Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 2008 — 103. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA VEIÐI VINNUVÉLAR O.FL. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður og eigandi gydja.is, fór í stórskemmtilega ferð til Egypta- lands yfir jól og áramót þar sem hún upplifði óvenjulega hluti ásamt fjölskyldu sinni. Sigrún Lilja tók strax eftir því að mikill menningar- legur munur er á Egyptalandi og þeim löndum Evr- ópu sem hún hefur heimsótt. Hún og fjölskylda henn- ar voru í Hurghada í Egyptalandi á hóteli sem heitir Marriott. Þaðan fóru þau í skoðanaferðir til Luxor, Dals konungana og sáu Pýramídana. Einnig fóru þau í stutta siglingu um ána Níl og til Kaíró. „Það var mjög sérstakt að kmen i vorum í rólegheitum að pakka niður og ætluðum að mæta upp á flugvöll tveimur tímum fyrir brottför, eins og venjan er. En þá fréttum við að það þyrfti lág- mark 3-4 tíma uppá flugvelli til að eiga möguleika á því að ná vélinni. Það fór allt í kerfi og við þutum upp á flugvöll og þá tók á móti okkur heldur betur skrítin sjón. Fólk var að troðast hvert ofan á öðru til að reyna að komast inn á flugvöllinn og í gegnum eitt öryggis- hlið sem var fyrir allt þetta fólk. Þegar inn á flugvöll- inn var komið hélt þetta áfram í gegnum hann allan alveg að hliðinu. Flugvöllurinn var allt f springa Við sá Öðruvísi líf í Egyptalandi Mikill hamagangur var á flugvellinum á heimleiðinni sem endaði þó vel. SPARAKSTUR Með réttu aksturslagi má spara nokkrar krónur sem annars hefðu farið í bensín. Auk þess verður mengunin minni. BÍLAR 2 BÍÓ Á SNERTISKJÁBreytingar á Boeing 757 farþegavélum Icelandair standa nú yfir en í vél-arnar er verið að setja ný sæti og afþreyingarkerfi. FERÐIR 4 FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN ÍSLENSKUR IÐNAÐUR Tækninýjungar og verðug verkefni Sérblað um íslenskan iðnað FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Erum að stimpla okkur inn upp á nýtt Félagsstofnun stúdenta er 40 ára. TÍMAMÓT 18 íslenskur iðnaður MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2008SIGRÚN LILJA GUÐJÓNSDÓTTIR Furðuleg lífsreynsla á flugvelli í Hurghada ferðir bílar heimili veiði Í MIÐJU BLAÐSINS SJÁVARÚTVEGUR Ódýrt jurtafóður í fiskeldi getur stuðlað að því að þorskeldi verði stór atvinnuvegur hér á landi. Þetta er mat Helga Thorarensen, prófessors við Háskólann á Hólum, sem rannsak- ar algengar fóðurplöntur til að leysa fiskimjöl af hólmi sem fóður í fiskeldi. Markvissar tilraunir hafa staðið yfir hér á landi síðastliðin fimm ár við að nota prótín úr jurtarík- inu í fiskeldi. Það er eini augljósi kosturinn í stað fiskimjöls að mati Helga. Fiskimjöl er í dag um 60 prósent af rekstrarkostnaði í fiskeldi. - rh / sjá Íslenskan iðnað í miðju blaðsins Framtíð þorskeldis: Þorskurinn fái jurtafóður 30.000 blaðberar komnir til landsins Velkomin á Íslandsmót iðngreina í anddyri gömlu Laugardalshallarinnar föstudaginn 18. og laugardaginn 19. apríl kl. 9-18 h t tp :// is landsmot . sk i l l s i ce land . i s UMM er glænýr heilsubiti úr spennandi hráefni KRUMMI BJÖRGVINSSON Hyggst stofna útgáfufyrir- tæki með föður sínum Syrgir ekki nafnið Krummi Records FÓLK 30 Akureyri! og Reykjavík! Meðlimir hinnar nýstofnuðu sveitar Akureyri! vonast til að geta spilað á tónleikum með þekktari kollegum sínum í Reykjavík! innan skamms. FÓLK 24 Eiga Bítlana sameiginlega Síðustu keppendurnir í Band- inu hans Bubba eru sammála um að Bítlarnir teljist til þriggja bestu hljóm- sveita heims. FÓLK 22 KÖRFUBOLTI Það má búast við mikl- um látum innan vallar sem utan í kvöld þegar Keflavík og ÍR mæt- ast í oddaleik í undanúrslitum Ice- land Express-deildar karla. Leikið verður í Sláturhúsinu í Keflavík. Lykilmaður ÍR-inga, Hreggvið- ur Magnússon, hefur látið Gunnar Einarsson leika sig grátt í síðustu tveimur leikjum, en hann er þrátt fyrir það ekki af baki dottinn. „Við verðum að bíta frá okkur og láta hart mæta hörðu. Ég mun svara fyrir mig í þessum oddaleik og ætla mér að sigra. Ég lofa sigri enda er ÍR-blaðran ekki sprung- in,“ sagði Hreggviður Magnússon kokhraustur. - hbg / sjá síðu 26 Oddaleikur Keflavíkur og ÍR: Hreggviður lofar ÍR-sigri HREGGVIÐUR MAGNÚSSON Alls óhrædd- ur við að gefa yfirlýsingar sem fyrr. