Fréttablaðið - 16.04.2008, Qupperneq 38
30 16. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
GAMLA MYNDIN
LÁRÉTT
2. blað 6. tveir eins 8. dvelja 9. spíra
11. tveir eins 12. ríki í Suður-Asíu 14.
krydd 16. hróp 17. angra 18. niður 20.
berist til 21. nabbi.
LÓÐRÉTT
1. himna 3. tvíhljóði 4. nýfætt lamb 5.
iðn 7. geðsjúkrahús 10. spendýr 13.
herma 15. þekkja leið 16. rjúka 19.
tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. lauf, 6. kk, 8. una, 9. ála,
11. gg, 12. nepal, 14. pipar, 16. óp, 17.
ama, 18. suð, 20. bt, 21. arða.
LÓÐRÉTT: 1. skán, 3. au, 4. unglamb,
5. fag, 7. kleppur, 10. api, 13. apa, 15.
rata, 16. ósa, 19. ðð.
VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Þrettán.
2 Silvio Berlusconi.
3 Páll Óskar Hjálmtýsson.
Ný samgöngumiðstöð mun rísa í Vatnsmýrinni
norðan við Loftleiðahótelið. Fyrsti áfangi miðstöðvar-
innar verður tekinn í notkun á næsta ári, en mann-
virkið verður fullbúið árið 2010. Mest aðkallandi
spurningin í þessu máli er auðvitað sú hvort Bjarni
„Snæðingur“ Alfreðsson muni halda áfram að
bjóða upp á kjamma og kók á nýja staðnum
eins og hann gerir nú í gömlu „samgöngu-
miðstöðinni“ í BSÍ.
„Ég hef ekki tryggt mér pláss, en ég ætla
rétt að vona að það verði tekið tillit til mín,“
segir Bjarni. „Mér fyndist það eðlilegast að
við værum í forgangi enda erum við búin
að bjóða upp á þessa þjónustu í þrjá
áratugi. Ég hef gefið mig út fyrir að
vera verndari sviðakjammans í
Vatnsmýrinni og hef staðið mig
þokkalega, held ég. Við höfum verið
að reyna að selja þennan gamla
íslenska heimilismat sem aðrir eru
ekki með, enda lítið prófitt í þessu.
Við erum að halda í hefðina og þetta er
orðið heimsfrægt, þökk sé Mýrinni.
Útlendingum finnst mikið sport að smakka
þetta.“
Það er séríslensk gamaldags stemning á BSÍ,
stemning sem er hverfandi á tuttugustu og fyrstu
öldinni. „Hér ríkir góður andi,“ segir Bjarni. „Á BSÍ
getur þú fengið að vera þú sjálfur. Ég er pínu
hræddur um að þessi kúltúr verði eyðilagður
og ekki til staðar í nýju samgöngumiðstöðinni.
Að það verði stíliseraður staður með eintómu
McDonalds og Kaffitári – að þetta verði
hálfgerð Kringla. Ég vona samt ekki.“
Gamla umferðarmiðstöðin stendur á reit sem
ætlaður er Hátæknisjúkrahúsinu og því er bara
tímaspursmál hvenær hið sögufræga hús
verður rifið, með lúgunni og öllu saman.
Sviðakjamminn á þó framtíðina fyrir sér,
þökk sé verndara hans – „Kjamminn er
mín köllun og hann mun lifa áfram hvert
í fjandanum sem ég verð að flýja með
hann,“ segir Bjarni. Spurning hvert
Erlendur Sveinsson þarf að sækja
kjammann sinn í næstu mynd. Kannski
í nýju fínu samgöngumiðstöðina?
