Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 2008 15 KOSOVO Stjórn hins nýstofnaða Kosovoríkis hefur engan áhuga á að láta rannsaka ásakanir um að Kosovo-Albanir hafi árið 1999 drepið hóp ungra Serba til að selja úr þeim líffæri. Ríkisstjórn Serbíu hyggst hins vegar fara formlega fram á það að stríðsglæpadómstóll í Haag hefji rannsókn á málinu. Carla del Ponte, fyrrverandi aðalsaksóknari stríðsglæpadómstóls í Haag, segir í nýrri bók sinni frá því að dómstólnum hafi borist upplýsingar um að sumarið 1999, undir lok Kosovostríðsins eða jafnvel eftir að því var nýlokið, hafi hópur Serba verið fluttur til Albaníu þar sem læknar hafi fjarlægt líffæri úr einstaklingum úr hópnum. Þetta hafi gerst með vitneskju hátt settra foringja í KLA, Frelsisher Kosovo, en æðsti leiðtogi hans er Hasim Thaci, núverandi forsætisráðherra Kosovo. Del Ponte fór árið 2002 ásamt starfsfólki dóm- stólsins á staðinn, skammt norður af Pristina, höfuðborg Albaníu, þar sem brottnám líffaranna var sagt hafa átt sér stað. Í húsi þar fundust meðal annars leifar af blóði, sprautunálar og vöðvaslökun- arlyf sem oft eru notuð við skurðaðgerðir. Þessi fundur styður ásakanirnar, sem upphaflega bárust frá blaðamönnum og starfsmönnum Samein- uðu þjóðanna, en nægir þó ekki til að sanna neitt. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja ásakanir Cörlu del Ponte svo vel rökstuddar að hefja þurfi rannsókn á málinu hið fyrsta. - gb Kosovostjórn segir ekkert hæft í ásökunum um líffærastuld sumarið 1999: Serbar krefjast rannsóknar FORSÆTISRÁÐHERRA KOSOVO Hasim Thaci er fyrrverandi leið- togi KLA, hersveitanna sem sakaðar eru um líffærasmygl. NORDICPHOTOS/AFP HÖFÐABORG, AP Innan við átján af hundraði þingmanna í heiminum eru konur og hlutfallið er hærra á þjóðþingum margra þróunarlanda en rótgróinna vestrænna lýðræð- isríkja. Þetta kemur fram í úttekt sem lögð var fram á ársþingi Alþjóða þingmannasambandsins í Höfðaborg í Suður-Afríku. Þrír alþingismenn sitja þingið. Í úttektinni kemur fram að hæst er hlutfall þingkvenna á þingi Rúanda, 48 prósent. Næst þar á eftir koma þingin í Svíþjóð, Finnlandi og Argentínu. Banda- ríkjaþing er í 71. sæti með 16 prósent. Þriðjungur fulltrúa á Alþingi Íslendinga eru konur. - aa Alþjóðasamtök þingmanna: Aðeins fimmti hver er kona ÍRAN, AP Reza Zarei, lögreglustjóri í Teheran, höfuðborg Írans, var í síðasta mánuði handtekinn og rekinn eftir að hann var tekinn nakinn í bólinu með sex konum á vændishúsi í borginni. Talsmaður lögregluyfirvalda í Íran, skýrði frá þessu í gær. Málið hefur vakið mikla athygli í Íran, þar sem vændi er ólöglegt og illa séð að tala opinberlega um kynlíf. Stjórnvöld hafa allt fram á síðustu ár ekki viljað viðurkenna að vændi þekkist í landinu, en vændiskonur hafa þó orðið æ meira áberandi síðustu misseri. Lögreglustjórinn fyrrverandi hafði haft umsjón með því að útrýma spillingu og siðleysi í borginni, og meðal annars staðið fyrir handtök- um á ungu fólki sem virti ekki reglur íslamstrúar um klæðaburð eða samskipti kynjanna. - gb Lögreglustjóri rekinn í Íran: Fannst nakinn á vændishúsi LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Hvols velli tók 27 ökumenn fyrir hraðakstur í umdæmi sínu í síðustu viku. Sá sem hraðast ók var á 139 kílómetra hraða og óku sjö ökumenn á yfir 120 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er níutíu kílómetr- ar á klukkustund. Frá áramótum hafa 340 ökumenn verið teknir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Jafngildir það því að rúmlega þrír ökumenn hafi verið teknir fyrir hraðakstur í umdæminu á degi hverjum. Af þeim voru 53 á yfir 120 kílómetra hraða. Sá sem hraðast ók var á 171 kílómetra hraða á klukkustund, sem er tæplega helmingi meiri hraði en leyfilegur er. - ovd 340 teknir frá áramótum: Hraðakstur við Hvolsvöll SIMPLY CLEVER HEKLA Laugavegi 172-174 · Sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is · Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranes · Ísafjörður · Reyðarfjörður · Reykjanesbær · Selfoss SIMBABVE, AP Stjórnarandstaðan í Simbabve segist því aðeins taka þátt í seinni umferð forsetakosn- inga að alþjóðasamfélagið stjórni framkvæmd þeirra. Stjórnarandstaðan boðaði í gær til allsherjarverkfalls um land allt, en lítið varð úr því og margir íbúar í höfuðborginni Harare sögðust ekkert hafa orðið varir við neitt verkfall. Úrslit forsetakosninga, sem haldnar voru fyrir tæpum þremur vikum, hafa enn ekki verið birt opinberlega. Morgan Tsvangirai, helsti leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, segist hafa öruggar heim- ildir fyrir því að hann hafi sigrað í kosningunum. Tregða stjórn- valda til að birta niðurstöðurnar, þykir staðfesta það. Robert Mugabe forseti krefst þess að haldin verði önnur umferð kosninganna. Lögregla og her landsins standa með forsetanum og hafa viðbúnað til að hindra verkfallsaðgerðir. „Tsvangirai er til í að taka þátt í seinni umferð svo fremi sem þró- unarsamtök Suður-Afríku og alþjóðasamfélagið stjórni fram- kvæmd þeirra,“ segir George Sibotshiwe, talsmaður Tsvangira- is. „Kjörstjórnin hefur greinilega enga burði til að halda trúverðug- ar kosningar.“ - gb Stjórnarandstaðan í Simbabve treystir ekki kjörstjórn til að halda kosningar: Lítið varð úr boðuðum verkfallsaðgerðum EKKERT VERKFALL Íbúar í Harare héldu til vinnu sinnar í gær, þrátt fyrir boðaðar verkfallsaðgerðir. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.