Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.01.1982, Blaðsíða 13
12 Þriðjudagur 26. janúar 1982. Þri&judagur 26. janúar 1982. 13 fréttaskýring ■ „Samkvæmt þeim reglum sem tundur fulltrúaráðs framstíknar- félaganna i Reykjavlk setti varðandi pröfkjörið, þá er það aðeins bindandi ef viðkomandi frambjóðandi fær 50% atkvæða i hlutaðeigandi sæti. Sú hefur ekki orðið raunin að þessu sinnit þannig að ég tel að uppstillingar- nefndin hafi þau fyrirmæli frá fulltrúaráðinu, aö hún sé óbundin og hafi frjálsar hendur um upp- stillingu hins endanlega fram- Auður Þórhallsdóttir: „Mikill sigur fyrir konur” ■ ,,Eg er mjög ánægö fyrir mina hönd með úrslit prófkjörsins og i reynd er þessi árangur miklu betri en ég haföi búist við i upp- hafi. Einnig eru þessi úrslit mikill sigur fyrir konur og sýnir best að ' þessi kvennalisti sem nú er veriö að bera fram er hrein uppgjöf I jafnréttisbaráttunni. Sérstaklega er ég þó ánægö meö aö ungt fólk skyldi ná svo langt sem raun ber vitni i þessu prófkjöri”, sagði Auður Þórhallsdóttir i samtali viö Timann i gær, þegar hún var spurö álits á niöurstööum próf- kjörs framsóknarmanna i Reykjavik um helgina. —Kás Erum fluttir í Borgartún 17. Síminn er 26833. oft ARKrTEKTASTOFAN SF ORMAR PÖR GUÐMUNDSSON örnölfur hall ARKITEKTAR FAl Staða fulltrúa er annast í'orræðis-, ættleiðingar- og fósturmál i fjölskyldudeild er laus til um- sóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu i fjölskyldumeðferð. Félagsráð- gjafa — eða önnur svipuð starfsmenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 19. febrúar n.k. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldu- deildar eða fulltrúi i ættleiðingar- og for- ræðismálum. ^----------------------------------------> SH Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar 1|F Vonarstræti 4 sími 25500 Auglýsing um lán og styrki til kvikmyndagerðar Kvikmyndasjóður auglýsir eftir umsókn- um um lán og styrki til kvikmyndagerðar. Umsóknum fylgi kvikmyndahandrit og/eða greinargerð um verkefnið og lýsing á þvi, áætlun um kostnað og fjár- mögnun, svo og timaáætlun. Umsóknir sendist: Kvikmyndasjóði, Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4, Reykjavik. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1982. Reykjavik, 21. janúar 1982 Stjórn Kvikmyndasjóðs boöslista”, sagði Jón Aðalsteinn Jónasson formaöur uppstillingar- nefndar framsóknarfélaganna i Reykjavik, i samtali við Timann i gær, þegar hann var spurður álits á niðurstöðu prófkjörsins sem fram fór um helgina. Prófkjörið stóð yfir bæði laugardag og sunnudag, og tóku um 1300 manns þátt i þvi. Úrslit uröu þau að Kristján Benedikts- son hafnaði i fyrsta sæti meö 498 frambjóðandi hlaut bindandi kosningu í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík: „QPPSTILLINGARNEFND ER MEÐ OBUNDNAR OG FRJALSAR HENDUR” — segir Jón Aðalsteinn Jónasson, formaður uppstillingarnefndar ■ Frá upphafi talningar á sunnudagskvöldið. Til vinstri viö kjörkassann er Gestur Jónsson formaður kjörnefndar en hægra megin eru Leifur Karlsson, Einar Harðarson og Arnór Valgeirsson. Tlma- myndir: G.E. atkvæði. 1 ööru sæti varð Gerður Steinþórsdóttir með samtals 387 atkvæði i fyrsta og öðru sæti. Upphafiega varð niðurstaðan sú að Jósteinn Kristjánsson hefði hafnað i öðru sæti, en siödegis i gær kom i ljós misskilningur við upplestur talna, þannig að fimmtiu af atkvæðum Gerðar i annaö sætiö voru vantalin. Fyrir bragðið skaust hún upp íyrir Jó- stein i annað sætið, og munaði þar 16 atkvæðum. Jósteinn Kristjánsson hafnaöi i þriöja sæti með 406 atkvæði samanlagt I 1-3 sæti. Sigrún Magnúsdóttir varð i fjóröa sæti með 433 atkvæði. Sveinn Grétar Jtínsson hafnaði i fimmta sæti, meö 504 atkvæði samanlagt i fyrsta til fimmta sæti, og Auöur Þórhallsdóttir varð i sjötta sæti með 