Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 26. janúar 1982. íþróttir Enska knattspyrnan: Watford gerir þad ekki eradasleppt — fyrst lögdu þeir United að velli og nú fékk West Ham að fjúka úr bikarnum — Leeds, Sunderland, Man. City og Brighton voru einnig slegin út úr bikarnum ■ úrslit leikja i bikar- keppnum vilja oft verða á annan veg en gert hefur verið ráð fyrir áður en leikirnir hefjast og enska bikarkeppnin á laugar- daginn var þar engin undantekning. Á laugardaginn var leikin fjórða umferð i bikarkeppninni og þar urðu nokkuð óvænt úrslit eins og vera ber i slíkum keppnum. Sputnik líðíð Watford úr 2. deild gerði það ekki endasleppt á laugardaginrw Watford sem nýlega sló Man. United úr bikarnum gerði sér litið fyrir og sló annað 1. deildarlið út á laugardaginn er þeir sigruðu West Ham 2-0. En ■ Birtles meö mark... 1. deild Ipswich 18 12 2 4 35-23 38 Southampton 21 11 4 6 39-30 37 Man. United 20 10 6 4 32-16 36 Man.City .. 21 10 5 6 30-23 35 Everton .... 22 9 6 7 32-27 33 Swansea ... 21 10 3 8 31-33 33 Nottingh F . 20 9 5 6 25-26 32 Liverpool... 19 8 6 5 29-20 30 Brighton ... 20 7 9 4 25-19 30 Arsenal .... 18 9 3 6 17-15 30 Tottenham . 17 9 2 6 26-19 29 West llam .. 18 6 8 4 33-26 26 W.B.A 18 6 6 6 23-19 24 Notts County 19 6 5 8 27-31 23 Leeds 19 6 5 8 20-32 23 Aston V'illa . 20 5 7 8 23-24 22 Coventry ... 21 6 4 11 31-36 22 Stoke 21 6 3 12 24-33 21 Wolvés 20 5 4 11 13-30 19 Birmingham 18 4 6 8 26-28 18 Sunderland. 19 3 5 11 16-33 14 Middlesboro 18 2 6 10 16-30 12 West Ham var ekki eina 1. deildarliðið sem var slegið út úr keppninni. Leeds, Man. City og Sunderland voru einnig slegin út en sárabót þeirra er sú að þar voru 1. deildarlið að verki. En af leikjunum á laugardag- inn kom örugglega langmest á óvart sigur 3. deildarliös Oxford yfir 1. deildarliöi Brighton en Oxford geröi sér litið fyrir og sigraði 0-3 og það á heimavelli Brighton, sigur sem sjálfsagt hefurekkisist komið þeim sjálf- um á óvart. En litum á úrslitin i 4. umferð bikarsins: Bristol City-Aston Villa 0-1 Brighton-Oxford 0-3 Blackpool-Q.P.R. 0-0 Chelsea-Wrexham 0-0 Crystal Palace-Bolton 1-0 Gillingham-W.B.A. 0-1 Luton-Ipswich 0-3 Man. City-Coventry 1-3 Newcastle-Grimsby 1-2 Norwich-Doncaster 2-1 Sunderland-Liverpool 0-3 Shrewsbury-Burnley 1-0 Hereford-Leicester 0-1 Tottenham-Leeds 1-0 Watford-West Ham 2-0 Leikmenn Watford tóku leik- inn gegn West Ham strax i sinar hendur og gjörsamlega yfirspil- uðu andstæðinga sina i leiknum. Watford var alls ráðandi i leikn- um en tókst samt ekki að skora fyrr en á fyrstu minútunni i seinni hálfleik. Phil Parkes markverði West Ham mistókst að ná til boltans er hann var gef- inn fyrir mark West Ham. Gerry Armstrong náði boltan- um og skoraði auðveldlega. A 73. minútu bættu Watford siöan öðru marki við og var hinn 19 ára Nigel Neatly þar að verki. Keith Cassels markaskorar- inn mikli hjá Oxford kom þeim á bragðið i leiknum gegn Brighton er hann skoraði fyrsta mark þeirra efst i hornið á marki Brighton á 20. minútu. Leik- menn 3. deildarliðs fylgdu þessu vel eftir og Peter Foley bætti viö tveimur mörkum, það fyrra á 42 min og hið siðara kom i upphafi seinni hálfleiks og Brighton átti