Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 26. jantíar 1982.
„FRABÆR
SNJÓR OG
SKJÐAFÆRI”
á annað
þúsund
manns
fóru á skídi,
fyrsta daginn
sem opið var
í Bláf jöllum
Menn kunnu vel að meta það þegar loksins var opnað i Bláfjöllum sl. sunnudag.
■ Langþráð stund margra Sunn-
lendinga rannupp rai á sunnudag-
inn, þegar skiðaaðstaðan í Blá-
fjöllum var opnuð almenníngi, en
hingað til hefur ekki verið nægur
snjór i fjöllunum, til þess að hægt
væri að opna. Ljósmyndarinn
okkar, hannr Róbert var á ferö-
inni i Bláfjöllum á sunnudaginn
og smellti nokkrum skiðamynd-
um af skiðaiðkendunum sem
vigðu aðstööuna þetta árið.
Blaðamaður Timans ræddi litil-
lega við Þorstein Hjaltason, for-
stöðumann i Bláfjöllum, um
skiöaaöstöðuna og aösóknþennan
fyrsta dag.
„Viö vorum meö þrjár lyftur
opnar, hérna hjá Bláfjallanefnd i
gær, og auk þess var Fram með
sina lyftu opna. Þeir hjá Breiöa-
blik eru með nýja lyftu, og eru nú
að undirbUa að taka hana i notk-
un.”
„Frábær snjór og skiða-
færi”
— Er þá kominn nægur snjór i
Bláfjöll núna?
„Þaö er alveg frábær snjór
hérna nírna og skiöafæri. Þaö
hefur snjóað talsvert i nótt og
veriö skafrenningur i morgun,
þannig aö þaö hefur bætt töluvert
á hérna, svo við erum komnir
með hinn ágætasta skiðasnjó. Að
visu hefur veriö það hvasst i
morgun, að við höfum ekki getaö
haftopið i dag, en þaö stendur nú
vonandi allt til bóta.
Ef þessi snjór tollir, þá er allt
hér komiö i eðlilegt horf og viö
getum farið aö hafa opið dag-
lega.”
— Hvernig er opnunartima hjá
ykkur háttað?
„Við opnum kl. 13 alla virka
daga og höfum opið á mánudög-
um og föstudögum til kl. 18, en á
þriðjudögum, miðvikudögum og
fimmtudögum höfum við opið til
kl. 22 og eftir að dimma fer, þá
flóðlýsum við brekkurnar.
Um helgar þá opnum við kl. 10 á
morgnana og erum með opið til
kl. 18.
Þaö er,alltaf troöiö hjá okkur,
jafnaö úr snjónum og lagöar
gönguslóðir, eftir þvi sem viðrar,
þannig að aðstaða sú sem hér er
boðið upp á er hin ágætasta.”
— Hvað giskar þú á að margir
hafi notfært sér tækifærið I gær,
og komið i Bláf jöllin og rennt sér
á skiðum?
„Hérna hjá okkur, reikna ég
með að alls hafi komiö hingað i
gær eitthvað á annað þUsund
manns.
Það var ansi skemmtilegt
■ Þaö er ekki mikiö verk að bregða á sig skiöunum nú til dags
fullkominn er útbúnaðurinn orðinn.
hérna framan af deginum og þá
var mikið af fólki, en hann rauk
upp i'ansi miklu hvassviöri svona
upp úr kl. 4 og kl. 5 urðum við að
■ Maður getur nú þreyst á þvi að
renna sér á skiðum, sérstaklega
ef maður er aðeins nokkurra ára
byrjandi, sem er að berjast við að
læra „plóginn”. Þá getur verið
gaman aö breyta til og búa til
risasnjóbolta.
Timamyndir: Róbert.
loka lyftunum, enda hélst fólk lit-
ið á skiðum eftir að gerði þetta
norðaustan hvassviðri.”
Þorsteinn sagði að ánægja Blá-
fjallagesta með að geta nú loks-
ins brugðið sér á skiði hefði verið
mjög almenn og augljós, enda
væri fólk bUið að biða þessarar
stundar lengi. Sagði hann að það
hefði veriðansi þreytandi að biöa
eftir snjónum, þvi að undanförnu
hefði verið þetta fina veður, en
enginn snjór. Sagðist Þorsteinn
treysta þvi, að ef það gerði frost
núna, þá yrði nægur snjór i Blá-
fjöllum á næstunni.
—AB
*
■ Svona kappar eru nú ekki ýkja vinsælir i skiðabrekkunum, en alltaf
er talsvert um það i Biáfjöilunum, sem og á öðrum skiðasvæöum að
vélsleðakappar séu að leik.
■ Gönguskiöin standa alltaf fyrir sinu, og auk þess sem það veitir
manni holia og góða hreyfingu að ganga á gönguskíöum, þá fylgir notk-
un þeirra sá kostur, að ekki þarf maður að hima timunum saman i
löngum biðröðum við Jyfturnar.