Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Mikið úrval Sendum um land allt. Kaupum nýleff B, Opið virka daga bíla til niðurrifs ® 19 ,^au.far Sími (91) 7 - 75-51, (91 ) 7 - 80-30. daga 10 16 Skem muvegi 20 „„„ Kópavogi IlEiUJU nr . HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiíla 24 Simi 36510 BIKARINN MATTI EKKI FARA FRA BRASILÍU rætt vid Karl Þorsteins sem sigraði í óopinberri heimsmeistarakeppni unglinga í skák ■ „Þessi árangur kom mér á óvart, ég átti alls ekki von á þvi að mér gengi svona vel á þessu móti og að ég hreppti þar efsta sætið”, sagði Karl Þorsteins skákmaður I samtali við Timann en hann sigraði í óopinberri heimsmeistarakeppni unglinga i skák sem haldin var i Rio de Janeiro i Krasiliu. Aðspurður um hvers vegna þetta væri kallað óopinbert heimsmeistaramót unglinga sagði Karl að i fyrstg lagi væri þetta i fyrsta sinn sem þetta mót væri haldið og yfirleitt er það ekki viðurkennt strax en auk þess þá hefðu veriö fimm Brasiliumenn i þessum sextán manna hópi sem keppti svo ekki hefði verið hægt að kalla þetta opinbert heims- meistaramót. „Þetta mót var mjög sterkt miðað viö aldurshópinn, ætli ELO stig keppenda hafi ekki verið upp- undir 2200 að meöaltali. Af sterk- um mönnum sem kepptu þarna má til dæmis nefna Wells frá Englandi en hann er FIDE-meist- ari”. Einvigið Sem kunnugt er þá háði Karl einvigi viö Zuniga frá Perú um fyrsta sætið. Við spurðum Karl um þá viðureign. „Zuniga var tvimælalaust erfiðasti andstæðingur minn i þessu móti. Er við kepptum i mótinu sjálfu þá vann hann mig þannig að útlitið var ekki bjart fyrir einvigið”. „Fyrsta skák okkar i, einviginu var mikil baráttuskák sem endaði i jafntefli. Aðra skákina vann ég á timahraki hans en þriðja skákin var nokkuð öruggur sigur minn. Zuniga er mjög efnilegur og góður skákmaður og það var gaman að eiga við hann”. Bikarinn Keppt var um veglegan bikar i þessu móti en sá gripur mátti ekki fara úr landinu. „Astæðan fyrir þvi að ekki mátti taka bikarinn úr landi var að þetta var farandgripur og þvi Karl Þorsteins á heimili sinu. Tfmamynd Róbert. vildu þeir ekki láta hann af hendi. • Þetta haföi verið sagt við okkur fyrirfram þannig að þaö olli eng- um vonbrigðum. Ég fékk hins- vegar mynd af gripnum, sem er úr skira gulli,til að hafa meö mér heim” sagði Karl. ,,Fyrstu verðlaun voru annars 500 dollara vöruúttekt en ég lét velja það fyrir mig og keyptu að- standendur mótsins fyrir mig silfurbakka og krystalskál”. Rio de Janeiro Aðspurður um hvernig aö- staöan i Rio heföi verið sagði Karl að hún hefði veriö mjög góð. „Viö höfðum ágætis tfma til að liggja i sólinni þarna það fór að visu eftir biðskákunum sem viö tefldum og var ég nokkuð óheppinn með hvernig þær lentu, sérstaklega i seinni hluta mótsins. „Við fórum i tvær skoðunar- feröir um Rio en þaö er mjög skemmtileg borg og mikið fjör i henni”. Næsta mót sem Karl keppir i er Reykjavikurskákmótið. Við spurðum hvernig það mót legðist i hann. „Það leggst ágætlega i mig. Þetta verður örugglega sterkt og erfitt mót en ég á alveg eins von á að tslendingunum gangi vel i þvi”. —FRI " íwm Þriðjudagur 26. janúar 1982. fréttir Þrír bílar skemmdir eftir tvo árekstra ■ Þr i r b i 1 a r skemmdust i tveimur hörðum árekstrum sem urðu sinn hvoru megin viö Botnsá i Hvalfirði á sunnu- dagskvöldið. Lögreglan i Borgar- nesi fékk tilkynningu um fyrri áreksturinn um klukkan 17.30 þá skullu saman Toyota og Mazda bilar sem komu hvor á móti öðrum. Toyota billinn skemmdist mikið og þurfti að flytja hann af vettvangi með krana- bfl. Tveimur timum siðar varö seinni áreksturinn þá voru það Subaru og Opel sem skullu saman og skemmdust þeir báöir svo að ekki var hægt að aka þeim af staðn- um. Að sögn lögreglunn- ar i Borgarnesi mátti rekja báða árekstrana til þess aö bilarnir óku yfir blindhæðir með háum ljósum og þvi beinir hún þeim ein- dregnu tilmælum til þeirra sem leið eiga um Hvalfjörðinn að skipta ljósunum niður meðan ekið er milli Brynjudals og Fer- st'iklu. Engin slys urðu á fólki i árekstrunum. —Sjó Blaöburöarbörn óskast Timann vantar fólk til blaðburðar] i eftirtalin hverfi: Freyjugötu Hverfisgötu Lindargötu Laugavegur ^liuluu Simi 86-300 dropar Hvað vard um hamsturinn? ■ Þennan heyrðum við á rakarastofunni hjá Villa Þór. Þegar teppalagninga- maðurinn var búinn að leggja teppið út i öll horn i stofunni uppgötvaði hann að sigarettupakkinn hans var týndur, — hafði scnnilega dottiö upp úr brjóstvasanum á skyrt- unni. Maðurinn gat hvergi fundið pakkann en þegar hann þóttist hafa leitað af sér allan grun sá hann hvar tcppið bungaði upp I miðjunni. Hann gat ekki hugsaðsér að fara að rifa upp allt teppið fyrir nokkrar sigarettur, sem skiljanlegt er, þannig að hann stappaði sem óður maður á bungunni þangað til hún hafði flast gjörsamlega út. Þóttist hann nú hafa skilað góðu dagsverki og fór heim. Daginn eftir hringdi húsmóðirin og eigandi nýja teppisins i teppa- lagingamanninn og þakkaði honum fyrir gott starf — jafnframtþví sem hún sagði hann hafa gleymt sigarettupakka á eldhúsborðinu. „Þú getur komið og sótt pakkann þegar þú átt leið framhjá cn varðstu nokk- uð var við hamsturinn okkar. Við höfum ekki séð hann slðan i gær?” „Rétturinn til að tala?’ ■ „Rétturinn til að tala" er fyrirsögn á grein I „Fréttir frá Sovétrikjun- um”. Greinin fjallar um hvernig ráða megi bót á þvi þegar fólk stamar og er hin fróðlegasta á allan hátt. Sovétmönnum gengur hins vegar ver að lagfæra þær hömlur á ofangreind- um réttindum, sem stafa af stjórnvöldum. Ótímabær kveðja ■ t nýútkomnum Stefni sem er málgagn Sam- bands ungra sjálfstæðis- manna, getur að lita þessa kveðju. Það er grcinilegt að óskhyggjan hefur orðið dómgreind- inni yfirsterkari hjá ung- Geir kveður Gunnar liðunum, — að minnsta 1 kosti vitum viö ekki til þess að Gunnar hafi sýnt á sér nokkurt fararsnið ennþá. Krummi ... heyrir að raufin sem grafin var I skjóli nætur við Geysi, sé kölluð Krummaskuð...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.