Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 16
16 6. maí 2008 ÞRIÐJUDAGUR E kkert ríki getur reikn- að með að breyta heiminum með tveggja ára setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en ríki sem taka tíma- bundið sæti í ráðinu geta haft áhrif á afmörkuðum sviðum. „Megináherslumál Íslands í fram boðinu eru vernd almennra borgara á átakasvæðum, sér í lagi kvenna og barna; aukin aðkoma kvenna að friðarviðræðum og frið- aruppbyggingu; og mikilvægi þess að mæta ógnum við öryggi í víðasta samhengi. Þá vill Ísland beita sér fyrir bættum og gegnsærri starfs- háttum innan ráðsins.“ Svona lýsti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra áherslum Íslands í ræðu um utan- ríkismál á Alþingi 8. apríl. Ísland keppir við Austurríki og Tyrkland um tvö laus sæti í örygg- isráðinu á árabilinu 2009 til 2010, og verður kosið milli ríkjanna um miðjan október. Þó að minni líkur en meiri séu á því að Ísland fái sæti vilja sérfræðingar ekkert útiloka, og benda á að oft séu niðurstöður kosninga innan SÞ þvert á spár. „Við höldum ekki að þátttaka Íslands í öryggisráðinu þýði að Ísland muni gerbreyta heimsmál- unum,“ segir Hjálmar W. Hannes- son, sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá SÞ. Hann bendir á að dagskrá ráðsins ráðist að miklu leyti af því sem sé að gerast í heim- inum á hverjum tíma. Þrátt fyrir þetta geta ríki haft áhrif á heimsmálin með setu í öryggisráðinu. Singapúr lagði til dæmis mikla áherslu á að opnum fundum í ráðinu yrði fjölgað, til að þau ríki sem ekki eigi sæti í ráðinu fái möguleika á að tjá sig oftar, og náði þeirri breytingu fram. Hjálm- ar segir að fái Ísland sæti í ráðinu verði íslenskum gildum haldið á lofti, og vísar í ræðu ráðherra. „Öryggisráðið stendur á mótum mögulegra breytinga, þannig að ráðið verði virkara og jákvæðara afl. Það verður að koma í ljós hvort skrefið verður stigið, og þar skiptir máli hverjir verða kjörnir í ráðið,“ segir Colin Keating, forstjóri Secu- rity Council Report. Öryggisráðið hefur orðið áhrifa- minna á síðustu árum, sem er þróun sem segja má að hafi hafist við inn- rás Bandaríkjanna og bandalags- ríkja þeirra í Írak árið 2003. Á síð- ustu árum hafa kjörnu ríkin haldið sig meira til hlés en þau gerðu, og virðast stundum óttast að taka frumkvæðið og beita sér í erfiðum málum, segir Keating. Það sé mikil breyting frá því sem áður var. Á síðustu mánuðum virðist þetta þó hafa gengið að nokkru leyti til baka, þegar ríki eins og Indónesía og Suður-Afríka hafi tekið frum- kvæði í ákveðnum málum. Svo verði að koma í ljós hvort það sé undantekningin, eða hvort ráðið sé að færast aftur til fyrra horfs. Sæti kostar 200 milljónir Fái Ísland sæti í öryggisráðinu er ljóst að fjölga verður starfsmönn- um í fastanefnd Íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum. Ráðið fundar yfirleitt nokkrum sinnum í viku, og fulltrúar ríkjanna sem sæti eiga í ráðinu verða að vera tilbúnir að mæta til aukafundar með mjög skömmum fyrirvara. Í dag vinna sex embættismenn utanríkisráðuneytisins í New York, auk aðstoðarmanns, bílstjóra og starfsnema. Hjálmar W. Hannes- son reiknar með því að bæta verði við átta embættismönnum til við- bótar, taki Ísland sæti í ráðinu. Undir það tekur Kristín Árnadóttir, kosningastjóri framboðs Íslands, og segir starfsmennina þurfa að verða fimmtán til átján talsins. Auk fjölgunar í New York má búast við því að fjölga þurfi starfs- mönnum á alþjóðaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins, segir Hjálmar. Starfsmenn þurfi til að mynda að sinna ýmis konar greiningarvinnu vegna setu í ráðinu. Ekki er reiknað með því að fjölga starfsmönnum í utanríkisþjónust- unni, heldur verður seta í ráðinu tímabundið forgangsverkefni, og starfsmenn færðir úr öðrum störf- um. Engu að síður telur utanríkis- ráðuneytið að kostnaðurinn við að taka sæti í ráðinu verði nálægt 100 milljónum króna á ári, í tvö ár. Sú upphæð getur þó hækkað, enda ekki útilokað að alþjóðlegir atburð- ir leiði til aukinna umsvifa ráðsins. Norðmenn fóru aðra leið en flest ríki sem taka sæti í ráðinu á árun- um 2001 til 2002. Þeir voru með fámenna skrifstofu í New York, en studdu hana með starfsmönnum í utanríkisráðuneytinu í Ósló. Colin Keating segir Norðmenn hafa kom- ist upp með það án vandræða þar sem utanríkisþjónusta þeirra sé gríðarlega öflug. Svo öflug að þeir hafi svo gott sem engu þurft að breyta við að taka sæti í ráðinu. Önnur ríki, þar á meðal Ísland, ættu ekki að taka sér það til fyrirmynd- ar. Undir það tekur Lars Faaborg- Andersen, sendiherra og annar fastafulltrúi Danmerkur hjá SÞ. Hann segir að á meðan Danmörk hafi átt sæti í ráðinu síðast hafi landið verið með tólf starfsmenn hjá SÞ sem eingöngu sinntu örygg- isráðinu. Til viðbótar hafi verið fimm til sex starfsmenn sem sinntu öðrum þáttum SÞ. Jorge Urbina, fastafulltrúi og sendiherra Kosta Ríka hjá SÞ, segir að í dag séu fjórtán í sendinefnd landsins hjá SÞ. Það dugi varla til, nú þegar Kosta Ríka hafi tekið sæti í öryggisráðinu. Ef vel ætti að vera þyrfti sextán starfsmenn. Toppurinn á fundaísjakanum Sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá SÞ er lykilmaður Íslands, fái Ísland sæti í öryggisráðinu. Afar mikilvægt er að sá einstaklingur sem þar situr njóti trúnaðartrausts utanríkisráðherra, enda hlutverk hans að framfylgja utanríkisstefnu Íslands. Enginn viðmælenda Fréttablaðs- ins vildi spá fyrir um það hvort Hjálmar W. Hannesson muni gegna því starfi áfram, eða hvort nýr skipstjóri verði fenginn í brúna. Hlutverk fastafulltrúans er að fylgja þeirri stefnu sem stjórnvöld marka. Mikilvægt er að hann njóti trúnaðartrausts, svo hann þurfi ekki að vera með opna símalínu til ráðuneytisins vegna smávægileg- ustu mála, segir Colin Keating. Fastafulltrúinn og annar fasta- fulltrúi sitja fundi öryggisráðsins, en þeir fundir eru aðeins toppurinn á fundaísjakanum sem fylgir setu í ráðinu. Í dag eru þrettán undir- nefndir ráðsins sem fjalla um af mörkuð málefni, til dæmis um viðskiptabönn, friðargæslu og bar- áttu gegn hryðjuverkum. Ríkin sem sitja í ráðinu skiptast á að gegna formennsku í nefndunum. Að auki starfa hópar sérfræð- inga á vegum ráðsins, einn hópur fyrir hvert af þeim málum sem upp koma. Þannig starfar hópur sem fjallar eingöngu um Darfúr og annar sem fjallar um ástandið á Haítí. Ríkin sem sitja í öryggisráð- inu skipa menn í hópana. „Mín reynsla hefur verið sú að ef menn vilja ná einhverju fram á þessum vettvangi verða þeir að hafa eitthvað fram að færa,“ segir Johan C. Verbeke fastafulltrúi og sendiherra Belgíu hjá SÞ. „Ekkert er hörmulegra fyrir þá sem eiga sæti í ráðinu en að taka afstöðu til mála sem allir sjá að þeir skilja ekki til hlítar.