Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 9
„Herstöðvaandstæðingar þurfa raunar ekki að kveinka sér undan þvi að barátta þeirra sé kennd við óskhyggju. Ef ekki hefðu verið á öllum timum uppi menn, sem ekki sættu sig við rikjandi á- stand, væri sú heimsmynd, sem blasir við okkur nútimamönnum talsvert önn- ur”. máttur þeirra aukist. Nú eru til amk. 40þús. til 50 þúsund kjarn orkuvopn, sem hafa samanlagðan sprengimátt, sem jafngildir eða er meiri en einnar milljón Hiro- shimasprengja, eða með öðrum orðum jafngildir 13 billjónum tonna af TNT, sem er riflega þrjú tonn á hvern karl, konu og barn i heiminum.” Nefndinbendir á, að tæknilegar úrbætur, nákvæmni Qg fleira hafi aukið hættuna meira en einfaldur samanburður á fjölda burðar- flauga og kjarnodda gefur til kynna og segir: „Nú er hægt að beita fjölda kjarnorkuvopna strategiskt án þess að um stórá- rás á heimalönd risaveldanna sé að ræða. Það er einnig vaxandi möguleiki á að beita taktiskum vopnum á afmörkuðum svæðum, sem felur i sér ógnun fyrir mörg riki t.d. i Evrópu. Kjarnorkuveld- in eru þvi nú reiðubúin að beita taktiskum kjarnorkuvopnum með litlum fyrirvara i striði og til stig- mögnunar kjarnorkuátaka. Kjarnorku-margdráp er alls staðar”. Verulegur hluti skýrslunnar fjallar um ógnverkjandi afleið- ingar kjarnorkustyrjaldar. Enda þótt karnorkuvopnaveldi gyldu væntanlega mest afhroð mundu eins og segir i skýrslunni: „allar þjóðir heims verða fyrir alvar- legum heilsufarslegum áhrifum. Geislavirkt úrfelli gæti orðið alvarlegt vandamál, sérstaklega i löndum, sem liggja að striðandi rikjum og næstu áratugi eftir veruleg kjarnorkuvopnaátök mundi geislavirkt úrfelli drepa milljónir manna af þessari og næstu kynslóðum um allan heim. En hnattræn áhrif verulegra kjarnorkuátaka á efnahagsmál i heiminum og lifsnauðsynleg alþjóðleg samskipti yrðu jafnvel hættulegri en geislavirkt úrfelli. Viðtæk hungursneyð gæti orðið, bæði i fátækum, vanþróuðum löndum og iðnvæddum rikjum. Mannfellir vegna hungurs gæti orðið meiri en vopndauði i hinum striðandi löndum”. Traust á jafnvægi ógn- unar felur i sér stig- mögnun vigbúnaðar Nefndin lætur i ljós áhyggjur af hinum svokallaða stöðugleika ógnarjafnvægis kjamorkuvopna. Hún segir: „Röksemdir, er lúta að stöðugleika þessa ógnarjafn- vægis koma talsmönnum þess i bobba. Til þess að geta haldið þvi fram, að unnt sé að halda áfram óendanlega að lifa við kjarnorku- vopn, verður ávallt að halda jafn- vægi þrátt fyrir tæknilegar ögranir sem vigbúnaðarkapp- hlaupið kann aö leiða af sér. Að auki verður að gera ráð fyrir, að hvorki tæknileg né mannleg mis- tök geti átt sér stað. Skilyrði sem er ógjörningur að uppfylla... Af þessum og fleiri ástæðum er ekki hægt að gefa f ullkomna tryggingu fyrir þvi, að jafnvægi ógnunar haldist ævinlega stöðugt og eng- um ætti að liðast að gefa út róandi yfirlýsingar i þá veru. Afleiðingar þess að hafa á röngu að standa eru of alvarlegar. Likurnar á þvi aðhafa rangt fyrir sér eru of aug- ljósar”. Nefndin bætir þvi við, að jafn- vel þótt jafnvægi ógnunar væri al- gjörlega stöðugt fyrirbæri, „eru bæði siðferðileg og pólitisk rök gegn þvi að haldið sé áfram að treysta á það. Það sé óþolandi að nokkur riki noti sér möguleikann á útrýmingu siðmenningar til að auka eigið öryggi. Framtið mannkyns sé haldið i gislingu fyrir meint öryggi nokkurra rikja sem eiga kjarnorkuvopn og þá sérstaklega risaveldanna tveggja. Það sé ennfremur ekki hægt að una þvi, að komið sé upp um alla framtið heimskerfi rikja sem hafi kjarnorkuvopn og annarra án þeirra. Þetta feli i sér, að kjarnorkuvopn hljóti að breiðastútog þegar til lengdarsé litið, sé það þvi kerfi sem ber i sér upphaf eyðingar.” Kjarnorkuvopn ógnun við alþjóðlegt öryggi Með tilhöfðun til