Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 6
6 6. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Á alla viðburði Kópavogsdaga er ókeypis nema annað sé tekið fram. Nánari dagskrá á www.kopavogur.is eða í síma 570 1500. Allir Kópavogsbúar og aðrir gestir hjartanlega velkomnir! Grunnskólar Kópavogs „Mjög er tungan málaóð“ Leikrit um líf og ljóð Bólu-Hjálmars. Stoppleikhópurinn brunar í gegnum Bólu-Hjálmar í grunnskólum Kópavogs á 50 mínútum. Leikskólar Kópavogs Óskin Barnaleikrit fyrir yngstu áhorfendurna. Skemmtilegt ævintýri með söngvum í flutningi Einleikhússins. 10:00 Náttúrufræðistofa & Bókasafn Kóp. Valur hvalur Ævintýri fyrir börn á leikskólaaldri í umsjón starfsfólks Náttúrufræðistofu og Bókasafns. Fjörugt fræðsluerindi í máli og myndum. Panta þarf tíma í síma 570 0450. 10:00–15:00 Sporthúsið Íþróttadagur Íþróttadagur íþróttafélagsins Glóðarinnar. Púttmót kl. 10:00 og Ringómót kl. 13:00. 11:00 Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn 20 ára afmæli Myndlistarskóla Kópavogs Sýning á myndverkum nemenda í tilefni af afmæli skólans. Sýningin stendur til 10 maí. 17:00 Bókasafn Kópavogs Húsaganga Gengið um götur Kópavogs og skoðuð hús sem minna á tímana tvenna og fyrirbæri sem gera Kópavog einstakan. 17:00 Náttúrufræðistofa Kópavogs Hlýnun Elliðavatns Fyrirlestur um rannsóknir Náttúrufræðistofunnar og Veiðimálastofnunar í Elliðavatni. 20:00 Gullsmári Stökur og stundargaman Góðir gestir mæta og kveðast á. 20:00 Salurinn Fiðlutónleikar Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir. Burtfararpróf frá Listaháskóla Íslands. Dagskráin í dag 6. maí VARNARMÁL Fjórar Mirage 2000- orrustuþotur úr franska flugher- num lentu á Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í gær. Þar með hófst sex vikna dvöl þeirra við loftrým- iseftirlit yfir Íslandi í samræmi við samning íslenskra stjórnvalda þar að lútandi við Atlantshafs- bandalagið og í þessu tilviki ríkis- stjórn Frakklands. Þetta er í fyrsta sinn sem annað ríki en Bandaríkin annast loftrýmisgæslu yfir Íslandi. „Við erum hingað komnir til að sýna samstöðu bandalagsins með Íslendingum,“ sagði Gilles Bert- rand, yfirmaður flugsveitarinnar, á fundi með blaðamönnum í utan- ríkisráðuneytinu. Þar bauð Þórir Ibsen, yfirmaður varnarmálaskrifstofu ráðuneytis- ins, frönsku flugsveitina vel- komna, en í henni eru alls um 110 manns. Þórir vakti athygli á því að Frakkarnir væru hingað komnir í samræmi við ákvörðun fastaráðs NATO frá síðasta sumri um að þær þjóðir bandalagsins sem hafa yfir flugher að ráða myndu á sjálfboða- grundvelli annast til skiptis loft- rýmiseftirlit yfir Íslandi í minnst þrjár vikur í senn á ársfjórðungs- fresti að jafnaði. Þar sem Frakkarnir ríða á vaðið er dvöl þeirra lengri. Áformað er að þeir ljúki verkefni sínu hér þann 20. júní. Flugsveitarforinginn Bertrand upplýsti að fyrsta vikan yrði nýtt í að koma upp stjórnstöð á varnarsvæðinu á Keflavíkurflug- velli og gefa liðsmönnum sveitar- innar svigrúm til að átta sig á aðstæðum. 