“ Vegna þessa leggja ríki sem sitja í ráðinu mikla áherslu á greiningar- vinnu, til að þekking sé til staðar á helstu málefnum sem líkleg eru að koma til ráðsins. Undirbúningi fyrir slíka vinnu er lokið hjá íslenska utanríkisráðu- neytinu. Unnið hefur verið mál- efnayfirlit, og helstu umfjöllunar- efni öryggisráðsins greind. Fram kom í ræðu Ingibjargar Sólrúnar á Alþingi nýverið að 31 átakamál standi upp úr, og sex meginmála- flokkar. „Komi til þess að við náum kjöri, þá fullyrði ég að við verðum tilbúin og með báða fætur á jörðinni,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Fréttaskýring: Framboð Íslands til öryggisráðs SÞ 5. hluti FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is Ríki hafi eitthvað fram að færa Ísland getur ekki gerbreytt heimsmálunum, fái landið sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ríki sem kosin eru til tímabund- innar setu í ráðinu geta þó haft áhrif á ákveðnum sviðum. Fjöldi starfsmanna Íslands í höfuðstöðvum SÞ í New York verður tvöfaldaður fái Ísland sæti í ráðinu. Kostnaður við setu í ráðinu er áætlaður 200 milljónir króna, 100 milljónir fyrir hvort ár. Í ÖRYGGISRÁÐINU Hjálmar W. Hannesson, fastafulltrúi Íslands hjá SÞ, flutti ræðu fyrir hönd Norðurlandanna á opnum fundi öryggisráðsins 30. apríl síðastliðinn. Norðurlöndin hafa undanfarið sýnt stuðning sinn við framboð Íslands til öryggisráðsins með því að leyfa fulltrúa Íslands að flytja ræður fyrir hönd Norðurlandanna allra. MYND/SÞ/ ESKINDER DEBEBE Íslensk stjórnvöld ákváðu að sækj- ast eftir sæti í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna á árunum 2009 til 2010 fyrir hátt í tíu árum síðan, í tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, þegar Halldór Ásgrímsson var utan- ríkisráðherra. Það er því sérkennileg staðreynd að vinna við framboðið hafi legið niðri í heilt ár eftir að Davíð tók við af Halldóri sem utanríkisráðherra, samkvæmt beinum fyrirmælum Davíðs. Óumdeilt er meðal heim- ildarmanna Fréttablaðsins að það hafi haft verulega skaðleg áhrif á framboðið. Davíð lýsti efasemdum um fram- boðið á Alþingi í apríl 2005, og fóru orð hans eins og eldur í sinu um SÞ, segir heimildarmaður sem tengdur var framboðinu á þeim tíma. Vegna stöðu sinnar í dag vill hann ekki koma fram undir nafni. Fulltrúar Austurríkismanna og Tyrkja hentu ummæli Davíðs á lofti, og sögðu hik komið á Ísland. Heimildarmaður sem vel þekkir til segir að engin ríki hafi veitt vilyrði fyrir stuðningi í tólf mánuði. Á sama tíma hafi Austurríki og Tyrkland fengið vilyrði fyrir stuðningi hjá fjölmörgum ríkjum. Eftir að Geir H. Haarde tók við sem utanríkisráðherra hófst vinna við framboðið að nýju, en með hófsamari hætti, og minni fjárútlát- um en áður. Þeirri stefnu héldu þær Valgerður Sverrisdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þegar þær tóku við embætti utanríkisráðherra. Ekki náðist í Davíð Oddsson við vinnslu greinarinnar. FYRIRMÆLI DAVÍÐS ODDSSONAR SKÖÐUÐU FRAMBOÐ ÍSLANDS Kaupmannahöfn Ósló Stokkhólmur Helsinki New York Reykjavík Kanada Bandaríkin Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Ísland Upplýsin gar o g fyr irm æli frá rá ðu ne yti til st ar fsm an na í Ne w Yo rk U pplýs inga r frá Ne w Y ork til rá ðu ne yt is Upplýsingar frá starfsmönnum Íslands í New York til Norðurlandanna Upplýsingar frá fulltrúum hinna Norðurlandanna í New York Upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum Upplýsingar frá ráðuneytinu til Norðurlandanna Upplýsingar frá sendiráðum til ráðuneytis Upplýsingar frá sendiráð- um Norðurlandanna til þeirra ráðuneyta Flæði upplýsinga tæki Ísland sæti í öryggisráðinu FIMMTA GREIN AF FIMM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.