Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. janúar 1982. fréttir „Víða slæm færð á landinu” ■ Stúlka á hesti varð fyrir bil á Bústaðaveginum rétt við Fáksheimiliö á föstudagskvöldið. Stúlkan sem er vanur hestamaður, var flutt á slysadeild og billinn sem á þau ók varð fyrir talsverðum skemmdum. Ilesturinn hljóp af vettvangi og virtist litið meiddur. Ljósmynd Sverrir Vilhelmsson Ellefu strákar vidurkenna sextán innbrot — allir ósakhæfir og fá enga refsingu ■ ,,Það er viða slæm færð á landinu núna”, sagði Arnkell Einarsson, vegaeftirlitsmaður hjá Vegagerð rikisins i samtali við Timann i gær. Við skulum byrja á Borgar- firðinum, þar er ágætis færð en fjallvegir á Snæfellsnesi eru að- eins færir stórum bilum og jepp- um, þ.e.a.s. um Fróðárheiði, Kerlingaskarð og Heydal. T.d. er alveg ófært fyrir Búlandshöfða milli Grundarfjarðar og Ólafsvik- ur og á norðanverðu Snæfellsnesi er þungfært að öðru leyti. Á Svinadal og i Gilsfirði er ófært en i dag er ætlunin að opna vestur i Reykhólasveit. Veður hefur verið slæmt á Patreksfirði og þvi hefur litil könnun fariö fram á vegum og ekki vitað almennilega um ástand þeirra. Á norðanverðum Vestfjörðum er talsverð ófærð, ófært er frá bingeyri til Flateyrar og bæði Breiðdals og Botnsheiði eru ófær- ar. Frá fsafirði er fært til Bolungavikur og inn til Súðavik- ur. 1 gær var Holtavörðuheiðij en þó komast þar stærri bilar. Til Hólmavikur er ófært, eins frá Sauðárkróki til Siglufjarðar. Um öxnadalsheiði var ófært i gær en stórir bilar hafa komist til Ólafsfjarðar frá Akureyri. I austanverðum Eyjafirði og i Þingeyjarsýslum var vonsku- veður þrátt fyrir það var gerð til- raun til að opna veginn milli Akureyrar og Húsavikur en það gekk mjög stirðlega vegna veðursins. Á Norð-Austurlandi lá umferð alveg niðri vegna veðurs og þvi er litið hægt að segja um ástand vega þar. Það er helst að segja af Aust- fjörðum að það er ófært frá Egils- stöðum um Hróarstungu og Jökuldal en stórum bilum er fært uppi Fell og öllum bilum að Hallormsstað og út i Eiða. Ófært er til Borgarf jarðar eystri, Fjarðarheiði er ófær og Oddskarð einnig, i gær var þungfært i Fagradal. Frá Reyðarfirði er ófært suður um tii Fáskrúðs- fjarðar og þungfært þaðan alla leið suður á Hornafjörð en þaðan er greiðfært með suðurströndinni alla leið til Reykjavikur. „Hálfófært innanþorps” „Það var vitlaust veður hérna i nótt og reyndar enn þótt aðeins hafi það sennilega skánað”, sagði Steingrimur Sæmundsson verslunarstjóri á Vopnafirði i samtali við Timann i gær. „Það er búið að snjóa mikið og það eru komnir myndarlegir skaflar um allt þorpið”. — Hvernig er færðin? „Það er hálfófært hérna innan- þorps þrátt fyrir að mokað hafi verið i morgun þá er ekki nema jeppafæri i ruðningunum. Um færðina i sveitunum i nágrenninu veit enginn almennilega en ég held að það sé óhætt að slá þvi föstu að það er allt kolófært”, sagði Steingrimur. ,,Bilar frá Akureyri urðu innlyksa” „Það fór aðhvessa hérna af N- A sfðdegis á sunnudaginn og þeg- ar leið á kvöldið gerði alveg blindbyl og aðfaranótt mánu- dagsins var orðið mjög hvasst. Ég reikna með að það hafi verið svona 8-9 vindstig”, sagði Jón Illugason fréttaritari Timans i Mývatnssveit i samtali við blaða- mann i gær. — Hvernig er færðin? „Það var mjög vel fært hér i nágrenninu fyrir helgina en á sunnudaginn tók færð mjög að þyngjast. Ég átti til dæmis leið um Kisilveginn niður á Aðaldals- flugvöll. Ég fór héðan um fimm leytið á jeppa i samfloti með mér voru tveir fólksbilar og ég þurfti aðeins að aðstoða þá svo þeir kæmust leiðar sinnar. En i baka- leiðinni þá var farið að versna svo mikið að útilokað var að reyna að fara þessa leið á fólksbilum. Það var milli átta og niu á sunnudags- kvöldið. Ég frétti einnig af bilum frá Akureyri sem urðu innlyksa hérna i sveitinni þeir lögðu af stað héðan á sunnudagskvöldið en snéru við þegar veörið versnaði”, sagði Jón. Stórhrið á Kópaskeri „Það var stórhrið hérna i nótt og i morgun”, sagði Kristján Ár- mannsson fréttaritari Timans á Kópaskeri i samtali við Timann i gær. „Ég held að menn hafi enn ekki treyst sér til að fara og athuga með færðina hérna i nágrenninu svo um hana get ég sáralitið sagt. Mér