Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 42
26 6. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR BREIÐABLIK 5. SÆTINU Í LANDSBANKADEILD KARLA 2008 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2007 5. sæti í A-deild 2006 5. sæti í A-deild 2005 1. sæti í B-deild 2004 4. sæti í B-deild 2003 7. sæti í B-deild 2002 7. sæti í B-deild AÐRIR LYKILMENN GENGI Á VORMÓTUNUM ■ Sigrar ■ Jafntefli ■ Töp 1 4 2SRDJAN GASIC NENAD PETROVIC PRINCE RAJCOMAR > LYKILMAÐURINN Arnar Grétarsson fór á kostum á miðjunni hjá Blikum í fyrra og frábær leikur hans var lykillinn að góðri spilamennsku Blika. Arnar er leiðtogi liðsins og maðurinn sem stýrir spilinu hjá Blikum. Hann þarf klárlega að leika af sömu getu í sumar ef Blikar ætla sér að berjast með þeim bestu á toppnum. > X-FAKTORINN Marel Baldvinsson er kominn heim og á að skora mörk Blika í sumar. Marel var markakóngur síðast er hann spilaði hér og allir vita hvað hann getur. Hann meiðist aftur á móti oft og það skiptir Blika gríðarlegu máli að hafa hann í lagi. Líklega í fyrsta skipti í sögu félagsins eru gerðar verulegar væntingar til Blikaliðsins í sumar. Það spilaði frábæran fótbolta á köflum í fyrra en gekk skelfilega að ganga frá leikjum eins og níu jafntefli í átján leikj- um bera vitni um. Nú verða gerðar þær kröfur til liðsins að það geri enn betur og blandi sér í baráttuna á toppnum. Liðið er gríðarlega vel mannað og leik- mannahópurinn lítið breyttur. Þessir strák- ar þekkja vel inn á hvern annan og vita hvernig þjálfarinn vill að liðið spili. Liðið hefur aðeins bætt við sig einum leik- manni og það er framherjinn Marel Jóhann Baldvinsson sem er kominn heim frá Nor- egi. Hann var markakóngur deildarinnar sumarið 2006 og margir voru á því að hann væri púslið sem vantaði í Blikaliðið síðasta sumar. Það vantaði mann til þess að binda enda á sóknir Blikaliðsins. Svo verður Prince Rajcomar líklega skæðari í sumar eftir að hafa fengið reynslu af íslenska bolt- anum síðasta sumar en honum óx ásmegin eftir því sem leið á mótið. Nú er síðasta púslið komið og því eru engar afsakanir í boði í Kópavoginum leng- ur. Verður áhugavert að sjá hvernig Blika- liðinu gengur síðan að spila undir þessari pressu. Tveir menn fóru frá liðinu í vetur. Kant- maðurinn efnilegi, Gunnar Örn Jónsson, fór í KR og Kristján Óli Sigurðsson ákvað að þjálfa og spila með liði Hvatar frá Blöndu- ósi. Væntingar í Kópavoginum HANDBOLTI Ársþing HSÍ verður haldið þann 17. maí næstkomandi. Þingið verður með talsvert öðrum hætti en oft áður þar sem í raun liggja aðeins fyrir tvær tillögur á þinginu. Þær eru breytingar á lögum sambandsins og breyting á mótafyrirkomulaginu. HSÍ leggur til stórfelldar breytingar á lögum sambandsins sem eru til þess ætlað- ar að færa meiri völd til stjórnar HSÍ. Hingað til hafa allar reglugerðarbreyt- ingar þurft að fara í gegnum ársþing en verði tillagan samþykkt mun stjórn HSÍ geta afgreitt hin ýmsu mál sjálf í stað þess að bíða þurfi ársþings. Með því verður öll vinna skil- virkari í hreyfingunni. Ársþingið mun aftur á móti taka á laga- breytingum. Einnig er lagt til að fjölga stjórnarmönnum HSÍ úr sjö í níu. Stjórn- armenn fá í kjölfarið aukna ábyrgð sem formenn hinna ýmsu nefnda. Svo er lagt fyrir þingið að endurvekja úrslitakeppnina, en þó með nokkuð breyttu formi. Það er að fjögur efstu liðin spili í úrslitakeppni. Fastlega er búist við því að þetta verði samþykkt enda lagt fyrir eftir fundi for- manna félaga. Einnig er lagt til að aðeins eitt lið falli úr efstu deild en liðið sem endi í næstneðsta sæti fari í umspil við liðið í fjórða sæti 1. deildar. Liðin í öðru og þriðja sæti 1. deildar spili einnig í sama umspili og sigurvegarar þessara leikja spili síðan úrslitaleik um síðasta lausa sætið í efstu deild. Guðmundur Ingvarsson hefur einn boðið sig fram til formennsku en Hlynur Sigmarsson stjórnarmaður íhugar einnig framboð. - hbg Handknattleikshreyfingin vill sjá breytingar á mótafyrirkomulaginu á næsta ársþingi: Úrslitakeppnin væntanlega tekin upp aftur GUÐMUNDUR INGVARSSON Sækist eftir áframhaldandi formennsku hjá HSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Bakvörðurinn öflugi, Justin Shouse, hefur ákveðið að semja við úrvalsdeildarlið Stjörnunnar en Shouse hefur verið einn aðalmaður Snæfells síðustu ár. Frá þessu var greint á Vísi í gær. Justin kemur til með að fylla skarð Makedónans Dimitar Karadzovski, sem var rekinn frá Stjörnunni á dögunum er í ljós kom að hann hafði verið að stela af liðsfélög- um sínum. Forráðamenn