Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 6. maí 2008 — 123. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Hrafnhildur Tryggvadóttir, bókasafns- og upp- lýsingafræðingur, gekk á hæsta tind Íslands í blíðskaparveðri. Hrafnhildur er bókasafnsfræðingur hjá menntamála ráðuneytinu og er mikil útivist k gengið ma aðeins, en svo voru hlaupin líka ágætis undirbúning- ur.“ Gangan sjálf tekur um sextán tíma í heildi ætlaði hópurinn sér að ld Gengið á hæsta tind Hrafnhildur á toppi Hvannadalshnúks í blíðskaparveðri. MYND/HRAFNHILDUR TRYGGVADÓTTIR Thai box námskeið hefst hjá Baðhúsinu 13. maí. Innfalið í námskeiðinu eru tveir lokaðir tímar á viku, frjáls mæting í alla opna tíma og tækjasal og mælingar og vigtun við upphaf og lok námskeiðs, uppskriftahefti og fleira. Nám-skeiðið er fjögurra vikna langt. Allar nánari upplýsingar á www.badhusid.is. Sólveig Eiríksdóttir hjá Himn-eskri hollustu stendur fyrir byrj-endanámskeiði 19. maí ætlað þeim sem vilja endurskoða mataræði sitt og nota hollari hráefni í matargerðina. Á nám-skeiðinu er þátttakendum kennt að útbúa einfalda og fljótlega grænmetis- og eftirrétti. Nánari upplýsingar í síma 554 7273 eða á eða www.himneskt.is. Aðhaldsnámskeið ætlað konum hefst í Árbæj-arþreki í dag en skráning er enn opin. Námskeiðið verður kennt þriðju- og fimmtu-daga í sex vikur, en þriðji tíminn verður felldur inn í opinn tíma. Á námskeiðinu verður boðið upp á fitumæl-ingu, vigtun og fróðleik sem tengist heilsurækt. Kennsla í tækjasal er innifalin. Nánari upplýsingar og skráning í síma 567 6471. Slitsterk og endingargóð gúmmíbelti undirflestar gerðir mini og midi beltavélar Á súperverði! HRAFNHILDUR TRYGGVADÓTTIR Í ljósaskiptunum var lagt á hæsta tind landsins heilsa Í MIÐJU LANDSINS VERKTAKAR Landmælingar, einingahús og þrívíddarvinnsla Sérblað um verktaka FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FÓLK Listamaðurinn Lárus List tap aði máli sem verslanakeðjan Wal-Mart höfðaði á hendur hon - um vegna lénsins Wa1-mArt.com. Lárus hafði skráð lénið á sig og ætlaði það sem hluta af listaverki. Dómur féll á þá lund að lén Lárusar þótti of líkt vörumerki og/eða nafni Wal Mart og að hann kæmi verslanakeðjunni illa með tiltæki sínu. - jbg/ sjá síðu 30 Listamaðurinn Lárus List má ekki eiga Wa1-mArt.com: Tapaði fyrir Wal-Mart verktakarÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 Fyrirtækið Onno ehf. sérhæfir sig í teikni- og þrívíddarvinnsluBLS. 6 Sónarmynd á umslagi Þrívíddar-sónarmynd af fóstri prýðir umslag nýjustu plötu hljóm- sveitarinnar Dimmu. FÓLK 23 Íslenskir dansarar í raunveruleikaþætti Tveir dansarar úr ÍD í So You Think You Can Dance. FÓLK 30 MERZEDES CLUB Nutu aðstoðar Ný- danskrar við sminkið Píanóburður í skiptum fyrir brúnkukremsáburð FÓLK 30 KONUNGLEG HEIMSÓKN Friðrik krónprins Danmerkur og eiginkona hans Mary krónprinsessa komu í heimsókn til landsins í gær og munu dvelja fram á fimmtudag. Íslensku forsetahjónin tóku á móti krónprinshjónunum í blíðskaparveðri á Bessa- stöðum. Friðrik prins sagðist sjá eftir að hafa ekki sólgleraugun sín meðferðis en Dor- rit Moussaieff ráðlagði dönskum ljósmyndurum að vera fljótir að smella af því sólin yrði væntanlega horfin eftir tíu mínútur. Sjá síðu 14 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UTANRÍKISMÁL Tvöfalda þarf fjölda starfsmanna hjá fasta- nefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum nái Ísland kjöri í öryggisráð SÞ í október. Áætlað- ur kostnaður við setu í ráðinu er um 200 milljónir króna fyrir tveggja ára tímabil. Í dag starfa átta manns hjá fastanefndinni auk eins starfs- nema. Viðbúið er að fjölga þyrfti starfsmönnum um átta, segir Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra Íslands hjá SÞ. Þetta er í samræmi við reynslu Dana, sem voru með tæplega 20 starfsmenn, og Kosta-Ríka sem telur sig þurfa um sextán starfsmenn til að sinna skyldum sínum hjá ráðinu og hjá SÞ í heild. - bj / sjá síðu 16 Framboð til öryggisráðs SÞ: Tvöfalda þyrfti fastanefndina EFNAHAGSMÁL „Við þolum ekki svona ástand mjög lengi,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar- ins, um þann mikla skort á lánsfé sem varað hefur mánuðum saman. Fyrirtækjum hefur reynst örð- ugt að fá lán, jafnt til nýrra sem eldri verkefna, og kveður svo