þess að kjarnorkuvopn séu án efa „alvar- legasta ógnun við alþjóðlegt öryggi” er niðurstaða þessarar nefndar svohljóðandi: „A meðan haldið er áfram að treysta á jafn- vægi ógnunar kjarnorkuvopna, sem aðferð til að tryggja frið, munu framtiðarhorfur ávallt vera slæmar, ógnvekjandi og óvissar eins og þær hæpnu for- sendur sem það byggir á. Til allrar hamingju á mannkynið annarra kosta völ. Sameinuðu þjóðirnar eru stofnun, sem við ættum að nýta á öllum stigum, sem máliskipta fyrir afvopnun... Það er þörf á myndun sterks almenningsálits, sem gæti með timanum mótað þann pólitiska vilja allra rikja að hætta að treysta á kjarnorkuvopnakerfið i öryggismálum og taka upp annað kerfi sem væri almennt viðtekið. Aðeins alþjóðlegt öryggiskerfi, sem hefur i heiðri sáttmála S.Þ. og aðra viðurkennda þætti al- þjóðalaga getur tryggt viðunandi gagnkvæmt öryggi”. Við skulum vera „áhyggjufullir bjart- sýnismenn” Sú mynd, sem hér er dregin upp af þessari nefnd Sameinuðu þjóð- anna og það mat, sem hún leggur á frið eða öryggi i skjóli ógnar- jafnvægis ætti vonandi að verða tilþess, að þeir „raunsæismenn”, sem treysta á það að jafnvægi ógnunar tryggi ævarandi frið, endurmeti það raunsæi, sem þeir virðast setja ofar öðru. Það eru ekki einvörðungu islenskir herstöðvaandstæðingar, sem hvetja til einhliða aðgerða, sem framlag til aö snúa við þvi vigbúnaðarkapphlaupi, sem stór- veldin herða sifellt i nafni öryggis. Slikar raddir hljóma um aDa Evrópu og kannast allir við það af umræðu undanfarinna mánaða. Vestur i Bandarikjun- um hafa margir, bæði hernaðar- sérfræðingar og friðarsinnar lagt til einhliða aðgerðir af hálfu Bandarikjanna i afvopnunarmál- um og telja raunar að slikt myndi treysta öryggi þeirra. Viðskulum vera „áhyggjufullir bjartsýnismenn” en svo nefnir Jens Evensen sig i viðtali við Dagbladet i Osló og svara óhikað eins og hann gerir, þegar hann er þar spurður að þvi, hvort stefna hans sé ekki barnaleg. „Jú, allt i lagi, þú mátt telja hana vera það. En eigum við að halda að okkur höndum og horfa á vigbúnaðarkapphlaupið? Er það ekki enn barnalegra?” Það skyldi þó aldrei fara svo að við herstöðvaandstæðingar verðum að afsala þeirri ágætu einkunn, óskhyggju, til her- stöðva- og Natósinna og sætta okkur við að stefna okkar i öryggismálum þjóöarinnar og raunar alls mannkyns hljóti stimpilinn raunsæi? Reykjavik, lO.des. 1981. Guðmundur Georgsson. undan Hallmundarhrauni eins og Hvitá með Strút og Ok til sitt- hvorrar handar og Eiriksjökul i fangið. Þarnahafa margir málað vel, til að mynda Ásgrimur Jóns- son, ergjörði þennan stað að eins konar myndlistarlegu himnariki. Páll Guðmundsson frá Húsa- felli fær lika sumt af myndefnum sinum frá þessum frægu stöðum, eða af heimaslóðunum. Málar Hvitá i kulda, iskaldan Eiriks- jökul, hesta i höm. Borgfirska konu. Lika margt annað. Þetta eru vel gjöröar myndir, og vil ég nefna t.d. Uppstillingu á rauðu borði og myndina Hestar um vetur þvi til sönnunar. A hinn bóginn kann dálitið á að skorta, að allar myndir hafi sameiginlegt handbragð. En efnistök þurfa að vera sem likust manni sjálfum. Það kann þó að lagast með tið og tima, þegar menn fara að greina sitt ferðanesti á lista- brautinni frá farangri náungans, eða samferðamannanna. Ekki svo að skilja, að til þess megi ætl- ast, að allir listamenn séu stefnu- höfundar, þannig séð. Persónu- legir verða menn þó að verða og þeir verða að lifa i sinum eigin myndheimi, þótt það sé nú likast til óviða verra en á Húsafelli. Ég veit ekki með vissu, hversu greiðan aðgang menn eiga að sýningum þar sem starfslið fyrir- tækja matast. En þessa litlu sýn- ingu er þó vert að sjá, hafi maður til þess aðstöðu. Jónas Guðmundsson Jónas Guðmundsson skrifar 9 fjölmidlun ■ Hérlendis hafa flestir