12. maí á sveitin að vera hálfklár í slaginn ef svo má segja, en þá á hún að hafa náð „init- ial operational capability“ eins og það heitir á NATO-hermáli. Fullklár á hún svo að vera eigi síðar en 24. maí, en í því felst að hún á að vera fær um að senda á loft þotur með stundarfjórðungs fyrirvara, hvenær sem er sólar- hringsins. Þær eiga síðan að geta til að mynda flogið til móts við flugvélar sem fljúga í heimildar- leysi inn í íslenska loftrýmið og varið þannig með virkum hætti lofthelgi Íslands og NATO. Kostnaðinn af útgerð þotnanna sjálfra bera Frakkar. Íslensk stjórnvöld bera hins vegar kostn- aðinn af dvöl flugsveitarinnar „á jörðu niðri“. Samkvæmt fjárlögum eiga 200 milljónir króna að fara í loftrýmisgæslu í ár. Það miðast við að 50 milljónum sé varið í hvert þriggja vikna dvalartímabil er lendrar flugsveitar hér. Þar sem Frakkarnir dvelja hér í sex vikur fara 100 milljónir í það verkefni. Auk þess er á fjárlögum fráteknar 40 milljónir til kostnaðarþátttöku í heræfingum á landinu á árinu. Þá er rekstrarkostnaður Ratsjárstofn- unar, sem á þessu ári er áætlaður 800 milljónir króna, að sjálfsögðu hluti af kostnaðinum við loftrýmis- eftirlitið. audunn@frettabladid.is Sýna samstöðu NATO með Íslendingum Í fyrsta sinn frá því bandaríska varnarliðið yfirgaf Ísland árið 2006 er eftirlit með ís lensku lofthelginni með tilstyrk orrustuþotna, að þessu sinni frönskum. Fjórar Mirage 2000-þotur franska flughersins munu annast þetta hlutverk næstu sex vikur. FRAKKAR LENTIR Mirage 2000-orrustuþota franska flughersins lendir á Keflavíkurflug- velli skömmu fyrir hádegið í gær. Fjórar slíkar þotur verða hér við loftrýmiseftirlit til 20. júní. Í september koma bandarískar þotur í sömu erindagjörðum. LJÓSMYND/VÍKURFRÉTTIR BÓLIVÍA, AP Klofningur í röðum Ból- ivíubúa ágerðist til muna í gær þegar ljóst varð að mikill meiri- hluti þátttakenda í atkvæðagreiðslu í stærsta og ríkasta fylki landsins, Santa Cruz, hefði á sunnudag sam- þykkt tillögu um aðskilnað héraðs- ins undan valdi ríkisstjórnar Evo Morales forseta. Morales forseti fordæmdi atkvæðagreiðsluna og sagði hana brot á stjórnarskrá, en brá þó á það ráð að boða fylkisstjóra landsins til sín til skrafs og ráðagerða. Santa Cruz-fylki er á frjósömu láglendi í austurhluta landsins og íbúar þess eru flestir af evrópsk- um eða blönduðum uppruna á meðan Morales sjálfur er af indí- ánaættum og hefur á stefnuskránni að breyta Bólivíu í sjálfbært sam- neysluríki byggðu á gildum frumbyggja. Í þremur öðrum þessara fylkja, Beni, Pando og Tarija, á að halda sams konar aðskilnaðaratkvæða- greiðslur í næsta mánuði. Þessi aðskilnaðarhreyfing hefur að mestu komið í stað hefðbundinna stjórnmálaflokka sem drifkraftur stjórnarandstöðu við stjórn Mora- les. - aa Tillaga um aðskilnað stærsta og ríkasta fylkis Bólivíu samþykkt í atkvæðagreiðslu: Morales leitar mótaðgerða FAGNA ÚRSLITUM Stuðningsfók aðskiln- aðarhreyfingarinnar í Santa Cruz fagnar á götum Santa Cruz-borgar í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Frönsku Mirage 2000-orrustuþot- urnar fjórar sem hingað eru komnar til loftrýmiseftir- lits NATO eru úr flugsveit 01/002 „Cigognes“ (Storkar), sem hefur bækistöðvar sínar að jafnaði á herflugvelli við Dijon í austanverðu Mið- Frakklandi. Flugsveitin rekur sögu sína aftur til heimsstyrj- aldarinnar fyrri, en storkanafnið dregur hún af því að storkurinn er einkennisfugl Elsass-héraðs, sem lengi var bitbein Þjóðverja og Frakka. Sveitin hefur haft bækistöðv- ar sínar í Dijon síðan árið 1949. 