Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 26. janúar 1982. 14 heimilistfminn B.St. og K.L. ■ „Arum saman hef ég þjáðst af örum hjartslætti. Köstin koma upp úr þurru og jafnt hvort heldur ég er liggjandi eða sitjandi. Hér áður fyrr fékk ég slik köst svona tvisvar-þrisvar á ári, en upp á siðkastið fæ ég þau oftar, jafnvel einu sinni i mánuði. Köstin koma án þess að gera boð á undan sér og standa alit frá nokkrum minútum og upp I klukkustund. Þá slær púlsinn mjög hratt. Mér liður illa, þegar ég fæ köstin, og vil helst leggjast fyrir. Ég er 47 ára gömul og að öðru leyti frisk. Hjartalinurit hafa verið tekin af mér, en ekki sýnt neitt óeðiilegt.” Hér er sagt frá óþægindum, sem eru hreint ekki svo óalgeng. En ör hjartsláttur hetur átt sér ýmsar orsakir. Þaö er ekki alltaf einfalt aö gera sér i fljótheitum grein fyrir af hverju hann stafar eöa hvers konar köst er hér um aö ræöa. Oft getur læknirinn þó dregiö einhverjar ályktanir af lýsingum sjúklingsins. Hér fylgja, lýsingar annars sjúklings, sem skýrir frá sinni reynslu af örum hjartslætti: Næstum þvi á hverj- um degi fer hjartaö aö slá svo hratt og fast, aö ég finn hvern siátt. Oft kemur þetta yfir mig, þegar ég er lagstur fyrir á kvöld- in, þá fer hjartaö aö slá hraöar og hraöar og þaö er varla hægt aö telja púlsslögin. Þegar köstin byrja þannig, verö ég að fara á ról, þangað til slátturinn hægist aftur. Þaö hafa veriö tekin af mér hjartalinurit, en þau hafa ekki leitt neitt i ljós og mér var sagt aö hjartaö væri eölilegt. Þannig litur eðlilegt hjartlinurit út Ör hjartsláttur Hjartalínurit Nú er ekki úr vegi aö gera nokkra grein fyrir þeirri rann- sókn á hjartanu, sem fagmenn kalla elektrokardiogram, en er I daglegu tali kallaö EKG. 1 munni almennings er þaö yfirieitt kallaö hjartalinurit. Þessi skoöunarað- ferö er oröin svo algeng, aö fátitt mun oröiö aö fulloröiö fólk hafi ekki einhvern tima verið beitt þessari rannsóknaraðferö. Rannsóknin fer fram á þann hátt, að rafskaut eru fest á brjóst, handleggi og fótleggi. Hjartaö sendir frá sér veik rafmerki, sem skautin taka á móti og senda áfram i gegnum magnara. Þessi merki ummyndast siöan i linurit, sem kemur fram á pappirsrenn- ingi. Þá kemur fram ákveðiö munstur, og þaö er þaö, sem gef- ur upplýsingar um, hvort eitthvaö er aö eöa ekki. EKG— hjálpartæki en gef- ur ekki einfalda útkomu EKG er gagnlegt hjálpartæki viö rannsóknir á starfsemi hjart- ans, en þvi fer fjarri aö þaö gefi tæmandi upplýsingar um ástand hjartans. Svokallað eölilegt EKG þarf ekki aö þýöa aö hjartaö sé al- heilbrigl. Það er t.d. alveg mögu- leiki á aö sjúklingur þjáist af hjartakrampa (angina pectoris), þó að EKG sé eölilegt. A hinn bóg- inn geta verið smávægileg frávik á EKG, án þess aö sjúklingurinn sé þar meö úrskuröaöur hjart- veikur. Ör hjartsláttur Margar ástæöur geta legiö til þess, þegar fólk fær öran hjart- slátt. 1 langflestum tilfellum er þaö, sem fólk vill kalla öran hjartslátt, ekki merki um hjarta- sjúkdóm. Yfirleitt er um aö ræöa taugaóróa, sem hefur áhrif á hjartsláttinn. Þaö er mjög al- gengt, og hafa allir reynt þaö, aö hjartaö slærhraöar, þegar maöur er órólegur eöa kviöinn. Enginn veröur áhyggjufullur og imyndar sér aö nú sé hjartaö aö gefa sig af þessum ástæöum. Hjartsláttur, sem liöur i þeim óþægindum, sem fólk finnur til, þegar þaö á aö fara aö koma fram einhvers staðar, er alveg eölilegur og myndast vegna aukinnar myndunar svokallaöra „streituhormóna”, t.d. adrena- lins. ómeðvitaður ótti Margir eru kviönir og hræddir, án þess aö geta gefiö nokkrar skýringar á þvi, hvaö þaö er, sem vekur meö þeim ótta. Slikur ótti leiöir til aö fólk gengur sifellt meö hærra „spennustig” en eðlilegt er. Þaö hefur lika áhrif á hjartaö á þann hátt, aö þaö fer gjarna aö slá hraöar og fastar, en þegar slikt gerist, gerir fórnarlambiö sér oft ekki ljósa grein fyrir, að þaö er ótti — ómeövitaöur ótti — sem á sök á aukna hjartslættin- um. Þess vegna veröur sá, sem hjartsláttinn fær, sannfæröur um aö eitthvaö sé bogiö viö hjartaö. Mjög liklegt er, aö öri hjart- slátturinn, sem siöari lýsingin hér á undan segir frá, eigi sér slikar orsakir. Þaö eru sjúklingar af þessu tagi, sem fá oft aö heyra, aö þeir hafi „taugaveiklaö hjarta”. En þetta er varla kallaður hjarta- sjúkdómur og þar af leiðandi leiö- ir hjartallnurit ekkert óvenjulegt i ljós. Ekki taugaveiklaður hjart- sláttur Fyrri lýsingin gefur til kynna aöra tegund hjartsláttaróreglu — þegar hann hefst alveg upp úr þurru. Hjá flestum þeim, sem gefa slikar lýsingar á örum hjartslætti sinum, finnst heldur ekki neitt at- hugavert viö hjartarannsóknir. 