getað þraukað einn sjónvarpslausan dag i viku og einnig sumarlokun sjónvarpsins (þótt ýmsir hafi gripið fegins hendi niðursoðið efni sfðastliðið vfdeósumar.) Rannsókn i Þýskalandi sýndi sjónvarpssýki á mun hærra stigi en hér virðist vera. Getur sjónvarp órðið ó- missandi? ■ Stundum er býsnast yf ir því að mikið sé horft á sjónvarp hér á landi og það ráði miklu um það, hvernig fólk ver kvöldinu heima hjá sér. Þegar um þetta er rætt er gjarnan bent á, að margt af efninu, sem sjónvarpið flytur sé við hæfi flestra í f jölskyld- unni og þvi ekki óeðlilegt að fólk verji drjúgum tíma fyrir framan skjáinn. Þeir sem lítið segjast horfa á sjónvarp og hafa jafnframt uppi gagnrýni á það og sjónvarpsglápið hafa orðið áhyggjur af þjóðinni og heimilislifinu almennt. 1200 tímar á ári I þessum pistlum var f sum- ar sagt að sjónvarpssýkin hér á landi væri enn svo væg að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af henni, þrátt fyrir tilkomu áhugamannavideós. A þeirri einu opinberu sjón- varpsrás, sem hérlendis stendur fólki til boða hefur út- sendingin f heild numið um 1200 klukkustundum á ári. Arið 1978 stóð dagskráin i 1219 tima, árið 1979 i 1195 og 1980 samtals 1219 tfma eins og árið 1978. Engar athuganir eru til um það hve margar klukkustundir hver Islendingur horfi á sjón- varpið á ári en ótrúlegt er, að meðaltalið sé undir 500 tim- um, eða sem svarar einum og hálfum tima hvern út- sendingardag. Til samanburðar koma mér i hug tölur frá Þýskalandi en þar er talið að meðalsjón- varpsnotkun hvers ibúa sé um eða yfir 1000 timar á ári. Og þótt ýmsir hafi átt erfitt með að þreyja júlilokun islenska sjónvarpsins siðastliðið sumar (og rokið til, keypt sér mynd- segulbandstæki og leigt sér efni) er vist, að Þjóðverjar eru sumir hverjir orðnir miklum mun háðari sjónvarpi en fólk hér á landi — og kemur þaö raunar ekki á óvart. Ekkert sjónvarp En þvi nefni ég þetta, að is- lenskur fjölmiölafræðingur, Guðrún Birgisdóttir tók ein- mitt þátt i könnun þar i landi á áhrifum sjónvarpsleysis á heimilislif ákveðinna fjöl- skyldna og skýröi frá niður- stöðum sinum á almennri ráðstefnu um framtið sjón- varps og útvarps sem Sjálf- stæðisflokkurinn gekkst fyrir á siðasta ári. Tvær fjölskyldur voru vald- ar til þátttöku i könnuninni og samþykktu þær að afneita sjónvarpi i fjórar vikur sam- fleytt. Þær voru siöan heim- sóttar reglulega og spurðar i smáatriðum um áhrif sjón- varpsleysisins. Eftir að sjónvarpstækin voru fjarlægð kom fljótlega i ljós að enginn vissi nákvæm- lega hvernig hann átti að verja þeim fritima sem skapaðist i sjónvarpsleysinu. Þegar á þriðja degi var farið að tala um, hve kvöldin væru löng og leiðinleg. Heimilis- fólkiö viðurkenndi þó aö það talaði meira saman en áður og sagöi að meiri tfmi væri til heimsókna en það mátti aö visu ekki fara i önnur hús til að horfa á sjónvarp. Spennan jókst jafnt og þétt og svo fór að önnur fjölskyldan gat ekki haldið út allan athugunartim- ann. A heimili hennar bað eiginkonan grátandi um aö sjónvarpinu yrði skilað I fjórðu vikunni til þess að kom- ið yrði i veg fyrir alvarlegar afleióingar sjónvarpsleysis- ins. Á hinu heimilinu þar sem hjónin voru örlitiö eldri en i dæminu hér á undan var þraukað allar fjórar vikurnar. En þegar sjónvarpstækin komu aftur „heim” rikti að sögn Guörúnar Birgisdóttur mikil gleði f augum heimilis- fólksins — nánast eins og viö heimkomu týnda sonarins. Þegar könnunarhópurinn heimsótti fjöiskyldurnar nokkrum vikum eftir aö þær fengu tækin á ný kom i ljós að þær höfðu horft meira á sjón- varpið en nokkru sinni fyrr — kannski til þess að vinna upp þaö sem tapast haföi i sjón- varpsleysinu. —ÖR ólafur Ragnarsson skrifar um fjölmiðlun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.