557 atkvæði samanlagt. Þar á eftir komu Valdimar Kr. Jónsson með 529 atkvæði, Jónas Guðmundsson með 519 atkvæði, Aslaug Brynjólfsdóttir með 498 atkvæði, Páll R. Magnússon með 498atkvæði, Pétur Sturluson með 430 atkvæöi, Elísabet Hauksdóttir með 337 atkvæði, Gunnar Bald- vinsson með 297 atkvæði, Björk Jónsdóttir með 290 atkvæði og Þorlákur Einarsson með 209 at- kvæði. Eins og fyrr segir hlaut enginn þessara frambjóðenda 50% at- kvæða i viðkomandi sæti, og er þvi prófkjörið ekki bindandi fyrir neinn þeirra. Hins vegar má með réttu segja að Kristján Bene- diktsson geti krafist annars sætis, þar sem hann hefur yfir 50% at- kvæða i það sæti, og sama gildir um Gerði hvað sjötta sætið varðar. Þetta eru aðeins fræði- legir möguleikar. Ef litið er hins vegar á heildar- atkvæðaf jölda hvers fram- bjóðanda breytist röðin nokkuð. Við það fellur Jósteinn niður i ni- unda sæti, en að öðru leyti er röð- in óbreytt. Kemur það til af þvi að kjósendur áttu að númera hvern frambjóðanda i sinni óskaröð. Þannig geta menn hlotið kosningu i ákveðið sæti hafi þeir hlutfalls- lega flest atkvæði i það, burt séð frá þvi hver heildaratkvæðafjöldi þeirra er. Um 1400-1500 manns voru á kjörskrá þegar lagt var af stað i Sigrún Magnusdóttir: „Gód útkoma frá jafn- réttissjónarm iði9 9 ■ ,,Ég er ánægð fyrir mina hönd með úrslitin i þessu prtífkjöri, og það er í einlægni sagt”, sagöi Sig- rún Magnúsdóttir, þegar hún var spurö álits á niðurstöðu prófkjörs framsóknarmanna sem fram fór um helgina, en i þvi hlaut hún fjórða sætið. „Útkoman er einnig góð frá jafnréttissjónarmiði, þvi þarna skipta þrjár konur og þrir karlar með sér sex efstu sætunum, sitt á hvað. Hins vegar hefur mér fundist nokkuð skorta á að flokks- forysta ftokksins I heild hafi sýnt Reykjavik nægilega mikinn á- huga, þrátt fyriraðhún viti að við stöndum hérhöllum fæti, og brýnt stuðningsmenn tilþátttöku i próf- kjörinu. 1 annan stað hefði mér fundist eðlilegra að loka kjör- skránni, en hafa hana ekki opna eins og ákveðið var. Fyrir bragð- ið þá vógu nýir félagar mjög þungt i þessu prófkjöri, þar sem eldri flokksmenn mættu ekki nægilega vel til leiks, eða aðeins um 50%. Hinn almenni flokks- maður hefur ekki verið nægilega vel vakandi um að sýna góða kjörsókn, og kannski ekki verið nægilega brýndur til þess”. —Kás Frambjóðendur og aörir fylgjast spenntir meö talningunni, og skrifa hjá sér nýjar tölur. í 2 Samanlagt i 1-2 sæti 3 Samanlagt i 1-3. sæti 4 Samanlagt i 1-4. sæti 5 Samanlagt i 1-5. sæti 6 Samanlagt i 1-6. sæti Sætaröð, ef miöaöer við lieildar atkvæðafjölda Kristján 498 248 746 78 824 48 872 34 906 36 942 1. sæti Gerður 54 333 387 95 482 65 547 71 618 82 700 2. sæti Jósteinn 318 53 371 35 406 29 435 22 457 37 494 9. sæti Sigrún 45 111 156 147 303 130 433 120 553 98 651 4. sæti Sveinn 90 113 203 99 302 108 410 94 504 79 583 5. sæti Auður 14 43 57 108 165 135 300 119 419 138 557 6. sæti prófkjörið. Pröfkjörsdagana, en kjörskrá var opin þar til yfir lauk, þá bættust við rúmlega sex hundruð manns. Eins og fyrr seg- ir tóku um 1300 manns þátt i próf- kjörinu. Ef reiknað er með þvi að allir hinir nýinngengnu hafi kos- ið, kemur i ljós að aðeins um 50% hinna eldri flokksmanna tóku þátt i þvi. Aðstandendur prófkjörsins voru þvi nokkuð vonsviknir með þátttökuna. Starfsmenn viðkosninguna tóku sérstaklega eftir þvi að tæplega helmingur nýrra félagsmanna, sem gengu i flokksfélögin sjálfa prófkjörsdagana, tengdust frekar einum frambjóðanda en öðrum, er litið var á meðmælendalista. Hefur þetta sjálfsagt haft sin á- hrif á úrslitin þegar upp var stað- ið. Annars voru atkvæöi nokkuð dreifð, og kom það i ljós strax þegar kjörnefnd birti sinar fyrstu tölur kl. rúmleg' niu á sunnu- dagskvöldið. Hins vegar gekk talningin nokkuð seint fyrir sig, miðað við að