Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 6
6 16. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR SKAGAFJÖRÐUR Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, lagði í setningarávarpi sínu á málþingi við Háskólann á Hólum í gær áherslu á að fram- boð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna væri Íslendingum prófraun á alþjóðlegum vett- vangi. Hann sagði að Íslendingar væru undir smásjá heimsins, spurningin væri hvað þeir hefðu fram að færa og hvernig samfélag þjóða gæti nýtt þekkingu og reynslu Íslendinga. Ávarpið var hluti af dagskrá opinberrar heim- sóknar forsetahjónanna í Skagafjörð. Í ávarpi sínu benti forsetinn á að viðfangsefni Öryggisráðsins yrðu flóknari á næstu árum með þeim afleiðingum sem „umturnun náttúrunnar” gæti haft í för með sér. Loftslagsbreytingarnar gætu orðið „risavaxin“ ástæða fyrir átökum, upplausn ríkja og sífellt fleiri flóttamönnum í heiminum. Spurningin væri því hvernig samfélag þjóða gæti nýtt sér þekkingu og reynslu Íslendinga. „Við þurfum að sýna öðrum þjóðum að við erum verðug þess trausts sem við sækjumst eftir,“ sagði hann. Forsetahjónin tóku skóflustungu að nýrri sund- laug á Hofsósi ásamt athafnakonunum Lilju Pálma- dóttur og Steinunni Jónsdóttur, en sundlaugin er gjöf þeirra til íbúa á Hofsósi. Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff heim- sóttu meðal annars skólana á Hólum og á Hofsósi og ræddu við nemendur. Skólakrakkarnir spurðu margra spurninga, meðal annars hvort forsetinn ætti dýr. Hann svaraði neitandi og þá kallaði Dorrit inn í að það væri mjög leiðinlegt og myndi breyt- ast fljótlega. Hún vildi helst hunda, hænur og kýr. „Hænur og hunda, það má skoða það,“ svaraði for- setinn. Þá afhenti Lovísa Helga í 5. bekk forseta- hjónunum mynd sem hún hafði teiknað af þeim. Opinberri heimsókn forsetahjónanna lauk í gær- kvöld. ghs@frettabladid Íslendingar eru undir smásjá alls heimsins Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ræddi framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á málþingi Háskólans á Hólum í gær. ÍS L E N S K A S IA .I S J A A 4 14 62 0 3/ 08 Af hverju þarft þú ekki að leggja allt á minnið? er svariðjá 118 ja.is Símaskráin A T A R N A – K M I / F ÍT Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is blettakerfi 8 kg. 15 mín. hraðkerfi 60 mín. kraftþvottakerfi Snertihnappar A+ LÖGREGLUMÁL Stefán Eiríksson, lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir starf lögreglunnar í Kópavogi hafa eflst mikið við breytingarnar sem urðu á lögreglunni um áramót- in 2006/2007, þegar lögregluemb- ættin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð í eitt stórt embætti. Jafn- framt segir Stefán að betra sé að hafa lögreglumenn úti við störf en inni á stöð. Haft var eftir Gunnari í Frétta- blaðinu í gær að þjónusta við íbúa í Kópavogi hefði verið skert með breytingunni og lögreglan væri ekki eins sýnileg og áður í bænum. Í bréfi sem Stefán sendi Páli Magnússyni, bæjarritara Kópa- vogs, í lok janúar á þessu ári kemur fram að það sé mat lögreglunnar að það sé betra „að nýta lögreglumenn til eftirlits og frumkvæðisvinnu úti við í bæjarfélaginu fremur en að festa einn varðstjóra á nóttunni inni á lögreglustöðinni í Kópavogi“. Gunnar hefur gagnrýnt það harð- lega að þjónusta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið skert, meðal annars með því að lög- reglustöðin sé nú lokuð utan venju- bundins skrifstofutíma. Stefán segir