Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 26. janúar 1982.
flokksstarf
Borgarnes nærsveitir
Spilum félagsvist i Hótel Borgarnesi föstudaginn 29. þ.m.
kl. 20.30
Framsóknarfélag Borgarness
Akranes
Kynningarfundur
Fimmtudaginn 28. jan. 1982 kl. 20.30 fer fram i Fram-
sóknarhúsinu viðSunnubraut kynningarfundur með fram-
bjóðendum Framsóknarflokksins við prófkjör það sem
fram fer helgina þá á eftir. Allir frambjóðendurnir munu
halda stuttar ræður og svara fyrirspurnum.
Allir velkomnir
Framsóknarfélögin á Akranesi
Þorrablót
Þorrablót framsóknarfélaganna i Reykjavik verður
haldið i Hótel Heklu laugardaginn 30. janúar n.k.
Miðapantanir á skrifstofu Framsóknarflokksins (simi
24480) Nánar auglýst siðar.
Framsóknarfélögin
Kosningasjóður
Tekið er á móti framlögum i kosningasjóö framsóknar-
flokksins i Reykjavik alla virk^ daga á skrifstofunni aö
Rauðarárstig 18.
Stjórn fulltrúaráðsins
Hveragerði og nágrenni
Alþingismennirnir
Þórarinn Sigurjónsson
og Jón Heigason
verða til viðtals og
ræða landsmálin i
Kaffistofunni Blá-
skógum Hveragerði
miðvikudagskvöldið
27. janúar kl. 20.30.
Miðstjórnarfundur SUF
Miðstjórnarfundur SUF verður haldinn i Hótel Heklu
sunnudaginn 31. jan. n.k. og hefsthann kl. 10 f.h. Dagskrá
fundarins verður nánar auglýst siðar.
Ef miðstjórnarmenn sjá sér ekki fært að mæta þá ber að
tilkynna það skrifstofu Framsóknarflokksins hið fyrsta
(simi 24480)
Stjórnin
Framsóknarmenn Selfossi
Framsóknarfélag Selfoss auglýsir eftir framboðum til
prófkjörs vegna bæjarstjórnarkosninga á Selfossi 1982
Framboði skal skila til formanns félagsins Sigurdórs
Karlssonar Rauðholti 9.
Framboðsfrestur rennur út 31. janúar 1982
Stjórnin
Prófkjör á Akranesi
Sameiginlegt prófkjör allra flokkanna á Akranesi fer
fram i gamla Iðnskólahúsinu við Skólabraut laugardaginn
30. jan.og sunnudaginn 31. jan.kl. 10-16 báða dagana. Þeir
sem hugsa sér að styðja Framsóknarflokkinn i þessum
kosningum eru hvattir til að taka þátt i prófkjörinu.
Opið hús verður kosningadagana i Framsóknarhúsinu við
Sunnubraut milli kl. 14 og 17. Komið,spjallið og fáið ykkur
kaffi.
Kosninganefndin
Háðstefna um sjávarútvegsmál
SUF boðar til ráðstefnu um sjávarútvegsmál i Festi
Grindavik laugardaginn 30. janúar og hefst ráöstefnan kl.
10 f.h.
Dagskrá:
Ræða, Steingrlmur Hermannsson sjávarútvegsráðherra.
Staðan i sjávarútveginum.
Framsögumenn: Aðalsteinn Gottskálksson frkv.stj. Dalv.
Eirikur Tómasson útgerðarstj. Grindavik og Kristján
Pálsson framkvæmdarstj. Ólafsvik.
Gæöa og sölumál
Framsögumenn: Sæmundur Guömundsson Reykjavik,
Sigurður Markússon framkvæmdarstjóri Reykjavik.
Fyrirspurnir og frjálsar umræður eftir framsöguræöur.
Framtiðarskipulag i sjávarútvegi.
Árni Benediktsson framkvæmdarstjóri Reykjavik.
í framhaldi af erindi Arna verða pallborðsumræður um
framtiðarskipulag i sjávarútvegi þar sem framsögumenn
o.fl. taka þátt.
Ráðstefnustjóri: Jóhann Einvarðsson alþingismaður.
Ráðstefna þessi er öllum áhugamönnum um sjávarút-
vegsmál opin. Þátttaka tilkynnist i sima 91-24480.
Sætaáklæði
í flestargerðirbíla.
Falleg - einföld - ódýr.
Fást á bensínstöðvum Shell
Heidsölubirgóir: Skeljungur hf.
SmáMörudeild - Laugawegi 180
sími 81722
ömmuhillur
byggjast á einingum (hillum
og renndum keflum) sem
hægt er að setja saman á
ýmsa vegu.
Fást i 90. sm. lengdum og
ýmsum breiddum.
Verð: 20sm. br. kr. 116.00
25sm. br. kr. 148.00
30sm. br. kr. 194.00
40sm. br. kr. 217.00
milli-kefli 27 sm. 42.00
lappirl2sm. 30.00
hnúðar 12sm. 17.00
Sendum gegn póstkröfu
hvert á land sem er.
Furuhúsið h.f.
Suðurlandsbr. 30 — simi
86605.
