Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 16.04.2008, Blaðsíða 8
8 16. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR 1. Hversu margir þingmenn voru erlendis á vegum Alþingis á mánudag? 2. Hver mun taka við embætti forsætisráðherra á Ítalíu í kjöl- far kosninga á mánudag? 3. Hver mun stjórna Eurovision- þætti hjá Sjónvarpinu í aðdrag- anda keppninnar í ár? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 30 VINNUMARKAÐUR Kristján Möller samgönguráðherra ætlar á næstu dögum að afhenda Eftirlitsstofnun EFTA beiðni um undan- þágu fyrir Ísland frá nýrri reglugerð ESB um akst- urs- og hvíldartíma atvinnuökumanna í sam- ræmi við undanþáguheim- ildir reglugerðarinnar. Undanþágubeiðnin gengur út á að heimilt verði að lengja daglegan aksturs- tíma í allt að ellefu klukkustundir tvisvar í viku á akstursleiðum yfir 400 kílómetra. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Ný reglugerð ESB um aksturs- og hvíldartíma ökumanna mun þrengja að erfiðum vinnu- skilyrðum atvinnubíl- stjóra. Samkvæmt reglu- gerðinni er daglegur hámarks aksturstími níu stundir, en heimilt verður að lengja hann í tíu stundir tvisvar í viku. Þá verður ökumaður að gera hlé á akstri í minnst 45 mínútur samfellt eftir akstur í fjóra og hálfa klukkustund. Undir þessar reglur og þar með skyldu til að hafa ökurita í bifreiðinni munu nú einnig falla minni farþegaflutningabifreiðar fyrir fleiri en níu farþega að öku- manni meðtöldum. Reglurnar mið- uðust áður við ökutæki sem ætluð voru fyrir fleiri en 17 manns. - ghs KRISTJÁN MÖLLER Sótt um undanþágu vegna aksturs- og hvíldartíma: Bílstjórum verði heimilt að aka í ellefu tíma STJÓRNMÁL „Allt atvinnuleysi er áhyggjuefni og það er óásættan- legt ef atvinnuleysi þre- eða fjór- faldast,“ segir Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra. Í nýrri þjóðhagsspá fjármála- ráðuneytisins er því spáð að atvinnuleysið verði 3,8 prósent á næsta ári og 3,5 prósent árið 2010. Spáin er í takt við það sem áætlað hefur verið í félagsmálaráðuneyt- inu. Sem stendur er atvinnuleysið um eitt prósent en því er spáð að það hækki nokkuð þegar líður á árið. Jóhanna segir horfur á að störf- um muni helst fækka í byggingar- iðnaði og mannvirkjagerð, það verði því einkum hefðbundin karlastörf sem tapist. Hún segir jafnframt líklegt að útlendingum í vinnu hér fækki. Þeir eru nú um 17.500 en vísbendingar séu um að þeim fækki um 3.000 seinni part þessa árs og á því næsta og verði þá um 14.000. Atvinnuleysistryggingasjóður annast greiðslur til atvinnulausra. Rúmum sex milljörðum er varið á fjárlögum ársins í ár til greiðslu atvinnuleysisbóta. Jóhanna segir ljóst að veita þurfi hærri fjárhæð- um til sjóðsins til að mæta fyrir- sjáanlegu atvinnuleysi. „Við þurf- um að búa okkur undir það enda stendur sjóðurinn ekki undir meira atvinnuleysi en upp á um 2,4 pró- sent áður en gengið er á eigið fé hans,“ segir Jóhanna. Um aðrar aðgerðir segir hún of snemmt að segja. „Þegar svona spá kemur fram hljótum við að setjast yfir hana og sjá hvernig hægt verður að bregðast við, en það er of snemmt að segja til um hvernig brugðist verður við,“ segir hún. Seðlabankinn spáir ívið meira atvinnuleysi en fjármálaráðuneyt- ið. Býst bankinn við að það verði fjögur prósent árið 2010 og frá- viksspá hans gerir ráð fyrir sex prósenta atvinnuleysi 2012. Jóhanna telur þá spá óraunhæfa. Sex prósenta atvinnuleysi þýði að um fimmtán þúsund manns séu án vinnu. Ólíklegt sé að til þess komi. Eins og nú háttar til eru á annað þúsund manns án vinnu. bjorn@frettabladid.is Spár um atvinnuleysi áhyggjuefni Félagsmálaráðherra segir óásættanlegt að atvinnu- leysi verði næstum fjögur prósent á næsta ári, eins og fjármálaráðuneytið spáir. Huga þarf að auknum fjárveitingum til atvinnuleysistryggingasjóðs. STEYPT Horfur eru á að störfum fækki í byggingavinnu og mannvirkjagerð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is LÝÐHEILSUFRÆÐUM (MPH) MEISTARANÁM