Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 16
16 iþróttir Þriöjudagur 26. janúar 1982. Egyptar vilja landsleik í knattspyrnu: „Engin afstaða verið tekin” — segir Helgi Daníelsson stjórnarmaður í KSÍ ■ , ,Það hefur engin afstaða verið tekin til þessa boðs og verður ekki gert fyrr en það liggur fyrir hvort af ferðinni til Arabarikja verður”, sagði Helgi Danielsson stjdrnar- maður hjá Knattspyrnusam- bandi tslands i samtali við Timann. Knattspyrnusambandinu liefur borist boð frá Egyptum um að leika við þá landsleiki i knattspyrnu og fyrirhugað er Afmælis- mót JSÍ — keppni í karlaflokkum fór fram um helgina ■ Afmælismót Júdósam- bands Islands var haldið á sunnudaginn i iþróttahúsi Kennaraskólans og keppt var i sex karlaflokkum á mótinu. Bjarni Friðriksson var yfir- burðar sigurvegari i sfnum flokki — þungavigt og sigraði þar örugglega. I 60 kg flokki sigraði Gunnar Jóhannesson frá Grindavik. Karl Erlings- son Ur Armanni kom sterk- astur út i 65 kg flokkiog i 71 kg flokknum sigraöi Halldór Guðbjörnsson úr JUdófélagi Reykjavikur. ómar Sigurðs- son sigraði i 78 kg flokki en Ómarer frá Keflavfk og i 86 kg flokknum sigraði Gisli Þor- steinsson örugglega. röp-. að þeir leikir verði I mars- mán uði. Eins og áður hefur verið greint frá þá barst KSI boð um að koma með landslið sitt til Kuwait Qatar og Sameinuðu arabisku furstadæmana i mars en enn hefur ekki verið ákveðið hvort þessu boði verður tekið. Að sögn Helga þá eiga þeir hjá KSl von á skeyti á morgun varðandi allan kostnað við þessa ferð og bjóst hann við að á stjórnarfundi á fimmtudag- inn lægi það ljóst fyrir hvort farið yrði i' þessa ferð og um leið hvort hægt yrði að taka þessu boöi Egypta. Eins marks sigur — FH sigraði Val 13-12 í 1. deild kvenna ■FH sigraði Val i 1. deild kvenna er félögin léku i iþrótta- hUsi Hafnarfjarðar i gærkvöldi. Lokatölur urðu 13—12, Margrét Theodórsdóttir var atkvæða- mest i liði FH skoraði átta mörk, fjögur úr vitaköstum. röp-. Arnarmótið íborðtennis: ■ Johnson og félagar hans i KR lögðu Val að velli i úrvalsdeildinni á sunnudagskvöidið. TimamyndElla Þriggja stiga sigur hjá KR — yfir Val ■ KR-ingar sigruðu Val 81-78 er félögin léku i úrvalsdeild- inni i Hagaskóla á sunnudags- kvöldið ogvar staðan ihálfleik jöfn 41-41. Leikurinn var mjög jafn en þrátt fyrir þaö var hann ekki spennandi enda greinilegt að leikmenn beggja liða virðast vera búnir að sætta sig við að baráttan um titilinn er fyrir bi hjá báðum aðilum. Þrátt fyrir jafnan leik þá náðist aldrei upp nein spenna sem svo oft hefur einkennt leik þessara félaga. Jón Sigurösson var besti maður KR-liðsins i leiknum gegn Vai og hann varð einnig stigahæstur skoraði 26 stig. Johnson átti ágætan leik skoraði 24 stig og Garðar kom næstur með 10 stig. Hjá Val var Ramsey stiga- hæstur skoraði 22 stig Rik- harður kom næstur með20 stig og Torfi skoraöi 17 stig. ÍBÍ til- kynnti á réttum tíma ■ Pétur Heigason knatt- spyrnuráðsmaður frá Isafirði kom að máli við okkur og sagði að ekki hefði verið rétt greint frá iblaðinu á föstudag- inn og áttiþar viðað þrjú félög hafi ekki tilkynnt þátttöku i Is- landsmótið i knattspyrnu 1. deild. — Pétur sagði að hann hefði fyrir hönd IBI sent þátttöku þeirra i póst fyrir tilskilinn tima og hefðu KSl menn verið heldur of fljótir á sér i þetta sinn. röp-. Mistök f ritaraskýrslu: Kostuðu Framara Hjálmtýr öruggur sigurvegari ■ Arnarmo'tið I borðtennis var haldið f Laugardalshöll- inni um helgina og var keppt I fimm flokkum og þátttak- endur voru 96. Þetta var I ellefta skipti sem keppterum Arnarbikarinn og Hjálmtýr Hafsteinsson sem sigraði i þessu móti 1980, sigraði f meistaraflokki um helgina og er það I annað sinn sem hann hlýtur þennan bik- ar. Hjálmtýr vann Jóhannes Hauksson KR i úrslitum 21-15 og 21-19 i þriðja sætí varð Stefán Kcnráðsson Vlkingi. Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB sigraði Astu Urbancic Eminum i úrslitum i meistaraflokki kvenna 21-12 og 21-13 I þriðja sæti varð Kristin Njálsddttir UMSB. Ama Sif Kærnested Vikingi sigraði Ellsabetu ólafsdóttur Erninum 21-11 og 21-17 i'úrslit- um i' 1. flokki kvenna og i 1. ftokki karla varð Björgvin Björgvinsson KR hlut- skarpastur en hann sigraði Arna Gunnarsson UMFK i úr- slitum 21-10 og 21-16. Kristján Viöar Haraldsson HSÞ sigraði Gunnar Hall Em- inum I úrslitum i 2. flokki karla 21-16 18-21 og 21-8. Punktastaða Borðtennis- sambandsins aö loknu þessu móti er þá þannig að i mástarafiokki karla er Ttím- as Guðjónsson KRI fyrsta sæti með 86 punkta Tómas Sölva- son KR er annar með 47 og i þriðja sæti er Hjálmtýr Haf- steinsson KR meö 42 punkta. Ragnhitour Sigurðardóttir UMSB er i fyrsta sæti I meistaraftokki kvenna með 18 punkta og i öðru sætí er Ásta Urbancic með 13. röp-. tap gegn ÍR-ingum — eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn en er farið var yfir ritaraskýrsluna kom f Ijós að ÍR hafði sigrað með einu stigi ■ „Þetta er fáránlegt, það bcndir allt til þess að við höfum rétt fyrir okkur og að þetta eru mistök hjá ritara. Það er ekki hægt að hafa börn i ritarastörf- um”, sagði Kolbeinn Kristinsson þjálfari Framara eftir að þeir höfðu tapað I.Jknum við ÍR i úr- valsdeildinni i körfuknattleik i Hagaskóla á laugardaginn. Mikil rekistefna varð eftir leik- inn sem eftir ljóstöflunni endaði 78-78 og átti þvi að koma til fram- lengingar. En eftir að dómararnir höfðu athugað skýrslu ritarans kom i ljós að 1R hafði unnið leik- inn með einu stigi 78-77 og þar við sat. I skýrslunni var fært að Fram hefði skorað þrjú stig úr vitaskotum sem ekki er hægt, en það sem Fram vildi hafa rétt var að er Brazy skoraði körfu i fyrri hálfleik var brotið á honum um leið og fékk hann eitt skot sem hannskoraði úr. En Sigurður Val- geirsson dómari sagöi að skýrsl- antalaðisinu máli og þar við sat. Framarar kærðu þennan leik strax er honum lauk. Leikurinn var annars jafn og spennandi. 1R sýndi einn sinn besta ef ekki langbesta leik i langan tima en Framarar voru ó- venju slakir. 1 hálfleik var staðan jöfn 39-39 en i upphafi seinni hálfleiks tók Fram forystuna en munurinn var aidrei nema nokkur stig. 1R komst siðan yfir 73-72 er tvær minvoru til leiksloka jafnt var 74- 74 76-76. Kristinn Jörundsson skoraði 78-76 fyrir IR og er nokkrar sek voru til leiksloka jafnaði Simon Ólafsson metin. Eins og áöur sagði var þetta mjög góður leikur hjá 1R þeir voru ákveðnir og börðust vel. Stanley var góður i vörninni en hittnin hjá honum var slök i leikn- um. Kristinn Jörundsson átt.i stórleik og Jón einni^Aðrir leik- menn stóðu vel fyrir sinu. Meðalmennskan var rikjandi hjá Fram þeir hafa sýnt betri leik en þeir gerðu gegn 1R og eftir þetta tap eru litlar likur á þvi að þeim takist að verða Islands- meistarar. Þetta var leikur sem mátti ekki tapast en svo var ekki að sjá á leik leikmanna Fram. Stanley skoraði 25 stig fyrir IR, Kristinn 23 og Jón Jör 20. Brazy var með 21 stig hjá Fram, Þorvaldur 17 Simon 16 og Viðar 13 stig. Leikurinn gat ekki hafist fyrr en hálftima eftir auglýstan leik- tima þar sem annan dómarann vantaði 1 stað þess að fresta leiknum var brugðið á það ráð að hringja út um allan bæ i leit að einhverj- um sem gæti hlaupið i skarðið. Furðulegt er að þessir hlutir skuli ekki vera i lagi, þvi svona lagað á ekki að geta komið fyrir. röp.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.