JVIOEO-
|NARkADUR/NN
HANRABORGIO
?tíPSÍtlf4m
Höfum VHS myndhönd
og original spc1! :r í VHS. Opið frá kl. 9
til 21 alla virka 'ava, laugardaga frá kl.
14—18ogsunnudagafrákl. 14—18.
Endurskins
merki
eru
EKKI SÍÐUR
fyrir
FULLORÐNA
n
L
tf| \
13
u
iWL
/|Y
1 WmOj
' tr
ÚUMFERÐAR
RÁÐ
23
eftir helgina
Erum við á réttri
leið núna í
björgunarmálum?
■ Helgin leiö meö bliðviðri og
dimmum augum út af sjóslys-
inu við Vestmannaeyjar.
tslendingar eiga yfirleitt
sjávargötu skamma og á viss-
an hátt erum viö öll i útgerö
með einum eða öðrum hætti.
Það kemur þvi viö hvern
mann, þegar fjögur ungmenni
farast á brimströnd á stefnu-
móti örlaganna, sem enginn
skilur.
Ums vona mál er örðugt aö
hugsa, og lika öröugt að
skrifa, þvi I skákinni viö hafiö
taka menn ekki upp sina leiki.
Á hitt er þó að lita, að með
betri siglingatæki, betri kort-
um og sumpart öruggari skip-
um, hefur skipströndum
farið fækkandi. Bæði hér við
land og á öörum stöðum, þar
sem vont er aö sigla. Samt
veröa enn sjóslys. Bæði smá
og stór skip geta farist, og
þannig fórust allmörg islensk
skip á nýliðnu ári. Sum voru
stór og stundum varö mann-
björg og mikil afrek voru unn-
in.
Sjóslysasaga tslendinga er
oröin löng, þvi jafnvel sumir
landnámsmanna brutu skip
sin á ströndinni og voru
þannig séð bæði skipreika og
landnemar. En lengi fram
eftir öldum, var afskaplega
litið unnt að gera, til aö hjálpa
nauðstöddum sæförum á
strandstað. Þaö er að segja
þar til flugllnutækin komu og
björgunarstólarnir fyrir hálfri
öld, eöa svo. En i mars áriö
1931 var 38 islenskum sjó-
mönnum bjargaö úr strandi
við Grindavik, af hinni frægu
slysavarnadeild þar.
Og á afmælisári þessara
tækja, eöa i fyrra, var 37
islenskum sjómönnum bjarg-
aö með fluglinutækjum hér viö
land.
Þaö var mikiö og þarft verk,
sem unnið var, þegar Slysa-
varnafélag tslands var stofn-
aö árið 1928, og fariö var að
vinna skipulega að því aö
koma réttum björgunartækj-
um á vissa staði vitt um land
og skipuleggja þjálfaöar
björgunarsveitir á stööunum.
Þvi siðan hefur hundruöum,
eða þúsundum manna veriö
bjargað meö þessum hætti.
Það vekur á hinn bóginn
athygli mina oft, þegar ég les
erlend blöð um sjómennsku og
siglingar, að þyrlur koma æ
meira viö sögu viö björgun úr
sjávarháska erlendis. Þannig
viröist t.d. enskir þyrluflug-
menn, svo dæmi séu nefnd,
vinna lygileg afrek i þyrlum,
og þaö jafnvel i stórviðrum.
Og má nefna sem dæmi, þegar
þyrla bjargaði islenskum
mönnum af sökkvandi skipi
viö strendur Englands,
skammt frá Biskupssteini.
Björgunarbátur bjargaöi þar
mörgum lika með mikilli
dirfsku og stjórnleikni for-
manns.
Hér við land koma þyrlur á
hinn bóginn litiö við björg-
unarsöguna. Að visu er stöku
sinnum flogið eftir fárveikum
sjómönnum, sem þurfa aö
komast i uppskurð. Þar hafa
mannslif lika bjargast.
Nú hefur verið frá þvi greint
i blööunum, að liklega hefði
þyrla ekkert getað gjört úti i
Vestmannaeyjum þegar
belgiska togarann rak upp við
Prestabót. En maöur spyr, er
rétt aö nota þyrlur oftar, eða
meira en gert er við björgun
úr sjávarháska við strendur
tslands. Þurfa menn ekki aö
tala saman um það núna?
Björgunarsveitir okkar eru
fátækar peningalega, en rikar
i öörum skilningi. A ég þar við
alla, er sinna björgunarmái-
um, hjálparsveitir skáta, flug-
björgunarsveitir og Slysa-
varnafélagið. Þurfa yfirvöld i
landinu ekki eitthvaö aö tala
viö þetta fólk núna til að
tryggja aö björgunarstörf séu
ávallt, eöa sem oftast unnin
meö rétum tækjum?
Þaö er vitað að það er dýrt
aö æfa upp þyrluflug, sem not-
hæft er viö verstu aðstæður.
Og það tekur lika talsveröan
tima að þjálfa flugmenn, sem
þannig störf eiga aö vinna.
En þaö er lfka dýrt að hafa
ekki úrræði viö allar aðstæður,
til að koma nauðstöddum
mönnum til hjálpar.
Jónas Guðmundsson.
Jónas Guðmundsson
rithöfundur skrifar