Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 11
ÞriOjudagur 26. janúar 1982. !1‘. !t’ 11 ■ Oslóbúar eru ákaflega stoltir af „Elliðaánum” sinum, Akerselva, sögð er sú höfuðborgará I Evrópu sem flesta fossana hefur. Vegna kuldanna eru allir fossarnir, 25 talsins i klakaböndum og efsti foss- inn viðgömlu rafstöðina hjá Frysja er þarengin undantekning. — Tlmamynd: ESE. enn meira, eða um minus 52 gráður. Svo sem nærri má geta er ekki fólk mikið á ferli i slikum gaddi. Viðs vegar hefur þurft að loka verksmiðjum vegna fimbul- vetursins og á götum úti er það hrimþokan sem ræður rikjum. Einstaka menn sjást þó skjótast á milli húsa, en vei þeim sem ekki er vel búinn á þessum heima- slóðum kuldabola. Þeirra biður ekkert nema dauðinn. Til marks um frosthörkurnar, má annars nefna að algengt er að olian frjósi á bilunum og allir eru fyrir löngu búnir að leggja kvika- silfurshitamælana á hilluna. A þessum slóðum duga nefnilega ekkert nema „alkóhólmælar”, þ.e.a.s. mælar sem eru útbúnir með alkóhóli i stað hins hefðbundna kvikasilfurs, sem frýs við um minus 36 gráður. Frosið fólk Miklar samgöngutruflanir hafa orðið vegna frostanna og ekki sist hefur þetta bitnað á járnbrauta- lestunum. I Osló er ástandið litið skárra enda hefur hitastigið verið um minust 20 gráður sl. daga, en mest hefur frostið orðið tæplega 25 gráður. Á hinum feikivinsælu eldhúsgluggamælum hefur frostiö þó orðið enn meira, s.s. I stúdentabænum Kringsjá þar sem margir íslendingar halda til. Er ekki óalgengt að kvikasilfrið i mælunum þeim hafi nálgast min- us 30 gráðurnar og þykir flestum þá nóg um. En það eru fleiri met sett hér þessa dagana en bara kuldametin. Rafmagnseyöslan hefur aldrei verið meiri og bara i Osló einni hefur notkunin verið rúmlega 1.5 milljón kilóvatttimar (150 me'gavött) daglega. Er áætlað að Norðmenn eyði minnst 25—30 milljónum króna meira daglega til upphitunar húsa sinna, en á venjulegum vetri. t verstu leiguhjöllum borgarinnar rikir nú neyðarástand og þrátt fyrir kuldann dugir litið að kynda undir rafmagninu. öll öryggi i þessum ibúðum eru þannig úr garði gerð að þau þola vart einn hraðsuðuketil á sólbjörtum sumardegi og eru þau þvi fljót að slá út ef fólk freistast til að kynda of mikið. 1 mörgum þessara ibúða hefur hitastigið ekki veriö nema 5—10 stig að undanförnu og þess eru mörg dæmi að hitastigiö hafi farið neðar, allt niður i frostmark. Þeir sem i þessum ibúöum búa eru oftast þeir verst settu i bióðfélaginu, bæði innflytjendur og gamalt fólk sem oft er farið að heilsu. Þeirra eina ráð til þess að halda á sér hita er að dúða sig fötum, teppum og öðru tiltæku, leggjast upp i rúm og breiða upp fyrir haus. Eru þeir ekki ófáir sem þannig eru rúmliggjandi á þessu herrans ári 1982. „ísmolarnir” Eins manns dauði er annars brauð, segir máltækiö og vist er að þeir eru margir sem ekkert hafa á móti kuldunum. Meðal þeirra eru „sjóbaðararnir” sem setja sig aldrei úr færi við að komast i sem kaldastan sjó. Syndir fólk þetta gjarnan ber- stripað i sjónum á milli ismol- anna og ber þvi við i blöðum og útvarpi að þvi hafi aldrei liðið betur á ævinni en eftir velheppn- að isbað. Þeir kræfustu láta sig ekki muna um að skella sér út I is- kalt vatnið, en lofthitinn hefur þá verið allt að mínus 24 gráður. : : - frjálsa spil var þarna lika. Þar sem þetta má teljast nokkurs- konar yfirlitssýning — öðrum þræði, var fortiðin rifjuð upp, svona af þvi tilefni, en það er ágæt venja. Sigurður K. Árnason, hélt sina fyrstu einkasýningu árið 1961, en alls eru einkasýningar hans orðnar sjö, þar af þrjár i Reykja- vik, hinar á öðrum stöðum, i Kaupmannahöfn, i Bolungarvik og i sinni heimabyggð, þar sem hann hefur