu árásirnar lengi BÍLSPRENGJA SPRENGD Íbúar í Bagdad bregðast við. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.