1 þessum tilfellum má taka svo til orða, aö þaö sé ofurlltil óregla i „rafleiöslu” hjartans, sem geri þaö aö verkum aö hjartaö hlaupi ofurlitiö útundan sér ööru hverju. Skyndilega leiðast út raf- magns,,impúlsar”, sem leiöa til hraöari hjártsláttar, kannski 150 slaga á minútu eöa meira. Kastiö hættir jafn skyndilega og það byrjaöi. Þaö getur staöiö yfir allt frá fáum sekúndum og upp i nokkrar klukkustundir. Þegar vanliöan fylgir þessum köstum, er þaö helst vegna þess að hjartaö slær alltof hratt, og það er ekki óalgengt, að þaö slái oftar en 200 sinnum á minútu. Þeir, sem liöa af hjartsláttar- köstum sem þessum, hafa oft lært hinar og þessar aöferöir til aö binda enda á kastiö. Sú algeng- asta er aö klipa fast utan um nef- iö, eins og fólk gerir þegar þaö er stoppaö af kvefi, eöa stinga fingri ofan i kok og koma þannig af staö uppköstum. Auk hjartsláttarkastanna sjálfra, er hér ekki um að ræöa neinn hjartasjúkdóm, sem fólk þarf aö sýna sérstaka aögát i sambandi við viö iökun Iþrótta eða annarra athafna. Hvort ber aö meöhöndla þessi köst sérstak- lega, er algerlega háö þvi, hversu oft þau koma fyrir fólk, hversu mikilli vanliöan þau valda og hversu auövelt er aö stööva þau á eigin spýtur. Hjartsláttur og hjartasjúk- dómur Eins og áöur er sagt, tekur hraöur hjartsláttur á sig ýmsar myndir og hefur þegar veriö minnst á tvö algengustu afbrigö- in, sem segja má aö séu hættu- laus, að þvi leyti aö þau benda ekki til neins lifshættulegs sjúk- dóms. Hins vegar eru mörg önnur afbrigöi óreglu I starfi hjartans, sem leiða til aukins hjartsláttar, sem bendir til hjartasjúkdóms. Það eru mörg slík afbrigði, sem ekki er ástæöa til aö ræöa hér, en sem sjá má hjá sjúklingum, sem hafa fengið hjartaslag eöa ganga meö aöra hjartasjúkdóma. Sjúkdómsgreiningin getur verið erfið Þegar sjúklingur kemur til læknis og kvartar undan of hröö- um hjartslætti, væri þaö æskileg- ast aö taka af honum hjartalinurit þegar hann er i kasti. Þaö myndi i flestum tilfellum leiöa i ljós um hvers konar hjartsláttaróreglu er aö ræöa. En fyrir kemur, aö köst- in standa svo stutt yfir, aö sjúklingurinn kemst ekki til læknis eöa á sjúkrahús á meðan þaö stendur yfir. Nú orðiö kemur þetta ekki aö sök. Til eru litil, flytjanleg EKG-mælitæki, og sjúklingurinn getur gengiö meö segulbandstæki, sem tekur upp hjartastarfsemina i heilan dag. Þegar spólan er siöan spiluð, má sjá, hvort um einhverja óreglu er að ræöa. í örfáum tilfellum veröur að leggja sjúklinginn á sjúkrahús til rannsóknar áöur en sjúkdóms- greiningin er endanlega gerö. Meðhöndlun Algengasta afbrigöi hjart- sláttaróreglu, „taugaveiklaö hjarta”, lagast i mörgum tilfell- um, þegar sjúklingurinn hefur verið rannsakaöur og fengiö full- vissu um aö hjartað er hraust. Aö visu er sú fullvissa ekki nægjan- leg til bata, þvi aö orsökin sjálf, ómeðvitaöi óttinn, er enn á sinum staö. Óþægindin eru þvi oft lang- varandi, köstin koma og hætta, og i sérlega erfiöum tilfellum getur þaö átt rétt á sér aö gefa sjúklingnum róandi lyf um stutt- an tima. Þegar um er aö ræöa aörar tegundir hjartsláttaróreglu, sem eiga upptök sin i hjartanu, fer meöferöin algerlega eftir þvi sem nánari rannsókn leiöir i ljós. 1 stuttu máli má segja, aö nú á dög- um sé slikt úrval af hjartalyfjum til aö meðhöndla óreglu á starfi hjartans, að þar megi finna eitt- hvaö viö hæfi sérhvers sjúklings. Þegar um er aö ræöa hættu- lausa hjartsláttaróreglu, eins og fyrra tilfellið i upphafi þessarar greinar virðist haldiö, má e.t.v. segja, að i flestum tilfellum sé ekki ástæöa til stööugrar með- höndlunar. Ef á að koma I veg fyrir köst, veröur aö taka inn lyf á hverjum degi. Þá er oft betra að meöhöndla hvert kast fyrir sig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.