komið mikið við sögu, en þar er m.a. starfandi mynd- listarklúbbur. En á sama timabili hefur hann tekið þátt i allmörgum samsýningum. Af þessu sést, að hann byrjar frekar seint að sýna eftir að venjulegri skólagöngu i myndlist lýkur. A sýningunni að Kjarvals- stöðum sýnir Sigurður einvörð- ungu oliumálverk og eru alls 36 myndir á sýningunni. Sú elsta er frá árinu 1956, en flestar eru frá alseinustu árum. Það einkennilega er, að bestu myndirnar á þessari sýningu virðast vera þær elstu og þær sem eru alveg nýjar. Tónsvið eldri myndanna er annað en i þeim er á eftir íara. Sérlega starsýnt varð mér á mynd no 1, sem er gömul sjálfsmynd, máluö árið 1956 og svo vil ég nefna myndir no 14, myndir no 35, 46, 62 og 63. Þess má geta að sundgarparnir láta sig ekki muna um að troða marvaðann þó aö lík'amshitinn sé kominn niður i 29 stig og ekki láta þeir það heldur á sig fá þó að þeir fái smá krampa af og til. Til upp- lysingar má geta þess að flestir sjóbaðaranna eru vel i holdum, enda mun þetta ekki vera iþrótt fyrir þá sem eru vaxnir eins og eldspýtur. „Logandi grýlukerti” Þó að Osló gangi oft undir nafninu „stærsta sveitaþorp i heimi” er alls ekki hættulaust að vera hér á ferli þessa dagana. Og auðvitað er það kuldanum að kenna. Ibúðir eru margar hverjar mjög illa einangraðar og þegar hinn dýrmæti hiti rýkur út undan þakskeggjunum, þá eru það hín ákjósanlegustu vaxtarskilyrði fyrir grýlukerti. Ljóma þessi risakerti út um allan bæ og þeir eru ekki ófáir borgarstarfsmenn- irnir sem berjast við þessa hel- frosnu klakadröngla. I þeirri baráttu er ekkert slakaö á, enda eins gott þvi aö ekki þyrfti að binda um þá er slikt kerti fengju I hausinn... Lýkur hér klakafréttum úr riki kuldabola, i bili a.m.k. — ESE/Osló. Ef til vill er það, að mikil birta virðist færast I myndirnar nú á seinustu árum, og vinnubrögðin eru markvissari, en i hinum dimmu myndum sjötta og sjö- unda áratugarins. Sigurður hefur gott auga fyrir myndefni, eða stil- færslu, sem þó er haldið i hófi. Mér hefur verið sagt, að málarinn hafi tekið sér fri frá öðru en að mála um skeiö og kann þaö að hafa svona góð áhrif. Yfir sýningunni er persónu- legur blær og viss festa, en ef til vill hefðihann átt að sýna vinnu i annað efni með, t.d. vatnsliti, eða teikningu, en það er hans mál. Jónas Guðmundsson frímerkjasafnarinn Tveir stórir ■ Þeir eru tveir islandsvin- irnir meðal norrænna fri- merkjasafnara, sem hafa átt stórafmæli undanfarið. Það eru þeir Ib Eichner-Larsen, frimerkjaritstjóri við Ber- lingske Tidende og Tryggve Sommerfeldt, heildsali i Osló. Trygve Sommerfeldt 25. nóvember fyrir 70 árum siðan fæddist Sommerfeldt háskólabókaverði i Osló og konu hans sonur. Hann var skirður Trygve, eða Tryggvi eins og við segjum á islensku. Ekki var strákur orðinn meir en 10 ára þegar hann tók til að safna öllum frimerkjunum af pósti föður sins, var það látið gott heita. Þessum bréfsnepl- um hefir hann svo safnað sið- an. Þeir eru orðnir fáir i heiminum i dag, sem safna öllum heimi. Þessir gömlu stóru alheimssafnarar. Við áttum einn alllengi, Guido Bernhöft, en hann dró i land. ■ Trygve Sommerfeldt ár enn, sagði einhver við mig er ég flutti heim. Honum skulu þvi sendar heillaóskir með þau og þakkað samstarf á liðnum árum i Lions, Norwex og fleiri frimerkjaklúbbum. Hann lifi heill. Ib Eichner-Larsen.. Afmæli það sem Ib gat hald- iðuppá þann 22. desember var að hafa skrifað frimerkjaþætti Berlingske Tidende i 30 ár. Geri aðrir betur. Það að halda út frimerkjaþætti á borð við þætti Ib, i stórblaði, af einum manni, i 30 ár, tel ég ganga kraftaverki næst. Tel ég mig geta dæmt þar um. En það eru ekki bara frimerkjaþættirnir, sem Ib