Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 2
Þriöjudagur 26. janúar 1982. Umsjón: B.St. og K.L. mynd af henni í blúndu-bikini. Raquel gefur i blaöa- viðtali upp nokkur af fegrunarleyndarmálum sinum. Þar segir hún t.d., aöhún geri yogaæfingar i einn og hálfan hlukku- tima á hverjum morgni, borði heilhveitibrauð og ávexti og mikið af gufu- soðnu grænmeti, salt- lausu. Aldrei boröar hún þaö sem hún kallar „rautt kjöt”, en kálfakjöt og kjúklinga öðru hverju . Hún reykir ekki og drekkur aðeins létt vin. Fiskur er bæði góður og hollur segir hún, og borðar hann þvi oft. Þrjá litra af vatni segist hún drekka á dag. Þriðji eiginmaður Raqueiar heitir André Weinfeld og er 34 ára, franskur rithöfundur. í spegli Tímans ■ Raquel Welch I fegurðarsamkeppni þegar hún var tvltug. ■ Raquel Welch er orðin 41 árs, en hún þykir ekki siður falleg og vel vaxin nú en þegar hún var tví- tug. Sjálf segist hún ekki vera mjög hrifin af 20 ára myndum af sér. ,,Ég hef verið hálfpúkaleg, og ég er hissa á hvað mér gekk þó sæmilega að komast á- fram”, segir prima- donnan. ,,Ég hef haldið likama minum vel við með æfingum og hollu mataræði. Og svo er ég hamingjusöm nú I þriðja hjónabandi minu, — og hamingjan gerir mann fallegan. Satt að segja, held ég að ég sé miklu á- sjálegri nú en fyrir 20 ár- um.” Raquel segist vera mjög gagnrýnin á útlit sitt, og suma daga finnist sér hún vera alveg ó- möguleg og þá geti hún helst ekki litið I spegil. Þá reyni hún að gera eitt- hvað skemmtilegt og drekka ávaxtasafa og fara I yoga-æfingar og hressist við það. En mest hafa angrað hana allar sögusa gnirnar um fegrunaraögerðirnar, sem áttu að hafa veriö gerðar á henni. Brjóstin voru sögð uppfull af silikon-efni og hún öll meira og minna löguð til og saumuö af skurölækn- um og fegrunarsér- fræöingum. Það er reyndar hvergi nokkurt ör éða sjáanlegur saumur á Hkama hennar, og bað hún ljósmyndarann endi- lega að taka góða nær- Hann skrifar kvikmynda- handrit og hefur einnig unnið að gerö kvikmynda. Þau héldu nýlega upp á eins árs brúðkaupsafmæli sitt og segjast vera afar hamingjusöm saman. Þótt Raquel gangi vel að viðhalda kroppnum, þá gengur henni ekki eins vel að vinna sér sæti sem viðurkennd leikkona. Hún hefur leikið alvarleg hlutverk, en fengiö heldur slæma dóma. Nú stendur til að hún leiki I mynd með James Brolin, sem heitir ,,The Swindle” (Svik og prettir). Myndina á að taka upp á fallegum stöðum f Sviss og Frakklandi. Arið 1943 var þessi sama mynd kvikmynduð, og þá lék Lana Turner aðalhlut- verkið. Hvernig sem til tekst með myndina, þá hefur Raquel tryggt sér að hún gengur frá þessu með milljón dollara I aðra hönd! Miklar sögur hafa gengið af skapofsa Raqu- el og misklið við sam- starfsfólk á vinnustað, og stjórnendur hafa kvartaö yfir þvl aö ómögulegt sé að vinna með henni. Sjálf segist hún vera sann- gjörn, en hún viiji bara hafa hlutina rétta, og vinna hvert atriði eftir allra bestu hugmyndum, og þær séu venjulega hennar eigin, — og hún biðjist ekki afsökunar á þvi við einn eða neinn að vera vandvirk og ná- kvæm. ■ ,,Ég geri æfingar og borða hollan mat til að halda mér „I formi”. RAQUEL WELCH — með 20 ára millibili %

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.