Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 7
• ii i <ti- -uioehiiiíi i1! Þriðjudagur 26. janúar 1982. erlent yfirlit erlendar fréttir «•% t41 7 Rene Levesque Laetur Levesque af forustunni? Þjóðernisdeilan magnast aftur í Kanada ■ ÞAÐ MUN mörgum þykja ein- kennilegt, að brezka þingið fjallar nú um breytingar á stjórnarskrá Kanada. Stjórnarskrá sú, sem talin er gilda í Kanada, felst i löggjöf, sem sett var af brezka þinginu 1867 um nýlendur þess i Norður- Ameríku. Sjálfstæði Kanada byggist á þessari löggjöf en form lega hefur brezka þingið ekki af- salað sér réttinum til að setja Kanada stjórnarskrá. Annað hefur þvi' ekki þótt lög- legt en að brezka þingið afsali sér þessum réti formlega og veitti Kanada óskorað vald til að setja sér stjórnarskrá. Þótt hér sé fyrst og fremst um form eitt að ræöa, hefur Rene Levesque forsætisráðherra i Quebec-fylki snúið sér til Marga- ret Thatcher og beðið hana að hlutast til um, að brezka þingið afgreiði ekki lög um þetta efni fyrr en dómstólar i Kanada hafi fellt Urskurð um, hvort einstök fylki hafi ekki rétt til að synja stjórnarskrárbreytingum að þvi leyti er málefni þess varðar. Tilefni þessa bréfs er það, að Levesque hefur skotið þvi' til yfir- dóms i Quebec, hvort fylkið sé bundiö af stjórnarskrárbreyting- um, sem það hafnar. Ef Ur- skurður dómsins fellur Levesque i vil, mun Trudeau forsætisráð- herra Kanada óska úrskurðar hæstaréttar Kanada um málið. Þessi málaferli geta orðið lang- vinn og þvi þykir ótrúlegt, að Thatcher verði við ósk Levesque. Hins vegar þykir ekki ósennilegt, að ýmsir þingmenn muni styðja þessa ósk og þvi geti orðið veru- legar umræður um þetta i þing- inu. VEL getur svo farið, að stjórnarskrárdeilan i Kanada verði til þess, að Levesque segi af sér forustunni i Sjálfstæðisflokki Quebec. Deila er risin um það i flokknum, hvort barizt skuli fyrir fullu sjálfstæði Quebec. Levesque hefur ekki gengið lengra i þessari deilu en það, að hann vill að Quebec verði áfram i efnahagslegum tengslum við Kanada, þótt fylkið verði sjálf- stætt að öðru leyti. A þingi flokksins, sem haldið var i siðastliðnum mánuði, var þessari stefnu hafnað. Þar var samþykkt með miklum meiri- hluta, að flokkurinn skyldi berjast fyrir þvi í næstu fylkis- kosningum, að Quebec fái fullt sjálfstæði og sliti <31 tengsl við Kanada. Levesque var andvigur þessu, en lenti i minnihluta. Levesque hefur nú fengið þvi framgengt, að dagana 6.-7. febrúar næstkomandi fer fram atkvæðagreiðsla meðal hinna 300 þús. félagsbundinna flokksmanna um þaö, hvort barizt skuli fyrir ■ Pierre Elliott Trudeau. fullu sjálfstæði Quebeceða þeirri stefnu, sem flokkurinn hefur áður fylgt, þ.e. sjálfstæðu Quebec með efnahagslegum tengslum við Kanada. Sigri Levesque i atkvæða- greiðslunni, hyggst hann fá þvi framgengt, að kallað verði saman aukaþing flokksins og þar verði stefnunni breytt i samræmi við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. Tapi Levesque hins vegar i at- kvæöagreiðslunni, mun hann segja af sér flokksforustunni. SIÐAN þingkosningar fóru fram i' Kanada 18. febrúar 1980 og Frjálslyndi flokkurinn kom aftur til valda undir forustu Trudeaus, hefur stjórnarskrármálið verið mál málanna i Kanada. Stjórnarskrármálið