Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 6. maí 2008 Kynntu þér námið á www.hr.is MSc í alþjóðaviðskiptum Námið byggir bæði á fræðilegum grunni og hagnýtri þekkingu á alþjóðaviðskiptum og fer kennsla fram á ensku. Uppbygging námsins miðar við reynslu margra bestu háskóla heims. Allir nemendur dvelja erlendis eina önn. MEISTARANÁM Í VIÐSKIPTADEILD MSc í reikningshaldi og endurskoðun Námið er ætlað þeim sem vilja verða löggiltir endurskoðendur, eða hafa áhuga á að starfa sem sérfræðingar eða stjórnendur á sviði reikningshalds í fyrirtækjum. Útskrifaðir nemendur eru eftirsóttir til ýmissa stjórnunarstarfa í atvinnulífinu, einkum hjá stórfyrirtækjum í alþjóðlegri starfsemi. MSc í fjármálum Námið er sérsniðið að þörfum fjármálafyrirtækja og framsækinna alþjóðlegra fyrirtækja. Hægt er að sérhæfa sig í fjárfestingarstjórnun eða fjármálum fyrirtækja. Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er fjölbreytt og krefjandi nám sem getur opnað þér dyr að margvíslegum starfstækifærum. Umsóknarfrestur er til 30. maí BORGARMÁL Framkvæmda- og eign- a svið Reykjavíkurborgar hefur sett fram áætlun um að endur- hanna og bæta aðstöðu á lóðum grunnskóla borgarinnar á næstu árum. Reykjavíkurborg hyggst verja um 1,6 milljörðum króna til verksins á árunum 2008-2013. Þar af fara 600 milljónir í hönnun og framkvæmdir á þessu ári og því næsta. Reykjavíkurborg á og rekur 37 grunnskóla. Áætlunin nær til 30 þeirra en lóðir hinna eru nýlegar eða hafa nýlega verið endurgerðar. Þá er einnig á áætlun að taka fjóra sparkvelli eða boltagerði í notkun á árinu og á næsta ári. - shá Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar: Skólalóðir fá andlitslyftingu FOLDASKÓLI Stórátak verður gert í að bæta aðstöðu við grunnskóla borgarinn- ar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Gengið hefur verið frá ráðningu átján lögreglumanna til lögregl- unnar á höfuðborgarsvæð- inu, að sögn Geirs Jóns Þór- issonar yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Stærstur hluti þeirra sem ráðnir hafa verið eru nýútskrifaðir úr Lögregluskóla ríkisins. Þá eru í hópnum nokkrir lög- reglumenn sem horfið höfðu úr starfi á höfuðborg- arsvæðinu en eru nú að snúa aftur. „Við hefðum viljað fá heldur fleiri en við réðum nú eða tuttugu manns,“ segir Geir Jón. „En það takmark næst með haustinu, því reynslan hefur sýnt að þá koma alltaf inn umsóknir.“ Geir Jón segir enn frem- ur að auk þeirra sem fyrir eru verði átján manns úr Lögregluskólanum við störf á höfuðborgarsvæð- inu í sumar. Þeir muni ganga almennar vaktir. Aukinn áhugi virðist vera á lögreglustarfinu um þess- ar mundir. Á níunda tug umsókna höfðu borist í Lögregluskóla ríkisins fyrir haustönn 2008 og vor- önn 2009, þegar umsóknarfrestur rann út 1. maí. Umsóknirnar skipt- ast þannig eftir kynjum að karlar eru 56 og konur 30 talsins. - jss Fjölgun í liði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu: Átján lögreglu- menn ráðnir GEIR JÓN ÞÓRISSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.