Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. janúar 1982. fréttir þingfréttir Reykjavíkurskákmótid: Nítján er- lendir stór- meistarar — verða meðal þátttakenda auk flestra bestu skákmanna okkar ■ Núhafa 38 erlendir skákmeist- arar tilkynnt þátttöku sina i X. Alþjóðlega Reykjavikurskákmót- inu sem fram fer að Kjarvals- stöðum dagana 9. til 21. febrúar n.k. Af þeim eru 19 stórmeistarar, 10 alþjóðlegir meistarar, 3 FIDE meistarar og 6 án titils. Hugsan- legt er að fleiri erlendir skák- meistarar tilkynni þátttöku en enn hefur ekkert heyrst frá Sovét- mönnum. Flestir sterkustu skákmenn ís- lands verða meðal keppenda, þar á meðal Friðrik Ólafsson stór- meistari, Guðmundur Sigurjóns- son stórmeistari, alþjóölegu meistararnir Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson og þeir Jón L. Arnason og Karl Þorsteins svo einhverjir séu nefndir. Meðal erlendu stórmeistaranna eru þeir A. Miles frá Englandi, L. Alburt frá Bandarikjunum og A. Adorjan frá Ungverjalandi og R. Byrne frá Bandarikjunum. Keppendur verða væntanlega á milli 50 og 60 talsins en tefldar verða 11 umferðir eftir Monrad- kerfi. Peningaverðlaun verða fimm að upphæð samtals 16000 dollarar, en fyrstu verðlaun eru 6000 dollarar. —FRI wmSi X.REYKJAVIKUR SKÁKMOTIO Milliríkjasamningur um verndun laxastofna ■ Alþjóðaráðstefnu um verndun laxastofna i Noröur-Atlantshafi sem hófst i Reykjavik i byrjun fyrri viku lauk nú fyrir helgina. Á ráðstefnunni var samþykktur millirikjasamningur um verndun laxastofna á N-Atlantshafi en Sigur- geir efstur — f prófkjöri sjálfstæðis- manna á Seltjarnarnesi hann verður íormlega undir- ritaður i byrjun næsta mánaðar. Fulltrúum eftirfarandi aðila verður boðið að undirrita samninginn: Bandarikjanna, EBE, Danmerkur fyrir. hönd Færeyja, lslands, Kanada, Noregs og Sviþjóðar. Samkvæmt samningnum verðursett á stofn alþjóðastofnun um verndun laxastofna á þessu hafsvæði og verður aösetur henn- ar i Edinborg. Megintilgangur þessarar stofnunar verður að stuðla að samvinnu rikja við N- Atlantshaf á þessu sviði. Þá verða settar á stofn þrjár svæöanefndir N-Amerikunefnd, V- Qrænlands- nefnd og NA Atlantshafsnefnd sem setja eiga reglur um verndun á hverju svæði fyrir sig. Rikisstjórn lslands átti frum- kvæðið að þessari ráðstefnu og var i lokasamþykkt hennar borið lof á rikisstjórnina fyrir framtak- ið. —FRI ■ Sighvatur Björgvinsson Taka ork- una út úr vfsitölunni — Meiri jöfnudur fengist með því móti ■ Sighvatur Björgvinsson hefur mælt fyrir lagafrumvarpi um breytingu á tekju- og eignar- skatti, þar sem gert er ráð fyrir að orkukostnaöur vegna ibúðar- húsnæðis verði frádráttarbær frá skatti. Nái frumvarpið fram að ganga verður einstaklingum heimilt að draga allan orkukostnað vegna ibúðarhúsnæðis frá skattskyldum tekjum að oliustyrk frátöldum. 1 framsögu sinni minnti ílutnings- maður á hve gifurlegur munur er á upphitunarkostnaöi þeirra sem búa við hitaveitu og þeirra sem nota oliu til kyndingar. Benti hann á að oliustyrkurinn væri til- tölulega lítill miðaö við þann kostnaðarauka sem oliukyndingu fylgir og væri þarna um aö ræða hróplegt misrétti á aöstöðu manna eftir þvi hvar þeir búa á landinu. Tók hann dæmi og sýndi fram á að hitunarkostnaður á ísa- firði væri nifalt meiri en Reykvik- ingar þurfa að greiða. Samkvæmt könnun sem gerö var i nóv. s.l. kom fram að fjölskylda á Isaíirði þarf að leggja fram laun 16 vinnu- vikna til að greiöa árskostnað af oliuhitun en fjölskylda i Reykja- vik leggur fram andvirði rúmlega 2 