110 manns fylgja þotunum í verk- efni þeirra hér á landi. Þar af eru 50 eiginlegir liðsmenn flug- sveitar 01/002. Tíu þeirra eru flugmenn, en hinir flugvirkjar, flugumferðar- stjórar, slökkviliðsmenn, varðliðar, fjarskipta- og tölvubúnaðarsérfræðingar, auk annars stoðliðs frá öðrum flugherstöðvum í Frakklandi. Nánari upplýsingar um flugsveitina má finna á vefslóðinni www.defense.gouv.fr/air/au_serv- ice_de_la_defense/unites_aerienn- es/chasse/escadron_de_chasse_1_ 2_cigognes FRANSKA FLUGSVEITIN „STORKARNIR“ VINNUMARKAÐSMÁL „Bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa tekið undir óskir okkar um að efnt verði til fundar með BSRB og ríkisstjórninni,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sem á sunnudag sendi bréf til fjögurra ráðherra ríkisstjórn- arinnar með ósk um fund. Á fundinum vilja Ögmundur og félagar í BSRB að ráðherrarnir geri grein fyrir áformum ríkisstjórnar- innar um hvernig hún hyggist efna fyrirheit sín í kjaramálum. Ögmundur segir enga tímasetningu komna á fundinn en að hann verði í vikunni. Í dag funda aðilar á vinnumarkaði með ríkisstjór- inni um stöðuna í efnahagsmálum. Segist Ögmundur bera þær væntingar til fundarins að þar fái hann að heyra hvað stjórnvöld hafi í hyggju að gera við þær aðstæður sem nú eru uppi. „Þá horfum við kannski fyrst og fremst til húsnæðismálanna og stöðu þeirra sem hafa fest kaup á húsnæði, þeirra sem sjá nú vexti og þar með lánaklyfjarnar æða upp úr öllu valdi. Hvort þá ríkisstjórnin hafi einhver áform uppi um að létta stöðu þessa fólks.“ - ovd Aðilar á vinnumarkaði og ríkisstjórnin funda í dag um stöðuna í efnahagsmálum: Ráðherrar lofa BSRB fundi Þá horfum við kannski fyrst og fremst til húsnæðismál- anna og ... þeirra sem sjá nú vexti og þar með lánaklyfj- arnar æða upp úr öllu valdi ÖGMUNDUR JÓNASSON FORMAÐUR BSRB JERÚSALEM, AP Rannsókn stendur nú yfir á máli sem tengist forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert. Dómari hefur ákveðið að ekki megi veita upplýsingar um málið meðan á rannsókn stendur. Fimm spillingarmál, sem Olmert hefur verið bendlaður við, hafa verið tekin til rannsóknar síðan hann tók við embætti forsætisráð- herra fyrir tveimur árum. Hann hefur þó aldrei verið dæmdur. Þessi lögreglurannsókn hefur haft neikvæð áhrif á pólitíska stöðu hans, en Olmert sagði í gær að hann myndi ekki láta þessa rannsókn spilla fyrir friðarviðræð- um sínum við Palestínumenn. - kka Ehud Olmert í vanda: Gæti skaðað friðarviðræður KJÖRKASSINN Sækir þú listasöfn? JÁ 24,2% NEI 75,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Átt þú stafræna myndavél? Segðu skoðun þína á vísir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.