Verður lúga þar? - glh
Vonar að kjamminn lifi
Rokkarinn Krummi hefur í hyggju
að stofna útgáfufyrirtæki með
hjálp föður síns, Björgvins Hall-
dórssonar. „Þetta hefur verið
draumur ótrúlega lengi og er eitt-
hvað sem ég gæti séð fyrir mér að
gera með músíkinni þegar maður
eldist,“ segir Krummi. „Þetta er
eitthvað sem maður er að prófa og
kallinn ætlar að hjálpa manni. Við
ætlum að gera þetta saman og
síðan sjáum við til hvað gerist.“
Fyrirtækið, sem hefur ekki
fengið nafn, verður líklega stofn-
að um svipað leyti og fyrsta plata
hljómsveitarinnar Esju kemur út,
en hún skartar Krumma og vini
hans Daníel Ágústi Haraldssyni.
Hljóðblöndun á henni stendur nú
yfir í heimahljóðverinu Tónaljós
sem Björgvin hefur komið á lagg-
irnar við hliðina á Hljóðrita í
Hafnarfirði. „Við ætlum að taka
tíma í þetta og gera vel og ákveða
svo tímann,“ segir Krummi um
útgáfudaginn.
Ljóst er að nýja fyrirtækið mun
ekki heita Krummi Records, eins
og kannski hefði legið beinast við,
því annað útgáfufyrirtæki með
því nafni var nýlega stofnað. Nýj-
asta verkefni þess er útgáfa ann-
arrar plötu rokksveitarinnar
Lights on the Highway.
„Ég ætlaði aldrei að skíra mitt
fyrirtæki Krummi Records,“ segir
Krummi og er síður en svo svekkt-
ur yfir nafngiftinni. „Ég á ekki
þetta nafn og þeir gera bara það
sem þeir vilja.“ -fb
Krummi og Björgvin stofna plötufyrirtæki
KJAMMI OG KÓK Bjarni „Snæðingur“
vonar að séríslensk matarhefð fái inni
í nýju samgöngumiðstöðinni.
KRUMMI Rokkarinn
Krummi ætlar að láta
drauminn rætast og
stofna útgáfu-
fyrirtæki.
BJÖRGVIN
HALLDÓRS-
SON Björgvin
ætlar að vera
syni sínum
til halds og
trausts við
stofnun fyrir-
tækisins.
„Þetta verða tónleikar ársins á
landsvísu ef allt gengur upp,“ segir
Kristín Jóhannsdóttir, menningar-
fulltrúi Vestmannaeyja, um stór-
tónleika sem halda á í gíg Eldfells í
sumar.
Mikil leynd hvílir enn yfir því
hver stígur á stokk í Eldfelli á tón-
leikununum sem öðrum þræði eru
haldnir í tengslum við hátíðarhöld í
tilefni þess að 3. júlí verða liðin 35
ár frá lokum Vestmannaeyja gossins
1973. Heimildir Fréttablaðsins
herma þó að unnið sé að því að það
verði Björk Guðmundsdóttir.
„Þetta er á svo viðkæmu stigi að
ég get ekki sagt hvaða tónleikar
þetta verða og hvenær,“ segir
Kristín.
Í desember í fyrra fengu Eyja-
menn 700 þúsund króna styrk frá
Menningarráði Suðurlands vegna
„stórtónleika Sigur Rósar í gíg Eld-
fells“ eins og segir á heimasíðu
Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.
Kári Sturluson, umboðsmaður
hljómsveitarinnar, segir hana þó
ekki muni taka þátt í þessum
viðburði.
„Ég held að það hafi verið rætt
um þetta við einn af strákunum, en
þeir eru uppteknir við annað í
sumar svo þetta er því miður bara
óskhyggja hvað Sigur Rós varðar,“
segir Kári. Nú er hugmyndin að
Björk leysi Sigur Rós af en allt er á
huldu hvort af geti orðið enda er
dagskrá söngkonunnar fastmótuð
langt fram í tímann.
Tónleikarnir í Eldfelli verði þeir
fyrstu sem haldnir hafi verið þar í
gígnum. Kristín segir að ef allt fari
að óskum verði um heimsviðburð
að ræða.
