Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.05.2008, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 6. maí 2008 17 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 467 5.005 -3,22% Velta: 5.864 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,24 -0,28% ... Bakkavör 34,30 +4,59% ... Eimskipafélagið 22,50 +5,88% ... Exista 11,41 -4,92% ... FL Group 6,31 -4,68% ... Glitnir 16,80 -1,75% ... Icelandair Group 21,80 +0,00% ... Kaupþing 808,00 -3,81% ... Landsbank- inn 28,55 -3,71% ... Marel 89,00 -0,45% ... SPRON 4,76 -3,84% ... Straumur-Burðarás 12,38 -2,52% ... Teymi 3,65 -1,35% ... Össur 95,30 -1,24% MESTA HÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ +5,88% FLAGA +1,19% MESTA LÆKKUN EXISTA -4,92% FL GROUP -4,68% BAKKAVÖR -4,59% Umsjón: nánar á visir.is Greining Glitnis spáir því að Seðlabankinn hækki vexti um 0,25 prósentustig til viðbótar, í 15,75 prósent, á næsta vaxta- ákvörðunardegi bankans 22. maí næstkomandi. Verðbólga í apríl mældist 11,8 prósent á ársgrundvelli og hefur ekki verið meiri í tvo áratugi. Greining Glitnis segir að útlit sé fyrir að Seðlabankinn hafi vanmetið verðbólgu á öðrum fjórðungi ársins um 1,5 til 2 prósentustig í þjóðhagsspá bankans sem birt var 10. apríl síðastliðinn. - bg Stýrivextir taldir hækka í maílok Vodafone gangsetti fjóra nýja senda á Ströndum og í nágrenni á sunnudagsmorgun. Í tilkynningu frá félaginu segir að sendarnir muni bæta verulega farsímasam- band á Svalbarða á Vatnsnesi, Ennishöfða í Strandasýslu, á Skeljavíkurhálsi við Hólmavík og á hafnarsvæðinu þar í bæ. Enn á eftir að setja upp tvær GSM-stöðvar áður en uppbygg- ingu Vodafone á svæðinu lýkur, en þar til nýlega var ekkert samband á stærstum hluta svæðisins. Stefnt er að uppsetningu þeirra senda á næstu vikum. - bg Farsímavæða Strandirnar Verð hlutabréfa Össurar á eftir að hækka um 50 prósent á 12 mánuðum gangi ný spá greiningardeildar Lands- banka Íslands eftir. Markgengi félags- ins er þar sagt 143 krónur á hlut, en stóð, við lok markaða í gær, í 95,3 krón- um. Hærra verðmat er að stórum hluta til- komið vegna veikingar krónunnar og lágra vaxta á markaðssvæðum fyrir- tækisins. Samkvæmt útreikningum grein ing ardeildarinnar er réttmætt gengi félagsins um þessar mundir sagt vera 136,6 krónur á hlut. „Afkoma Össurar á fyrsta fjórðungi fór fram úr væntingum okkar. Heildar- tekjur tímabilsins námu 95,5 milljónum Bandaríkjadala, sem er í takt við spá okkar um 97,4 milljónir dala. EBIDTA hlutfallið, leiðrétt fyrir einskiptis- og öðrum kostnaði, var hins vegar 19,2 pró- sent, þar sem við höfðum spáð 16,8 pró- sentum,“ segir í nýju verðmati grein- ingardeildar Landsbankans á Össuri. Hlutfall rekstrarhagnaðar fyrir afskrift- ir (sem er EBIDTA) reyndist hagfelld- ara þar sem heildarkostnaður félagsins reyndist minni en ráð var fyrir gert í fyrri áætlunum greiningardeildar bank- ans. Mælt er með kaupum á bréfum Öss- urar og kveðst greiningardeildin bjart- sýn fyrir hönd fyrirtækisins. „Þar sem ekki var um að ræða stór kaup á árinu 2007 er bara um að ræða innri vöxt hjá fyrirtækinu á fyrsta fjórðungi.“ - óká Í FRAMLEIÐSLUSAL Greiningardeild Landsbank- ans mælir með kaupum á hlutabréfum í Össuri í nýju verðmati á fyrirtækinu. MYND/GRÍMUR BJARNASON Spá 50 prósenta hækkun Össurar Veikari króna og lægri vextir á markaðssvæðum Össurar ýta undir hærra verðmat félagsins. www.hyundai.is He fu r g æ ði n HÓLMAVÍK Nú geta sjómenn talað í farsíma við höfnina.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.