komst fyrst fyrir alvöru á dagskrá, þegar Sjálfstæðisflokkur Quebec fékk meirihluta á fylkisþinginu i kosningunum 1976 og Levesque varð forsætisráðherra. Hann lofaði fyrir kosningarnar að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu i Quebec um það, hvort fylkið yrði sjálfstætt en i efnahagslegum tengslum viö Kanada. Þessi til- laga hans var felld i þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem fór fram i mai' 1980. Hún fékk ekki nema 42% greiddra atkvæða. Þótt Levesque biði ósigur i at- kvæðagreiðslunni, hélt flokkur hans áfram meirihluta á þingi i fylkiskosningum nokkru siðar. Strax eftir atkvæðagreiðsluna i mai 1980 hóf Trudeau viðræður við fylkisstjómimar um nýja stjórnarskrá. Markmið hans var að fullnægja sjálfstæðisóskum Quebec með þvi að veita fylkjun- um aukna heimastjórn. Jafn- framtyröi réttur frönskumælandi manna tryggður i hinum enska hluta Kanada, og réttur ensku- mælandi manna i Quebec. Sjálfstæðishreyfingin i' Quebec er fyrst og fremst sprottin af þvi, að þar em um 80% ibúanna af frönskum ættum og tala þeir frönsku. Quebec var áður fyrr frönsk nýlenda. Trudeau gekk illa að semja við fylkin, sem vildu tryggja sér sem mest sérréttindi. Að iokum náðist þó samkomulag við öll fylkin, nema Quebec. Levesque taldi sig geta illa fallizt á stjórnarskrá, þar sem ákveðið væri að Quebec yrði hluti Kanada, án nokkurrar sérstöðu. Hins vegarvildi hann ekkibeita sér fyrir sjálfstæðu Quebec, sem væri slitið úr öllum efnahagsleg- um tengslum við Kanada. Þetta hefur valdið áðurgreindum á- greiningi i flokki hans. Trudeau hefur nú farið fram á það við brezka þingið, að það ieggi blessun sina yfir það stjórnarskrárfrumvarp, sem hann hyggst leggja fyrir kana- diska þingið, þegar brezka þingiö erbúiðað afsala sérhinum form- lega rétti sinum. Nýia stiórnarskráin bæti'r á margan hátt sTððu Quebec, en bersýnilegt er þó af átökunum i Sjálfstæðisflokknum, að þjóð- ernisdeilan i' Kanada er siður en svo leyst. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Verða herlög T Póllandi afnum- l in í næsta mánuði? ■ Jaruzelsky hershöfðingi yfirmaður pólsku herstjórnar- innar sagði i gær að til greina kæmi að takmarkanir þær sem innleiddar voru i landinu fyrir rúmum 6 vikum með setningu herlaga yrðu stór- lega minnkaðar og svo gæti jafnvel farið að herlög i land- inu yrðu numin úr gildi i endaðan febrúar. Það væri þó háð þeim skilyrðum að ekkert óvænt kæmi upp á, eða að ekki yrði gripið til neinna ólöglegra aðgerða i landinu. Jaruzelsky sagði að herlögin yrðu að vera lengur i gildi i iðnaðinum i Póllandi. Jaru- zelsky sagði þetta i ávarpi sinu til pólska þingsins, en það kom saman i fyrsta sinn siðan herlög tóku gildi 13. desember sl. Hann sagði að það sem mestu skipti nú, væri að binda endaá ólgu i landinu og koma friði og spekt á. Hann bætti þvi samt sem áður við að meö þvi að draga úr takmörkunum þeim og þvingunum sem fylgdu herlögum, þá hefði það ekki það i för með sér að horfið yrði til fyrra þjóðskipulags i Póllandi. Jaruzelsky hershöfðingi greindi frá þvi að yfir 4500 manns væru enn i fangelsum, en yfir 1700 heíðu verið látnir lausir. Hann sagði að engum væri refsað fyrir skoðanir sin- ar, heldur væri fangelsun þessara manna aðeins