„Við sjáum fram á að þetta geti
orðið mjög skemmtilegt. Við erum
búin að vera að mæla upp og skoða
hvar áhorfendur eiga að vera og
hvar tónleikarnir sjálfir verða. Það
er dálítið verkfræðilegt dæmi
hvernig á að flytja fólk á milli því
þetta er ekki hugsað bara fyrir
heimamenn heldur í stærra sam-
hengi,“ segir Kristín, sem eins og
fyrr segir vill ekki að svo stöddu
ljóstra upp nafni þess sem koma á
fram:
„Mér finnst leiðinlegt að vera að
segja eitthvað ef ég get svo ekki
staðið við það ef ekki fæst sá pen-
ingur sem vantar. Það er líka gagn-
vart listamanninum sem þetta var
ákveðið.“ gar@frettabladid.is
KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR: STÓRTÓNLEIKAR Í VESTMANNAEYJUM Í SUMAR
Vilja að Björk syngi í gíg
Eldfells í Vestmannaeyjum
SIGUR RÓS Vestmannaeyjabær fékk 700
þúsund króna styrk til að halda tónleika
með Sigur Rós í Eldfelli en umboðs-
maðurinn segir það óskhyggju.
BJÖRK Hleypur í skarðið fyrir Sigur Rós.
Fjölmiðlamógúllinn
og fyrrverandi
umboðsmað-
ur íslenska
hestsins,
Jónas R. Jóns-
son, hefur snúið
aftur á Stöð 2
eftir nokk-
urra ára
fjarveru.
Síðast stjórnaði hann þar þættin-
um Viltu vinna milljón? en í þetta
sinn verður hann á bak við tjöldin
sem ráðgjafi fyrir Ísland í dag. Áhorf
á þáttinn hefur verið nokkuð undir
væntingum en með tilkomu hins
reynda Jónasar vonast forsvars-
menn Stöðvar 2 til að breyting
verði þar á til batnaðar.
Magni Ásgeirsson prýðir forsíðu
bandaríska nettímaritsins Artist
Launch sem kemur út í maí. Um
ókeypis tímarit er að ræða sem
einbeitir sér að tónlistar-
mönnum sem eru nýir
af nálinni og þykja eiga
framtíðina fyrir sér.
Magni hefur þó fyrir
löngu sannað sig
hérlendis sem
einn færasti
poppari landsins,
sem sést best
á því að hann
er tilnefndur til
fernra Hlustenda-
verðlauna FM
sem verða afhent í
byrjun maí.
Birgir Örn Steinarsson, fráfarandi
ritstjóri tónlistartímaritsins Monitors,
mun taka við starfi Atla Fannars
Bjarkasonar hjá dagblaðinu 24
stundum sem umsjónarmaður
innblaðsdeildarinnar. Þar
með munu þeir félagar
eiga algjör sætaskipti því
ekki er langt síðan
Atli Fannar tók
við ritstjóra-
starfi Monitors
af Birgi Erni.
- fb
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Ég er með knattspyrnumanna-
klippingu eins og hún var kölluð
þá. Þetta var tískan. Ég lék blak
með Þrótti á þessum tíma, og ef
ég man rétt urðum við Íslands-
meistarar. Ég var reyndar líka
í körfubolta með Haukum, það
var mikið íþróttabrölt á manni.“
Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamað-
ur og alþingismaður.
Myndin er tekin í júní 1982.
Vor í Kaupmannahöfn!
Come2 Scandinavia er með tvær íbúðir í miðborg Kaup-
mannahafnar. Einungis 15mín gangur að Ráðhústorgi.
Þetta er frábær og ódýr lausn fyrir hópa og fjölskyldur
sem vilja hafa það gott yfir helgi eða viku í Köben.
Erum einnig með góð verð á bílaleigubílum.
Nánari upplýsingar á www.come2scandinavia.com
Sími: +45 3325 6425 • Netfang: info@come2scandinavia.com