sér ekki viðreisnarvon i leikn- um. Góöur sigur Ipswich Leikur Luton efsta liðsins i 2. deild og Ipswich efsta liðsins i 1. deild var i jafnvægi i fyrri hálf- leik en i seinni hálfleik fóru leik- menn Ipswich smátt og smátt að taka leikinn i sinar hendur. A 62. min skoraði Alan Brazil fyrsta mark Ipswich með vinstri fótarskoti og átta minút- um siðar bætti Eric Gates við öðru marki og hann var aftur á ferðinni á 86. min. og innsiglaði sigur Ipswich. Mick Mills fyrir- liði Ipswich lék gegn Luton sinn 700. leik fyrir Ipswich. Hartford rekinn af veli Mikiö gekk á er Coventry sótti Man. City heim i bikarnum. Skoski landsliðsmaðurinn hjá Man. City Asa Hartford var rek- inn af velli i fyrri hálfleik. Coventry mun betri aðilinn i leiknum gekk á lagið og áður en fyrri hálfleik lauk voru þeir búnir að skora tvö mörk, fyrst Steve Hunt og siðan Mark Hate- ley. Peter Bodak bætti siðan þriðja markinu við i seinni hálf- leik og þó að City fengi vita- spyrnu sem Kevin Bond skoraði úr þá breytti það litlu. City sem lék til úrslita við Tottenham i fyrra situr þvi nú eftir meö sárt enniö þar sem þeir hafa verið slegmr út úr bikarnum. Liverpool eöa öllu fremur Kenny Dalglish gerðu út um leikinn gegn Sunderland á fyrstu 15 minútunum. Kenny Dalglish skoraöi þá tvö mörk fyrir Liverpool. Ian Rush inn- siglaði siðan sigur Liverpool 11 min fyrir leikslok. lan Kush skoraði... Aston Villa heppiö Heppnismark Aston Villa að- eins 16 min fyrir leikslok færði þeim 0-1 sigur yfir Bristol City og áframhald i 16 liða úrslitin i bikarkeppninni. Tólf minútum Southampton í annað sætið — nýliöinn David Puckett skoraöi tvö mörk fyrir „dýrlingana” gegn Arsenal — Southamton skaust upp í annað sætid en Ipswich hefur enn forystu ■ Fjórir leikir fóru fram í 1 deild ensku knattspyrnunnar um helgina og einnig voru fjórir leikir leiknir i 2. deild. Southampton skaust upp i annað sætið i 1. deild eftir 3-1 sigur á Arsenal og Man. United er komið i þriðja sætið i deild- inni eftir 0-3 sigur á Stoke á heimavelli Stoke. Ipswich hefur sem fyrr forystuna i deildinni, hefur hlotið 38 stig eftir 18 leiki, Southampton er með 37 stig en hefur leikið 21 leik, Man. United hefur leikið 20 leiki og er með 36 stig. En þráttfyrir sigur Sothamp- ton á Arsenal þá voru það Arsenal sem tók forystuna i leiknum með marki David O’leary en á 3a min jafnaði David Armstrong fyrir South- ampton. O’leary varð silian að yfirgefa völlinn undir lok fyrri hálfleiks með brotinn ökkla og veikti það mikið leik Arsenal. Hinn 21 árs David Puckettsem lék i stað Steve Moran hjá Southampton var hetja þeirra. Puckett skoraði tvö mörk i seinni hálfleik og tryggði Southampton sigur í leiknum. Félögin frá Nottingham, Nott- ingham Forest og Notts County mættust i 1. deildinni á heima- velli Forest á laugardaginn og var það i fyrsta skipti i 57 ár sem þessi félög mætast i 1. deild. A 23. min fyrri hálfleiks fékk Forest dæmda vitaspyrnu, en John Robertsson mistókst að skora úr vi'tinu. Við þetta var eins og allur vindur væri úr For- est og i seinni hálfleik var County mun betri aðilinn i leikn- um og þeir Paul Hooks og Trevor Christie skoruðu fyrir County. Steve Coppel tók forystuna fyrir