rammt við að ágætlega stæð fyr- irtæki fá ekki fyrirgreiðslu í bönkum sem þau hafa átt við- skipti við um árabil. Fyrir vikið hafa framkvæmdir stöðvast og ekki er ráðist í ný verkefni. Eina fyrirgreiðslan sem er í boði er í formi lána til mjög skamms tíma á mjög háum vöxt- um. Jón Steindór segir að þó að fréttir hafi borist af uppsögnum hjá einstaka fyrirtæki sé enn sem komið er lítið um fjöldauppsagnir og gjaldþrot. Þanþolið sé þó lítið. „Því lengur sem þetta ástand varir, þeim mun styttra er í að eitthvað láti undan,“ segir hann en vill ekki skilgreina sérstök tímamörk í þeim efnum. Helst verður erfiðleikanna vart í bygg- ingariðnaði þar sem þrengir að úr báðum áttum. Auk lánsfjárskorts seljast íbúðir lítið sem ekkert þessi dægrin. Jón Steindór segir fyrir - greiðsluvandræðin eiga við um fyrirtæki í öllum greinum iðnað- ar en kælingin hafi orðið sneggst í byggingariðnaði. Fyrirtækið Mest, sem annast margvíslega þjónustu og fram- leiðslu fyrir byggingarfyrirtæki, sagði til dæmis 30 manns upp störfum fyrir mánaðamót. Nokkuð er um liðið síðan stjórn- völd upplýstu að unnið væri að lántöku svo unnt væri að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans. Fátt hefur spurst af þeim mála - leitunum að undanförnu. Jón Steindór segir nauðsynlegt að lánsfé verði aukið. „Ríkis- stjórnin hefur sagt að unnið sé að því að gera eitthvað en okkur finnst langur tími liðinn. Það er kominn tími til að menn sýni spilin.“ - bþs Þolum ekki svona ástand mjög lengi Skortur á lánsfé er orðinn tilfinnanlegur hjá fjöl- mörgum fyrirtækjum. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir styttast í að eitthvað láti undan. Barist til enda Úrslit ensku úrvals- deildarinnar ráðast ekki fyrr en um næstu helgi en Chelsea lagði Newcastle á útivelli í gær. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG ÚRKOMA NÁLGAST Í dag verður yfirleitt hæg suðaustlæg átt en þó strekkingur úti við suðurströndina. Bjartviðri norðanlands fram eftir degi en fer að rigna sunnan til þeg- ar líður á daginn. Hlýtt í veðri. VEÐUR 4 9 13 14 1213 Heimsveldi dópistanna „Fíkniefnaverslun hefur þannig bæði stuðlað að uppbyggingu heimsvelda og mótun þess alþjóðahagkerfis sem við búum við nú á dögum,“ segir Sverrir Jakobsson. Í DAG 18 „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is ATVINNUMÁL Öllum starfsmönn- um í Síldarbræðslu HB Granda á Akranesi utan einum starfs- manni í eldhúsi og einum nýliða var sagt upp störfum í gærmorg- un, samtals fjórum fastráðnum starfsmönnum. Mennirnir hafa flestir starfað lengi hjá fyrirtækinu og eru með þriggja til fimm mánaða upp- sagnarfrest. Gert er ráð fyrir að mennirnir vinni fram til mán- aðamóta og láti þá af störfum. Ekki er óskað eftir að þeir vinni uppsagnarfrestinn. Eggert Guðmundsson, for- stjóri HB Granda, segir að nýir starfsmenn muni taka við af þeim sem nú hefur verið sagt upp. „Við þurftum að breyta til, eins og gerist oft í fyrirtækja- rekstri. Það stendur ekki að til að draga saman seglin heldur aðeins að ráða nýja menn. Við höfum útskýrt ástæður upp- sagna fyrir þeim sem eiga í hlut og ætlum ekki að tjá okkur um það frekar.“ Vilhjálmur Birgisson, formað- ur Verkalýðsfélags Akraness, segir að Skagamenn séu þrumu lostnir yfir því að „fantaskapur- inn ætli engan enda að taka. Menn eru orðlausir yfir því hvernig þetta birtist okkur dag eftir dag“. Full ástæða sé til að óska eftir fundi með stjórnend- um fyrirtækisins enda hafi starfsmönnum fækkað um 150 frá sameiningu. Valdimar Jónsson er einn af þeim sem fengu uppsagnarbréf í gærmorgun. „Þeir gáfu okkur engar ástæður fyrir uppsögn- inni,“ segir hann og bendir á að áður fyrr hafi verið sex vanir menn á vakt hverju sinni til að sinna tækjunum í verksmiðjunni en undanfarið hafi þeir verið þrír, einn til tveir á hverri vakt. Stjórnendur í Reykjavík ætlist svo til að hægt sé að hrúga inn mönnum af götunni eftir hent- ugleikum. Eðvarð Árnason fékk einnig uppsagnarbréf í gærmorgun. Hann segir að fljótt á litið séu starfsmennirnir sárir, þeir hafi ekki átt von á þessu. Þeir muni funda saman í dag, fara yfir stöðuna og ræða það hver stefn- an verður. - ghs Uppsagnir í Síldarbræðslu HB Granda á Akranesi: Fjórir reknir en aðrir verða ráðnir í staðinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.