Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 10
 6. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR Til væntanlegra frambjóðenda í forsetakosningum 28. júní 2008 Yfi rkjörstjórn Suðurkjördæmis kemur saman til fundar í dómsal Héraðsdóms Suðurlands, Austurvegi 4, 2. hæð, Selfossi, fi mmtudaginn 22. maí kl. 13:00, til að gefa vot- torð um meðmælendur forsetaframboða, skv. 4. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör til forseta Íslands. Þess er óskað að frambjóðendur, ef unnt er, skili meðmælendalistum með nöfnum meðmælenda af Suðurlandi til undirritaðs, sýsluskrifstofunni í Vestman- naeyjum, Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, þriðjud- aginn 20. maí, svo unnt sé að undirbúa vottorðsgjöf yfi rkjörstjórnar. Vestmannaeyjum, 5. maí 2008 F.h. yfi rkjörstjórnar Suðurkjördæmis Karl Gauti Hjaltason LÖGREGLUMÁL „Niðurstaðan er sú að við fáum tjónið á skálanum borgað,“ segir Páll Guð- mundssson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, sem rætt hefur við eigendur jeppans sem velt var á salernisbyggingu félagsins í Landmannalaugum. Ferðafélagið kærði skemmd- irnar á skálanum og meinta ölvun ökumannsins til lögreglu. Páll segir mörg vitni hafa komið fram sem ýmist haldi því fram að öku- maðurinn hafi verið drukkinn eða allsgáður. „Sjálfir segja þeir að ökumað- urinn hafi ekki verið fullur en það er hlutverk lögreglunnar að rannsaka þann þátt málsins,“ segir Páll sem kveður atvikið hafa hrist upp í fjalla- og jeppa- mönnum. „Menn eru einhuga um að vera til fyrirmyndar í ferðamennsku. Að sögn Páls er tjónið sem Ferða- félagið fær bætt metið á þrjár milljónir króna. - gar Eigandi jeppans sem valt og eyðilagði skála Ferðafélagsins í Landmannalaugum: Borgar þriggja milljóna tjón Á HVOLFI Deilt er um hvort ökumaðurinn hafi verið drukkinn en jeppinn var að minnsta kosti á hvolfi í Landmannalaugum. NEW YORK Á þingi New York-ríkis í Bandaríkjunum hafa verið samþykkt ný lög, sem banna að meiðyrðadómum felldum af erlendum dómstólum sé framfylgt í ríkinu. Tilefni lagasetningarinnar er mál Rachel Ehrenfeld, forstöðumanns hugveitunnar American Centre for Democracy sem hefur varnarþing sitt í New York. Hún var nýlega dæmd fyrir dómstóli í Bretlandi til 225.000 dollara skaðabótagreiðslu til Khalid bin Mahfouz, bankamanns frá Sádi- Arabíu sem býr í Lundúnum. Hún hafði í bók sinni Funding Evil: How Terrorism Is Financed and How to Stop It sakað Mahfouz um að hjálpa Osama bin Laden og al-Kaída- hryðjuverkanetinu að komast yfir fé. Mahfouz varðist þessum ásökunum með því að höfða meiðyrðamál á grundvelli bresku meiðyrðalöggjaf- arinnar, sem er strangari en sú sem gildir vestra. Það er á grundvelli sömu bresku laga sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson var dæmdur til skaða- bótagreiðslna til Jóns Ólafssonar og Ekstra Bladet danska til greiðslna til Kaupþings banka. - aa Mismunandi meiðyrðalöggjöf milli landa á dögum hnattvæðingar: New York bannar breska dóma TILEFNIÐ Fullyrðingar í bókinni „Funding Evil“ urðu tilefni til meiðyrðamáls í Bretlandi gegn bandarískum höfundi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.