Man. United I leiknum gegn Stoke er hann skoraði á 11. min leiksins. Leikmenn Stoke reyndu ákaft að jafna metin en án árangurs en þremur min fyrirleikslok skoraði United tvö mörk og innsiglaöi sigur sinn. Frank Stapleton skoraði úr vitaspyrnu og Garry Birtles skoraði þriöjamark United sem við þennan sigur komst i þriðja sætiö i deildinni. Kevln Richardsson skoraöi snemma fyrir Everton i leiknum gegn Wolves og þetta mark setti leikmenn Wolves út af laginu. Alan Irvin skoraði siöan tvivegis fyrir Everton eitt mark i hvorum hálfleik. Úrslit leikja i 2. deild: Bla ck burn -R ot he rha m 2-0 Charlton-Cambridge 0-0 Derby-Oldham 1-0 Orient-Barnsley 1-3 fyrir leikslok fengu leikmenn Aston Villa hornspyrnu, gefið var fyrir markiö, skallaö frá marki og boltinn hrökk til Gary Shaw sem skaut lausu skoti framhjá Jan Moller markveröi Bristol City. Þaö var ekki fyrr en Mike Hazard var skipt inn á sem varamanni hjá Tottenham i leiknum gegn Leeds aö Totten- ham fór að ganga betur. Hazard var ekki búinn aö vera inn á nema i fimm min. er hann byggði upp sigurmark Totten- ham sem Garth Crooks skoraði með jarðarbolta inn i vitateig Leeds. Grimsby sem berst á botnin- um i 2. deild náði góðum sigri yfir Newcastle i bikarnum er þeir sigruðu 2-1 og það voru leikmenn Grimsby sem skor- uðu öll mörkin i leiknum. Kevin Kilmore skoraöi fyrsta markið og nafni hans Drinkell bætti öðru við á 80. min. Phil Crosby varð siðan á að skora i sitt eigið mark rétt fyrir leikslok og með þvi komst Newcastle á blað. Statham hetja Albion Bakvörðurinn Derek Statham var hetja Albinon i leiknum gegn þriðju deildarliði Gilling- ham. Statham skoraöi sigur- markið aðeins minútu fyrir leikslok sigur sem svo sannar- lega var ekki sanngjarn þar sem Gillingham var mun betri aðilinn i leiknum. Leicester mátti teljast heppið að ná sigri i leiknum gegn Here- ford. Það var Larry May sem skoraði mark Leicester á 20. min fyrri hálfleiks. Hereford, hvattur vel af yfir 10 þúsund á- horfendum sem er mesti fjöldi á heimavelli þeirra yfir fjögur ár, sóttu stift i seinni hálfleik en Leicester slapp með skrekkinn og tókst að hanga á þessu eina marki sinu. Sigurmark Crystal Palace i leiknum gegn Bolton var skorað úr umdeildri vitaspyrnu sem dæmd var á Bolton i fyrri hálf- leik. Boltinn kom viö höndina á Gerry Mcelhinney inn i vitateig en leikmenn Bolton töldu að þar væri um óviljandi brotaðræða, en dómarinn dæmdi vitaspyrnu sem Jim Cannon skoraði Ur sigurmark Crystal Palace. röp-. 2. deild Luton 20 14 3 3 44-20 45 Oidham ... 24 11 3 5 34-25 41 Watford ... 20 10 5 5 31-24 35 Blackburn. 24 9 8 7 20-24 35 Q.P.R 21 10 4 7 28-20 34 Sheff. W ... 20 10 4 6 26-25 34 Barnsley .. 20 10 3 7 33-22 33 Chelsea ... 21 9 6 6 30-29 33 Charlton .. 24 3 7 9 30-33 31 Norwich... 21 8 4 9 24-30 28 Newcastle . 19 8 3 8 26-21 27 Leicester.. 19 6 8 5 25-20 26 Derby 20 7 4 9 26-33 25 Cardiff.... 20 7 3 10 22-30 24 Orient 22 7 3 12 20-29 24 C. Palace.. 17 7 2 9 15-16 23 Shrewsbury 18 6 5 7 19-24 23 Cambridge 19 7 1 11 25-29 22 Rotherham 19 6 3 10 25-29 21 Bolton 21 6 3 12 19-31 21 Wrexham . 19 5 4 10 21-27 19 Grimsby .. 17 4 5 8 18-29 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.