Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 22
Þriðjudagur 26. janúar 1982. 22 Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið ■ Sally (Julie Andrews) er treg til að fækka fötum i endurgerð kvikmyndarinnar „Night Wind”, sem breytt er úr fjölskyldu- mynd f hálfgerða klámmynd til að græða peninga. Svört messa Hamagangur i Holiywood (S.O.B.). Leikstjóri: Blake Edwards, eftir eigin handriti. Sýningarstaður: Tónabió. Aðalhlutverk: Julie Andrews (Sally Miles), William Holden (Tim Culley), Richard Mulligan (Felix Farmer), Robert Vaughn (David Blackman), Robert Webber (Ben Coogan), Robcrt Preston (Irving Finegarten), Larry Hagman (Dick Ben- son), Shelley Winters (Eva Brown), Marisa Berenson (Mavis), Loretta Swit (Polly Reed). Myndataka: Harry Stradling. Framleiðendur: Blake Edwards, Tony Adams fyrir Lorimar, dreift af ITC, 1980. ■ Felix Farmer er kvik- myndaframleiöandi, sem gert hefur margar gróðavænlegar myndir fyrir Capitol-kvik- myndafyrirtækið. Nýjasta mynd hans, „Night Wind”, sem hefur kostað um 30 milljónir dala, hefur hins veg- ar hlotið hörmulega aðsókn. Þessi staðreynd leiðir til þess að eiginkona Farmers, Sally — sem er þekkt fyrir leik sinn i saklausum söngvamyndum fyrir alla fjölskylduna, en „Night Wind” er einmitt af þvi tagi, fer á brott meö börnin, og Farmer reynir eftir ýmsum leiðum að fremja sjálfsmorð, en gengur illa. Forstjóri Capi- tol, Blackman, sendir leik- stjórann Tim Culley, gamlan vin Farmers til þess að fá Farmer til að samþykkja að kvikmyndin verði klippt á nýj- an leik, svo von sé til að hún gangi betur á eftir. Culley fer ásamt Ben, blaðafulltrúa Farmers, og Finegarte, lækni, sem gefur fólki ýmist hress- andi sprautur, eða svæfandi til heimilis Farmers við Malibu- ströndina, og þeir reyna aö hressa hann við án mikils árangurs. Þeir efna til mikils samkvæmis heima hjá Farm- er og gengur þar á ýmsu. Farmer lendir sjálfur i jamm- inu og 'fær þá hugmynd um, hvernig gera eigi „Night Wind” að gróðafyrirtæki: hann hyggst breyta henni i klámmynd. Farmer kaupir kvikmyndina af Capitol fyrir stórfé. Eiginkona hans. Sally, sannfærist um, að hún verði að fórna sakleysislegri imynd sinni meðal aðdáenda sinna og fella klæði i myndinni til þess að tapa ekki stórfé á uppátæki eiginmannsins. Þegar fréttir berast af þessari breytingu á myndinni bregðast Capitol- menn hart við og þeim tekst að semja við Sally um dreifingarrétt myndarinnar. Þegarmyndinnier lokið hirðir Blackman þvi myndina. Farmer verður illa við og reynir að ná filmunum aftur með leikfangabyssu að vopni, en verður þá fyrir skoti úr byssu lögreglumanna og lætur lifið. Vinir hans, leikstjórinn, blaðafulltrúinn og læknirinn, ræna liki Farmers, halda með það út á sjó, eftir næturlanga veislu, og gefa vini sinum virðulega bálför á hafi úti á meðan hin formlega útför fer fram við hátiðlega athöfn, þar sem „gúru” frá Rangoon flyt- ur aðalræðuna, byggða á frá- sögum Variety um gróða „Night Wind” eftir breyting- una, en i kistunni er lik leik- ara, sem dó á Malibuströnd fyrir framan hús Farmers og lá þar á meðal baðstrandar- gesta i nokkra daga áður en fólk varð hans vart. Þannig er söguþráður þessarar bráöskemmtilegu myndar Blake Edwards um kvikmyndaheiminn i Holly- wood. Hún er eins konar svört messa yfir peningagræðgi, til- finningaleysi og smekkleysi, sem ræður svo mjög rikjum i þessari draumaverksmiðju kvikmyndagerðarinnar, þar sem fáir hafa efni á samvisku og flestir hugsa aðeins um eig- in hag. Myndin er hatrömm árás á stóru kvikmyndafyrirtækin, þar sem eingöngu er hugsað um gróða en ekki gæði og einskis svifist til að ná þvi markmiði. Og öll mannleg samskipti i Hollywood byggj- ast á sama lögmálinu, segir Edwards — allir eru að reyna að hafa gagn af öðrum, en ef illa gengur hverfa „vinirnir” um leið og menn geta þakkað fyrir ef hundur litur við þeim þegar þeir deyja innan um til- finningadauða samborgara sina. Biturt háð Blake Edwards nýtur sin oft frábærlega, en stundum fer hann þó yfir markið og gerir persónur sin- ar of öfgakenndar. Það breytir ekki þvi, að S.O.B. er með skemmtilegustu ádeilumynd- um, sem hér hafa verið sýndar lengi. — ESJ. + Hamagangur i Hollywood ★ Cheech og Chong Tom Horn Önnur tilraun ^ Eilifðarfanginn ★ ★ ★ Stjörnustrið II ★ Jón Oddur og Jón Bjarni ★ ★ örtröð á hringveginum ★ ★ Flótti til sigurs ★ ★ ★ útlaginn Stjörnugjöf Tímans **** frábær • ★ * ★ mjög góð • * ★ góð • ★ sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.