Í Heilbrigði og leiðir til bættrar heilsu eru forsendur samkeppnishæfni og árangurs í lífinu. MPH-nám (Master of Public Health) í lýðheilsufræðum við Háskólann í Reykjavík er nám sem: • Er byggt á fræðilegum og hagnýtum grunni. • Er samsett úr krefjandi og skemmtilegum námskeiðum. • Leggur sérstaka áherslu á heilsueflingu og forvarnir. • Gerir nemendur í stakk búna til að taka að sér leiðandi störf er lúta að heilsu og velferð almennings, jafnt í opinbera geiranum sem einkageiranum. Námið er samsett úr skemmtilegum en jafnframt krefjandi námskeiðum sem byggjast bæði á fræðilegum og hagnýtum grunni, mikilvægum undirstöðum fyrir starfsemi á vettvangi lýðheilsu. Í náminu er sérstök áhersla lögð á heilsueflingu og forvarnir. Allt atvinnuleysi er áhyggju- efni og það er óásættanlegt ef atvinnuleysi þre- eða fjórfaldast. ... Þegar svona spá kemur fram hljótum við að setjast yfir hana og sjá hvernig hægt verður að bregðast við. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA FRAKKLAND, AP Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvetur Rússa til að hætta að koma í veg fyrir nauðsynlegar endurbætur á mannréttindadómstól Evrópu- ráðsins. Endurbæturnar myndu hraða vinnslu mála hjá dómstólnum, en gætu um leið leitt til þess að dómstóllinn felli fleiri dóma gegn Rússlandi. Rússneskum stjórnvöldum þykir nóg um dóma dómstólsins undanfarið, bæði í málum sem varða fórnarlömb Téténíustríðs- ins og málum Rússa sem leitað hafa réttar síns vegna mannrétt- indabrota. Með því að samþykkja ekki, eitt aðildarríkja Evrópuráðsins, endurbætur á dómstólnum koma Rússar í veg fyrir að þær taki gildi. - gb Mannréttindadómstóll: Rússar hamla endurbótum HEILBRIGÐISMÁL Af þeim níu sem sótt hafa starfsendurhæfingu í Bergiðjunni – starfsendurhæfingu geðsviðs Landspítala – stefna átta á önnur úrræði við lokun Bergiðjunn- ar um næstu mánaðamót. Einn er óákveðinn. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Þuríðar Backman, VG, kemur fram að fjórir stefna á Atvinnu með stuðningi, tveir stefna á Múlalund, einn á Klúbbinn Geysi, einn er óákveðinn og einn stefnir á almennan vinnumarkað. Bergiðjan hefur verið starfrækt um árabil og þar hefur fólk sem strítt hefur við geðsjúkdóma öðlast starfsendurhæfingu. Garðhúsgöng, blómagrindur og blómaker eru helstu framleiðsluvörur Berg- iðjunnar. Að sögn heilbrigðisráðherra er Bergiðjan barn síns tíma enda til margvísleg úrræði (minnst átta) sem styðja við atvinnuþátttöku geðsjúkra. Um það vitnar meðal annars fækkun beiðna um starfs- endurhæfingu í Bergiðjunni. Áætlað er að átta til tíu millj- ónir króna sparist við lokun Berg- iðjunnar. Kemur fram í svari ráð- herrans að sá sparnaður geri geðsviði Landspítala að kleift að styrkja þá endurhæfingu sem betur hentar sjúklingum spítal- ans. Felst hún í iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, listmeðferð og við- talsmeðferðum hjá sérfræðingum. - bþs Áætlað að 8 til10 milljónir sparist við lokun starfsendurhæfingar geðsviðs LSH: Flestir stefna á önnur úrræði BERGIÐJAN Átta af þeim níu sem sótt hafa starfsendurhæfingu í Bergiðjunni hafa ákveðið hvert þeir leita þegar starf- seminni verður hætt um mánaðamótin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AFTÖKUR 1.252 einstaklingar voru teknir af lífi árið 2007 og ríkis- valdið tekur marga fleiri af lífi með leynd í löndum eins og Kína, Mongólíu og Víetnam, samkvæmt skýrslu Amnesty International. Einnig kemur fram í skýrslunni að 88 prósent allra aftaka fóru fram í fimm löndum: Kína, Íran, Sádi-Arabíu, Pakistan og Banda- ríkjunum. Í Sádi-Arabíu voru flestir teknir af lífi sem hlutfall af fólksfjölda, en þar á eftir koma Íran og Líbía. Allherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á síðasta ári að hvetja öll ríki heims til að binda enda á notkun dauðarefsingar. - kg Ný skýrsla Amnesty: 1.252 teknir af lífi árið 2007 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.