Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 8
 6. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR RV U N IQ U E 03 08 04 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glerfínar gluggafilmur - aukin vellíðan á vinnustað 3M gluggafilmur fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur, verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RV sjá um uppsetningu Vor í Iullisat, Vestur Grænlandi Mynd: Níels Einarsson MÓTTAKA UMSÓKNA ER HAFIN UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ Háskólinn á Akureyri Heimskautaréttur LL.M. / M.A. Kynntu þér nám við Háskólann á Akureyri á www.haskolanam.is Hver á auðlindir Norðurskautsins? Heimskautasvæðin hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin misseri, ekki síst vegna fyrirsjáanlegra breytinga á vöruflutningum um norðurskautssvæðið sem og greiðari aðgangi að miklum náttúruauðlindum. Aðliggjandi lönd hafa þegar gefið í skyn, að þau eigi fullveldistilkall á norðurslóðum, m.a. Rússland, Bandaríkin, Noregur, Kanada og Græn- land (Danmörk) sem og frumbyggjar í löndunum á umræddu svæði. Hvaða reglur þjóða- réttarins gilda um svæðið og hvernig má best nota þær til að koma í veg fyrir hugsanleg átök? Hvaða alþjóðasamtök fjalla um málefni heimsskautasvæðanna? Eiga Íslendingar hagsmuna að gæta í þessu samhengi? Hver á yfirráðaréttinn á hinum nýju siglingaleiðum? Hver á réttinn til náttúruauðlindanna? Hvernig verður viðkvæmt umhverfið best verndað? Er hægt að sækja fyrirmyndir i alþjóðlegt samkomulag um suðurskautssvæðið? Háskólinn á Akureyri er fyrstur háskóla til að bjóða upp á sérstakt nám um lagalegt umhverfi heimskautasvæðanna. Námið er þverfaglegt; fjallað er um viðfangsefnið fyrst og fremst út frá sjónarhorni laga og réttar, en einnig er litið til heimspeki, sagnfræði, mannfræði, samfélagsfræði, alþjóðatengsla og hagþróunarfræði í leitinni að svörum við þessum mikilvægu spurningum. ORKUMÁL Fulltrúar eigenda níu af tíu lóðum á áhrifasvæði Urriða- fossvirkjunar á austurbakka Þjórs- ár afhentu í gær forstjóra Lands- virkjunar yfirlýsingu þar sem þeir lýsa andstöðu við virkjunina. „Það er útilokað annað en að menn stoppi þarna og haldi í stað- inn áfram með Búðarhálsvirkjun, sem þeir eru byrjaðir á,“ segir Jón Árni Vignisson, einn landeigenda. Hann segir að með svo afgerandi andstöðu sé útilokað að virkjunin verði að veruleika. „Þar með er staðfest að ekki er nokkur vilji landeigenda við Þjórsá til að semja við Landsvirkjun um eitt eða neitt í þessu máli. Þeirri staðreynd er hér með komið til skila,“ sagði Ólafur Sigurjónsson, einn landeigenda, þegar hann af henti Friðriki Sophussyni, for - stjóra Landsvirkjunar, yfir lýs - inguna á skrifstofu fyrirtækisins. Ólafur kallaði eftir afskiptum ráð herra þessa málaflokks. Hann sagði sjónarmið bænda ítrekað að engu höfð. Úr sjóðum landsmanna sé tekið fé til að greiða fyrir kostn- að við rekstur „áróðursvélar Lands- virkjunar“, sem og að „kaupa sveit- arstjórnir til fylgilags við Landsvirkjun“. Jón Árni bendir á að meirihluti íbúa Flóahrepps hafi skrifað undir áskorun til sveitarstjórnar um að endurskoða þá ákvörðun að setja virkjunina á aðalskipulag. Sveitar- stjórnin hafi engu svarað þeirri áskorun. Margar ástæður eru fyrir and- stöðu íbúa, segir Jón Árni. Til dæmis sé ekki pláss fyrir virkjun- ina í þessari þéttbýlu sveit. Þá muni mikil mengun fylgja virkjuninni. Áformað sé að dæla um 75 þúsund rúmmetrum af jök- ulleir upp á bakka lónsins, og aug- ljóst sé að þurr leirinn muni fjúka yfir nærliggjandi sveitir. Ekkert hafi verið fjallað um það í umhverf- ismatinu. Eftir að fulltrúar landeigenda höfðu afhent Landsvirkjun yfirlýs- ingu fóru þeir í umhverfis-, iðnað- ar-, viðskipta-, og