vinnuvikna til hitunar- kostnaðar. Úr þessu væri hægt að bæta að einhverju leyti með þvi að gera hitunarkostnað frá- dráttarbæran frá skatti. Karvel Páimason mælti með samþykkt frumvarpsins og Ólafur Þórðarson tók i sama streng og taldi þetta misrétti óviðunandi. En hann benti einnig á að með þvi að taka orkukostnað út úr visitölunni mundi hagur manna i þessu efni jaínast. Alexander Stefánsson sagðist geta nefnt nærtækt dæmi um mis- muninn þvi að hann greiddi sex til átta sinnum hærri upphæö til að kynda hús sitt i Ólafsvik en ibúð sem hann býr i i Reykjavik og taldi misréttið óviðunandi. Hins vegar væri þvi ekki að neita að orkuverð i Reykjavik væri alltof lágt sem stafaði af þvi aö orku- verði væri haldið þar niðri vegna visitölunnar. Væri eina vitið að taka orkukostnaðút úr visitöiunni og mundi þá orkuverðið jafnast á einu bretti um 40-50% samkvæmt kröfu borgarstjórnarReykjavik- ur. Þetta þýddi aö visu aö Reyk- vikingar yrðu að greiða mun hærri hitaveitugjald en nú er eins og nú standa sakir er veröið mjög óeðlilegt og hinn raunverulegi hitunarkostnaður væri ekki eins mikill ef allir greiddu sanngjarnt verð. Þegar til lengdar lætur er Reykvikingum heldur enginn greiði gerður með þvi aö haida hitunarkostnaði niðri vegna visi- töluleiksins þvi það kemur niður á þeirra eigin orkugjafa, hitaveit- unni. Hins vegar taldi Alexander frumvarpið vonlaust og vitiaust. Það væri aðeins til að gera málin enn flóknari að fara að leiðrétta orkukostnað gegnum skatta- kerfið. Það yrði að finna aðra og einfaldari lausn á þessu misrétti en fram kemur i frumvarpinu. Oó ■ Litlar breytingar urðu á lista sjálfstæðismanna frá fyrri kosningum I prófkjöri þeirra á Selt jarnarnesi. Sigurgeir Sigurðsson varð efstur á listanum i prófkjörinu, hlaut 336 atkvæði i fyrsta sæti. Magnús Erlendsson hafnaði i öðru sæti með 333 at- kvæði i 1-2 sæti og Július Sólnes varð i þriðja sæti með 348 atkvæði i 1-3 sæti. Guðmar Magnússon varö i fjórða sæti með 379 atkvæði i 1-5 sæti, fimmti varö Ásgeir S. As- geirsson með 301 atkvæði i 1-5 sæti, sjötti varö Jón Gunnlaugs- son með 359 atkvæði i 1-6 sæti og sjöundi varð Áslaug Haröardóttir með 426 atkvæði i 1-7 sæti. Úrslitin eru bindandi fyrir sjö efstu sætin en i 8-10 sæti urðu þau Erna Nielsen, Kristin Frið- bjarnardóttir og Jónatan Guð- jónsson. Alls greiddu 868manns atkvæði i prófkjörinu. Heildsala Smásala SALOMOIUi ■ ■ Oryggisins vegna 5’’ Datsun Cherry árg. ’79 ekinn 35 þús. km. Framdrifinn, eyðslugrannur. Verð kr. 75.000.-. S. 13630 S. 19514 BÍLATORG H.F. BORGARTÚNI24 Höfum bila á skulda- bréfum. Sjáum einnig um sölu á skuldabréfum. Hef kaupanda af BMV 316, 318 eða 320 Einnig af nýlegum Saab 99 G.L. Kange Kover árg. ’72 ekinn 62 þiis. 1 einu orði sagt „Todd bíU’’ Verð kr. 100.000.- Plymouth Volare árg.’77 ek- inn 23 þús. 6 cyl„ ný innfl. lit- varp, segulband, sumar- og vetrardekk. Glæsilegur vagn. Verð aðeins kr.100.000,- Ford Fairmount árg. ’78 ek- inn 57 þús. 6 cyl. sjáifskiptur. Verð kr.80.000.- DaLsun Bludebird árg. ’81 ekinnO þús. sem nýr drkass- anum. Verð kr.142.000,- International 1210 árg.’72 6 manna 8 cyL, 345 Skipti. Vrð kr.60.000.- Chevrolet Nova árg. ’74 ek- inn 72 þús. km. 6 cil. sjálf- skiptur m/vökvastýri. Verð kr. 55.000.-. International Traveler árg. ’67 ekinn 10 þús. á vél. cil. díesel. Verð kr. 120.000.-. Skipti. Opið kl. 9-19 alla daga nema sunnudaga. Símar: 13630 — 19514. Alfa Romeo Sud ’78 Ekinn 57 þús. Verð kr.65.000.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.