Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 2008 27 „30.000 blaðberar bara byrjunin“ segja útgefendur Fréttablaðsins KÖRFUBOLTI Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga, varð enn á ný að horfa upp á sína menn tapa niður góðu forskoti í fjórða leikhluta og detta út fyrir Snæfelli í úrslitakeppninni. Þegar Friðrik þjálfaði Njarðvík 2004 tapaði liðið 0-3 fyrir Snæfelli í undanúrslitum úrslitakeppninn- ar þrátt fyrir að vera yfir eftir þriðja leikhluta í öllum leikjun- um, og 20 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann í þriðja og síðasta leiknum í Hólminum. Að þessu sinni tapaði Grindavík 1-3 í undanúrslitum á móti Snæfelli. Tveir leikjanna töpuðust eftir að Grindavík var í forustu fyrir lokaleikhlutann og sá síðasti eftir að liðið var 16 stigum yfir eftir þriðja leikhluta og mest 19 stigum yfir í síðasta leikhlutanum. Friðrik hefur því stjórnað liðum í sjö leikjum gegn Snæfelli í úrslitakeppnini, sex þeirra hafa tapast, og þar af fimm þeirra eftir að lið hans hafi verið yfir eftir 30 mínútna leik. - óój Friðrik Ragnarsson og Snæfell: Sama uppskrift N1-deild karla í handbolta Fram-Stjarnan 33-30 (15-12) Mörk Fram (skot): Andri Berg Haraldsson 9 (14), Rúnar Kárason 8 (15), Jóhann G. Einarsson 7/3 (13/3), Guðjón Drengsson 4 (5), Haraldur L. Þorvarðarson 2 (2), Einar Ingi Hrafnsson 2 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (5). Varin skot: Magnús Erlendsson 6 (25/3) 24 %, Björgvin Páll Gústavsson 5 (16/2) 31 %. Hraðaupphl.: 6 (Guðjón 2, Einar 2, Andri 2). Fiskuð víti: 3 (Daníel, Rúnar, Jóhann). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Stjörnunnar (skot): Heimir Örn Árnason 10/5 (13/5), Björgvin Hólmgeirsson 6 (14), Her- mann Björnsson 4 (7), Kristján Svan Kristjánsson 2 (3), Guðmundur Guðmundsson 2 (2), Volod- imir Kysil 2 (2), Bjarni Þórðarson 2 (2), Björn Friðriksson 1 (1), Daníel Einarsson 1 (2). Varin skot: Hlynur Morthens 9 (19/2) 47 %, Roland Valur Eradze 6 (29/1) 20 %. Hraðaupphlaup: 4 (Björn, Björgvin, Kristján, Bjarni). Fiskuð víti: 5 (Kysil 2, Ragnar, Hermann, Heimir) Utan vallar: 4 mínútur. Valur-HK 22-25 (8-11) Mörk Vals (skot): Hjalti Pálmason 9 (16), Sigfús Páll Sigfússon 4 (10), Arnór Gunnarsson 4/1 (11/1), Anton Rúnarsson 3 (6), Ægir Jónsson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (2). Varin skot : Pálmar Pétursson 9 (28/3), 32%, Ólafur Haukur Gíslason 6 (12), 50%. Hraðaupphlaup: 4 (Arnór 3, Anton). Fiskuð víti: 1 (Sigfús). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk HK (skot): Ragnar Hjaltested 7/2 (12/2), Tomas Etutis 4/1 (7/1), Augustas Strazdas 4 (7), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (5), Hákon Her- mannsson Bridde 2 (2), Sergey Petraytis 2 (2), Gunnar Steinn Jónsson 2 (5), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2). Varin skot: Egidijus Petkevicius 13 (35/1), 37%. Hraðaupphlaup: 4 (Ragnar 3, Sigurgeir). Fiskuð víti: 3 (Ragnar, Sergey, Hákon). Utan vallar: 10 mínútur. Haukar-Akureyri 29-28 (17-9) Mörk Hauka: Gísli Jón Þórisson 7, Freyr Brynj- arsson 5, Andri Stefan 4, Jón Karl Björnsson 3, Kári Kristjánsson 2, Þröstur Þráinsson 2, Gunnar Berg Viktorsson 2, Elías Már Halldórsson 2, Tjörvi Þorgeirsson 1, Pétur Pálsson 1. Mörk Akureyri: Jónatan Þór Magnússon 7, Hörður Fannar Sigþórsson 5, Einar Logi Friðjóns- son 4, Magnús Stefánsson 3, Ásbjörn Friðriksson 3, Nikolaj Jankovic 2, Andri Snær Stefánsson 1, Oddur Grétarsson 1, Heiðar Þór Aðalsteinsson 1. ÚRSLIT FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, staðfestir á heimasíðu félagsins að markvörðurinn Páll Gísli Jónsson verði ekki með í byrjun Íslandsmótsins vegna meiðsla á hné. „Það er ljóst að við þurfum reyndan markvörð og ég er núna að leita fyrir mér erlendis. Ég hef þegar verið í sambandi við aðila í Englandi, Danmörku og Hollandi,“ sagði Guðjón við heimasíðu ÍA. - hbg Markvörður ÍA meiddur: Guðjón leitar að markverði LEIT HAFIN Guðjón Þórðarson skimar eftir markverði þessa dagana. HANDBOLTI HK sigraði Val 22-25 í N1-deild karla í gærkvöld. Fyrri hálfleikurinn í Vodafone-höllinni var tilþrifalítill miðað við að þarna voru samankomin tvö léttleikandi handboltalið sem berjast um annað sæti N1-deildarinnar. Leikmenn liðanna áttu erfitt uppdráttar og gerðu mörg mistök. Þeir eyddu svo mestri orku í að kvarta og kveina við dómara leiks- ins. HK náði forystu um miðbik fyrri hálfleiks sem þeir héldu til loka hálfleiksins þegar staðan var orðin 8-11. Seinni hálfleikurinn var hraðari og skemmtilegri. Heimamenn náðu að opna leikinn upp á gátt með þremur mörkum í röð og minnka muninn í eitt mark þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks en nær komust þeir ekki og HK seig fram úr á ný. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf- ari Vals, var án nokkurra lykil- manna í gærkvöld en vildi ekki afsaka sig fyrir tapið. „Auðvitað hafði það áhrif á okkar leik að vera án nokkurra lykilmanna en í staðinn fengu nokkrir leikmenn að spreyta sig sem ekki hafa verið að spila mikið í vetur og ég var ágætlega sáttur með þeirra innkomu. Við vorum að gera allt of marga aulafeila í fyrri hálfleik en náðum að koma til baka og ég er svekktur með hvernig við köstuðum þessu frá okkur eftir það,“ sagði Óskar Bjarni. Leikur Fram og Stjörnunnar var ekki merkilegur handboltaleikur sem um 70 manns börðu augum. Framarar höfðu talsvert meiri áhuga á sigri og það skilaði þeim tveim stigum að lokum. Stjörnu- menn voru næstum jafn andlausir og gegn Val á dögunum og metn- aður leikmanna liðsins á að klára mótið virðist nákvæmlega vera enginn. - óþ / - hbg Eftir að Haukar urðu Íslandsmeistarar er eina baráttan í N1-deildinni um annað sætið: HK og Fram jöfn í öðru sætinu eftir góða sigra EKKI LENGRA VINUR Valsmaðurinn Anton Rúnarsson reynir hér að brjóta sér leið í gegnum vörn HK. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.