Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 2008 ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Nýtt framhaldsskólafrumvarp á að draga úr miðstýringu og auka val fram- haldsskóla og nemanda. háskólarnir vilja. Við eigum því eftir að finna fyrir breytingum í þá veru sem Þorsteinn er að tala um, það er að segja minnka mið- stýringu og auka valfrelsi.“ PISA-könnun sem blaut tuska Niðurstöður PISA-könnunarinnar árið 2006 um færni 9. og 10. bekk- inga í stærðfræði, náttúrufræði og lesskilningi voru Íslendingum óneitanlega vonbrigði. Könnunin var gerð í 57 löndum og reyndist Ísland miðlungsþjóð hvað árang- ur varðar en efstir þegar kemur að fjárútlátum í málaflokkinn. Efnahags- og framfarastofnunin OECD gagnrýndi yfirvöld í kjölfar- ið og og var bent á að þessi árangur gæti ekki talist ásættanlegur miðað við að Ísland eyddi meira fjár- magni en nokkur önnur þjóð innan OECD á hvern nemanda. Ísland tók þátt í samskonar könn- un árið 2001 og sýndu niðurstöð- urnar árið 2006 að nemendum hafði hrakað á tímabilinu í öllum grein- unum. Þó minnst í stærðfræði en mest í lesskilningi. Hvernig vil ráðherrann bregðast við þessu? „Það er erfitt að til- greina eina ástæðu fyrir þessu,“ segir hún. „Ég sendi bréf til Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambandsins, Heimilis og skóla og fleiri þar sem ég leitaði svara við því hvað hægt er að gera til úrbótar og svörin eru að berast um þessar mundir og viðbrögð okkar munu taka mið af þeim.“ Bóndasonur verður bankastjóri Guðbjartur segir PISA-könnunina stórlega ofmetna. „Við megum ekki gleyma þeim mikilvægum kostum sem fylgja íslensku skólakerfi,“ segir hann. „Til dæmis hefur verið bent á það að einn af styrkleikum þess sé frjálsræðið og síðan atvinnuþátttaka nemenda. Til dæmis eru flestir Íslendingar sem klára sitt mastersnám um 26 eða 29 ára orðnir reyndir þátttakendur í atvinnulífinu meðan víða erlendis er þessi hópur að stíga sín fyrstu skref þar. Annar styrkleiki okkar er sá að við höfum stéttlausan skóla svo það eru engar hindranir í því að fólk sem hafi burði til að ná hátt í atvinnulífinu geri það sama hver bakgrunnur þess er. Hér er til dæmis ekkert því til fyrirstöðu að bóndasonur verði bankastjóri en víða erlendis er það óhugsandi. Við eigum að halda í þá kosti sem fylgja okkar kerfi.“ VISSIR ÞÚ AÐ... ■ fjöldi brottfallsnema árið 2003 var 4.100 ■ það er um 19 prósent nemenda, en sumir þeirra gerðu aðeins hlé á námi sínu ■ árið 2006 voru fleiri stúlkur á við- skipta- og hagfræðibraut en drengir ■ að árið 2006 var Iðnskólinn í Reykjavík eini framhaldsskólinn með yfir 2.000 nemendur HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS UM MENNTUN „Menntun er að tileinka sér nýjan fróðleik og nýja færni eða að læra að nota eldri færni á nýja vegu.“ Ólafur Grétar Gunnarsson, fjöl- skylduráðgjafi hjá ÓB ráðgjöf. „Við eigum að vera alveg óhrædd við það að vinna með styrkleikana í stað þess að vera alltaf að styrkja veikleikana.“ Inga Dóra Sigfúsdóttir, forseti kennslufræði- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík. „Við megum ekki gleyma þeim mikilvægu kostum sem fylgja íslensku skólakerfi.“ Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.