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÝ SUNDLAUG Á HOFSÓSI Forsetahjónin tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri sundlaug á Hofsósi í opinberri heimsókn sinni í Skagafirði í gær. Hér sjást þau með athafnakonunum sem standa að byggingu laugarinnar. Frá vinstri eru Lilja Pálmadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt og Steinunn Jónsdóttir. Lilja og Steinunn gefa íbúum Hofsóss sundlaugina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 8 7 8 7 9 MILT Í VEÐRI Í dag verða suð- austan 8-15 m/s suðvestan til, annars hægari breytileg átt. Víðast hálfskýjað eða léttskýjað og þurrt. Hiti yfirleitt 5-10 stig. VEÐUR 4 Sænskur meistari Guðmundur Stephensen vann alla leiki sína í úrslitakeppninni þegar Eslövs varð sænskur meistari í borðtennis. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG STRÆTÓ „Um daginn stóðum við eldri konu að verki með þrjú fölsuð tímabilakort. Einnig höfum við heyrt af því að skólabörnum sé boðið fölsuð kort til sölu. Hingað til höfum við tekið kortin af þeim sem gerast brotlegir en það er vel hugsanlegt að það komi til þess að þetta fólk verði kært til lögreglu,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Fölsuð strætókort og önnur fargjaldasvindl kosta fyrirtækið um það bil 60 til 100 milljónir króna á ári, að mati Reynis. Mest er um að afsláttarkort, svokölluð tímabilakort, séu fölsuð og einnig er nokkuð um að fríkort fyrir nemendur á framhalds- og háskólastigi séu notuð af þeim sem ekki hafa til þess heimild. Til þess að bregðast við þessum vanda hefur Strætó bs. síðan í september haft einn starfsmann í fullu starfi og tvo í hlutastarfi við sérstök eftirlits- störf. Eftirlitsmennirnir eru merktir og eiga heimtingu á að fá að rannsaka kort farþega á öllum tímum. Vonast forsvarsmenn Strætó til þess að vitneskj- an um að eftirlitsmaður geti hvenær sem er komið inn í vagninn og skoðað kort farþega letji fólk til að nota fölsuð kort. - kg Strætó með þrjá starfsmenn til að sporna við tugmilljóna svindli á ári hverju: Strætósvindlarar á öllum aldri ORKUMÁL Reykjavík Energy Invest, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykja- víkur, mun hætta við verkefni í Afríkuríkinu Djíbútí bregðist fjár- mögnun alþjóðlegra fjármála- stofnana vegna hagkvæmnis- athugunar á nýtingu jarðvarma í landinu. Skuldbinding REI vegna verkefnisins er um 300 milljónir króna. Komi til byggingar fyrir- hugaðrar jarðvarmavirkjunar í Djíbútí mun REI ekki standa straum af kostnaði við bygging- una. Kjartan Magnússon, stjórnar- formaður OR og REI, segir að áhugi IFC, fjármögnunarsjóðs Alþjóðabankans, og EIB, Evrópska fjárfestingabankans, sé mikill fyrir samstarfi að jarðhitaverk- efnum í Djíbútí en sjálfhætt sé ef bankarnir leggja ekki til fé til að halda áfram með þau verkefni sem þar eru komin á góðan rekspöl. „Forsendan fyrir verkefninu er að þessir sjóðir taki bróðurpartinn af kostnaðinum.“ Kjartan segir að svar frá bönk- unum tveim sé væntanlegt innan fárra vikna. Hagkvæmnisathug- unin gæti hafist í lok ársins gangi fjármögnun hennar eftir. Gengið hefur verið frá sam- komulagi milli REI og ríkisstjórnar Djíbútí um gerð ítarlegrar hag- kvæmnisathugunar á nýtingu jarð- hita í landinu og áætlað er að fjár- magna hana með fé frá nefndum bönkum. Skuldbinding REI er um 300 milljónir króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Heildar- kostnaður er allt að 1,5 milljarðar króna. Kostnaður við fyrirhugaða jarð- varmavirkjun í Djíbútí er um 26 milljarðar króna miðað við 100 megavatta virkjun. REI mun ekki standa straum af þeim kostnaði, að sögn Kjartans. „Ef verkefnið nær svo langt þá yrði að leita að áhuga- sömum fjárfestum.“ - shá REI hættir við án að- komu erlendra banka Reykjavík Energy Invest mun hætta við fyrirhuguð jarðhitaverkefni í Afríku fá- ist ekki fé frá erlendum bönkum. Skuldbinding REI er um 300 milljónir króna. Fyrirtækið mun ekki setja fjármagn í að reisa jarðhitavirkjun í Djíbútí.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.