Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 14
14 16. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR ÚGANDA, AP Nítján börn og tveir fullorðnir létust þegar eldur kviknaði í heimavist skóla í bænum Kampala í Úganda. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í af ásetningi. „Bráðabirgðarannsókn sýnir að þarna hafi verið framin morð,“ sagði Kale Kaihura, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar, eftir að hafa rætt við kennara og nemendur skólans. Þegar eldurinn barst í sjálft skólahúsið var heimavist stúlkna að mestu brunnin til grunna. Á heimavistinni voru 58 stúlkur, en sumum þeirra tókst að komast út um glugga. - gb Grunur um íkveikju í skóla: Nítján börn lét- ust í eldsvoða ÚTIVIST Göngustígurinn sem liggur frá Ægisíðu upp í Elliðaárdal verð- ur víkkaður til muna í sumar og samhliða honum verður lagður nýr stígur eingöngu ætlaður fyrir hjólreiðamenn. Aðgerðirnar ganga undir nafninu Göngum meira, hjólum lengra og eru liður í átaks- verkefninu Grænum skrefum í Reykjavík. Gísli Marteinn Baldursson í skipulagsráði Reykjavíkurborgar segir markmiðið með þessum aðgerðum fyrst og fremst vera að auka umferðaröryggi á stígnum þannig að ekki ægi öllu saman, gangandi, hjólandi og skautandi vegfarendum: „Að mér vitandi hafa ekki orðið alvarleg slys á stígnum hingað til en vissulega hafa orðið árekstrar. Því er kjörið að grípa til aðgerða áður en einhver verður fyrir alvarlegum meiðslum.“ Frumhönnun breytinga á stígn- um hefur staðið yfir í nokkra mán- uði og er langt á veg komin. Aðgerðir hefjast svo í sumar. „Við ætlum að gera leiðina bæði beinni og öruggari fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Sér hjóla- stígur verður lagður þar sem fólk getur hjólað á miklum hraða án þess að að valda þeim sem gang- andi eru óþægindum. Einnig ætlum við að lýsa stíginn betur upp og leggja hann upp á nýtt á köflum þannig að brekkum og beygjum fækki. Stígurinn er eitt best nýtta útivistarsvæði borgar- innar og þetta er þarft framtak,“ segir Gísli. - kg Göngustíg frá Ægisíðu upp í Elliðaárdal verður breytt í sumar: Göngustígurinn verður beinni og öruggari STÆKKAÐUR Framkvæmdirnar í sumar gera stíginn beinni og öruggari. FRETTABLAÐIÐ/JAK Drullusokkar halda sýningu Mótorhjólafélagið MC Drullusokkar 2008 hefur fengið leyfi frá menning- ar- og tómstundaráði Vestmannaeyja til fá gamla salinn í íþróttahúsinu endurgjaldslaust undir mótorhjóla- sýningu svo fremi sem sýningin stangist ekki á við aðrar bókanir í húsinu. VESTMANNAEYJAR Má veiða mink Einn íbúa Sandgerðis hefur fengið umbeðið leyfi frá bæjarráði til að veiða mink í landi sveitarfélagsins. SANDGERÐI STJÓRNMÁL Verði frumvarp sam- gönguráðherra að lögum leggst gjald á þá eigendur eða umráða- menn bíla sem ekki færa þá til skoðunar á réttum tíma. Miðað er við að gjaldið verði 15 þúsund krónur og að það greiðist þegar farið er með bíl í skoðun. Gert er ráð fyrir að gjaldið geti lækkað í 7.500 krónur ef greitt er innan ákveðins tíma og hækkað í 30 þúsund krónur ef ekki er greitt samhliða skoðun. Í athugasemdum frumvarpsins kemur fram að við síðustu áramót voru rúmlega 258 þúsund ökutæki skráð í landinu. Þar af voru rúm- lega 25 þúsund óskoðuð. Er það rétt tæplega tíundi hluti allra öku- tækja. „Þessi vanræksla hefur verið áhyggjuefni árum og ára- tugum saman,“ segir í athuga- semdunum og að skilvirk úrræði hafi skort til eftirfylgni. Þá segir að ætla megi að hluti óskoðaðra ökutækja í umferðinni sé í lélegu ástandi og geti skapað hættu. Í gildandi lögum er heimild fyrir lögreglu að leggja á gjald vegna vanrækslu á að færa öku- tæki til skoðunar. Þá heimild hefur lögregla hins vegar ekki nýtt, að því er fram kemur í athugasemd- um frumvarpsins. Þar segir líka að þyki einhverjum fyrirhugað gjald vegna trassaskaparins hátt megi benda á að auðveldlega megi komast hjá því að það sé lagt á. - bþs Allt að 30 þúsund króna gjald lagt á þá sem trassa að láta skoða bílana sína: Óskoðaðir bílar eru 25 þúsund Í UMFERÐINNI Einn af hverjum tíu bílum sem skráðir eru í landinu er óskoðaður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNAFMÆLI Í JAPAN Disneyland í Japan hélt upp á 25 ára afmæli sitt með pompi og pragt á þriðjudaginn, meðal annars með heilmikilli flugeldasýningu við Öskubuskuhöllina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Eitt barn á biðlista Aðeins eitt barn er á biðlista á leik- skólanum Lækjarbrekku í Hólmavík, sem nú auglýsir eftir starfsfólki í tvö störf auk afleysingamanneskju, að því er fram kemur á strandir.is. HÓLMAVÍK FJÖLSKYLDUBÍLLINN SEM EYÐIR SVO MIKLU MIKLU MINNA. Skoda Octavia 1,9 TDI® - 4,9 lítrar á hundraðið Skoda Octavia er vandaður og ríkulega útbúinn verðlaunabíll í fullri stærð með pláss fyrir alla fjölskylduna og rúmgott farangursrými. Nýja TDI® dísilvélin, skilar miklu og jöfnu afli og býr yfir frábærum aksturseiginleikum. Skoðaðu Skoda Octavia - bílinn sem eyðir svo miklu miklu minna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.