Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 2008 23 Arnar Már Friðriksson verður 22 ára í maí. Hann er Reykvíkingur, á þrjú systkini og er næstyngstur. Pabbi hans er sendibílstjóri „í húð og hár“ og mamma hans stuðn- ingsfulltrúi í grunnskóla. Arnar verður stúdent frá náttúrubraut Fjölbrautaskól- ans í Ármúla í maí og segist hafa mikinn áhuga á veðurfræði. Ef músíkbransinn klikkar getur Arnar vel séð sig sem fyrsta manninn til að flytja veðurfrétt- ir í sjónvarpinu í leðurbuxum. Siggi Stormur er uppáhaldsveðurfrétta- maðurinn hans. Arnar segist vera rokkari og semur bæði lög og texta, segist þó sterkari í textagerð- inni. Hann þýddi tvo enska texta yfir á íslensku í Söngkeppni framhalds- skólanna. Í fyrra varð hann í öðru sæti í keppninni á eftir Eyþóri þegar hann söng Bon Jovi-lagið Bed of Roses. Arnar hefur verið í bandinu Grand Solution sem leit aðallega á sig sem uppeldisstöð og spilaði aldrei opinberlega. Bandið kom þó einu lagi inn hjá tonlist.is. trúa takast á maður fór að hafa vit þá hlustaði maður bæði á Sir Jon Bon Jovi og Bítlana ásamt því að dást að ein- stakri og flottri rödd Rods Stew- art. Mín helsta fyrirmynd er... „Ian Gillan úr Deep Purple. Hann er svaðalegur söngvari. Ég heyri mik- inn Eyþór í honum og það finnst mér töff, blautt og brenglað.“ Það rokkaðasta sem ég hef gert er... „tvímælalaust þegar ég tók „stagedive“ út í salinn á söng- keppnisballinu um síðustu helgi er ég tók Highway to Hell.“ Þrjár bestu hljómsveitir í heimi eru... „Bítlarnir, Deep Purple og Queen.“ Besta íslenska hljómsveitin í dag er tvímælalaust... „Það er ekki hægt að nefna eina hljómsveit en ég bíð spenntur eftir að heyra nýtt stöff frá Ný dönsk og Naglbítun- um, bara til að hafa það á hreinu. Sigur Rós eru magnaðir en Brain Police finnst mér klikkuð og Jenni er bara brenglaður söngvari. Svo má benda hér á að ég hlakka til að heyra plötu frá strákunum í hljómsveitinni Perlu, sem mér finnst vera ein af bestu nýju hljóm- sveitunum á landinu.“ Ef ég mætti syngja dúett með hverjum sem er, lífs eða liðnum, syngi ég með... „Ian Gillan. Maður hefði getað hætt eftir það og bara einbeitt sér að öðru í lífinu því lífið væri fullkomnað.“ Þótt mér væri borgað fyrir það færi ég aldrei á tónleika með... „Sean Kingston.“ Ef ég vinn... „þá er það svaka töff því Eyþór er svaðalegur og það er heiður að vera í úrslitaþættinum með stráknum.“ Ef ég tapa... „Ég veit ekki hvernig maður getur verið einhver tapari því annaðhvort er Bubbi að leita að mér eða Eyþóri til að syngja í band- inu sínu og ef ekki ég þá gerir maður bara sitt stöff. Það er ekki flóknara en það.“ Leikarinn og hjartaknúsarinn Rob Lowe hefur verið kærður fyrir kynferðislega áreitni af fyrrverandi barnfóstru sinni, Jessica Gibson. Hún segir að Lowe hafi sýnt henni getnaðarlim sinn og snert hana á óviðeigandi hátt. Gibson, sem er 24 ára, starfaði fyrir Lowe og eiginkonu hans Sheryl í sjö ár. Samkvæmt ákærunni stóð áreitnin yfir á árunum 2005 til 2008. Lowe, sem vísar ásökununum á bug, sagði í síðustu viku að Gibson hefði heimtað rúmar hundrað milljónir króna frá þeim hjónum ellegar myndi hún segja fjölmiðlum frá hinni meintu áreitni. Lowe sagði að ásakanir Gibson væru „tilraun til að skaða og gera lítið, ekki bara úr mér og eiginkonu minni, heldur einnig úr tveimur ungum sonum okkar“. Gibson segir einnig að Sheryl hafi áreitt hana kynferðislega með því að ganga um heimilið nakin, nota klámfengið orðalag og ræða við hana um kynlíf þeirra hjóna. Í yfirlýsingu frá lögfræðingi Lowe segir að ásakanirnar séu ekki á rökum reistar og að ósam- ræmi hafi verið í málflutningi barnfóstrunnar. Barnfóstra kærir Rob Lowe ROB LOWE Leikarinn Rob Lowe hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. Sex ný lög með hljómsveitinni The Foxboro Hot Tubs, sem er í raun rokksveitin Green Day, eru nú fáan- leg gegn gjaldi á heimasíðunni Fox- borohottubsdownload.com. Lögin eru tekin af væntanlegri EP-plötu sveitarinnar, Stop Drop and Roll!!! Upphaflega var talið að The Foxboro Hot Tubs væri hliðar- verkefni meðlima Green Day en í raun og veru er um dulnefni að ræða. Að sögn forsprakkans Billie Joe Armstrong er nafnið fengið frá stað skammt frá æskuslóðum hans „þar sem við smygluðum áfengi og stelpum inn á næturnar“. Talið er að Stop Drop and Roll!!! komi út á vinyl og geisladiski í næsta mán- uði. Rúm fjögur ár eru liðin síðan síð- asta plata Green Day, American Idiot, kom út við miklar vinsældir. Á meðal vinsælustu laga sveitar- innar eru Welcome to Paradise, Basket Case, When I Come Around og Good Riddance (Time of Your Life). Lög undir dulnefni GREEN DAY Hljómsveitin Green Day hefur gefið út sex lög undir dulnefninu The Foxboro Hot Tubs. umboðsskrifstofa EINNIG ERU Á SKRÁ FJÖLMARGIR AÐRIR LISTAMENN FYRIR BÓKANIR OG FYRIRSPURNIR SÍMI 898-1010 // RIGG@SIMNET.IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.