í fyrrnefndu bréfi að tryggt sé að allir þeir sem koma á lögreglustöðina að næturlagi fái fljóta og góða afgreiðslu, því þar er búnaður sem tryggir beint samband við fjarskiptamiðstöð lögreglu. Stefán segir einnig í bréfinu að hverfis- og rannsóknarlögreglu- mönnum hafi verið fjölgað í Kópa- vogi frá því breytingarnar tóku gildi, og löggæsla almennt efld. - mh Lögreglan í Kópavogi hefur verið stórlega efld, segir lögreglustjóri: Betra að hafa lögregluna úti FRÁ KÓPAVOGI Lögreglan er sýnileg í Kópavogi, segir lögreglustjórinn á höfuð- borgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hefur efnahagsástandið áhrif á áætlanir þínar um sumarleyfi? Já 55,6% Nei 44,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú Íbúðalánasjóð vera hluta af íslenska velferðarkerf- inu? Segðu skoðun þína á vísir.is SKÓFLUSTUNGA TEKIN Forsetahjónin tóku skóflustungu að nýrri sundlaug á Hofsósi í gær. Bæjarbúar fylgdust spenntir með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÖFÐINGLEGAR MÓTTÖKUR Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, eiginkona hans, heilsuðu upp á ungu kynslóðina á Hofsósi í gær. Ólafur og Dorrit sátu síðan fyrir svörum hjá nemendum grunnskólans á Hofsósi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Ríkisendurskoðun gagnrýnir enn einu sinni misbresti á framkvæmd fjárlaga og virðing- arleysi fyrir bindandi fyrirmælum þeirra sem birtist bæði í halla- rekstri og ónýttum fjárheimildum fjölmargra stofnana. Kemur þetta fram í skýrslu stofnunarinnar um framkvæmd fjárlaga árið 2007 og ársáætlanir 2008. Er sérstaklega minnt á ábyrgð ráðuneyta í þessu efni og bent á nauðsyn þess að hún verði gerð skýrari í lögum og reglum. Vekur stofnunin athygli á mis- ræmi í ákvörðunum fjárveitinga- valdsins og framkvæmdarvaldsins. Misræmið felst í því að fjár- veitingavaldið ákvarði umfang opinberrar þjónustu með fjárlög- um hvers árs en forstöðumenn og ráðuneyti taki sér síðan iðulega vald til að auka umfang hennar umfram lögbundnar heimildir. Reglugerð kveður á um að fari útgjöld fram yfir fjögur prósent af fjárheimildum skuli meta hvort áminna eigi forstöðumenn. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri var um fjórðungur fjárlagaliða með halla í árslok síðasta árs. Nam hall- inn í heild 5,8 milljörðum króna og jókst hann um 2,4 milljarða frá árinu 2006. Á sama tíma námu upp- safnaðar ónýttar heimildir alls 21,2 milljörðum króna og jukust þær um 1,2 milljarða frá árinu 2006. Ríkisendurskoðun segir þó skil stofnana á ársáætlunum hafa batnað verulega. - ovd Ríkisendurskoðun gagnrýnir misbresti á framkvæmd fjárlaga harðlega: Staðan algjörlega ólíðandi SKÝRSLUR RÍKISENDURSKOÐUNAR Ríkisendurskoðun hefur undanfarna tvo áratugi ítrekað bent á ýmsa misbresti á framkvæmd fjárlaga og almennt agaleysi. TÆKNI Tölvuþrjótur hefur dreift kóða að tölvuleiknum Eve-Online á svokölluðum torrent-síðum á netinu. Í kjölfarið spunnust miklar umræður um öryggiskerfi tölvuleiksins. Í samtali við vísi.is í gær sagði Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP sem gefur út leikinn, þrjótinn þó ekki hafa neitt í höndunum. Sagði hann stóran hluta leiksins vera skrifaðan í svokölluðu forskrift- armáli sem auðvelt sé að breyta í það sem umræddur aðili hafi. Hann geti því lítið annað gert með upplýsingarnar en séð hvernig leikurinn virkar. - ovd Engin öryggishætta í EVE: Getur skoðað virkni leiksins KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.