skrifar i blaðið. Hann skrifar einnig mest af efni þess um lög og rétt. Þarna hefir islenskur málstaður oft fengið einstaklega góða með- ferð, ekki sist i handritamál- inu. Gekk það jafnvel svo langt að ef einhver skrifaöi hvatskeytlega gegn islenskum | Ib Eichner-Larsen Þetta geröi Tryggvi lika, en þó ekki fyrr en um 1975. En önnur alheimssöfnun heltekur hann ennþá. Hann er áskrifandi flestra frimerkjatimarita i heiminum og flokkar allar greinar þeirra, sem eru þess virði aðeiga þær, ljósritar þær og setur i bækur i skipulegt greinasafn, já hann les þær lika. Þetta hefir gert það að verk- um að ef nokkur þarf að leita sér upplýsinga um merki eða útgáfu i Noregi, frá hvaða landi sem er: „Þá er bara að leita til Tryggva”. önnur saga er sú, að á siðari árum hefir hann ekki komist yfir að flytja öll þau erindi, sem hann er beðinn um aö halda i fri- merkjaklúbbum um landið. En karlinn er seigur og virkj- ar svona smáfugla eins og t.d. mig meðan ég bjó i Noregi. Þannig að þann fróðleik, sem hann nær ekki að miöla, fær hann aðra tii að miðla. Hann sýndi fyrst alþjóðlega 1924, og hefir bara haldið áfram siðan. Eitt sinn fékk hann mig til að halda fyrir- lestur um hver væri munur á frimerkjasafnara og þvi sem kallað er frimerkjafræðingur. A eftir sagði hann: „Mikið er ég glaður að ég er bara fri- merkjasafnari”. Tryggvi er formaður reglunnar, den glade Gauk, eða bara „Glaði gaukurinn”, sem er regla þeirra, sem hafa verið ein- stakir gleðivakar meöal fri- merkjasafnara i Félagi fri- merkjasafnara i Osló. Það þarf nokkuð til að komast I þá reglu og á t.d. undirritaður ekki þess von. Allavega ekki að eigin áliti. Að hann hafi verið langt á undan samtima sinum þarf engan að undra. Hann var vist óumdeilanlega fyrsti Norð- maöurinn, sem tók að safna póstsögu og setja i safn sitt. Nú siðustu árin hefi ég átt þess kost að starfa með honum i Póstsögufélagi Noregs, mér til mikillar ánægju. Hann Trygve lifir i alltaf 30 málstað i blaöiö þá tókst Ib jafnan i næstu grein sinni að draga úr broddinn. Auk þess skrifaði hann greinaflokka um islensk málefni i blaðið, heim- sótti tsland og ferðaðist hér um. Hélt hann erindi i islensk- um frimerkjaklúbbum, sem vöktu þá athygli, að rétt þótti að þýða og birta. Þegar heim kom hélt hann fjölda fyrir- lestra um Island og islenska náttúru og sýndi skugga- myndir sinar, er hann hafði tekið á ferðalögum sinum. Hafði hann til þess góða að- stöðu i fyrirlestrasal Ber- lingske Tidende og notaöi hana óspart. 1958 var Ib gerður heiðurs- meðlimur Landssambands is- ienskra frimerkjasafnara og bar öllum er þar um fjölluöu saman um að hann væri vel að þvi kominn. 1976 var Ib viðurkenndur al- þjóðlegur dómari fyrir fri- merkjasýningar i bókmennta- deildum og hefir gegnt dómarastörfum siðan á fjölda sýninga. Þegar undirritaður gat ekki verið formaður dóm- nefndar Norðatlantex i Fær- eyjum, vegna anna hérheima, hljóp hann i skarðið og tók stöðu sem dómari á sýning- unni. Siðast störfuðum við saman við Norvex 80. En þær eru nú orðnar nær tveim tug- um, frímerkjasýningarnar, sem við höfum sótt saman. Þá er eftir að geta árbókar frimerkjasafnara, sem hann hefir skrifað i meira en ára- tug, auk ýmissa bóka og bækl- inga um þau efni. Hann er hamhleypa til starfa og hvetur óaflátanlega þá sem hann þekkir til hins sama. Það var á fimmta áratugn- um, sem við kynntumst. Þá var ég i heiðursnefnd syningar i Danmörku, fyrir ísland. Hann tók mig þá strax undir sinn verndarvæng og hefir ekki brugðist siðan. Það er orðin löng samvinna, sem við höfum átt og skal honum þvi óskað allra heilla á kcmandi timum. Sigurður H. Þorsteinsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.