Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 2008 Tvíburasysturnar Gunn- hildur og Brynhildur Þórð- ardætur opna sýninguna Prjónaheimur Lúka næst- komandi laugardag kl.16 í Gallerí Boxi á Akureyri. Systurnar skipa listadúóið Lúka Art & Design sem þær stofnuðu haustið 2004, en þær hafa nú verið í sam- starfi við prjónastofuna Glófa á Akureyri. Systurn- ar hönnuðu mynstur fyrir íslensku ullina og Glófi sá um prjónaskapinn. Samstarf þeirra systra við hönnun mynstra er afskaplega rökrétt þar sem Gunnhildur er myndlistar- maður en Brynhildur er fata- og textílhönnuður. „Við höfum lengi gengið með þá hugmynd í magan- um að vinna saman, en við höfum verið á dálitlum þvælingi undan- farin ár í tengslum við nám og því ekki haft tækifæri til mikilla afkasta. En nú að loknu námi höfum við getað farið út í þetta af meiri alvöru og hrint hlutunum í framkvæmd,“ segir Gunnhildur um samstarfið. „Við höfum verið alveg heillaðar af prjónaskap síðan við vorum litlar og dáðumst að prjónablöðunum hennar mömmu. Prjónað efni býður upp á svo marga möguleika og svo er íslenska ullin alveg einstök, svo hlý og mjúk. Því vakti það mikinn áhuga hjá okkur að vinna prjóna- mynstur fyrir íslenska ull og gátum það í samstarfi við Glófa. Við erum fyrirtækinu afskaplega þakklátar fyrir að taka svona vel í hugmyndir okkar, enda er ótrú- lega gaman að sjá hönnun sína verða að einhverju áþreifanlegu.“ Hugmyndin að mynstrum þeirra systra er unnin út frá íslensku lakkrískonfekti og lakkrísreim- um. „Við erum miklir sælgætis- grísir og það er aldrei langt í sykurinn og kaffið þegar við erum í hugmyndavinnu. Ég hafði reynd- ar unnið með lakkrís á námsárum mínum og gert úr honum skúlptúra, þannig að sælgæti er mér greini- lega uppspretta innblásturs. Að auki þykja okkur sælgætisumbúð- ir fallegar; þær eru svo glaðlegar og minna mann á barnæskuna. Því er ekkert undarlegt að sælgæti eigi sinn sess í hönnun okkar,“ segir Gunnhildur og hlær. Það er óvenjulegt að sýning á fatahönnun sé sett fram sem inn- setning í galleríi frekar en sem tískusýning. Hverju sætir? „Við höfum gaman af fötum sem hafa stærra hlutverk en bara það að maður klæðist þeim, og erum hrifnar af fötum sem eru hálf- gerðir skúlptúrar. Þess vegna langaði okkur til þess að sýna hönnun okkar í umhverfi þar sem fólk getur mögulega sett flíkurnar í annað samhengi en ef þær væru sýndar á tískusýningu. Við komum til með að klæðast flíkunum sjálfar og erum því líka hluti af inn- setningunni.“ Á meðal þess sem sjá má á sýn- ingunni í Gallerí Boxi eru kjólar, húfur, vettlingar og karlmanns- peysur, sem að sögn Gunnhildar eru ómissandi, enda ótækt að konur sitji einar að flottri hönnun. Systurnar stefna svo á að fara erlendis með sýninguna í haust eða næsta vor á vegum Útflutn- ingsráðs Íslands. Einnig stendur til að selja hönnun þeirra í verslunum í Reykjavík og jafnvel víðar um land. vigdis@frettabladid.is Lakkrískonfekt prjónað GUNNHILDUR OG BRYNHILDUR ÞÓRÐARDÆTUR Íklæddar prjónaflíkum sem bera ótvíræðan sælgætiskeim. Starf þýðandans er eitt af þeim sem fer ekki alltaf hátt en hefur þó ótvíræð áhrif á upplifun okkar af umheiminum. Áhrifa þýðinga gætir þó