þátttakendur voru um 1300 talsins. Kom það til af þvi að telja þurfti hvern seðil sex sinnum. Fyrir bragðið var sjálf talningin komin á svipaða stærðargráðu og talning f al- þingiskosningum i Noröurlandi vestra og Norðurlandi eystra samtals. Úrslitin tala sinu máli, og þvi óþarfiað fjölyrða frekar um þau. Boltanum hefur nú veriö velt yfir til uppstillingarnefndar. Gert er ráð fyrir að hún skili af sér sínu verkefnifljótlega inæsta mánuði. Þá kemur i ljtís hversu mikið mark nefndin tekur á prófkjörinu en eins og Jtín Aðalsteinn sagði hér i byrjun, þá litur hann svo á aö hún hafi frjálsar og óbundnar hendur um endanlega skipan list- ans. —Kás Gerdur Steinþórsdóttir: „Endanleg úrslit nokkuð óvænt” ■ ,,Ég vii byrjaá þvíað segja að þessi úrslit eftir endurtalningu komu nokkuð á óvart, enda fyrr búið að gefa, upp aðrar tölur. Ég vil lýsa yfir ánægjuminni með að hafa náð öðru sætinu, og vil kær- lega þakka þeim sem studdu mig i prófkjörinu”, sagði Gerður Steinþórsdóttir, i samtali við Timann I gær, þegar ljóst var að hún myndi hafna i öðru sæti, en ekki þvi þriðja, eins og fyrst var talið. , ,Ég hafði vonast eftir meiri þátttöku flokksmanna i þessu prófkjöri, enda munu um 500-600 manns hafa gengiö inn i flokkinn sjálfa prófkjörsdagana. Það sem hins vegar einkennir þennan lista er að enginn frambjóðandi hefur hlotið bindandi kosningu, þannig að þetta er ekki endanlegur Bsti, heldur ber meira svip af skoðanakönnun. Það sem mér finnst einnig einkenna þennan lista er að þarna koma fjórir nýir einstaklingar i sex efstu sætin, og þaraf tværkonur. Hins vegar eru einstaklingar sem starfað hafa á- gætlega að borgarmálum sem ekki hljðta brautargengi i þessu prófkjöri.” —Kás Sveinn Grétar Jónsson: „Mínar björt- ustu vonir rættust” • ,,Ég er þakklátur fyrir þaö traust sem floksbundnir fram- sóknarmenn i Reykjavik hafa sýnt mér i þessu prófkjöri, og verð að segja að mlnar björtustu vonir rættust i þvi. Ég er geysi- lega ánægöur með að hafa hlotið fimmta sætið. Úrslitin komu mér verulega á óvart enda hafði ég enga kosningavinnu i gangi”, sagöi Sveinn Grétar Jónsson, sem hafnaði i fimmta sæti i prófkjöri framsóknarmanna i Reykjavik um helgina. „Hins vegar er uppstillingar- nefnd mikill vandi nú á höndum, þar sem enginn frambjóðandi hefur hlotiö nægjanlegan fjölda atkvæða til að hljóta bindandi kosningu i viðkomandi sæti.” Kristján Benediktsson: „Vil ákaflega lítið um úr- slitin ff ■ „Ég vil litið tjá mig um málið á þessu stigi, og vil ákaflega litiö um úrslitinsegja”, sagði Kristján Benediktsson, borgarfulltrdi, i samtali við Timann þegar hann var spurður álits á niöurstöðu prófkjörs framsóknarmanna i Reykjavfk. „Hins vegar kom mér á óvart hvað flokksbundið fólk i fram- sóknarfélögunum i Reykjavik mætti illa til leiks”, sagöi Kristján. —Kás Jósteinn Kristjánsson: „Þriðja sætið kom á óvart” ■ „Ég er mjög ánægður með þennan lista eins og hann er, en hins vegar kom mér nokkuð á ó- vartað hafna I þriöja sætinu. Ég átti ekki von á þvi sjálfur. Hins vegar kom mér á óvart aö Kristján skyldi ekki hafa hlotið glæsUegri kosningu i fyrsta sætið, eins og ég heföi sjálfur kosið, og hann á fyllilega skiliö”, sagði Jó- steinn Kristjánsson, I samtali við Timann i gær, en hann hlaut þriöja sætið i prófkjöri fram- sóknarmanna i Reykjavik um helgina. „Mér er engin launung á þvi að ég erm jög ánægður með þessi úr- slit, og er þakklátur stuðnings- mönnum minum fyrir stuðning þeirra. Ég vona aö ég verði traustsins verður og mun reyna að vinna eins vel og ég get og kann. Ég vil hins vegar ekki trúa þvi að uppstillingarnefnd fari aö breyta niðurstöðu þessa prófkjörs þó enginn af þeim sem höfnuðu i sex fyrstu sætunum hafi hlotiö bindandi kosningu”, sagöi Jtí- steinn. —Kás

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.