Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 46
30 6. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. frásögn 6. skóli 8. ari 9. nægilegt 11. þys 12. sívinnandi 14. spaug 16. í röð 17. gerast 18. óhreinka 20. frá 21. nudda. LÓÐRÉTT 1. vefnaðarvara 3. tveir eins 4. minnka 5. þangað til 7. kræsingar 10. gljúfur 13. tangi 15. róa 16. teygja 19. til. LAUSN LÁRÉTT: 2. sögu, 6. fg, 8. örn, 9. nóg, 11. ys, 12. iðinn, 14. glens, 16. þæ, 17. ske, 18. ata, 20. af, 21. niða. LÓÐRÉTT: 1. efni, 3. öö, 4. grynnka, 5. uns, 7. góðgæti, 10. gil, 13. nes, 15. sefa, 16. þan, 19. að. „Það var ekki leiðinlegt að fá fingrafiman píanóleikara til að handfjatla á sér bakvöðvana. Við bárum fyrir þá um daginn og nú báru þeir á okkur. Kaup kaups,“ segir Ceres 4 – forsöngvari í Merz- edes Club. Áður en hljómsveitin kom fram á hlustendaverðlaunum FM957 fengu meðlimir hljómsveitarinnar Nýdönsk það nýstárlega hlutverk að maka brúnkukremi á þá Ceres 4, Partý-Hanz, Gillzenegger og Gaz-man. Fyrir nokkru tóku helj- armennin sig til og báru píanó fyrir Björn Jörund söngvara í Nýdönsk upp á 3. hæð. „Þetta var skipti díll,“ segir Jón Ólafsson og segir að annars hefðu þeir þurft að borga þeim sem rándýrum píanóburðarmönnum. „Þetta var bakreikningur. Ekki eins og við höfum notið þessa. Við erum alger- lega kvitt og vel það. Ég pantaði náttúrlega Ceres. Við erum sálufé- lagar úr Þrótti og höfum oft verið saman í sturtu. Bakið á honum er mér ekki ókunnugt.“ Ceres lætur sérlega vel af Jóni sem brúnkusmyrjara. Segir hann áratugina við píanóið vera að skila sér. „Hann var mjög eggjandi með þessa húðlituðu gúmmíhanska. Spurning hvort hann ætti ekki að spila með þá? Bakið á mér hefur aldrei verið eins fallegt og þetta kvöld. Geislaði af því brúnkan og bakvöðvarnir virkuðu einstaklega vel skornir þegar ég hnyklaði þá þetta kvöld.“ Ceres þvertekur ekki fyrir það að þessi stund hafi verið nett út í að vera pervertísk. En það vilji fólk. Hafa hormóna með í spilinu. Klámvæðingin kalli á þetta. En þegar allt komi til alls heiti þetta smink og þeir sminki sig niður að mitti. „Þetta gat aldrei undið upp á sig í pervertismanum fyrir framan fullt af fólki og ljósmyndavélar. Við fórum ekkert lengra en vel- sæmismörkin leyfa og vorum aðallega ofan mittis. Ég sá samt ekki hvað Stefán var að gera. Ég var svo upptekinn. Ég trúi honum til alls,“ segir Jón. Kremið minnti píanóleikarann helst á HP sósu, einhver brún drulla sem hann mun seint setja á sig. „Ég held áfram að vera fölur. Enda finnst mér þetta nú ekki flott. Alltaf einkennilegt að sjá dökkbrúna Íslendinga þegar engin hefur verið sólin. Hvað þá karlmenn.“ jakob@frettabladid.is CERES 4: JÓN ÓLAFS ER FRÁBÆR BRÚNKUSMYRJARI Nýdanskir maka brúnku- kremi á vöðvabúnt MC GAZ-MAN SMURÐUR Þessi stund jaðraði við að vera pervertísk, en fór ekki yfir velsæmismörk, að því er Jón telur, sem veit þó ekki alveg með Stefán. SÆLUSVIPURINN LEYNIR SÉR EKKI Ceres segir Jón eggjandi með húðlita gúmmí- hanska og Jón telur að Nýdönsk og Merzedes Club séu nú kvitt og vel það. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Maður fer bara á næsta horn til að mótmæla ef maður er rekinn af þessu,“ segir akureyski listamaðurinn Lárus H. List. Lárus tapaði nýverið máli sem verslana- keðjan Wal-Mart höfðaði á hendur honum vegna lénsins Wa1-mArt.com sem Lárus hafði skráð á sig og ætlaði sem hluta af listaverki. Fréttablaðið greindi frá þessu sérstaka máli fyrir tæpu hálfu ári en málið var rekið fyrir sérstökum alþjóðlegum dómstóli í Genf. Dómur féll á þá lund að lén Lárusar þótti of líkt vörumerki og/eða nafni Wal-Mart. Kærða tókst ekki að sýna fram á að hann ætti hagsmuna að gæta og það sem meira er: Hann væri með tiltæki sínu að koma verslanakeðjunni illa með gjörðum sínum. („…is using the domain name in bad faith.