hvergi jafn- mikið og í sjónvarpi, enda er megnið af sjónvarpsefni sem sýnt er hér á landi á annarri tungu en þeirri íslensku. Í hádeginu í dag býður Bandalag þýðenda og túlka og Þýðingasetur Háskóla Íslands upp á áhugavert hádegisspjall þar sem fjallað er um ýmsar hliðar sjónvarpsþýðinga. Ellert Sigurbjörnsson, yfirþýðandi hjá Ríkis- útvarpinu, flytur erindi sem nefnist Sérstaða sjón- varpsþýðandans. Nanna Gunnarsdóttir, sjónvarps- þýðandi, flytur erindi sem nefnist Snertifletir þýðingarfræði og sjónvarpsþýðingar – Eiga kenning- ar við um þýðingu Leiðarljóss? Að lokum flytur Anna Hinriksdóttir, meistaranemi í hagnýtri menningar- miðlun við Háskóla Íslands, erindi sem nefnist Frá Leiðarljósi til L‘elisir - Fjölbreytt flóra sjónvarps- þýðinga. Það er því ljóst að í hádeginu í dag fær áhugafólk um sjónvarpsefni og þýðingar eitthvað fyrir sinn snúð. Spjallið hefst kl. 12.15 og fer fram í stofu 311 í Árnagarði. -vþ Sjónvarpsþýðingar í öllum sínum fjölbreytileika ANNA HINRIKSDÓTTIR Fjallar um sjónvarpsþýðingar í Árna- garði í dag. Síðasta sýn- ingarhelgi Fram undan er síðasta sýningarhelgi í Hafnarborg, lista- og menningarstofnun Hafnarfjarðar, á verkum fimmtíu myndlistarmanna sem allir tengjast Hafnar- firði á einn eða annan hátt. Síðasta leiðsögnin um sýninguna fer fram annað kvöld kl. 20, en þá mun Gunnhildur Þórðardóttir, upplýsingafulltrúi Hafnar- borgar, ganga um með gestum og spjalla um verkin sem fyrir augu bera. Sýningin opnaði 1. mars síðastliðinn og var sett upp í tilefni 100 ára kaupstaðaraf- mælis Hafnarfjarðar og 25 ára afmælis Hafnarborgar, en báðir þessir merkisvið- burðir eiga sér stað í ár. - vþ NÝ OG FÁRÁNLEGA SKEMMTILEG SÝNING UM FJÁRMÁL ÍSLENDINGA! D Y N A M O R EY K JA V IK Sýnt í Salnum Kópavogi Miðasala hjá Salnum í síma 5700 400, á salurinn.is og midi.is. Miðaverð 2000 kr. 50% afsláttur er fyrir viðskiptavini Byrs (allt að 5 miðar) ef keypt er í miða- sölunni í Salnum. ATH! Takmarkaður sýningafjöldi. D Y N A M O R EY K JA V IK Þri 15/4 kl. 20 Mið 16/4 kl. 20 Fös 18/4 kl. 21 Lau 19/4 kl. 19 Lau 19/4 kl. 21 Fös 2/5 kl. 19 Fös 2/5 kl. 21 Lau 3/5 kl. 20 Lau 3/5 kl. 22 Fös 16/5 kl. 19 Fös 16/5 kl. 21 Lau 17/5 kl. 19 Lau 17/5 kl. 21 Forsýning - uppselt Forsýning - uppselt Frumsýning - uppselt Uppselt S Ý N I N G A R Fyrst var það Hellisbúinn, síðan Pabbinn og nú er það HVERS VIRÐI ER ÉG? Óborganlega fyndin sýning Bjarna Hauks Þórssonar um fjármál Íslendinga. Frábær sýning í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. 17 - 18 - 24 - 30. apríl kl 20.00 alla daga ÞRJÁR SÍÐUSTU SÝNINGAR Á ÁST Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Engisprettur e. Biljana Srbljanovic sýn. fim 17/4 örfá sæti laus, fös. 18/4 uppselt Baðstofan e. Hugleik Dagsson sýn. lau. 18/4 örfá sæti laus síðasta sýning Sólarferð e.Guðmund Steinsson tvær sýningar lau. 19/4 sýn. sun. 20/4 uppselt Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. sun. 20/4 örfá sæti laus Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson sýn. sun. 20/4 uppselt Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. lau. 19/4 örfá sæti laus

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.