fjármálaráðu- neyti og afhentu yfirlýsingar. brjann@frettabladid.is Landeigendur gegn virkjun Fulltrúi landeigenda á áhrifasvæði Urriðafossvirkj- unar segist viss um að andstaða landeigenda stöðvi virkjunaráform. Landeigendur segja sjónarmið bænda að engu höfð. Landsvirkjun heldur áfram að vinna að virkjun segir forstjórinn. „Ríkið á 93 prósent af [...] vatnsrétt- indum vegna Urriðafossvirkjunar, og Landsvirkjun hefur umboð ríkisins til að fjalla um þau mál,“ sagði Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, þegar hann tók á móti yfirlýsingu landeigenda. Jafnframt verði samið við þá landeigendur sem eiga vatnsréttindi með þeim hætti sem lög bjóða. „Landsvirkjun mun fara að lögum í þessu máli eins og hún hefur alltaf gert. Hún áskilur sér auðvitað öll réttindi sem lög bjóða,“ sagði Friðrik. Spurður hvort þetta þýði að beita verði eignarnámsákvæði til að fá þau vatnsréttindi sem ekki séu í eigu ríkisins sagði Friðrik: „Það er ekki alveg ljóst, við skulum fyrst kanna hvort samningar komi til með að nást.“ Hann segir að Landsvirkjun muni halda áfram að vinna að virkjun- um í neðri hluta Þjórsár. Þær séu hagkvæmar, bæði fyrir Landsvirkjun og heimamenn. Friðrik benti á að umhverfismat vegna Urriðafossvirkjunar hafi verið samþykkt. Aðalskipulag liggi fyrir í tveimur sveitarfélögum og unnið sé að breytingum í því þriðja. REYNA ÁFRAM SAMNINGALEIÐINA MÓTMÆLI Ólafur Sigurjónsson (til hægri) las upp yfirlýsingu landeigenda á skrifstofu Landsvirkjunar. Með honum voru Jón Árni Vignisson og Bjarni Harðarson þingmaður, en Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, tók við yfirlýsingunni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL „Við erum fyrst og fremst á móti Taser-tækjunum vegna þess að rannsóknir hafa sýnt að þau eru hættuleg fólki og hafa valdið dauða,“ segir Jóhanna Kr. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar mannréttindasam- takanna Amnesty. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu á fimmtudag samþykkti landsþing lögreglumanna ályktun þess efnis að lögreglumenn fengju Taser-valdbeitingartæki til notkun- ar „sem allra fyrst“. Taser-tækin eru rafstuðstæki sem lögreglu- menn, meðal annars í Bandaríkjun- um og Kanada, hafa notað við störf sín. „Athugasemdir okkar við að lög- reglumenn fái þessi tæki til notk- unar snúa að því öðru fremur að þau hafa valdið óþörfum dauðsföll- um og geta verið hættuleg,“ segir Jóhanna. Hún segir jafnfram að bara í Bandaríkjunum og Kanada hafi um 300 dauðsföll verið rakin til notkunar á Taser-tækjunum. „Þá hefur Mannréttindanefnd Samein- uðu þjóðanna sagt, þegar notkun portúgölsku lögreglunnar á þess- um tækjum var til umfjöllunar, að notkun þessara tækja geti falið í sér pyntingu vegna sársaukans sem þau framkalla, og séu hættuleg fólki. Þannig að það eru ekki bara mannréttindasamtök sem leggjast gegn þessum tækjum heldur hefur mannréttindanefnd Sameinuðu þjóð anna einnig gert það,“ segir Jóhanna. - mh Íslandsdeild Amnesty harmar hugmyndir um vopnavæðingu lögreglunnar: Segir Taser-tækin lífshættuleg JÓHANNA KR. EYJÓLFSDÓTTIR Á móti því að lögreglan fái Taser-tæki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Erilsamt í sjúkraflutningum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í 45 sjúkraflutninga, bæði vegna slysa og alvarlegra veikinda, á aðfaranótt sunnudags. Slökkviliðið sinnir einnig flutningi á sjúklingum milli sjúkrastofnana. LÖGREGLUFRÉTTIR Eldur við Grandaskóla Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu á sunnudaginn um að reykur bærist frá kjallara Grandaskóla. Þegar slökkvilið og lögregla komu á vettvang kom í ljós að kveikt hafði verið í flugeldapakka við skólann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.