Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 18
[ ] Ökukennarinn Grétar H. Guðmundsson sérhæfir sig í kennslu vistaksturs og hefur kennt fjölmörgum bílstjórum vistvænna aksturslag. „Ég varð mér úti um kennara- réttindi í vistakstri hjá Ökukenn- arafélagi Íslands fyrir nokkrum árum. Við erum nokkrir kennar- ar sem höfum leyfi til að kenna undir merkjum eco-driving sem er aðferð sem var þróuð í Finn- landi,“ segir ökukennarinn Grétar Guðmundsson. Grétar hefur kennt bílstjórum margra fyrirtækja vistakstur og þá sérstaklega á landsbyggðinni, en hann er sjálfur búsettur í nágrenni Hellu. „Ég er um þessar mundir að vinna með Land- græðsluna en hef til dæmis kennt bílstjórum hjá Ræktunarsam- bandi Flóa og Skeiða og hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Svo tek ég bílstjóra hjá Guðmundi Tyrf- ingssyni á hverju ári. Hjá Öku- kennarafélaginu höfum við einn- ig kennt bílstjórum hjá Strætó, Hópbílum og Orkuveitu Reykja- víkur svo eitthvað sé nefnt,“ segir Grétar. Kennslan fer þannig fram að nemendur keyra ákveðinn hring sem Grétar vísar þeim á. Síðan fer hann yfir það hvernig hann vill að þeir breyti akstri sínum. Að því loknu keyra þeir sama hring á ný. Grétar er með tölvu í bílnum sem skráir niður meðal- eyðslu, meðalhraða og aksturs- tíma og er að meðaltali um 10 prósenta lækkun á eldsneytis- notkun á milli ferða án þess að menn tapi tíma. Til að ná fram þessum árangri leggur Grétar meðal annars áherslu á að menn haldi jöfnum hraða og nýti hreyfiorkuna í bíln- um betur. Hann segir einnig mik- ilvægt að hafa lengra bil á milli bíla til þess að bíllinn á undan sé ekki að stjórna ferðinni með sínum hraðabreytingum. Hann nefnir einnig að menn þurfi að nýta flæðið í brekkum betur á niðurleið og kennir aðferðir til að eyða litlu á uppleið. „Ég þori að fullyrða að þetta aksturslag eykur umferðarör- yggi og dregur úr viðhaldskostn- aði bíla. Það dregur einnig úr eldsneytisneyslu, sem kemur sér vel nú þegar bensínið hefur hækkað, og er um leið umhverfis- vænna,“ segir Grétar. Grétar segist hafa fundið fyrir auknum áhuga á vistakstri und- anfarna mánuði en á meðan á þenslunni stóð var minna um að fyrirtæki legðu áherslu á að bíl- stjórar þeirra tileinkuðu sér vist- vænt aksturslag. „Nú líta menn á þetta sem lið í því að draga úr rekstrarkostnaði,“ segir Grétar. vera@frettabladid.is Minni útgjöld og mengun Grétar H. Guðmundsson segist finna fyrir auknum áhuga á vistakstri. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Umferðarskilti vara við því sem fram undan er. Kröpp vinstri beygja fram undan er áminning um að hægja ferðina. Nýr Subaru Justy INGVAR HELGASON HEFUR FENGIÐ NÝJA SUBARU JUSTY BÍLA TIL LANDSINS. Hinn nýi Subaru Justy er einn spar- neytnasti bíllinn í sínum flokki og CO2 mengun er innan þeirra marka sem veitir honum frí bílastæði í miðbænum. Subaru Justy er rúmgóður og vel útbúinn. Hann er með loftkælingu, álfelgum og tengi fyrir iPod. Allt þetta kemur sem staðalbúnaður. Justy hefur hlotið verðlaun fyrir ör- yggi en í honum eru sex loftpúðar, í mælaborðinu, hliðunum í sætum auk svokallaðra gardínuloftpúða. Sjálfvirk bremsujöfnun með hjálparátaki er í öllum Subaru Justy bílum. Vélin er sextíu og níu hest- afla og þriggja strokka. Subaru Justy er þægilegur í umgengi og öku- maður og farþegar sitja hátt og hafa góða yf- irsýn. Verð frá 1.690.000 krónum. - mmr Sumardekk – hjólbarðaþjónusta Sumar- og heilsársdekk fyrir allar gerðir fólksbíla og jeppa. Hagstætt verð og traust þjónusta. Reykjavík Akureyri Tangarhöfða 15 : 587 5810 Réttarhvammi 1 : 464 7900 Vagnhöfða 6 : 577 3080 www.alorka.is P IP A R • S ÍA • 8 07 5 3 Við tökum vel á móti þér á þjónustustöðvum okkar! Umboðsaðili fyrir Bridgestone hjólbarða smur- bón og dekkjaþjónusta sætúni 4 • sími 562 6066 sumardekk heilsársdekk olís smurstöð bón og þvottur hjólbarðaþjónusta rafgeymaþjónusta bremsuklossar allt á einum stað Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.