Snæfells höfðu greint frá því að Shouse hefði verið til í að spila áfram í Hólmin- um, en Snæfell hefur ekki enn ráðið þjálfara og staða Shouse því óörugg. Hann ákvað því að semja við Stjörnuna. - hbg Stjarnan fær góðan liðsstyrk: Shouse semur við Stjörnuna FÓTBOLTI Þróttarar hafa orðið fyrir nokkru áfalli því nú er ljóst að framherjinn efnilegi, Viktor Unnar Illugason, mun ekki geta leikið með liðinu í sumar vegna meiðsla í baki. Viktor Unnar er samningsbund- inn Reading en Þróttarar voru búnir að ganga frá lánssamningi við enska liðið vegna Viktors. „Það er agalegt að missa Viktor því ég hafði góða tilfinningu fyrir því að hann myndi spjara sig með okkur í sumar,“ sagði Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar. „Það er allt eins líklegt að við bregðumst við þessu og reynum að fá annan framherja. Við erum byrjaðir að líta í kringum okkur en það er ekkert í hendi. Það er samt ljóst að við verðum að hafa hraðar hendur enda stutt í mót,“ sagði Gunnar. - hbg Áfall fyrir Þróttara: Viktor Unnar ekki með VIKTOR UNNAR Spilar ekki á Íslandi í sumar. FÓTBOLTI Það er ljóst að baráttan um enska meistaratitilinn fer alla leið þetta árið. Chelsea vann Newcastle í gær á útivelli, 0-2, og er því jafnt Man. Utd að stigum þegar aðeins ein umferð er eftir. United heldur aftur á móti toppsætinu þar sem United á 17 fleiri mörk í plús en Chelsea. Sigur hjá United gegn Wigan á útivelli í lokaumferð tryggir þeim því titilinn en Chelsea tekur á sama tíma á móti Bolton á heimavelli. Það var markalaust í leikhléi í gær en Michael Owen fékk tvö kjörin tækifæri til þess að skora fyrir Newcastle og Michael Ballack eitt fyrir Chelsea. Ballack gerði engin mistök á 61. mínútu þegar hann skallaði sendingu Didiers Drogba í netið af stuttu færi. Þjóðverjinn var reyndar glæpsamlega illa dekkaður inni í miðjum markteig Newcastle og eftirleikurinn því auðveldur. Florent Malouda bætti við öðru marki tíu mínútum fyrir leikslok og stigin þrjú fóru þar með til Chelsea. John Terry, fyrirliði Chelsea, var brattur eftir leikinn en hann spáir því að Wigan, sem er á mikilli siglingu og hefur ekki tapað fimm leikjum í röð, muni standa sig vel gegn United. „Ég held að Wigan muni sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt í úrvals - deildinni. Wigan er öruggt með sæti sitt en með frábæran stjóra eins og Steve Bruce er ljóst að liðið mun leggja allt sitt í leikinn,“ sagði Terry. „Ef við klárum okkar dæmi og vinnum Bolton þá er ég viss um að við eigum góðan möguleika.“ Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, var eðl- i lega sáttur við sína menn en játar að United hafi öll spil á hendi. „Ég held að þetta sé eitt af bestu tíma- bilunum í sögu Chelsea og liðið hefur sýnt frábæran karakter. United er vissulega í betri stöðu en verkefnið er ekki auðvelt og liðið verður að vinna. Við höfum veitt United mikla keppni og munum berjast fram á síðustu mínútu,“ sagði Avram Grant en hann hefur staðið sig stórkostlega með liðið. henry@frettabladid.is Chelsea gefst ekki upp Manchester United og Chelsea eru jöfn að stigum þegar aðeins ein umferð er eftir í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea vann góðan útisigur á Newcastle í gær. 0-1 Michael Ballack skallar hér boltann í netið í gær og kemur Chelsea yfir. Ballack hefur verið mjög drjúgur liði sínu upp á síðkastið. FRÉTTA- FÓTBOLTI Arsenal varð fyrir miklu áfalli í gær þegar miðjumaðurinn Mathieu Flamini skrifaði undir fjögurra ára samning við AC Milan. Það sem verra er fyrir Lundúnaliðið er að félagið fær ekki krónu fyrir leikmanninn sem var orðinn samningslaus. Flamini var algjör lykilmaður hjá Arsenal í vetur. Hann var 39 sinnum í byrjunarliðinu og skoraði ein þrjú mörk. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Flamini skilur knattspyrnu- stjórann sinn eftir sársvekktan. Þegar hann yfirgaf Marseille fyrir Arsenal árið 2004 var hann lykilmaður hjá Marseille, sem fór í úrslit UEFA-bikarsins. Hann fór einnig frítt frá Marseille þar sem hann var ekki búinn að skrifa undir atvinnumannasamning við félagið á þeim tíma. - hbg Mathieu Flamini: Samdi við AC Milan MATHIEU FLAMINI Spilar á Ítalíu næsta vetur. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Hans Mathiesen, sem var leystur undan samningi við Fram, er búinn að semja við Keflavík. Hann er annar fyrrverandi leikmaður Fram sem fer til Keflavíkur, áður hafði Keflavík samið við Patrick Redo. - hbg Hans Mathiesen: Frá Fram til Keflavíkur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.