Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 24
 6. MAÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● verktakar Forsteyptar einingar eru sífellt að sækja í sig veðrið og nú er nánast hægt að byggja hvað sem er úr þeim. „Hérlendis hafa forsteyptar ein- ingar verið notaðar í tugi ára. Okkar framleiðsla hófst hins vegar vorið 2005 en þá var gríð- ar leg eftirspurn á markaðnum og löng bið. Í dag hafa afköstin aukist það mikið að biðtíminn er mun skemmri, enda er öflug af- kastageta okkar sérstaða,“ segir Hermann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri steypu- og eininga- verksmiðjunnar Borgar. „Við legg- jum mikið upp úr gæðavinnu og þar höfum við verið að ná góðum árangri í steiningaráferð sem er mjög vinsæl um þessar mundir.“ Starfsemi Borgar er tvíþætt og ber þar fyrst að nefna fram- leiðslu og hönnun á forsteypt- um einingum og reisingu þeirra á byggingastað. Hins vegar er það steypusala úr steypubílum. Að sögn Hermanns eru viðskipta- vinir bæði einstaklingar sem eru að byggja fyrir sig sjálfa og til að selja öðrum, auk byggingaverk- taka. „Þróun í framleiðslutækni hefur orðið gríðarleg síðastlið- in ár og í dag getur fólk komið með teikningar og fengið nánast hvað sem er úr forsteyptum ein- ingum,“ útskýrir Hermann. Ein- ingarnar hafa verið notaðar til að byggja allt frá einbýlishúsum og iðnaðarhúsnæði upp í margra hæða blokkir og er annar tveggja valmöguleika þegar byggja á steinsteypt hús. „Annars vegar er hægt að nota forsteyptar einingar eða slá upp fyrir mótum á byggingastað. Þegar steypt er á staðnum þarf mannskap í það, auk þess sem kaupa þarf hverja einustu skrúfu og járnbút. Þessu fylgir mikið utanumhald og þá er hætta á að kostnaður fari úr böndunum. Með forsteyptum einingum komum við með einingarnar á staðinn og reisum þær. Síðan tekur við- skiptavinurinn við lokafrágangi með undirverktakta,“ segir Her- mann og bætir að einingarnar séu ekki dýrari valkostur. „Eining- arnar hafa verið að sækja gríðar- lega í sig veðrið. Sérstaklega eins og árferðið er núna þar sem fjár- magn er af skornum skammti og fólk þarf virkilega að rýna í aur- inn. Þá er fjárbindingin miklu skemmri og þú ert fyrr komin með veðhæft hús.“ Nánari upp- lýsingar: www.evborg.is - rh Fyrr komin með veðhæft hús Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri steypu- og einingaverksmiðjunnar Borgar, segir forsteyptar einingar þægilegri lausn þegar steinsteypt hús eru byggð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hermann segir að einingarnar hafi verið notaðar til að byggja allt upp í margra hæða blokkir. Tvö tilboð bárust Landsvirkj- un nýlega í lokaverkþátt við Hraunaveitur. Sá verkþáttur er síðasti hluti hins stóra verkefn- is við Kárahnjúkavirkjun sem oft hefur verið nefnt „stærstu framkvæmdir Íslandssögunn- ar“. Tilboðin voru frá Ístaki og Suðurverki. Ístak bauð 2.676 milljónir króna en Suðurverk 3.552. Kostnaðaráætlun hljóð- aði upp á 2.965 milljónir. Í þessum lokaverkþætti er um að ræða vinnu við Keldu- árstíflu, Grjótárstíflu, stíflu í Innri-Sauðá, steyptan þröskuld í Sauðárvatn og veituskurði og göng á milli stíflna. Fyrirtæk- ið Arnarfell hefur unnið síð- ustu ár við gerð Ufsarstíflu og jarðganga frá henni. Arnarfell hafði einnig þessi verk á sinni könnu en lenti í rekstarerfið- leikum og í byrjun þessa árs tók Landsvirkjun við verkefn- inu. Hún stofnaði um það dótt- urfélag, Hraunaveitu efh. Til þess fyrirtækis réðust lang- flestir þeirra starfsmanna sem áður höfðu unnið hjá Arnarfelli á svæðinu. Nú var það Hrauna- veita ehf. í heild sem var boðin út en Ístak bauð bara í verk- ið. Að sögn Kristins Eiríksson- ar framkvæmdastjóra Hrauna- veitu hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort tilboði Ís- taks verði tekið. „Við erum að byrja að skoða gögnin,“ segir hann. - gun Ístak með lægsta boð Pétur Pétursson og Ásgerður Ágústsdóttir á innkaupadeild Landsvirkjunar opn- uðu tilboðin 2. maí. MYND/LANDSVIRKJUN 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.