Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 18
[ ]Gönguskór þurfa að vera góðir þegar gengið er yfir urð og grjót. Ekki er verra ef neðri hlutinn er gúmmíklæddur svo hægt sé að vaða ár. Um næstu helgi halda virtustu Stott Pilates-kennarar Evrópu námskeið í Reykjavík. „Stott Pilates er afbrigði af upp- runalega Pilates-æfingakerfinu, þróað af Moiru Merrithew fyrir tuttugu árum, en Moira fékk lækna og sjúkraþjálfara til að yfir- fara æfingarnar til að gera þær bakvænni, í samræmi við nútíma- þekkingu á lífeðlisfræði. Með því var þörf á einstaklingsmiðuðu Pilates betur svarað, en Moira lærði hjá Romönu Kryzanowska, arftaka frumkvöðulsins Josephs Pilates,“ segir Anna Sólveig Smára- dóttir sjúkraþjálfari og félagi í nýstofnuðu félagi Stott Pilates- kennara á Íslandi. Félagið stendur fyrir komu Michaels og Karenar Christiansen til landsins, en þau hjón eru með virtustu Stott Pilat- es-kennurum veraldar. „Stott Pilates hentar jafnt sjúk- lingum í endurhæfingu sem íþrótta fólki í toppformi. Hver og einn fer á sínum hraða upp erfið- leikastigin því æfingar eru í mörg- um afbrigðum og auðvelt að aðlaga þær að hverjum fyrir sig,“ segir Anna Sólveig. Hún notar Stott Pilates á skjólstæðinga sína á Reykjalundi og hefur kennt hópum Pilates á Akranesi síðastliðin ár. „Æfingarnar ná til vöðva sem fólk notar ekki alla jafnan, en æfingakerfið byggir á stöðugleik- a þjálfun mjaðma- og axlagrind ar. Rík áhersla er lögð á eflingu lík- amsvitundar og öllum hollt að fara á eitt Pilates-námskeið því lær- dóm urinn nýtist áfram í aðra þjálfun þar sem fólk verður með- vitaðra um að nota grindarbotn, axlargrind og djúpvöðva í maga og baki, ásamt því að tengja æfing- ar daglegum störfum í standandi og sitjandi stöðu. Markmið Pilates er ekki síst að bæta líkamsstöðu fólks með því að nota miðstöðu liða í æfingum, “ segir Anna Sól- veig, sem bætti við ársnámi og þjálfun í Stott Pilates eftir sjúkra- þjálfunarnámið við Háskóla Íslands. „Námskeið helgarinnar eru ekki réttindanámskeið heldur hluti af kröfu um endurmenntun Stott Pila- tes-kennara. Þau eru hins vegar opin öllum þeim sem kenna leik- fimi og íþróttir, og vilja tileinka sér nýjar og einstaklingsmiðaðar æfingar. Úrval námskeiða er bæði spennandi og fjölbreytt, allt frá æfingum með stóra æfingar- og þyngdarbolta, helgaðar teygjum, konum á meðgöngu og konum eftir barnsburð.“ Skráning á námskeið er í síma 894-1806 og netfanginu stottpilat- es@medanotunum.is. Nánari upp- lýsingar um Stott Pilates á www. stottpilates.com. thordis@frettabladid.is Bakvænt og betra Pilates Anna Sólveig Smáradóttir, sjúkraþjálfari og Stott Pilates-kennari, með þyngdarbolta sem eru notaðir í Stott Pilates-æfingum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐ MELTING ER UNDIRSTAÐA GÓÐRAR HEILSU Adult‘s Blend – Fyrir yngri en 65 ára Inniheldur 12 billjónir vinveittra gerla til að viðhalda eðlilegri flóru hjá fullorðnu fólki. Bætir frásog næringarefna, eflir meltinguna, takmarkar virkni örvera, sýkla og sjúkdómsvaldandi baktería. Infant´s Blend – Fyrir ungabörn og smábörn Inniheldur 7 tegunda sérhæfðan gerlahóp sem viðheldur eðlilegri flóru í ungum börnum. Inniheldur B.infantis, mikilvægustu örverurnar í meltingarvegi ungbarna og smábarna. Advanced Adult‘s Blend – Fyrir 60 ára og eldri Inniheldur sérhæfðan gerlahóp sem er sérstaklega ætlaður eldra fólki og valdir með tilliti til lakrar starfsemi ristilsins og lífaldurs. Bætir meltingu próteina kolvetna og fitu. Super 8 – Gegn sveppasýkingu Inniheldur 8 tegundir vinveittra baktería sem koma jafnvægi á gersveppinn og óþéttan meltingarveg. Einnig góð gegn sýkingu í leggöngum og þvagfærum. Super 5 – Fyrir munnheilsuna Inniheldur fimm tegundir vinveittra gerla sem eru gagnlegir fyrir munnhirðu. Vernda gegn þrusku, særindum í gómi, tannskemmdum, vefjaskemmdum og andfýlu. Probiotic blöndurnar eru sérstaklega hannaðar með tilliti til viðhalds og endurnýjunar heilbrigðrar meltingar sem aftur leiðir til betri heilsu! Probiotics fæst í Lyfju, Heilsuhúsinu, Heilsuhorninu Akureyri, Samkaup Úrval Njarðvík og Blómaval. Góðu gerlarnir til höfuðs þeim vondu Probiotic eru nákvæmar samsetningar sérhæfðra gerlahópa fyrir mismunandi aldursskeið, lífsstíl og ástand. Regluleg inntaka Probiotic kemur m.a. jafnvægi á gerla- gróðurinn, jafnar ástand meltingarvegarins og eykur hæfni hans við upptöku á næringarefnum. n á t t ú r u l e g a Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Námskeið með Ebbu Guðnýju í hvernig útbúa á einfaldan og næringar- ríkan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Hvaða fæðutegundum er gott að byrja og hvenær? Námskeiðið nýtist einnig vel þeim sem eru með eldri börn. Nýjar uppskriftir fylgja með og verða nokkrir réttir útbúnir á staðnum og allir fá að smakka. Ebba Guðný Að auki verður bókin Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? seld með 20% afslætti á námskeiðinu. Námskeiðið kostar 3000 kr. Upplýsingar og skráning fer fram í síma 694 6386 og á netfanginu ebbagudny@mac.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.