þykir þó trúlegt að það sé viða orðið ófært a.m.k. má reikna með að hinn svokallaði Hafis- vegur sem liggurhéðan austur til Raufarhafnar, sé tepptur”. „Annars hafa samgöngur að og frá Kópaskeri veriö alveg þokka- legar i vetur miðað við veðrátt- una sem hefur verið mjög leiðin- leg. B'lugið er okkar aðal sam- gönguleið hingað á að fljúga fjór- um sinnum i viku, það hefur nú stundum viljað bregðast en að öðru leyti hefur þetta gengið vel að minu mati”, sagði Kristján. —Sjó ■ Forsætisráðherra mun skýra frá efnahagsráðstöfunum rikis- stjórnarinnar n.k. fimmtudag. Verður ræðu hans útvarpað svo og umræðum um hana. Ráðgert er að þingfundur veröi haldinn á fimmtudagskvöld og munu út- varpsumræðurnar þá fara fram. Um helgina hefur verið unnið að þvi að fara yfir ýmsa liði þeirra aðgerða sem i undirbún- ingi eru. t gær Voru þau mál rædd i þingflokkum Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. ■ Ellefu strákar á aldrinum þrettán til fjórtán ára hafa viður- kennt fyrir rannsóknarlögreglu rikisins að hafa framið sextán innbrot, auk skemmdarverka og veskjaþjófnaöa. „Þetta var nú svona uppgjör við stráka sem margir hverjir höfðu verið hjá okkur i nokkrar vikur af og til”, sagði Arnar Guö- mundsson deildarstjóri hjá rann- sóknarlögreglu rikisins i samtali við Timann i gær. „Alls voru þetta svona 25 til 30 mál sem þeir voru viðriðnir og frömdu um og eftir áramótin”. „Ég hef nú ekki tekið saman hvað það var mikið sem drengirnir stálu i heildina en stærsta innbrotiö sem þeir tengj- ast var framiö i Arnarhól, þar stálu fjórir þeirra um tuttugu þúsund krónum, en að visu skil- Lækkun rikisútgjalda og niöur- skurður á fjárlögum er einn höfuöliðurinn i þeim aðgerðum sem skýrt veröur frá á fimmtu- dag og vinna ráöherrar og starfs- menn ráðuneyta aö þvi að skera niður hver i sinu ráöuneyti. Munu bæði framkvæmda- og rekstrar- liöir verða skornir niöur. Þing- mönnum hefur enn ekki veriö skýrt frá hvernig sparnaðinum verður háttað i einstökum liðum. oó uöu þeir rúmum sex þúsund krón- um af þvi”. — Hvað verður gert við þessa stráka? „Það er nú það allir sem eru undir fimmtán ára aldri eru ósak- hæfir. Svo ekki verður um neina refsingu aö ræöa. Félagsmála- stofnun fær nú málið og svo verður bara aö koma i ljós hvort hún getur eitthvað gert á grund- velli barnaverndarlaganna”, sagði Arnar. —Sjó Magnús sjálf- kjörinn for- maður FÍB ■ Magnús E. Sigurðsson varð sjálfkjörinn formaöur Félags bókagerðarmanna til næstu tveggja ára. Frestur til að skila uppástungum um formann rann út 15. jan. s.l. og aðeins barst uppástunga um Magnús. Kosning til stjórnar veröur siðan i april n.k. en þá eiga þrir af sjö stjórnarmönnum að vikja úr stjórn félagsins. Viö stjórnarkjör i Félagi bókagerðarmanna er ekki viðhöfð listakosning eins og víðast hvar tiðkast i stéttarfélög- um, heldur einvörðungu kosiö á milli manna. Þaö sama gildir um kosningar til trúnaðarmannaráðs sem kosið er árlega i nóvember. Þó tryggja kosningareglur FBM jafnræði milli þeirra þriggja iðn- sviða sem stóöu að stofnun Félags bókagerðarmanna. —HEI Aðgerðir í efnahagsmálum kynntar á fimmtudag Lestunar- áætlun GOOLE: Arnarfell 8/2 Arnarfell 22/2 Arnarfell 8/3 ROTTERDAM: Arnarfell 27/1 Arnarfell 10/2 Arnarfell 24/3 Arnarfell 10/3 ANTWERPEN: Arnarfell 28/1 Arnarfell 11/2 Arnarfell 25/2 Arnarfell 11/3 HAMBORG: Jökulfell 5/2 Hclgafell 15/2 Helgafell 4/3 LARVíK: llvassafell 2/2 llvassafcll 15/2 Ilvassafcll .... 1/3 Ilvassafell .... 15/3 GAUTABORG: Ilvassafell .... 3/2 II vassafell .... 16/2 Ilvassafell .... 2/3 Ilvassafell ....16/3 KAUPMANNAHÖFN: llvassafell .... 4/2 Ilvassafell ....17/2 Hvassafell .... 3/3 Ilvassafell ....17/3 SVENDBORG: llelgafell ....28/1 Ilvassafell .... 5/2 Ilelgafell ....16/2 Ilvassafell ....18/2 Ilvassafell .... 4/3 HELSiNKI: Disarfell .... 6/2 „skip” .... 3/3 GLOUCESTER Mass: Skaftafell ....10/2 Skaftafell .... 10/3 HALIFAX, Canada: Skaftafell ....12/2 Skaftafell ....12/3 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík | Sími 28200 Telex 2101 Auglýsið Tímanum BUNAÐARBANKÍNN SELJAÚTIBÚ Stekkjarseli 1 (á homi Stekkjarsels, Stokkasels og Skógarsels)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.