“) Niðurstaðan var því á þá leið að Lárusi var gert að gefa lénið eftir til Wal- Mart og var ekki tekið tillit til röksemda Lárusar að listin eigi sér engin landamæri. Lárus er hins vegar ekki af baki dottinn. Hann segist hafa búist við þessari niður- stöðu. „Það er oft erfitt að berja á valdinu,“ segir Lárus en inntak verksins er meðal annars ádeila á heimsvaldastefnu Bandaríkj- anna. „Ég vona bara að menn sjái alla myndina en ekki bara fésið á USA (Bush),“ segir listamaðurinn. Lénið tengist málverki Lárusar þar sem sjá má hans útfærslu á Monu Lisu Da Vincis, nema að hún er nakin að neðanverðu og er þá vaxin sem karlmaður niður. Verkið kom fyrst fram á samsýningu árið 2006 og var, að sögn Lárusar, gert til að ögra valdinu. Þannig telur hann verkið hafa náð að þjóna tilgangi sínum upp að ákveðnu marki. „En ég hef nú endurskírt verkið Va1- mArt.com og skráð það lén á mig. Ég gef og skýringu á síðunni af hverju gamla nafnið var tekið niður.“ - jbg Wal-Mart vann málið gegn Lárusi List LÁRUS H. LIST Leggur ekki árar í bát þó dómstóll í Genf telji lén hans vera sett fram af illum hug gegn Wal-Mart. ,,Ég fer oft á Habibi Kebab-hús í Hafnarstrætinu og fæ mér yfirleitt kjúklinga-quesadillas. Það er bæði ódýr og bragðgóð máltíð. Annars finnst mér vanta fleiri skyndibitastaði sem bjóða upp á bragðsterkan mat. Agnar Jón Egilsson, leikari og leikstjóri Tveir dansarar úr Íslenska dansflokknum tóku þátt í áheyrnarprufum fyrir bandaríska dansþáttinn So You Think You Can Dance. Tökur á fjórðu þáttaröðinni hafa staðið yfir frá því að áheyrnarpróf hófust í Texas í janúar. Fyrsti þátturinn verður frumsýndur 22. maí í Bandaríkjunum, og viku síðar hér á landi. Stöð 2, sem sýnir þættina hér á landi, kostaði ferðalag íslensku dansaranna í samstarfi við Icelandair. „Þátturinn er þrískiptur. Fyrst eru áheyrnarpróf og niðurskurður, svo er æfingavika í Las Vegas, og niður- skurður, og svo er úrslitakeppnin,“ útskýrir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, sem segir íslensku dönsurunum hafa gengið vel. „Þau vöktu strax mikla athygli úti, og Cat Deeley tók marg- sinnis viðtöl við þau. Þau verða í upp- hafsþættinum, og stálu hreinlega sen- unni í Milwaukee-þættinum, þangað sem þau fóru í prufur,“ útskýrir hann. Vegna þagnarskyldu og samninga við framleiðendur þáttanna úti, er ekki hægt að greina frá nöfnum íslensku dansaranna að svo stöddu. „Þetta er næsts- tærsti þáttur í veröldinni fyrir utan American Idol, og það gilda skýrar reglur um þessi mál,“ útskýrir Pálmi. Stöð 2 vinnur sem stendur að gerð íslenskrar útgáfu af dansþáttunum, en ekki er ljóst hvenær þeir verða að veruleika. - sun Íslendingar heilluðu Cat Deeley ÞÁTTAKENDUR Í FYRRA Mikill heiður þykir að komast í topp tuttugu hópinn í So You Think You Can Dance, en íslensku dansararnir gátu það ekki þar sem dvalar- og atvinnuleyfi þurfa að vera fyrir hendi. DANSARAR ÚR ÍD Í PRUFUR Stöð 2 og Icelandair kostuðu ferð tveggja dansara úr Íslenska dansflokknum í prufur fyrir hinn geysivinsæla So You Think You Can Dance. Hart er sótt að Ólafi F. Magnús- syni um þessar mundir, ekki síst vegna orða sinna um vinningstil- lögu Vatnsmýrarinnar. En menn- ingarpostular hafa líka kvartað sáran undan því að borgarstjórinn sé afar tregur til að mæta á hina ýmsu menningaratburði sem honum er embættis síns vegna boðið á. Er mál manna á þeim bæjum að borgarstjóri óttist einhverra hluta vegna menningarelít- una og vilji forðast að lenda í þeirri kvörn sem góðglaðir listamenn geta reynst. Nýjasta kvikmynd Sólveigar Ans- pach, Skrapp út, verður frumsýnd í Frakklandi í ágúst en hér á landi í október. Didda fer með aðal- hlutverkið í myndinni en aðrir leikarar eru meðal annars Ingvar E. Sigurðsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Jörundur Ragnarsson. Það er annað að frétta af Diddu að hún er að hætta í ruslinu og á leið í garðyrkju, verður verkstjóri í unglingavinn- unni í sumar. Og eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær reyndist starfsmönn- um FM957 það erfitt að stafsetja nafn söngvarans Jógvan rétt þegar hlustendaverðlaunin voru veitt. En allt í einu var komið „ö“ í staðinn fyrir „ó“-ið sem hefur svo lengi ein- kennt nafn söngvarans. Jógvan var reyndar ekki á staðnum til að láta leiðrétta mistökin og virtist greini- lega sannfærður um að fyrrverandi dómari hans í X-Factor, Páll Óskar, myndi hirða öll verðlaunin. Jógvan var nefnilega farinn til Las Vegas í Bandaríkjunum og bauð kærustunni sinni með til syndaborgarinn- ar miklu. -jbg/glh/fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.