tima- bundin fy rirbygg jandi ráðstöfun. Hershöfðinginn bætti þvi jafnframt við að ekki kæmi til greina að reka i útlegö þá Pól- ver ja sem væru i andstöðu við sósialismann en þeim væri með öllu frjálst að setjast að i öðrum löndum. Fregnir frá Póllandi herma að sögusagnir hafi verið á kreiki i Varsjá að einhverjum Pólverjum verði á næstunni heimilað að ferðast frá Pól- landi aðeins með ferðaleyfi úr landi en ekki inn i landið á nýj- an leik. Er talið að þessi að- ferð yrði þægileg fyrir stjórn- völd i Póllandi til þess að losna við óþægilega gagnrýnendur. 1 ávarpi sinu gagnrýndi Jaruzelsky harðlega það sem hann nefndi „illskeytta bar- áttu” sem stjórnað væri af Bandarikjunum. Gromyko neitar að ræða Pólland á fundi með Haig ■ Utanrikisráðherra Sovét- rikjanna Gromyko sagöi i gær að hann hefði alls ekki i hyggju að ræða nein máleíni tengd Póllandi á fundi sinum i dag með utanrikisráðherra Bandarikjanna Alexander Haig, sem verður i Genf i Sviss. Gromyko sagði að tilefni fundarins væri að ræða tengsl Bandarikjanna og Sovétrikj- anna ásamt öðrum alþjóðleg- um vandamálum. Sagðist Gromyko mundu leita eftir samkomulagi á eins mörgum sviðum og mögulegt væri. Alexander Haig sagði þegar hann kom til Genfar i fyrra- kvöld að hann myndi nota tækifærið á fundinum með Gromyko, og lýsa yfir reiði bandarisku þjóðarinnar, vegna ástandsins i Póllandi. Súdanskur rád- herra settur af ■ Numeri, forseti Súdan setti i gær af annan valdamesta mann Súdan, varaforseta landsins sem var jafnframt varnarmálaráðherra og yfir- maður hersins i Súdan. Ekki var greint frá neinni ástæðu fyrir þessari ákvörðun forsetans, þegar fréttastofur i Súdan greindu frá þessari ákvörðun. Fyrr hafði þó Verið greint frá þvi að Numeri heföi lýst þvi yfir að hann hygði á breytingar innan stjórnskipu- lags sósialistaflokksins, með það fyrir augum að tryggja meiri og öruggari þátttöku fólksins i stjórn landsins. Þjóðarfundi flokksins sem halda átti i næsta mánuði hef- ur verið frestað um óákveðinn tima. Talið er að þessar að- gerðir Numeris forseta séu andsvar við ókyrrð sem verið hefur i landinu að undanförnu vegna verðhækkana o.fl. TÉKKÓSLÓVAKÍA: Sovéska fréttastofan Tass skýrði frá þvi i gær að sameiginlegar hernaðaræfingar Ungverja, Tékka og Sovétmanna væru hafnar i Vestur-Tékkóslóvakiu. Tass sagði að æfingar þessar væru til þess gerðar að auka félagslega samstöðu og samvinnu þessara þjóða. SÝRLAND: Stjórnvöld i Sýrlandi hafa flutt Jórdönum haröorö mótmæli sin vegna ásakana Jórdana frá þvi i siðustu viku þess efnis aö sýrlenskur sendiráðsstarfsmaður heföi verið viöriðinn sprengitilræði i Jórdaniu, fyrir tveimur vikum. Fregnir frá Damaskus herma að sendiherra Jórdaniu i Sýrlandi hafi verið kvaddur til utanrikisráðuneytisins i Damaskus og honum hafi þar verið afhent mótmælin. Fylgdi þaö frásögninni að aðstoðar- utanrikisráðherra Sýrlands, hefði tjáö sendiherranum aö sam- kvæmt heimildum sýrlenskra yfirvalda þá stæði leyniþjónusta Jórdaniu að baki sprengitilræðinu. KENYA: Þingmaður kenýska þingsins fannst i gær myrtur á mjög afskekktu svæði i norðurhluta Kenya. Ekki er vitað hverjar ástæðurnar fyrir morðinu eru, né hverjir frömdu þaö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.